Tíminn - 13.11.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1954, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 13. nóvember 1954. MINNINGARORÐ: FRIÐRIK HJARTAR SKÓLASTJÓRI Dáinn, — horfinn .... Og án þess að fá notið þeirrar livíldar, er hann hafði tekið sér eftir langan annadag. Og ég sem hélt og hafði hlakkað til að nú myndum við fá næðistundir til að taka lag og ræða um horfna unaðsríka daga. En þá kom kallið til þessa vinar míns og starfs- bróður, að vísu með nokkr- um fyrirvara, en snögglegar þð en við höfðum búist við. Og nú horfum við hljóðir á stórt skarð í hópi vina og samferðamanna, þar sem Friðrik Hjartar er horfinn sýnum. Friðrik Hjartarson Hjartar var fæddur í Arnkötludal í Steingrímsfirði 15. sept. 1888, og var því rúmlega 66 ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Guð- laugsdóttir og Hjörtur Bjarna son, dóttursonur sr. Friðriks Jónssonar á Stað á Reykja- ne.si Þorvarðarsonar prófasts á Breiðabólstað í Vesturhópi, þess er mætti á Þingvöllum með fjóra syni sína hempu- klædda, og þótti sjaldgæft þá og einsdæmi. Tók sr. Jón bróðir sr. Friðriks á Stag sér ættarnafnið Reykjalín. Þótti þessi ættleggur mjög söng- elskur og sumir þeirra Reykja lína afburða söngmenn, og hefir sönghneigð haldist mjög í þessari fjölmennu ætt og er svo enn. Og lands kunnugt er um Friðrik Hjart ar, að hann var söngvinn á- gætlega og hafði mikið yndi af söng og músík. Þótt Fr. Hj. væri fæddur í Strandasýslu dvaldi hann þar skamma hríð. Kornungur var hann til fósturs tekinn af nafna sínum og föðurbróður, Friðriki Bjarnasyni stórbónda að Mýrum í Dýrafirði, og þar ólst hann upp. Kallaði hann sig því jafnan Dýrfirðing og mátti gera það. Mýraheimil- ið var fjölmennt menningar- heimili, og hafði verið það um langt skeið, starfsamt og stjórnsamt og glaðsinna, hús bóndinn mjög söngelskur og mikill raddmaður og hafði scng og rnúsík í hávegum. Þar var því góður skóli fyrir söngelska sál. Lærði Friðrik Hjartar því snemma að leika á orgel og hefir þáttur söngs ins í öllu lífi hans og starfi verið sterkur afl- og gleði- gjafi. Dýrafjörður er fögur sveit og dýrfirzk menning vár gróskumikil á uppvaxtarár- úm Friðriks, all mjög fáguð af erlendum fyrirmönnum er þar dvöldu fyrir og um sl. aldamót. Margt af því bezta úr menningarerfðum og rnenningarvenjum f Dýrafirði bar Friðrik Hjartar með sér alla ævi, enda þótti honum jafnan gott að minnast æsku áranna á Mýrum og kunni vel að meta það, sem fyrir hann var gert þar. Innan við tvítugsaldur fór Friðrik Hjartar í Flensborg- arskólann og síðar í kennara skólann og lauk þaðan próf- um með lofsamlegum vitnis- burði. Og árið 1911 settist hann svo að á Suðureyri við Súgandafjörð og gerðist þar skólastjóri og hélt því starfi í rúmlega tvo áratugi. í átján ár vorum við Frið- rik nágrannar vestra', hann á Suðureyri, ég á Flateyri. Við gerþekktum því hvors annars starf og skóla, hittumst oft og bárum saman ráð okkar. Og ég hika ekki við að segja það nú, að ég tel mikið vafa- mál að öllu gróskumeira skólastarf hafi verið unnið en Friðrik leysti þá áf hendi, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna. Hann var afbragðs kennari og fjölhæfari flest- um öðrum, jafnan glaður og hress í bragði og bráðdug- legur að hverju sem hann gekk, skyldurækinn og sam- vizkusamur, heill í starfi og í stöðugri leit áhugamanns- ins um að gera gott betra. Hann var ágætur íþrótta- maður og frábær söngkenn- ari. Heimsótti hann á stund- um nágrannaþorpin og sýndi þar hóp íþróttamanna, sem hann hafði þjálfað, og söng- líf í Súgandafirði var mikið á þessum árum. Auk þess var skólastjórinn lífið og sálin í margs konar félagslegu menningarstarfi í þorpinu cg gegndi þar mörgum trún- aðarstörfum alla tíg og þótti hvarvetna ágætlega liðtækur starfsmaður, einnig þá er hann gerðist sjómaður eða verkstjóri við fiskverkun í sumarleyfum sínum. Það var því mikill sjónar- sviptir er Friðrik sótti þaðan og gerðist skólastjóri barna- skólans á Siglufirði 1932. Var hans sárt saknað og út var hann leystur með góðum gjöfum. En stærra svifrúm freistaði hans. Þó mun hann eigi síður hafa saknað margs úr vestfirzkum átthögum og félagslegri menningu þar. Þar hafði hann lifað ham- ingjuríkustu daga, hlotið á- gætt kvonfang, 8 mannvæn- leg börn og almennar vin- sældir. Ungur og einn hafði hann komið til Súganda- fjarðar, gefið þar mikið úr góðum sjóði, en nú fór hann þaðan með stóra fjölskyldu cg ágætan orðstír. Á Siglufirði hafði Guð- mundur Skarphéðinsson ver- ið mjög vinsæll skólastjóri og átti hann sterk ítök í bænum. Hann lézt sumarið 1932. Af ýmsum ástæðum mátti þykja að eigi væri svo auðvelt að setjast í sæti hans. En Friðrik Hjartar gekk þar ötull til verks og hvergi veill. Að sjálfsögðu þurfi þar að sigrast á margs konar erfið- leikum, eins og gengur, sem stundum tóku nokkuð á taug ar hins viðkvæma manns. En mannkostir hans, kjarkur og óumdeilanlegir kennarahæfi- leikar og stjórnsemi, unnu þar jafnan sigur. Eins og að líkum lætur áttum við Frið- rik margt saman að sælda eftir að hann fluttist norður. Hann gerðist strax virkur þátttakandi í félagsskap ey- firzkra kennara, og urðum við því nánir samstarfsmenn á ný. Eg kynntist því starfi hans á Siglufirði þegar frá byrjun, og þó að sjálfsögðu bezt eftir að ég gerðist náms stjóri og heimsótti skóla Iians á hverju ári. Og ég dáðist að því hve miklu hann fékk á- orkað, hve öruggum tökum hann náði þar á vandasömu starfi og miklu umfangsmeira en hann hafði áður haft. Hann setti svipmót sitt á skólann, ef svo má að orði komast, setti honum fastar náms- og siðareglur, lét beina alúð við hvert verk, hóf ýmsar nýjungar í kennslu og starfsháttum til vegs og valda, auðgaði skólann mjög að bókakosti og margs kon- ar kennslutækjum og var sí- hugsandi um sálarheill hans og siðafar. Því að Friðrik Hjartar skildi vel þá skóla- hugsjón, aö fræðslustofnun verður einnig að vera upp- eldisstofnun. Annars er unn- ið fyrir gýg. Og kennararnir fylgdu honum fast að málum cg var samvinna hin bezta við þá. En um hitt vissu allir, að starfsdagur skólastjórans var tíðum lengri en góðu hófi gegndi, enda hygg ég að. han-n hafi gengið fast á orku forðann þessi ár. Á hinn bóg inn má óhætt fullyrða það, að stjórn Friðriks á skólan- um var með ágætum cg að tmikil grózka var þar í öllu skólastarfinu meðan hann sat þar við sveif. Skálaárið 1944—’45 gerðist Friðrik Hjartar staðgengill minn og hafði á hendi náms síjórn norðanlands það ár. En að Siglufjarðarskólanum kom hann ekki aftur, því að haustið 1945 var honum veitt skólastjórastaðan á Akranesi. En hér fór sem fyrr, að menn söknuðu hans úr starfi. Hygg ég að þag hafi verig almanna mál á Siglufirði, að stjórn hans á skólanum hafi verið svo giftudrjúg að vandfyllt yrði skarðið. Hann hafði og verið ágætur liðsmaður í sönglífi bæjarins og öðru menningarstarfi, ekki sízt í félagsmálum góðtemplara, er þau hjón voru samtaka um ag styðja með ráðum 03 dáð þessi ár. Hann fór því með sæmdarorði af Siglufirði. í þriðja sinn nam Friðrik Hjartar land, kominn fast að sextugu. Þar á Akranesi var að sjálfsögðu við ýmsa örðug leika að etja í fyrstu, en heill og traustur gekk Friðrik að verki sem fyrr. Náði hann þegar ágætu samstarfi við kennaralið skólans, er jafn- an fylgdi honum vel að mál- um. Ekki er ég eins kunn- ugur skólastarfi Friðriks á Akranesi og á Suðureyri og SkiglufirÖi, en sæmdarorð hef ir farig af því starfi, og stað- festa það þau viðurkeningar orð, er til hans voru töluð, þegar hann lét þar af störf- um. Og raunar þykist ég ekki í neinum vafa um það, að stjórn hans á Akranesskólan um hafi verið með ágætum meðan heilsan var óbiluð, og ég efa ekki að skólinn muni lengi búa að því að slíkur skólamaður hélt þar um stjórnvölinn þessi ár. Á Akranesi tók hann einnijg þátt í margs konar félags- legum störfum, og þá eink- um í starfi góðtemplara, á- samt konu sinni, og sönglíf í bænum studdi hann svo sem annars staðar. En á þessum árum tók heilsan að bila. Þrálát veila sótti á og varð honum erfið. Varð hann að fara tvisvar til Danmerkur sér til lækninga, í seinna skiptið fyrir nokkrum mán- uðum. Taldi hann sig þá hafa fengið nokkra bót meina sinno og hugði gott til fram haldsins, er áhyggjur og ann ir daganna tækju að réna, því að skólastjórn hafði hann sagt af sér á sl. sumri, sökum heilsubrests. En þessi síðasti áfangi varg styttri en við var búi.st. Hann andaðist 6. þ. m. aí hjartabilun, og í dag fer fram útför hans á Akranesi. Friðrik Hjartar hafði á unga aldri drukkið í sig mál og stíl íslendingasagnanna og öðlaðist við það ást á ís- lenzkri tungu. Lagði hann þegar í byrjun starfs síns mikla rækt við móðurmáls- kennsluna og var sjálfur sí- lesandi og hugsandi um það, hvernig kennsla í móðurmál inu yrði bezt rækt. Varð hon um þar mikið ágengt, svo sem kunnugt er. Mun hann hafa skarað fram úr flestum barna kennurum á þessu sviði. Dáð ist ég oft að þvi hve mikilli þekkingu í málfræði og stíl honum tókst að koma í litla og stundum lélega kolla. Hann var þar úrvals kennari og kunni þar vel örugg tök. Og honum var það fjarri skapi að grafa það pund sitt i jörðu. Áhugi hans og um- bótaþrá leyfði þag ekki. Þess vegna fórnaði hann miklu af frístundum sínum til þess að létta öðrum starf og freista þess að það mætti verða á- rangursríkara. Á ég þar við kennslubækur þær, er hann samdi, en þær eru: Réttrit- unaræfingar, Málfræði handa barnaskólum, er hann sarndi með Jónasi B. Jónssyni, og Stafsetning og stílagerð, er hann var einn um. Bera bæk ur þessar vitni um elju hans, alúð og staðgóða þekkingu og munu lengi reynast góðar kennslubækur fyrir börn á fermingaraldri. Friðriki Hjartar var annt um hinn þjóðlega þátt skóla starfsins. Þar áttu þræðir tungunnar og bókmenntanna að vera sterkastir, slungnir þráðum söngs og sögu. Og andblær kristinnar hugsjón- ar, kærleiks og bróðurþels, skyldu verma þar allt and- rúmsloft. Skólinn skyldi reist ur á erfðum íslenzks anda og bj argi kr istinnar lif sskoð- unar. Það var honum hjart- ans mál. Og um það ber starf hans allt vitni. Og nú, þegar hann er allur, munu allir játa, sem til þekkja, að hann hafi verið starfsamur og stjórnsamur skólastjóri, sam vizkusamur og trúr í starfi á sviði skólamála og notfært sér margt nýtt og gott í starfi sínu og stjórn. Um þetta hafa skólar hans jafn- an vitni borið. Friðrik Hjartar var einn af frumherjum ísl. kennarastétt ar og varð henni hvarvetna til sæmdar. Hann unni af al hug starfi sínu og stétt, var gagnhollur hverju góðu máli, tók mikinn þátt í félagsmál- um hennar og samkomum og ________=_____________257. jflaff. f -- setti svip sinn á margt k-enn. araþingið með söng. ogýgleði- brag.Hann var og. álloft, hi'n síðari ár, leiöbeinandi á hám skeiðum stéttarinnar í móður málskennslu og þótti örugg- ur í því starfi og ágætur fé- lagi og aufúsugestur. Hann mun því lengi lifa í annálum stéttar sinnar og skiþá þar heiðurssess. Þegar ég nú kveð vín minn og starfsbróður, Friðrik Hjart ar, hinn óviðjafnanlega fé- laga um tugi ára, mun ég, meðan tóri, ætíð minnast hans með einlægri þökk. Eg dáði jafnan drengskap hans, ijör hans og fórnarhug, gleði hans og gamanmál og þá söngvagleði er jafnan fylgdi hcnum. En þó ekki sízt hjarta hlýju hans og heilindi við hvert verkefni og hvert mál- efni, sem hann léði.fylgi. Og allt lífsviðhorf hans þótti mér sem sprottiö væri úr djúpum góðrar og göfugrar sálar. Friðrik Hjartar var kvænt- ur Þóru Jónsdóttur frá Suð- ureyri, hinni ágætustu konu, er reyndist manni sínum hin mesta stoð og stytta alla tíð og fylgir honum nú-til grafar. Eiga þau hjóh 5 uppkomin born, er mannast hafa ágæt lega. Einn son niisstu þau á Siglufirði. Mun margur nú minnast hins gestrisna og glaðsinna heimilis . þeirra hjóna með virðingu og ein- lægri þökk. Snorri Sigfússon. í dag verður jarðsunginn frá Akranesskirkju Friðrik Hjartar, skólastjóri. — Með honum er hniginn í valinn einn kunnasti cg mætasti- skólamaður þessa lands. — Uppeldis- og skólamálum helgaði hann alla sína starfs orku. Hann var vel menntað ur og sérlega fjölhæfur kenn -ari, er segja mátti að léti jafn vel að kenna hinar ólík ustu námsgreinar, . svo sem söng, leikfimi og hvers kon- ar bókleg fræði, sem i barria og unglingaskóla eru kennd. íslenzkukennsla hans var að verðleikum mjög rómuð, enda lagði hann sérstaka al- úð við þau fræði, svo sem ís- lenzkunámsbqglcur þær, er hann samdi, bera með sér. Daglegt málfar vandaði hann svo að til fyrirmyndar var og tók sér nærri, ef hann heyrði óvandlega farið með „ást- kæra, ylhýra málið,“ eða sá því misþyrmt í riti. Notaði hann hvert tækifæri sem gafst til að brýna fyrir- kenn urum og öðrum æskulýðsleið togum mikilvægi þess, að vernda og varðveita tunguna og bægja á brott hvers.kon- ar mállýtum, svo sem röng- um beygingum, latmæli og erlendum orðskrípum. Friðrik Hjartar var hinn ágætasti skólastjóri, laginn og lipur að greiða úr hverj- um vanda, svo segja mátti, að aldrei hlypi snurða á sam starf hans og kennara þeirra, er lutu stjórn hans. Milli hans og kennaranna mynd- aðist gagnkvæm vinátta og traust, enda var það fágætt, að kennarar sæktu burt frá skóla hans. Enda þótt Friðrik Hjartar rækti bæði skólastjórn og kennslustörf svo sem bezt mátti verða, vannst honum þó ætíð tími til starfa í þágu ýmissa félaga og samtaka, er menningarmál höfðu á stefnu skrá sinni. Mátti segja, að hann væri ætíð boðinn og búinn til starfa, hvar og hve (Framhald á 7. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.