Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1977 f A Iþróttaslys tíðari en umferðarslys! TALSVERT hefur verið rætt um meiðsli fþróttamanna í fjölmiðlum og manna á meðal að undanförnu, enda ekki óeðlilegt þar sem margir fþróttamenn, sérstaklega knattspyrnumenn, hafa að undanförnu meiðzt á æfingum eða í leikjum. Þegar skoð:ðar eru tölur yfir orsakir slysa síðastliðið ár og afskipti slysadeildar Borgar- spftalans af þeim kemur sú óhugnanlega staðreynd f ljós að 1931 einstaklingur leitaði til Borgarspítalans eða var fluttur þangað á árinu vegna íþróttameiðsla. í skýrslu Borgarspftalans fyrir árið 1976 kemur I ljós að vegna fþrótta þurfti slysa- og göngu- deild spftalans mun oftar að hafa afskipti af fólki en t.d. vegna um- ferðarsiysa. Ef litið er á tölur Borgarspítalans þá er fjölmenn- asti hópurinn flokkaður undir „fall eða hras“, alls 9632. Undir „högg af hlut“ flokkast 4008 og vegna ölvunar eru 2803 tilfelli, en tekið er fram f skýrslunni að hvert slys geti haft fleiri en eina orsök. íþróttir skipa sfðan f jórða sætið á þessum óskemmtilega lista, 1931 tilfelli eins og áður sagði. Skiptast þau þannig að karlar eru 1336, en konur 595. Um nokkra fjölgun er að ræða milli ára, þvf árið 1975 voru 1816 tilfelli skráð. Vegna umferðarslysa hafði slysadeild Borgarspftalans af- skipti af 1483 og vegna „áverka frá öðrum“ 1630. -áij. Nóg að gera hjá Aganefnd KSI — Sfðasti fundur hjá okkur f Aganefndinni var algjör met- fundur, þvf þá voru alls 29 mál tekin til afgreiðslu, sagði Hilmar Svavarsson, formaður Aganefnd- ar KSl, er Morgunblaðið ræddi við hann f gær. — Mér virðist sem mun meira sé um að leikmönnum séu gefin gul spjöld f sumar en t.d. síðastliðið keppnistfmabil. Flest eru þessi brot minni háttar og gefa aðeins 1 refsistig, en til að fara f leikbann þarf leikmaður að fá 10 refsistig, sagði Hilmar. Nokkrir leikmenn í 1. deild hafa þó þegar verið dæmdir i leik- bann á keppnistímabilinu og má nefna í því sambandi Þórsleik- mennina Árna Gunnarsson, Sig- urð Lárusson og Gunnar Aust- fjörð, Pétur Ormslev, Fram, Ólaf Júlíusson, Keflavík, Guðmund Þorbjörnsson, Val, og úr 2. deild t.d. Eyjólf Ágústsson, KA. Fáleik- menn 1—4 refsistig fyrir áminn- ingu eða gult spjald, en bann í 1—3 leiki fyrir brottvísun af leik- velli eða rautt spjald. Ef um ftrek- aða brottvikningu er að ræða get- ur leikmaður fengið allt að sex leikja bann. Refsikerfinu var breytt síðast- liðið haust, þannig að það er ekki lengur fjöldi spjalda, sem skiptir máli, heldur hvers eðlis brotin eru. Fyrir væg brot er gefið eitt refsistig og eru þau langflest, en 4 ef um gróft brot og gult spjald er að ræða. Þarf leikmaður að fá 10 stig til að fara í leikbann, en brot frá siðasta keppnistfmabili hafa verið umreiknuð og gilda áfram í sumar. Fái leikmaður 15 refsistig á keppnistfmabilinu fær hann tveggja leikja bann. — Okkur finnst þetta nýja kerfi reynast mjög vel og vera réttlátara en það kerfi, sem áður var notað, sagði Hilmar Svavars- son i gærdag. Aganefndin heldur fundi einu sinni I viku og hefur verið reynt að hafa fundina alltaf á fimmtudögum. ÞAÐ ER ef til vill ekki stór hópur, sem leggur stund á sundknatt- leik, en f nokkrum félögum er þó vaskur hópur manna, sem æfir fþróttina og f vetur hafa KR-ingar óumdeilanlega verið fremstir f flokki. I fyrrakvöld lauk Islandsmótinu f sundknattleik og sigr- uðu KR-ingar þá lið Ármanns 3:0 og er það ekki á hverjum degi, sem lið fær ekki á sig mark f sundknattlei. Urðu KR-ingar örugglega Íslandsmeistarar, unnu þeir öll mót vetrarins og töpuðu ekki einum einasta leik, en gerðu eitt jafntefli. Á þessari mynd Ragnars Axelssonar eru Islandsmeistarar KR með islandsbikarinn, en það er aðeins hluti uppskeru vetrarins. Á myndinni eru Jón Þorgeirsson, Þórður Ingason, Sigmar Björns- son, Vilhjálmur Þorgeirsson, Einar Þorgeirsson, Stefán Andrés- son, Erlingur Þ. Jóhannsson, Sigursteinn Gunnarsson og Hafþór Guðmundsson. Fyrir aftan þá er þjálfarinn, Þorsteinn Hjálmars- son. ísland hefur leikið fleiri knatt- spyrnulandsleiki gegn Noregi en nokkurri annarri þjóð. Leikurinn f dag er sá nftjándi f röðinni. Þessi nánu samskipti eru engin tilviljun. Forystu- menn norskra knattspyrnu- mála hafa ætfð verið miklir is- landsvinir og lagt sig fram við að koma til móts við óskir Is- lendinga. Núverandi formaður norska kanttspyrnusambands- ins, Einar Jörum, og fram- kvæmdarstjóri Nic. Johansen eru sérstaklega vinsamlegir ís- landi, en þessir tveir menn eru óumdeildir forystumenn knatt- spyrnumála þar í landi. Norska knappspyrnusam- bandið hélt upp á 75 ára afmæli sitt f sfðasta mánuði, en saga þess er bæði löng og litrík. Sennilega hefur norsk knatt- spyrna aldrei risið hærra en á Olympfuleikunum f Berlfn 1936, þegar norska liðið náði þriðja sæti og vann m.a. þýzka landsliðið, stolt þriðja rfkisins. Leikmenn þessa bronsliðs Norömanna eru enn þjóðhetjur f Noregi. sem ís- hef- ur fslenzka liðið borið 4 sinnum sigúr úr býtum. Það er ekki hagstætt hlutfall en þó meir en við getum státað af gagnvart öðrum þjóðum. Fyrsti sigurinn vannst 1954, 1—0 f Reykjavfk og skoraði Þórður Þórðarson markið. Þessi leikur er fáum minnis- stæður, og eitthvað mun það hafa dregið úr ánægju manna, að Norðmenn stilltu upp hálf- gerðu varalíði. Næst sigraði is- land f undankeppni Olympfu- leikanna árið 1959 en sá leikur var háður á Laugardalsvellin- um. Var það jafnframt fyrsti landsleikjasigur okkar á þeim velli. Urslitin urðu 1—0 okkur f hag, og skoraði Ríkharður Jónsson markið. Reyndar gerði Rfkharður tvö mörk f leiknum, bæði með sama aðdraganda, skallamörk eftir fyrirgjöf frá Erni Steinsen. Fyrra markið var skorað þegar lfða tók á sfð- ari hálfleik, en af óskiljanleg- um ástæðum var það dæmt af. En þá gerði Rfkharður sér Iftið fyrir og endurtók afrek sitt, stökk hærra en aðrir og skall- aði glæsilega f netið. Hann var engum Ifkur, hann Ríkharöur. við f fyrra f Ósló, 1—0, og var það jafnframt fyrsti sigur Is- lands á útivelli. Markið skoraði Ásgeir Sigurvinsson með stór- kostlegu langskoti. Það var skemmtiieg tilviljun að ofannefndir fjórir leikmenn skyldu hafa skorað mörk is- lands f þessum sigurleikjum. Ef til vill er það þó engin til- viljun. Þeir hafa allir haft til að bera hraða, leikni og sókn- dirfsku, sem skipar þeim f fremstu röð fslenzkra knatt- spyrnumanna. í fslenzka liðinu f dag eru vissulega leikmenn sem geta fyllt þennan hóp. Miklar kröfur eru gerðar til landslíðsins, ekki síst eftir sigurinn gegn Norður- írum á dögunum. En rétt er að vara við ofmikilli bjartsýni. Norðmenn eru að byggja upp sterkt lið og við verðum án Ás- geirs Sigurvinssonar. Það þýðir þó ekki að okkar iið þurfi að vera veikara, ef aðrir leikmenn ná sfnu bezta fram. Þar geta áhorfendur hjálpað með hvatn- ingu og aftur bvatningu. Eitt cr vfst — það verður spennandi leikur f Laugardaln- um f kvöld Þeir hafa skorað sigurmörkin í landsleikjunum sem unnizt hafa gegn frændum vorum Norðmönnum. Ellert B. Schram Norskir vinir í heimsökn Þriðjí sigurinn gegn Norð- mönnum vannst árið 1970 2—0, og skoraði Hermann Gunnars- son bæði mörkin f eftirminní- iegum leik. Fjórða sigurinn hrepptunr ÞÓrður Þórðarson Rfkharður Jðnsson Dregið í bikar- keppninni í hálfleik DREGIÐ verður um það f leikhléi landsleiksins f kvöld hvaða lið leika saman í 16—liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Eftir eru f keppninni liðin 10 úr 1. deild, 5 lið úr 2. deild og lið úr 3ju deild- inni á Austfjörðum gæti orðið eina liðið úr „kjallaranum" til að komast f 16—liða úrslitin. í fyrrakvöid urðu úrslit meðal annars þau f bikarkeppninni að Selfyssingar unnu ísfirðinga á ísafirði 5:4 eftir vítaspyrnu- keppni. Var staðan 1:1 að loknum venjulegum leiktima. Örnólfur Oddsson skoraði fyrir ÍBÍ, en Guðjón Arngrímsson svaraði fyrir Selfoss í síðari hálfleik. Voru is- firðingar mun sterkari aðilinn f þessum leik, en brást heldur bet- ur bogalistin uppi við mark and- stæðinganna og þá einnig í vfta- spyrnukeppninni. Skoruðu Sel- fyssingar úr 4 vítaspyrnum, en tvívegis skutu ísfirðingar fram- hjá marki gestanna og töpuðu þvi 4:5. Vitaspyrnukeppni þurfti einnig í leik Reynis og Völsunga og eftir markleysu í leiknum sjálfum og framlengingunni tókst „sjómönn- unum“ frá Árskógsströnd að sigra með 4 mörkum gegn 3 í víta- spyrnukeppninni. Þróttur, Reykjavik, vann Víði örugglega 4:0, sömuleiðis vann Ármann lið Fylkis 4:0 og loks unnu KA-menn lið Tindastóls 3:1. Á Austfjörðum léku Leiknir, Fáskrúðsfirði, og Einherji, Vopnafirði, í gærkvöldi, en þar kom upp kærumál, sem tafði fyr- ir. Sigurvegarinn i þessum leik mætir síðan Þrótti, Neskaupsstað, I úrslitum riðilsins fyrir austan. Eftirtalin 16 lið eru þvi eftir í keppninni. Akranes, Valur, Vík- ingur, Keflavik, Vestmannaeyjar, Breiðablik, Fram, FH, KR, Þór, Þróttur, R, Selfoss, Ármann, Reynir, Á, KA og Einherji/Leikn- ir/Þróttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.