Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 1
! 42. árg. Miðvikiídagjim 7. maí 1952 101. íbL Sitlney. (A.P.). — Ástral- íuniaður hefir veitt á stöng siærsta hákarl, sem imi gef- ur, að þannig hafi nokkru sinni veiðzt. Var hákariinn 16 fet á iengd og óg 2333 ensk pund. Er þetta fyrsti fiákur, cv vegur yfir eina uiiál., sem veiddur er á stöng, og' var veiðimaðurinn alls 48 mín. að þreyía hann og vinna á honum. ÞaS verður að taka fram, að maðurinn notaði ekki — að sjáífsögðu — venjulega laxastöng eða línu. London. (A.P.). — Gerðar- dómur hefir fellt, að blaðameim sktili hafa 16 guinea (16 pund og 16 sh.) lágmarkslaun. Höfðu samtök blaðamanna farið fram á launahækkun, og hefði hinir lægst launuðu feng- ið tæpl. þriggja punda hæklcun á viku, ef samþykkt hefði verið. Enn ©r ágrefnlngur Ucn Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Fechteler, yfirflotaforingi Bandaríkjanna," sem fór til London, til bess aS reyna að jafna ágreininginn við Breta, um flota-yfirstjórn á Miðjarð- arhafi, flaug vestur um haf í nóít. Sjónarmið beggja skýrðust í viðræðunum, sagði hann við fréttamenn í gærkveldi, en samkomulag hefir ekki náðst enn. Kveðst hann þó vongóður um, að viðræðurnar stuðli að farsællegri lausn málsins. Allhvassar umræður urðu ný- lega í neðri málstofunni um þessi mál í fyrirspurnatíma, en Churchill vildi ekki gera grein fyrir málinu á því stigi, sem það var þá, en gerir það senni- lega bráðlega. Þessí ,,Glohe Master“ flutningafíugvél bandaríska flughersins opnar opnpr gin.dtt sem síórhveli og innbyrðir hluta af heli- kopter, sem fljúga á með til Kóreu. Einlcaskeyti frá AP. Tokyo í morgun. Kommúnisíar hafa fellt sein- ustu tillögur fulltrúa SÞ. lun vopnahlé í Kóreu. Höfðu SÞ þó gert tilslakanir, og eru nú mestar líkur fyrir, að samkomulagsumleitanir fari ai- veg út um þúfur. Tillögur þessar hafa v.erið ræddar á lokuðum fundum í Panmunjom að undanförnu. — Hefir Ridgway hershöfðingi gert grein fyrir þeim og tekið fram, að með þeim hafi Sam- MPeia' wfííigB &rím@íi Úbs isíee. Einkaskeyti frá AP. Washington í morgun. Trrnnan forseti hefir gagn- rýnt harðlega bá, sem utan Jiings og innan vinna gegn á- formum stjórnarinnar um að- stoð við aðrar þjóðir. Kveðst hann munu ferðast um landið þvert og endilangt, er hann lætur af embætti, og berjast af e]dmóði gegn þeim, er raunverulega rækju erindi kommúnista. Utanríkisnefnd fulltrúadeild- arinnar í Washington hefir sam þykkt að leggja til, að tillögur Trumans forseta uni 7.9 millj- arða dollara til aðstoðar öðrum þjóðum verði ekki samþykktar óbreyttar, heldur skuli fram- lagið lækkað um 1 milljarð, en það mundi helzt bitna á Ev- rópuþjóðum. Utanríkisnefnd öldungadeild- arinnar, sem einnig hefir frum- varp stjórnarinnar um þet’:a efni til meðíerðar, vill og lækka framlagið, og mun síðar bera fram ákvéðnár tillögur um það. einuðu þjóðirnar teygt sig eins langt til samkomulags og þær frekast gátu, og nú sé það al- veg undir kommúnistum komið hvort styrjöld geisi áfram í Kóreu eða friður komist á. í tillögum þessum lofuðu Sameinuðu þjóðirnar að skila 70.000 stríðsföngum, er fúsir væru heimíarar, í staðinn fyr- ir þá 12 þús. stríðsfanga, sem eru á valdi kommúnista. Kommúnistum skyldi leyft að koma sér upp ílugvöllum á vopnahléstímanum, eins og þeir hafa farið fram á, en hins vegar falli kommúnistar frá þeirri kröfu, að Ráðstjórnarrík- in fái fulltrúa í eftirlitsnefnd með vopnahléi. ssmioar i gær @| hefir iriiiil \ Klukkan 16,30 í gær kom upp eldur í togaranum Gylfa fra Patreksíirði, sem bá var að veiðum á Dritvíkurgrunni út af Snæfellsnesi. Eldurinn kom upp yið „frá- gangsrör“, sem liggur frá olíukyntum eimkatli gegnurn vélarrúmið, og aftur í reykháf, en eimketillinn er í sama rúmi og fiskimjölsverksmiðjan og er hlutverk hans að knýja véiár hennar. Réykur varð brátt svo mikill að ólíft varð í vélarúminu en allar vélar stöðvuðust svo ekk- ert var hægt að gera nema ausa sjó á eldinn með skjólum. Tog- ararnir Fylkir, Þorkell Máni og Jón Baldvinsson komu brátt á vettvang og voru 28 menn af Gylfa látnir fara yíir í Fylki en 12 voru eftir urn borð. Drátt- artaugar voru þegar festar milli Gylfa og Fylkis og síðan haldið áleiðis upp undir Önd- verðarnes. Um sjöleytið var slökkvistarf í vélarrúmi svo vel á veg kom- ið, að hægt var að setja í gang litla dieselvél og dæla sjó inn í skipið. Eldur var þá kominn í netageymsluna og reyndist hann allmagnaður en um hálf ellefu-leytið virtist niðurlög- um hans vera ráðið. Klukkan 1,30 voru skipin komin upp undir land og ætlaði Fylkir að leggjast við hlið Gylfa til þess að aðstoða við lokaslökkvistarf- ið og höfðu dráttartaugar þegar verið leystar. Rétt í þessu varð elds vart í aðalolíugeymi skipsins og var þá ekki um annað að gera en taka alla áhöfn Gylfa um borð í Fylki og koma fyrir dráttartaugum á ný. Skipin hafa síðan verið á leið til Reykjavíkur. Klukkan hálf- níu voru þau þrjátíu mílur frá Malarrifi og gengu 5 mílur á klukkustund. Sæbjörg lagði af stað í morgun með kolsýru- hylki, en kdlsýrufroða er nú hið eina sem tök eru á að nota við slökkvistarfið. Með Sæbjörgu er Steinar Gíslason, sem kunn- ur er að miklum dugnaði við slík björgunarstörf. Fylkir mun koma með Gylfa hingað til Reykjavíkur milli kl. 14 og 15 í dag. Eldur er mikill í yfirbyggingu miðskips, en virðist vera lítill í lestum. Gott var í sjó kl. 12 þegar þessar fi'éttir bárust. Verðskulda krossana!? Tokyo (UP). — Útvarpið í Peking hefir skýrt frá því, að nokkrum kínverskum herforingjum hafi verið veitt héiðursmerki fyrir „dugnað sinn við að verjast ásælni Bandaríkjanna og aðstoð við Kóreu.“ Þeir, sem heiðurs- merkin fá, eru allir samn- ingamenn kommúnista í Panmunjom, ökumenn þeirra og allir fréttamenn, sem fylgjast með samningum þeirra megin. London (AP). — Cunard skipafélagið hefir tilkynnt, að það setii á næstu árum að láta smíða 11 hafskip, og er áætlað- ur köstnáður um 50 millj. stpd. Tvö þessara skipa verða í för- um til Kanada, þrjú til Mið- jarðai'hafslanda, þrjú til Ind- lands og Pakistans og þrjú til Nýja Sjálands og Ástralíu. Ráðningarstofa landbúnaðar- sns, sem tók til starfa fyrir skémmstu, hefir þegar skrásett 130 verkseljendur og 76 bænd- ur. Má fullyrða, að talsvert fram- boð verði á fólki í vor til starfa í sveit, svo og, að eftirspum Verði talsverð. •Tala skrásettra verkseljanda, þ. e. allra þeirra, sem vilja fá starf í sveit í vor og sumar, og bænda, sem vantar fólk, var eins laust eftir mánaðamótin og um sama leyti í fyi-ra, en Ráðningarstofan tók fyrr til stai'fa í fyrra en nú, svö að fi'amboð er í rauninni örara nú en það var þá. Guðm; Pálsson sigurvegari í skylmingamóti. Nýlega er lokið Vormóti Skylmingafélags Reykjavíkur, en þátttakendur í því voru 8 og bar af voru tveir þátttak- endur frá Skylmingafélaginu Gunnloga. Hlutskarpastur varð Guð- mundur Pálsson en næstir hon- um og jafnir að vinningum voi'u þeir Kjartan Zóphoníasson og Ólafur Guðjónsson. Þeir eru. allir úr Skylmingafélagi Rvíkur. Þátttakendurnir úr Skyhn- ingafélaginu Gunnloga voru þeir Sigurður Magnússon og: Árni Vilhjálmsson og urðu þeir 6. og 7. í röðinni. Fyrir um það bil mánuði. efndi Skylmingafélag Rvíkur til innanfélagsmóts og bar Guð- mundur Pálsson þá einnig sig- ur úl’ býtum. Formaður Skylmingarfélags Reykjavíkur er Egill Halldórs- son, félagar eru um 50 talsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.