Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. ASalstræti 6, slmi 10 100. ASalstræti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 35.00 kr. eintakið. Þagnarmál Þjóðviljans Fyrir rúmri viku birti Morgunblaðið mynd af reikningi, sem því hafði borizt í hendur. Reikn- ingur þessi er frá því í febrúar 1971. Hann er frá Prentsmiðju Jóns Helga- sonar, sem Magnús Kjartansson lét Ríkisprent- smiðjuna Gutenberg kaupa meóan hann var iðnaðar- ráðherra. Hann er stílaður á dagblaðið Þjóðviljann. Reikningurinn er bersýni- lega fyrir prentun á bréfs- efni fyrir sovésku frétta- stofuna APN, sem m.a. er starfrækt hér á landi. Morgunblaðið varpaði fram þeirri spurningu, hvers vegna þessi reikn ingur væri stílaður á Þjóð- viljann, hvaða fjárhagsleg tengsl væru á milli þess blaðs og sovésku fréttastof- unnar APN á íslandi. Þar eð engin skýring fékkst á þessu máli í Þjóð- viljanum, ítrekaði Morgun- blaðið spurningu sína í leiðara sl. miðvikudag. Þar er Þjóðviljinn enn krafinn svara. En þögnin er eina svarið, sem enn hefur fengist. Þetta mál hefur að von- um vakið eftirtekt og um- tal. Ekki sízt þögn Þjóðvilj- ans, sem út af fyrir sig getur verið nægilegt svar. Þögnin talar oft skýrara máli en löng orðræða. Þagnarmál Þjóðviljans sker í hlustir. Engu að síður skal enn beint þeim eindregnu tilmælum til blaðsins, að það geri hreint fyrir sínum dyrum í þessu efni ef það getur. Hinn almenni borgari á heimt- Setningarræða Kristj- áns Ragnarssonar, formanns Landssambands íslenzkra útvegsmanna, á aðalfundi sambandsins á Akureyri, sl. miðvikudag, leiddi margar athyglisverð- i ar staðreyndir í ljós. 1 Verðmæti útfluttra sjávarafurða á árinu 1973 var 19.300 milljónir króna og hafði aukist um 7.500 milljónir frá árinu áður eða um 64%. Þessi verð- mætisaukning stafaði að hluta til af auknunv út- flutningi, magnaukning 13%, en um 51% vegna hækkaðs verðlags. Hlutur sjávarútvegs í heildarút- flutningi jókst á árinu úr 84,2% í 89,4%, þegar ál- framleiðslan er ekki með- talin. Meðaltekjur háseta á fiskiskipaflotanum eru taldar 850 þúsund krónur eða um 31% hærri en meðaltekjur verkamanna, - sem eru taldar hafa numið 650 þúsundum króna. Horfur í sjávarútvegi á árinu 1974 eru allt aðrar og verri. Stafar þetta af mörgum samverkandi ástæðum. 15% aflarýrnun, stórauknum kostnaði vegna kaup- og kostnaðar- hækkana innanlands og hækkun á erlendum nauð- synjum útgerðar, ekki sízt ingu á því, að Þjóðviljinn leggi spil sín á borðið und- andráttarlaust. olíu, sem hefur nær þre- faldast í verði. Auk þessí hefur svo orðið mikil verð- lækkun í mörgum mikil- vægum útflutningsgrein- um sjávarafurða, og í sum- um tilfellum, eins og mjöli, hefur verð lækkað um helming. Áætlaður rekstrarhalli bátaflotans á yfirstandandi ári, að frá- töldum loðnubátum, er 670 milljónir króna, þrátt fyrir 350 milljón króna framlag úr aflatryggingarsjóði, og rekstrarhalli togaraflotans er áætlaður um 800 milljónir króna. Þegar þessar staðreyndir liggja ljósar fyrir, sem og sú þýðing, er útgerðin hefur fyrir atvinnu og af- komu sjávarplássa og þjóðarbúsins, getur engum dulist nauðsyn þeirra efna- hagsráðstafana, sem gerðar hafa verið. Án þeirra hefði verið stefnt að beinni rekstrarstöðvun í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu, og kallað yfir þjóð- ina víðtækara atvinnuleysi en þekkst hefur í áratugi. Það ber enn brýna nauð- syn til að fara með fullri gát í allar aógerðir, sem áhrif hafa á rekstrarmögu- leika útgerðarinnar i land- inu. Kristján Ragnarsson varaði jafnframt viö þeim lúalega áróðri, gegn út- vegs- og fiskverkunarfólki, sem í óliklegustu myndum væri lætt inn í ríkisrekna fjölmiðla, hljóðvarp og sjónvarp. Þar væri á flest- an hátt reynt að lítilsvirða starfshætti, viðhorf og menningarviðleitni þess fólks, er við sjávarsíðuna byggi og ynni hörðum höndum sér og þjóðar- heildinni. Hér ættu jafnan hlut að máli aðilar, sem skulduðu þjóðarheildinni, og þá fyrst og fremst þeim er verðmætin sköpuðu, menningarlegt uppeldi sitt. Nauðsynlegt væri að gjalda varhug annarlegum sjónarmiðum, sem byggð- ust á fordómum og mis- notkun ríkisf jölmiðlanna. Ástæða er til að taka undir þessi orð formanns LÍÚ. Pólitísk misnotkun ríkisfjölmiðla, eða réttara sagt einstakra aðila, sem smogið hafa inn í dagskrá þeirra, hefur alltof lengi viðgengist. Sú leið er ein fær, eftir það sem gerzt hefur, að sjónvarpið láti vinna heiðarlegar heimildarmyndir um líf og starf fólks til sjávar og sveita, þar sem við kom- andi aðilum sjálfum er gef- inn kostur á að túlka sín eigin viðhorf, til atvinnu, umhverfis og menningar- starfs. Það er óverjandi, að þeir segi mest af Ólafi kóngi, sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Útgerðin er undirstaðan Rey ki av íkurbréf ►Laugardagur 30. nóv. Mál málanna Landhelgisdeilumáiið er í hug- um íslendinga sjálfstæðismál. Ur- slit þess ráða örlögum þjóðarinn- ar. Það er því mál málanna. Og nú horfir það þannig við, að við Is- lendingar getum unnið lokasigur. Við höfum sigurinn í hendi okkar, aðeins ef við erum nógu djarfír. Þær gleðilegu fréttir spurðust nú i vikunni, að hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefði samþykkt að mæla með frumvarpi, sem fyrir deildinni liggur um útfærslu bandarískrar fiskveiðilögsögu úr 12 mílum í 200. Þegar málinu var visað til hermálanefndarinnar töldu flest- ir, að hún mundi snúast gegn því og útfærsla fiskveiðilögsögu Bandaríkjanna væri þess vegna ekki á næsta leiti. Þau óvæntu tíðindi hafa hins vegar gerzt, að þau öfl á stjórnmálasviðinu í Bandaríkjunum, sem fyrst og fremst fjalla um öryggismál þess- arar stórþjóðar, telja nú, að rétt- mætt sé að verða við kröfum fiski- manna um útfærslu í 200 mílur. A þvi var vakin athygli í rit- stjórnargrein í stórblaðinu New York Times fyrir nokkrum árum, að strax árið 1945 hefði Banda- rikjastjórn markað stefnuna í landheigismáium. Trumann for- seti lýsti því þá yfir, að land- grunnið undan Bandaríkjaströnd- um heyrði Bandaríkjunum til og New York Times benti í rit- stjórnargreininni á það ósam- ræmi, að botninn tilheyrði ríkinu, en ekki hafið yfir honum. Sagði blaðið augljóst, að hafið hlyti líka að falla undir lögsögu strandrikis- ins, aðeins væri spurning um það, hvenær svo augljós staðreynd yrði viðurkennd. Nú hefur það gerzt, fyrr en menn væntu, að Bandarikin eru að snúast á sveif með þeim þjóð- um, sem krefjast 200 sjómílna efnahagslögsögu. Og venjan er sú í bandarískum stjórnmálum, að ekki er um neitt kák að ræða. Má því búast við því, að Bandaríkja- menn verði lítt fylgjandi víð- tækum undanþágum frá 200 míl- unum heldur skuli þær verða raunveruleiki. En helzta hættan fyrir okkur ísiendinga nú er ein- mitt sú, að einhverjar takmark- anir á 200 rhílunum verði sam- þykktar á hafréttarráðstefnu, sem okkur yrðu óhagstæðar. Að sjálfsögðu verða einhverjar reglur settar um siglingafrelsi innan landhelgistakmarka, og að því er okkur varðar er það sjálf- sagt mál. En óskoruð yfirráð yfir auðlindum hafs og hafsbotns eru það, sem við og fjölmargar þjóðir aðrar berjast fyrir, og ekki er ónýtt, ef Bandarikin bætast nú i bandamannaflokkinn. Þróunin í Bretlandi Þá er það mjög athyglisvert, að útgerðarmenn í Bretlandi styója nú 200 milna fiskveiðitakmörk og leggja hart að Bretastjórn að styðja þá stefnu. Og líklegt er nú talið, að jafnvel Bretar muni styðja 200 mílurnar á hafréttar- ráðstefnunni í Genf seinna í vetur. Að vísu mun vera nokkur ágreiningur í röðum brezkra út- gerðarmanna, sem eðlilegt er, þvi aó nokkrir tugir skipa munu lenda i verulegum vandræðum, ef þau missa allan rétt til fiskveiða á Islandsmiðum. Er þar fyrst og fremst um að ræða litla og gamla síðutogara, sem ganga úr sér á næstu árum. Austin Laing, forustumaður brezkra útgerðarmanna, sem mest var í fréttunum, er fiskveiði- takmörkin voru færð út, er nú orðinn einn helzti baráttumaður fyrir 200 sjómílna fiskveiðitak- mörkum. Ekki væri úr vegi, að við íslendingar byðum honum hingað til lands til skrafs og ráóagerða við starfsbræður og stjórnmála- menn, þvi að nú eru fornir fjendur orðnir samherjar að þessu ieyti. Við Islendingár erum ekki vanir að erfa lengi misgerðir, og nú eigum við að sjálfsögðu aó taka höndum saman við þau öfl á Bretlandseyjum, sem berjast fyrir sömu stefnu í hafréttarmál- um og við gerum. Ekki hikað Fyrir rúmu ári markaði Sjálf- stæðisflokkurinn þá stefnu, að færa bæri fiskveiðitakmörkin út í 200 mílur fyrir lok þessa árs. Því miður náðist ekki samstaða við aðra stjórnmálaflokka um að hrinda þessu máli í framkvæmd. En vissulega hefði það verið mjög til styrktar, bæði okkur og sam- herjum okkar á hafréttarráð- stefnunni, ef þegar hefðu verið komnar hér 200 mílur, enda hefði þá áreiðanlega fjöldi þjóða fylgt í J fótsporið og engum erfiðleikum hefðum við lent í vegna Breta, því að þeir hefðu haldið sínum veiði- heimildum, samkvæmt samkomu- lagi, til næsta árs. En um þetta tjóar ekki að fást. Ráðuneyti Geirs Hallgríms- sonar hefur lýst yfir því, að fisk- veiðilandhelgin verði færð út i 200 mílur á næsta ári. Enn hefur útfærslan ekki verið tímasett, en að því hlýtur þó að draga von bráðar, enda árið 1974 senn á enda, og eðlilegt er að tilkynna um útfærsluna með alllöngum fyrirvara, t.d. 6 mánaða. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft að stiga lokaskrefið í land- helgismálum á þjóðhátíóardaginn 17. júni, en til að það megi takast þarf að tilkynna um útfærsluna alveg á næstunni. Ef unnt yrði að fá alla stjórnmálaflokka inn á þá dagsetningu, mundi þjóðhátíðar- dagurinn á næsta ári vissulega verða einn hinn minnisstæðasti. Svo lengi höfum við Islending- ar beðið eftir því að ná fyllsta rétti okkar í friðunar- og fisk- veiðimálum, að engin sanngirni er að ætlast til þess af okkur að við bíðum lengur en til miðs næsta árs. Fundum hafréttarráð- stefnunnar i Genf lýkur i april eða maímánuði. Ráð er fyrir því gert, að hún samþykki 200 sjó- mílna fiskveiðilandhelgi, e.t.v. með einhverjum takmörkunum, en þó vonandi án þeirra. Svo getur þó farið, að ráðstefn- an komist ekki að niðurstöðu, og þá mun allur fjöldi strandríkja færa einhliða út fiskveiðitak- mörkin i 200 mílur. Það hljótum við íslendingar líka að gera, og þess vegna er rétt og sjálfsagt að tilkynna um þá ákvörðun nú þegar þannig að hún taki gildi á miðju ári. Eða hvernig litist mönnum á þá háðung, að við yrðum e.t.v. á eftir Bretum og Bandarikjamönnum! Alþjóðaréttur Svo mikill fjöldi þjóðanna að- hyllist nú 200 sjómílna efnahags- lögsögu, að telja verður þá reglu nú þegar alþjóðareglu, þótt form- leg staðfesting hafi ekki fengizt. Við Islendingar töldum okkur fullheimilt að færa landhelgina út i 50 mílur 1972 og jafnvel þótt meira hefði verið. Siðan hefur þróunin verið svo ör, að við höf- um mun betri lagalegan grund- völl til að helga okkur 200 mílurn- ar nú en var um 50 mílurnar á þeim tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.