Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 47 Danskur gestaleikur í Þjóðleikhúsinu: Ebbe Rode leikur heila leiksýningu UM AÐRA helga kemur danski leikarinn Ebbe Rode hingað til lands í boði Þjóðleikhússins og sýnir leikritið GÖÐBORGARA OG GALGAFUGLA eftir Englending- inn Patrick Garland. Sýningar verða tvær: frumsýningin verður sunnudagskvöldið 14. marz og önnur sýning kvöldið eftir. Leik- ritið GÓÐBORGARAR OG GALGAFUGLAR er byggt á endurminningabók enska fræði- mannsins og furðufuglsins John Aubrey, BRIEF LIVES, en hann var uppi í Lundúnum á 17. öld. John þessi Aubrey safnaði alla ævi upplýsingum um menn og málefni, var grúskari mikill, skrifaði um fornleifafræðibók- menntir, náttúruvísindi og ótal efni önnur. Hann dó tiltölulega óþekktur, en þegar fram liðu stundir tóku menn að veita verkum hans athygli og endur- minningar hans eru taldar með merkari minningabókum heims- bókmenntanna. Leikritið lýsir síðasta deginum i lífi Aubreys, i daglegu amstri hans og upprifj- unum, þar sem margar sögufræg- ar persónur blandast i leikinn: Hinrik 8. Elísabet 1., Cromwell, Shakespeare, Ben Johnson, Sir Fríkirkjan i Hafnarfirði I þessari viku verða haldnar tvær samkomur í kirkjunni. Sú fyrri, æskulýðssamkoma, mánu- daginn 8. marz kl. 20,30. Æsku- fólk frá Keflavík kemur í heim- sókn svo og norskir unglingar, sem nefna sig „Ungdom i oppdrag“ og hafa ferðast undan- farið talsvert um landið og tekið þátt í kristilegum samkomum. Á þessari samkomu verður mikill söngur og hljóðfæraleikur, sem ungt fólk annast svo og stuttir vitnisburðir. Ég vil hvetja yngri sem eldri í Hafnarfirði og víðar að koma á þessa samkomu. Síðari samkoman verður fimmtudaginn 11. marz kl. 20.30. Verður þar einkum rætt um mál- efni þroskaheftra barna. Mennta- málaráðherra. Vilhjálmur Hjálmarsson, flytur aðalræðuna og mun svara fyrirspurnum varð- andi þetta mikilvæga mál. Hafnfirðingar og nágrannar notið tækifærið til þess að ræða þetta mál, sem æskulýðs og fórnarvika kirkjunnar er helguð. Þörfin til hjálpar þroskaheftum börnum er mikil. Sameiginlegt átak allra landsmanna getur komið miklu góðu til leiðar. Magnús Guðjónsson. safnaðarprestur Halastjarnan sást frá Reykjavík HALASTJARNAN sást i bjart- viðrinu í gærmorgun mjög greinilega framur lágt á suð- austur himninum. Sigríður Sigurbjörnsdóttir, sem i gær- morgun var að aka út Morgun- blaðinu í Garðabæ, hringdi á ritstjórn blaðsins og sagðist hafa séð stjörnuna mjög greinilega. Sást hún frá 06,15 til 07,15. Halastjarnan mun sjást hér á landi næstu morgna, ef veður verður bjart. Stjarnan er kennd við Bandarikjamanninn Richard West, sem fyrstur varð hennar var í stjörnu- athugunarstöð i Chile. Eins og getið var í Mbl. í gær sáu skip- verjar á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni stjörn- una i fyrradag. LÖGREGLAN í Reykjavík tók 14 ölvaða ökumenn í fyrrinótt. Er þetta með því allra mesta í sögu lögregl- unnar á einni nóttu. a/einn Ebbe Rode Walter Raleigh, Sir Tomas More svo einhverjir séu nefndir. Leiksýning þessi var fyrst sýnd sem farandsýning víða um Dan- mörku en vegna mikilla vinsælda var hún fengin á svað Konunglega leikhússins i Kaupmannahöfn og hefur þar fengið hinar ágætustu undirtektir. Ummæli danskra blaða um sýninguna áGÖÐBORG- URUM OG GALGAFUGLUM voru öll á einn veg, var sýning- unni hælt mjög og Ebbe Rode hrósað á. hvert reipi fyrir þá erfiðu þraut að halda uppi heilli leiksýningu af þvílíkum krafti i tvær klukkustundir. Ebbe Rode er i hópi fremstu og þekktustu leikara Dana. Hann er nú 66 ára gamall og hefur leikið frá þvi um tvitugt. Lengst af hefur hann leikið á Konunglega leikhúsinu, en þar lék hann fyrst 1932. Þá hefur hann leikið gesta- leiki viða um Danmörku og reyndar önnur lönd, m.a. leikið á öllum Norðurlandanna. Hann hefur á löngum og litríkum ferli sínum leikið um 150 hlutverk á sviði auk rúmlega 40 hlutverka í kvikmyndum. Ebbe Rode hefur tvívegis leikið gestaleik í Þjóð- leikhúsinu: árið 1958 í leikriti Soya, „30 ára frestur", sem Folke- teatret í Kaupmannahöfn sýndi i Þjóðleikhúsinu, og í fyrravor kom hann og flutti svipmyndir úr þekktum leikritum ásamt fleiru á Litla sviðinu í Þjóðleikhúskjall- ara. — Laxarækt Framhald af bls. 48 næstu áramót, en þá á hann að vera orðinn 3—4 kg á þyngd ef allt gengur að óskum eins og horf- ir. Við gefum laxinum á hverjum degi, aðallega loðnu, en einnig fiskúrgang og sérstakt mjöl sem við fengum frá Noregi. Við gerum þessa tilraun að mestu eftir norskri fyrirmynd sem reyndist vel þar.“ Fiskifélag Islands lét á sínum tíma gera tilraunir með laxarækt í sjó í Höfnum og i Hvalfirði, en bæði var að skemmdarverk voru unnin á mannvirkjum þar og árangur var ekki eftir vonum. — Smjör Framhald af bls. 48 það hvort smjörskorts myndi gæta á næstunni, en salan hefði \ verið mjög rffleg undanfarið. Venjuleg mánaðarsala af smjöri væri um 120 tonn, og sagði Öskar að birgðir sem til hefðu verið um síðustu mánaðamót væru alveg í það knappasta til að endar næðu saman, en menn vonuðu hið bezta. Óskar sagði hins vegar að ef ^ ekki kæmi aukning í mjólkur- ' framleiðsluna upp úr miðjum mánuðinum, eins og reynslan hefði verið á undanförnum árum, þá gæti vel svo varið að grípa þyrfti til þess ráðs að flytja inn smjör, og er þá helzt rætt um danskt smjör. Augsýnilegt væri að ekki mætti minnka mjólkurframleiðsluna frá því sem nú væri, en sú hætta væri fyrir hendi að einhverjir bændur hefðu gripið til þess ráðs að minnka kjarnfóðurgjöf í verkfall- inu en við það geltust kýrnar og næðu sér sjaldnast upp aftur enda þótt kjarnfóðurgjöf væri aukin. Af þessum orsökum gæti svo farið að aukningin í mjólkur- framleiðslunni yrði seinna á ferð í ár en á undanförnum árum, og þá mætti fullvíst telja að bil myndaðist i smjörframleiðslunni, sem brúa þyrfti með einhverjum úrræðum. Hins vegar kvað Oskar nóg vera til af ostum í landinu, og þyrfti ekki að óttast að skortur yrði á þeim. — Gæzlan Framhald af bls. 48 varðskipin. Flugvirki frá Gæzl- unni er farin vestur til Bandaríkj- anna. Að sögn Péturs er í athugun hvernig bezt verður bætt úr þörf- um á stórri þytlu, annaðhvort með viðgerð áGNA eða kaupum á nýrri vél, en ekkert hefur verið ákveðið i þeim efnum. — Barátta Framhald af bls. 48 „Kíllinn hefur flotið yfir túnin hér og er ekki gott að segja hvað verður ef slíkt gerist í sprettunni í sumar," sagði Sig- urður. Hann sagði að killinn væri viðráðaniegur þessa stundina en menn væru við öllu búnir. Ymsar tilgátur hafa komið fram um hvað valdi þessu aukna vatnsmagni i kíln- um og hafa sumir látið sér detta í hug að rás hafi myndazt úr Jökulsá i kílinn, en það er órannsakað mál. Sigurður sagði að lokum að jarðhræringa yrði ekki lengur vart nema á mælum og væri líf nú að færast í eðlilegt horf í sveitinni. Kvað Sigurður sveit- unga sina heldur fegna að hrinan virðist nú yfirstaðin. Sveitin ber þess vel merki hvað gekk á i jarðhræringunum, sprungur eru mjög víða í jörð og skemmdir á húsum. — Samningar Framhald af bls. 1 V-Þjóðverjum, sem hafa um langan aldur stundað fisk- veiðar á fjarlægum miðum. Framkvæmdanefnd Efnahags- bandalagsins hefur því lagt til að grundvallarreglan verði 12 mílna einkalögsaga strandríkja innan 200 mílna Efnahags- bandalagsins, auk þess sem í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir ákveðnum kvóta- reglum með tilliti til fyrra heildaraflamagns viðkomandi rikja. Við fyrstu sýn geta þessar tillögur virzt fáránlegar saman- borið við kröfu brezka fisk- iðnaðarins um 100 milna einka- lögsögu, og fyrstu viðbrögð Pearts, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, voru von- brigði, sem hann lét nýlega í ljós á þingi. Vel er hugsanlegt, að hann telji sér bera skyldu til að þrýsta á um 25 eða jafnvel 30 milna einkalögsögu Breta hjá Efnahagsbandalaginu, en það væri barnalegt af Bretum, sem hafa langa reynslu í alþjóðavið- skiptum, að halda að þeir geti heimtað verulegan hluta allra fiskimiða á Norðaustur- Atlantshafi. Enda þótt Bretar væru ekki i Efnahagsbandalaginu, yrðu þeir að taka tillit til þess, að bandalagsríki eins og Frakk- land, Danmörk og Holland, reka iðnað, sem að verulegu leyti er háður fiskveiðum innan 200 mílna við strendur Bret- lands. Sama er að segja um ríki utan bandalagsins, t.d. Norð- menn, og i minna mæli Is- lendingaog Sovétmenn." Síðar í greininni í The Times segir, að Bretar veiði aðeins 60 af hundraði heildarafla sins innan 200 mílna við strendur Bretlands, 30 af hundraði heild- araflans — þar af um 65 af hundraði alls þorskaflans — komi af öðrum miðum, aðallega við Noreg og Island. Tillögur EBE miði að því, að aðildar- ríkin fái áfram að veiða ákveðið aflamagn á miðum rikja utan bandalagsins og standi banda- lagið sem heild að samningum um þær veiðar. Hinir voldugu markaðir fyrir fiskafurðir í aðildarríkjunum styrki mjög samningsaðstöðu bandalagsins um slíkar veiðiheimildir, en auk þess sé ráð fyrir þvi gert, að riki utan EBE fái veiði- heimildir á miðum þess. I því sambandi yrði þá tekið tillit til veiðiþols stofna ákveðinna fisk- tegunda. Markmiðið hljóti að verða skipting leyfilegs afla- magns eftir veiðiþoli sam- kvæmt mati fiskifræðinga á grundvelli fiskverndunar- sjónarmiða, miðað við meðal- aflatiltekins árafjölda. Þá bendir greinarhöfundur á, að þrátt fyrir óánægju Pearts séu tillögur EBE ekki alls kostar í andstöðu við hagsmuni Breta, því að f þeim felist viður- kenning á réttmæti eínkalög- sögu strandríkja innan lögsögu EBE. Auk þess sé þar tekið tillit til fyrri veiða og lagt til að stofnað verði til kvótakerfis með hliðsjón af þeim, en jafn- vel þótt hugmyndin um ótak- markaðan aðgang aðildarríkj- anna að fiskimiðum hinna sé úrelt vegna verndarsjónarmiða, sé allsendis óvist að í þvi efni náist samstaða með aðildarþjóð- unum, og er í því sambandi bent sérstaklega á skoðanir Frakka. Greinarhöfundur leggur áherzlu á vandamál í sambandi við ákvörðun um einkalögsög- una og framkvæmd reglugerða um kvótakerfi. Þegar hafi komið i ljós, að kvótareglur al- þjóðlegra nefnda hafi ekki borið þann árangur sem til var ætlazt, og séu ýmis EBE-ríki, auk Sovétríkjanna, fastlega grunuð um að virða að vettugi slikar reglur. Greininni lýkur svo: „Þrjózka Islendinga gefur vísbendingu um, að einhverjir hinna íhaldssömu brezku út- gerðarmanna verði að flytja skip sín af fjarlægum fiski- miðum á mið EBE. A sama hátt verða brezkir neytendur, sem eru mjög íhaldssamir, að breyta venjum sínum, ogfara að borða kolmunna, sem talið er að veiða megi eina milljón tonna af á ári með viðeigandi tæknibúnaði i landi. Fiskur er óviðjafnanleg auð- lind, sem endurnýja má i það óendanlega, og ekki þarf að ala á dýrkeyptu fóðri, eins og kjúklinga og kvikfénað. Hann hefur að geyma mikilvæg nær- ingarefni til manneldis. Það er i allra þágu, að menn umgang- ist þessa auðlind af ábyrgðartil- finningu, en jafnvel innan Efnahagsbandalagsins verður það ekki auðleyst mál.“ — Góður afli Framhald af bls. 2 tvisvar fyrir verkfall og héldu á veiðar fljótlega eftir að verkfall hófst og lönduðu i lok mánaðarins eftir að verkfalli hafði verið frest- að. Heildaraflinn í mánuðinum var nú 4640 lestir og heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 10.801 lest. I fyrra var febrúaraflinn 5.801 lest og heildaraflinn í febrúarlok 10.811 lestir. Af 35 bátum sem stunduðu bol- fiskveiðar frá Vestfjörðum i febrúar reru 26 með línu, 8 með botnvörpu og 1 með net. Heildar- afli línubátanna var nú 2.566 lestir en var í fyrra 2.162 lestir. Aflahæsti línubáturinn í fjórð- ungnum var Vestri frá Patreks- firði sem aflaði 155,3 lestir en í fyrra var Orri frá Isafirði afla- hæstur í febrúar með 159,2 lestir. Bessi var aflahæstur togaranna með 317 lestir en hann var einnig aflahæstur í fyrra, þá með 606,5 lestir. Afli línubátanna í mánuðinum var að mestu leyti þorskur og er steinbiturinn ekki genginn á miðin ennþá. I fyrra gekk stein- biturinn aftur á móti í annarri viku mánaðarins og var línu- aflinn nálega eingöngu steinbítur eftir það. — Fréttaritari. — í kjölfar Framhald af bls. 2 okkur rólega þvi atriðið er fyrst og fremst að sýna fram á að unnt sé að komast áþessum bát yfir Atlantshafið til Norður- Ameríku.“ Aðspurður svaraði Tim því að munurinn á þessum irsku leðurbátum og bátum eins og grænlenzka bátnum umiak, konubátnum, væri sá að irsku bátarnir væru gerðir fyrir verri aðstæður, en þær grænlenzku af þessari gerð fyrir siglingu á innfjörum innan hafísins. Tim reiknar með að vera kominn á kúskinnsbátnum til Islands um miðjan júlí en heim- sókn hans hingáð nú var til þess að undirbúa ferðina og safna sögulegum upplýsingum um ferðir Papa til Islands fyrr á öldum. Leiðangur þessi er kenndur við heilagan Brendan en kristniboðar fóru fyrr á öldum milli landshluta og landa, stöldruðu yfirleitt stutt við, og héldu siðan áfram í ferðalög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.