Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 13. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						JÞriðjudagur  18.  janúar  1944
ALÞYPUBLAÐIÐ
?¦
Hvað yilja Rússar
Tf ÁTT HEFIR VAKIÐ jafn-
¦*• mikla athygli upp á síð-
kastið eins og landamæra-
deilur Rússa og Pólverja. Að
því er fregnir frá London og
Washington herma, hafa
Rússar krafizt þess af Pól-
verjum, að þeir léti af hendi
allveruleg landsvæði austan
hinnar svonefndu Curzon-
línu. Þetta mál er mjög vand-
meðfarið, sér í lagi á þessu
stigi málsins, því að málstað-
ur bandamanna getur beðið
alvarlegan álitshnekki, ef
ekki tekst að leysa deiluna
með f riðsamlegum hætti. Erf-
itt er að segja um réttmæti
hinna rússnesku krafna, en
vitað er, að allmargt Rússa
bjó í austurhluta Póllands,
og því ekki hema sanngjarnt,
að það fólk fái að hverfa aft-
ur til Rússlands, ef það æskir
þess.
HINS VEGAR.verðá sanngjarn-
menn að líta svo á', að Rússar
hafi valið heldur óheppilegan
tíma til þeSs að koma land-
vinningaáformum sínum á
framfæri. Meðan Þjóðverjar
eru mestu ráðandi á megin-
landi Evrópu og vinna að því
baki brotnu að uppræta
.*. pólska borgara, hvort sem
þeir eru Gyðingar eða ekki,
verður það að teljast heldur
¦ósmekklegt að fitja upp á ill-
•deilum. En þetta gefur tilefni
til ýmis konar hugleiðinga
um    utanríkis-stjórnmála-
stefnu Rússa. Ekki alls fyrir
löngu fann eitt Reykjavíkur-
fclaðanna ástæðu til að tala
um Eystrasaltsríkin sem lönd,
sem hefðu ,,af frjálsum vilja
óskað upptöku í Sovét-ríkja-
sambandið". Þetta er vægast
sagt heldur hæpin fullyrðing.
AÐ VÍSU fór þar fram at-
kvæðagreiðsla, sem leiddi í
ljós, að um eða yfir 90% af
þjóðum þessum kusu að vera
þegnar Stalins. En á hinn
bóginn fer ekki hjá því, að
„atkvæðagreiðsla" þessi ber
greinilegan keim hinnar
þýzku aðferðar við svipaðar
athaf nir. Menn geta f arið
nærri ¦ um, að 14 milljónir
kommúnista og sósíalista í
Þýzkalandi skipta ekki um
skoðun daglangt, en þó var
það svo, að Hitler hafði ætíð
að minnsta \kosti 90%
greiddra atkvæða að baki sér
er hann þurfti að fóðra síð-
ustu ofbeldisverk sín. Meira
að segja var látið það boð út
ganga, að Ernst Thálmann,
foringi kommúnista í Þýzka-
landi, stundaði akuryrkju og
hænsnarækt einhvers staðar
¦ Uppi í sveit í Þýzkalandi í
mjög góðu yfirlæti og hefði
megnan viðbjóð á hvers kyns
stjórnmálastarfsemi. Trúi
þessu hver sem vill. En hefði
verið mark takandi á ummæl-
um nazista fyrir 1933 mætti
ætla, að menn eins og Thál-
mann hefðu ekki þurft að
kemba hærurnar, ef Hitler og
aðrir slíkir foringjar fengju
einhver völd.
VIÐ GETUM ofboð rólega gert
ráð fyrir því, að Eystrasalts-
ríkin svo og Finnland kjósi
helzt að ráða málum sínum
Allir lógregluþjónar Kaupmannahafn-
ar teknir fastir af Þjóðverjum
•»---------:-------------
Þýzkar lögreglusveitir taka viS
SVSikiS ólga í landinu
SAMKVÆMT fregnum frá Stokkhólmi hafa Þjóðverjar grip-
ið til þess ráðs, að handtaka alla lögregluþjóna í Kaupmanna-
höfn. Lögregluþjónunum, sem eru 5000 að tölu, er gefið að sök,
að hafa ekki komið nógu röggsamlega fram gegn skemmdarverka-
mönnum. Ekki er enn vitað, hvort lögregluþjónar utan Kaup-
mannahafiiar hafi verið handteknir.
Fregnin um handtöku dönsku*
lögreglumannanna kemur í kjöl
far fregnarinnar um morðið á
Kai Munk og aukna skemmdar-
starfsemi í landinu Er bersýni-
legt, að Þjóðverjar eru hræddir
um sig og finna sívaxandi mót-
þróa Dana. Sumir fregnritarar
geta þess til, að handtaka lög-
reglumannanna standi í sam-
bandi við innrásarótta Þjóð-
verja. Yfirmaður þýzka setu-
liðsins í Danmörku, von Hanne-
ken, hefir verið á ferðalagi um
Jótlandsstrendur til þess að at-
huga varnarráðstafanir ef til
innrásar kemur, og talið er, að
hann hafi ekki tálið sig geta
treyst dönsku lögreglunni. Þá
benda sumir á, að lögregluþjón-
arnir hafi sýnt hug sinn til
hinna þýzku yfírvalda, er þeir
neituðuað taka þátt í Gyðinga-
ofsóknunum ekki alls fyrir
löngu.
Ekki er enn vitað, hvar Þjóð-
verj ar hafa lögregluþj ónana, í
haldi, en miklar viðsjár eru
með mönnum í Danmörku út af
þessum atburðum, og búast
menn við stórtíðindum vegna
þessa.
Loftárás á Klagenfurl
í Auslurríki
O LUGVÉLAR, sem hafa
*• bækistöðvar á ítalíu, hafa
gert harða loftárás á borgina
Klagenfurt í Austurríki. Voru
þetta flugvirki, sem réðust
einkum á verksmiðjur, sem
framleiða Messerschmitt-flug-
vélar og flugvélahluta. Klagen-
1
"O YRIR skömmu náðu Þjóð-
*• verjar nokkrum rússnesk-
um foringjum, sem tekizt hafði
að flýja frá herfangabúðum
skammt frá Larvik. Einri hinna
rússnesku foringja var dæmdur
til þess að vera barinn 200 högg
með staf, en hann andaðist eftir
50 högg. Atburður þessi hefir
vakið mikla gremju. meðal
Norðmanna í nágrenninu.
Þjóðverjar hafa nú lagt hald
á allan saltfisk í Álasundi og
Kristjánssundi. Er talið, að
þetta muni mjög auka á matar-
vandræðin í Noregi í vetur.., -
Jónas Lie, lögreglumálaráð-
herra Quislings, flutti nýlega
útvarpsræðu til norskra SS-
manna á austurvígstöðvunum
og heima og sagði meðal ann-
ars, að árið 1944 myndi kref jast
mikilla fórna. Hann bpðaði
harða baráttu gegn þeim, sem
hann nefndi „myrkurmenn"
meðal norsku þjóðarinnar.
furt er skammt frá landamær-
um Júgóslavíu og um 120 km.
norðaustur af Trieste í ítalíu, í
Alpafjöllum.
Allmargar þýzkar flugvélar
réðust gegn hinum amerísku
flugvirkjum, en 3 þeirra voru
skotnar niður. Voru þær búnar
rakettubyssum. Sprengjur féllu
á verksmiðjubyggingar og járn-
brautarstöð og varð mikið tjón
af. í Klagenf urt eru einnig bún-
ir til ýmsir varahlutar fyrir
verksmiðjur í Wiener-Neustadt
og þar er einnig mikilvægur
námugröftur.
eftir eigin geðþótta, og við
getum líka ályktað, að „at-
kvæðagreiðslurnar" séu eitt-
hvað skrítnar. Rússar réðust
á Finna árið 1939 að tilefnis-
lausu. Finnar gripu til vopna,
enda eru fáar þjóðir í Evrópu,
sem eru jafn sjálfstæðar í
hugsun og Finnar. Að vísu
þótti „Þjóðviljanum" viður-
kvæmilegt að nefna frelsis-
stríð þeirra „Finnagaldur",
en hróður þessa blaðs hefir
tæpast vaxið við þann áróður.
FINNAR TALA AÐ VÍSU
óskylt mál og eru í ýmsu
ólíkir öðrum Norðurlanda-
þjóðum, en engu að síður eru
þeir Norðurlandaþjóð. Stefna
þeirra hefir legið í vestur.
Þeir vilja eiga samleið með
hinum Norðurlandaþjóðun-
um, enda hafa Svíar, eina
sjálfstæðá skandínaviska þjóð
in, sýnt fullan skilning á
þessu. Menn eins og Topelius,
. Runéberg  og Sillanpáá eru
Norðurlandamenn fyrst og
fremst. Þeirra listaverk eru
bkkar listaverk. Miskunnar-
laus örlög hafa skilið Finna
frá okkur, ,en aðeins um
stund'arsakir. Afstaða þeirra
er erfið en skiljanleg. Rússar
hafa verið erfðafjendur
þeirra um mörg hundruð ár.
Þeir hafa leitast við að kúga
þá, kynslóð eftir kynslóð,
jafnt undir zar-stjórn sem
kommúnistastjórn.
RÚSSAR HAFA BREYTT um
stefnu í utanríkismálum hin
síðari árin. Þeir leggja niður,
að minnsta kosti í orði
kveðnu, áróðursstefnu 3. int-
ernatkmalsins, skipta um
þjóðsöng og byrja að mæta á
ráðstefnum við hina „sví-
virðilegu     auðvaldsjöfra"
Churchill ogRoosevelt. í stað
hinna mögnuðu orða „Fram
þjáðir menn í þúsund lönd-
um" er nú talað um hið vold-
Amerískar sfeypiflugvélar
Á myndinni sjást amerískar steypiflugvélar af Dauntlessgerð, er
hafa bækistöðvar á flugvélaskipum. Flugvélar þessar hafa valdið
miklum spjöllum á japönskum herskipum, svo sem kunnugt er.
'ússar byrja nýja sókn
' Hvíta-Rússtam
Ekkeri samkomulag næst vsS pólsku stjórnina
í London
RÚSSAR hafa byrjað nýja sókn við Novosokolniki, um
110 km. austur af 'landamærum Lettlands. Hafa þeir
,rafið skarð í varnarbelti Þjóðverja um 13 km. breitt og náð
aftur á vald sitt um 40 þorpum og 'byggðum bólum, svo og
mikilvæga járnbrautarlínu til Leningrad. Er þetta fimmta
stórsókn Rússa síðan á aðfangadag og nú er svo komið, að
barizt er á allri víglínunni frá Leningrad til Svartahafs, á
1900 km. löngu svæði.
1. ukrainski herinn, undir
stjórn Vatutins, hefir sótt um
90 km. inn í Pólland og rúss-
neskar hersveitir sækja fast á
hæla Þjóðverja í áttina til Ko-
wel. Fyrir austan Vinnitsa hafa
Kósakkahersveitir hrundið hörð
um gagnáhlaupum Þjóðverja.
Rússar sækja einnig fram til
rúmensku landamæranna, og
eru nú aðeins um 8 km. frá
Bug-fljóti. Á Pripet-svæðinu
sækja Rússar fram eftir Kalin-
uga Rússland og dýrð föður-
landsins, að því er segir í
enskri þýðingu á hinum nýja
þjóðsöng. Textinn er eftir
\ Sergei Mikhalov, en lagið
eftir mann að nafni A. V.
Alexahdrov. Rússar hafa tek-
ið upp nýja utanríkisstefnu,
•á því er enginn vafi, og' styrj-
öld þeirra er ekki síður stór-
veldastyrjöld en styrjöld
Breta og Bandaríkjamanna,
sem þeir hafa varpað svo
miklu skarni á undanfarin ár.
Er þetta ekki sagt Rússum
til lasts, enda hafa þeir gert
meira en nokkur önnur þjóð
til þess að stöðva framrás
hinna nazistisku villimanna.
En á hinn bóginn gæti það
verið hollt fyrir kommúnist-
iska leiðtoga um víða veröld
að fara að standa á eigin fót-
um, nú þegar forustan frá
Moskvu virðist vera að bregð-
ast.
kovici-Minsk-brautinni og eru
um 80 km. frá pólsku landa-
mærunuhi. Er hinum þýzku her
sveitum mikil hætta búin á
þessum slóðum.
Landamæradeila Rússa og
Pólverja vekur enn sem fyrr
hina mestu athygli. í gærmorg-
un bar Tass-frétfastofan rúss-
neska, pólsku stjórninni á brýn,
að hún tæki ekki mark á uppár
stungum Rússa um væntanleg
landamæri þessara ríkja. Út-
varpið í Moskvu sagði, að svar
Póllands væri neitun á Curzon-
línunni sem, landamæri, og
ekki væri unnt að taka aftur
upp stjórnmálasamband við
pólsku stjórnina í London. Er
gefið í skyn, að Rússar vilji
ekki ræða við Pólverja fyrr en
ný stjórn hefir verið sett á
laggirnar.
Lokasóknin til Cassino
að hefjast
IJERSVEITIR bandamanna
*••"¦ á ítalíu búa sig nú undir
lokaárásina á Cassino. Amerísk
ar hersveitir hafa tekið Trocc-
hio-fjall og sótt fram um 3- km.
Hafa þær komið sér fyrir á
bokkum Ratido-ár, andspænis
víggirðingum Þjóðverja í Cas-
sino. Stórskotalið bandamanna
lætur skothríðina dynja á út-
virkjum borgarinnar og búizt
er við, að lokasókn bandamanna
til borgarinnar hef jist senn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8