Tíminn - 24.03.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.03.1963, Blaðsíða 9
SJÖTUGUR: Gísli Magnús Fyrst lærSi Henry Cowell á fiSlu, en 7 ára var hann upp úr þvi vaxinn, gaf fiSluna og ákvaS aS gerast tónskáld. Þetta er síSasta myndin af honum meS flSluna áSur en hann gaf hana. a-S segja, að það hafi verið hið fyrsta af því tagi? Ég kallaði það Rhythmicon og notaði það í nokkrum tónverkum, sem ég samdi, þ.á.m. eitt, sem ég nefndi Rhythmicana. Þetta var nú ekki merkilegt verkfæri á að líta, eiginlega ekki annað en svartur kassi með 16 göt- um á, og tónarnir mynduðust við að varna Ijósi á götin, ýmist notuð ein nóta eða allt upp í sextán í einu. Ég átti hugmynd- ina að hljóðfærinu og fékk rúss neskan vísi'nd'amann vestra, Léon Thérémin prófessor, til að smíða það fyrir mig. Hann varð kunnur fyrir að framleiða hljóð færi af þessu tagi, þ.á.m. eitt, sem nefndist Ethsrophone eða við hann kennt og kallað Théré minvox. Hann smíðaði tvö ein- tök af Rhythmicon. Annað eign aðist Stanfordháskólinn og þar eyðilagðist það. Hitt keypti hinn frægi rússneski tónlistar- fræðingur í Boston, Nicolas Slonimsky, ætlaði að nota það við samningu tónverks en seldi það áður en af því varð öðrum Rússa vestra, tónskáldinu Schill inger, og nú er það í eigu ekkju hans. — En eruð þér hættur að nota eiektronisk hljóðfæri? — Ég hef lítið fengizt við elektroniskar tónsmíðar í seinni tíð, hins vegar hef ég meðferð is elektroniskt verkfæri, og ætla að nota það í fyrirlestra ferg minni ’til Þýzkalands og Svíþjóðar, þegar ég fer héðan á mánudag. — Hvernig tóku tónlistar- menn því, þegar þér höfðuð lát ið smíða þetta fyrsta elektron- iska hljóðfræði. Rhythmicon? — Mörgum þótti þetta auð- vitað ganga vitfirringu næst. En þó voru til menn, sem við urkenndu, að nýir möguleikar væru að opnast. Einn þeirra var Leopold Stokowsky, sem síðan hefur flutt mörg af verk um mínum. O.g mér finnst ekki úr vegi að hafa eftir orð, sem hann lét falla fyrir meira en þrjátíu árum, þegar ég hafði látig smíða Rhythmicon. Þá sagði Stokowsky m.a.: „Nú eru að fæðast nýjar að- ferðir til að framleiða tóna, og þá hefst nýtt tímabil í tónlist. Þessi nýju rafmagnshljóðfæri losa okkur vig mikið erfiði og tæknierfiðleika. Með timanum gerist óþarfi að sitja við hljóð- færaæfingar margar klukku- stundir á dag, því að rafmagn- ið tekur það ómak af hljóðfæra leikurum. Þeir aftur á móti leggja til sálina í tónlistina með því að stýra þessum verk- færum, sem Ijá músikinni fleiri tónbrigði og meira hljóm- magn en áður hafa þekkzt“. Eyhildarholti GÍSLI MAGNÚSSON óðalsbóndi í Eyhildarholti er 70 ára á morgun. Ég gefekki látið hjá líða að minnast þessa þrautreynda og ágæta vlnar mins með örfáum orðum. Þess væri Gísli maklegur að um hann væri ritað langt mál, þar sem skýrt væri frá ævi hans, störfum og hvernig hann hefur tekið lífinu, sem vissu- lega er orðið alllangt, þótt enn sé hann léttur í spori, keikur og kát- ur og sómir sór, hvar sem er hverj- um manni betur. Það var árið 1928 að við hjónin fluttum til Skagafjarðar, þá frá Hvanneyri í Borgarfirði. Var heim- ,ili okkar á Hólum í Hjaltadal næstu árin og æ síðan höfum við á marg- víslegan hátt verið tengd Skagfirð- ingum og Skagafirði, svo að erfitt ei að greina þá þræði sundur. Á Hólum í Hjaltadal hitti ég Gísla frá Eyhildarholti í fyrsta sinni. Við Bændaskólann á Hólum voru þá tveir prófdómendur, eins og venja var við slíka skóla hér á landi. — Prófdómendur við Bændaskólann á Hólum voru þá þeir Gísli Magnús- son í Eyhildajrholti og Kolbeinn Kristinsson bóndi á Skriðulandi. — Undir eins á fyrsta ári tókst órofa vinátta okkar í milli og hún hefur haldizt allt til þessa dags, Má full- yrða að sú vinátta er þá festi ræt- ur milli okkar náði jafnt til okkar beggja hjónanna og þeirra Gísla og Kolbeins og svo hefur haidizt æ síðan. Ekki voru þeir skaplíkir menn Gísli og Kolbeinn. mátti jafnvel segja, að þeir væru ólfkir um margt, en það áttu þeir sameiginlegt að báðir voru drengir góðir. hollráðir og heilir svo að vinir þeirra treystu þeim til allra góðra hluta. Svo var það fyrst, þegar við kynntumst, og svo er það enn, þegar ég nú á gam- alsaldri minnist fyrstu kynna okkar, og ails þess er milli okkar hefur far- ið fyrr og síðar. Gísli bóndi í Eyhildarholti hefur allt frá byrjun verið einn af stærstu og beztu bændum Skagafjarðar. — Hann hefur iagt mikla stund á ræktun sauðfjár og er hann ein- hver slyngasti sauðfjárræktarmaður hér á landi. Á hann einhvern bezta sauðfjárstofn í héraðinu. Og þrátt fyrir fjárpestir, drepsóttir og önn- ur óviðráðanleg áföll heldur Gísli enn einhverju stærsta og bezta sauð fjárbúi í Skagafirði og hefur mörg- um verið tii fyrirmyndar á því sviði. Gísli er kvæntur hinni ágætustu konu, — Guðrúnu Sveinsdóttur, — kominni af gömlum og grónum skagfirzkum bændaættum. — Guðrún Sveinsdóttir er ágæt- lega vel gefin kona, svo að þeir sem bezt til þekkja segja, að ekki hallist á um hæfileika þeirra hjóna, er það víst að frú Guðrún hefur stu'tt mann sinn á margvíslegan hátt í hans umfangsmiklu og oft erfiðu störfum. Þeim hjónum í Eyhildarholti varð margra barna auðið. Þau hafa eign- azt 9 syni og tvær dætur og alið upp þennan mikla og mannvænlega hóp með hinni mestu prýði. Það, sem því nær einsdæmi má telja, er að þessi mikli og glæsilegi hópur þeirra Eyhildarholtshjóna er að mestu búsettur á Skagafirði. Þar munu búa 8 synir þeirra hjóna og dæturnar báðar. Er það mikið af- rek sem eftir þau hjón liggur, e«r þau mæta með hinn mikla og giæsi- lega barnahóp, sem framlag til þjóð ar sinnar. Sjálf hin almáttugu mátt- arvöld mega miklast af hve stóran skerf hjónin í Eyhildarholti hafa lagt af mörkum til þess að skapa fegurra og betra mannlíf í landi voru. Þessi glæsilegi barnahópur hjónanna í Eyhildarholti er eitt mesta og bezta framlag er iagt hef- ur verið til þjóðar vorrar í þeim j efnum. Öll eru börn þeirra Eyhild- [ arholtshjóna ágætl'ega gefin eins og þau eiga kyn til. I Gísli í Eyhildarhoiti hefur skemmti legar og alhliða gáfur. Ræðumaður er hann ágæturt svo að ég hef aldr- ei heyrt honum fipast, er hann flyt- ur erindi. Þá er og Gísli sérstökum hæfileikum gæddur. að flytja er- indi af munni fram. Það er regluleg nautn að hlusta á Gisla flytja ræður, 'svo er honum létt um að færa hugsanir sínar í fagran og áhrifamikinn búning. Gisli Magnússon hefur frá upphafi verið frjálshuga maður. Mjög andvígur öllum föstum kennisetningum i hvaða formi, sem þær hafa birzt. Fyrr á árum var hann öflugur ungmennafélagi og hefur æ síðan verið ein styrkasta stoð þess á- gæta félagsskapar. Má með fyllsta rétti segja, að Gísli í Eyhildarholti hafi ávallt verið í fararhroddi, þar sem frelsi og frjálsræði ráða ríkj- um og unnið var að framkvæmd góðra mála, en þar vildi Gísli ávallt vera góður og dugandi liðsmaður. Éins og að líkum iætur og allir hæfiieikar Gísla í Eyhildarholti og upplag hans bendir til, skipaði Gísli sér snemma í raðir Framsóknar- flokksins og hefur alla tíð síðan stað- ið þar traustur og óhvikull. Um skeið var allmikil ringulreið á flokks skipan í Skagafirði. Missti Fram- sóknarflokkurinn þá i biii mjög fylgi, en sem hann þó eftir skamman tíma náði að fullu aftur. Þá sýndi Gísli glöggt hver afreksmaður hann var, Aldrei var Gísli öflugri flokks- maður eða snarpari til átaka, en [ þau árin er flokkurinn átti í þeim erfiðleikum e.r þá steðjuðu að. Skap- ! gerð Gísla Magnússonar er á þann [ veg, að honum má ávallt treysta og [ þeir, sem þekkja hann bezt meta I hann mest. Eins og hlaut að verða með slíkan hæfileikamann og Gísla í Eyhildar- holti hlutu að hlaðast á hans herðar margvísleg trúnaðarstörf. Ég mun ekki telja þau nákvæmlega, enda mun það hið rétta ttð vandfundin eru þau trúnaðarstörf fyrir sveit hans og sýslu, sem Gísli hefur ekki gegnt um lengri eóa íkemmri tíma. Ég vil aðeins nefna nokkur af þess- um trúnaðarstörfum. Gísli hefur ver- ið oddviti f Rípurhreppi um langt skeið. Hann hefur um fjölda ára ver ið formaður Kaupfélags Skagfirð- inga. Þá hefur Gísli alit frá því að Framsóknarfélag Skagfirðinga^ var stofnað árið 1927 verið formaður þess félags. Þá hefur Gísli lengi átt sæti i sýslunefnd Skagafjarðarsýslu síðustu árin og elnnig hefur Gísli átt sæti í skattanefnd Skagafjarðar- sýslu og unnið þar mikið starf. — [ Þessi upptalning er leiðigjötrn, en ber Ijóslega með sér hve mikils trausts Gísli í Eyhildarholti hefur notið í héraði sínu. Því má bæta við, að um allmörg ár hafði Gísli með höndum barnakennslu í Rípurhreppi og leysti það starf af höndum með mestu ágætum, eins og öll önnur störf er hann hefur annazt i þágu almennings. Gísli vill öllum mönn- um hið bezta, er það virkur þáttur í skapgerð hans og hefur valdið miklu um það hve mikils hann er metinn í héraði. t Ég hefði viljað senda vini minum Gísla Magnússyni í Eyhildarholti góða og hlýja kveðju nú við sjötugs aldur hans, en það verða aðeins þau fáu og ófullkomnu orð er hér fylgja. Stephan G. Stephansson segLr í lok kvæðis síns um Jón á Strönd þannig: „Ég hef Braga björgum stuðlað að þér illa íslendingur. — Kveifar eru í kvæði — Kuml er hlaðið — Úti um öndvert nes erlends héraðs vest- urvíkingi verr en skyldi“. Að venju hittir Stephan í mark er hann minnist manna og málefna. Ég bið þess og mæli þar heilhuga, að guð og gæfan fylgi Eyhildarholts- hjónunum og þeirra mikla og glæsi- lega barnahóp. . Steingrímur Steinþórsson. EINN af helztu forvígismönn- um Framsóknarflokksins í Skagafirði, Gísli Magnússon, bóndi í Eyhildarholti, er sjötug- ur á morgun. Gísli er löngu kunnur' maður, ekki aðeins í hér : aði sínu, heldur og um land allt, og þá ekki hvað sízt fyrir ræður , sinar á mannfundum og ritgerð- ir í blöðum, sem alltaf vekja ó- skipta athygli, enda er hann óef að með hinum allra orðsnjöll- ustu mönnum. Gísli Magnússon er fæddur á Frostastöðum í Skagafirði 25. marz 1893. Voru foreldrar hans hinn kunni búhöldur Magnús hreppstjóri Gíslason á Frosta- ! stöðum og kona hans Kristín Guðmundsdóttir. Verður ætt hans hér eigi frekar rakin, en víst er um það, að hann er af góðu bergi brotinn. Gísli varð ungur gagnfræðingur í Reykja- ' vífc; gekk síðan í Hólaskóla og [ varð þar búfræðingur árið 1911; ! stundaði síðan búnaðarnám er- lendis um tveggja ára skeið og I kynnti sér einkum sauðfjárrækt : í Skotlandi. Eftir heimkomuna j sneri Gísli sér brátt að búskapn- ' um, enda hefur hugur hans vafa laust staðið til þess starfs, þó að honum, vegna fjölbreytilegra gáfna hefðu sjálfsagt staðið ýms ar aðrar dyr opnar. Hann hefði iíklega allt eins getað orðið fræðimaður, blaðamaður eða músikmaður, svo fiölbreytt var það veganesti, sem skapanorn- irnar gáfu honum. Gísli sat fyrst á Frostastöðum með föður sínum, en gerðist ár- ið 1923 bóndi í Eyhildarholti í Hegranesi og hefur búið þar myndarbúi æ síðari, nú hin síð- ari ár með sonum sínum. Á fyrri árum fékkst Gísli jafn- framt nokkuð við kennslu. Hann [ kenndi um allmörg ár ungling- um heima á Frostastöðum og var um tíma barnakennari í [ Rípurhreppi. Gísli Magnússon hefur gegnt j fjölmörgum trúnaðarstörfum, sem hér yrði of langt mál upp að telja. Fátt eitt skal nefnt. — Hann sat í hreppsnefnd í rúma þrjá áratugi og var lengst af : þeim tíma jafnframt oddviti; t sýslunefndarmaður hefur hann verið á þriðja áratug; hann átti sæti í yfirskattanefnd frá 1934 og þangað til á þessu ári, er yf- irskattanefndir hættu störfum; hann hefur árum saman verið í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga; hann á sæti á Búnaðarþingi og hefur auk þess gegnt ýmsum öðrum störfum fyrir sveit sina og sýslu. Gísli var formaður Framsóknarfélags Skagfirðinga frá stofnun þess 1928 og þar til á þessu ári, er hann lét af því starfi samkvæmt eigin ósk. — Hann átti og lengi sæti i mið- stjórn Framsóknarflokksins. Þessi upptalning, þótt ófull- komin sé, segir sína sögu. Hún ber vitni um það traust, sem * sveitungar Gísla og samherjar hafa til hans borið, því að hann hefur ekki sótzt eftir mannvirð- ingum, enda er hann hlédrægur maður og lítt fyrir það gefinn að láta á sér bera. En Gísli Magnús son hefur komið víðar við sögu. Starf hans að söngmálum má ekki gleymast. Hann hefur ver- ið kirkjuorganleikari og for- söngvari í Skagafirði frá því 1915, fyrst við Flugumýrarkirkju og síðan við Rípurkirkju. Og það má ekki gleymast, að hann var fyrsti söngstjóri hins ágæta karlakórs Heimis í Skagafirði, sem nú nýlega átti þrjátíu og fimm ára starfsafmæli. Gísli Magnússon kvæntist ár- ið 1917 Guðrúnu Sveinsdóttur frá Skatastöðum í Skagafirði. — Hafa þau eignazt 11 börn — níu syni og tvær dætur — sem öll eru nú uppkomin og búsett í Skagafirði. Er það óvenjulega mannvænlegur hópur. Þau Ey- hildarholtshjón hafa skiiað þjóð inni dýrum arfi. Niðjar þeirra verða vafalaust margir, er stund ir líða, og þarf eigi að efa, að þar verði margt ágætra manna og kvenna. Gísli i Eyhildarholti er vel menntaður maður, vitur og góð- gjarn. Hann er óeigingjarn og traustur í skoðunum. Hann hef- ur reynzt trúr æskuhugsjónum sínum. Ég var ungur að árum, er ég heyrði Gísla Magnússon / fyrst halda ræðu. Mér er sá atburður en í fersku minni. Hann talaði blaðalaust, en va::ð aldrei orð- fall, og alitaf fannst mér hann segja þau orð, sem bezt áttu við í hvert skipti. Ég hreifgt af mál- snilld hans og orðkyngi. Síðaa hef ég heyrt Gísla í Eyhildar- holti halda margar ræður, og í hvert skiptti hef ég dáðst að orðgnótt hans og óskeikulli mál- kennd. Ég hefi aldrei heyrt hann halda lélega ræðu. Gísli Magnússon hefur einnig skrifað margar biaðagreinar. Þær eru með sömu einkennum og ræður hans, markvissar og meitlaðar, litríkar en rökfastar. Hann hefði áreiðanlega orðið ágætur blaða- maður, ef leið hans hefði legið inn á þann vettvang. Vald hans á íslenzku máli er óvenjulega mikið, og ekkert lætur hann frá sér fara, sem íslenzkri tungu má til vansæmdar verða. En það, sem ég vildi sérstak- i lega minnast á í þessari stuttu ; og fátæklegu afmæliskveðju, eru ! störf Gísla Magnússonar fyrir Framsóknarflokkinn. Gísli hefur ' frá því á ungum aldri verið á- hugasamur Framsóknarmaður og einiægur samvinnumaður. — Eins og áður er sagt, hefur Gísli verið formaður Framsóknarfé- lags Skagfirðinga frá fyrstu tíð, og jafnan verið einn af merkis- berum flokksins í Skagafirði. — Hann hefur margoft mætt á fundum fyrir Framsóknarflokk- inn og hefur þar marga hildi háð. Störfum hans fyrir flokk- inn á hinum fyrri árum eru eðli lega aðrir kunnugri en ég. En það er áreiðanlega ekki ofmælt, að hann átti drjúgan þátt í vexti Framsóknarflokksins í Skagafirði á þeim árum, þó að Framhald á 13. síðu. f I M LNvN. sunnudagurinu 24. marz 1963. 9 V W.Sl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.