Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979
27
*»t
¦*&4

Júlíus Þórðarson:
Fréttir og hugleið-
ingar frá Kanarí
Morgunpóstserindi Gunnars
Eyþórssonar fréttamanns í
morgunútvarpinu 2. maí sl., um
fiskveiðivandamál Spánverja við
Kanaríeyjar o.fl. olli því að þessar
línur eru skrifaðar.
Við vorum 4 klst. á leiðinni í
rútubifreið frá Loftleiðahótelinu í
Reykjavík til Keflavíkurflugvallar
föstudaginn þann 9. marz s.l.
Snjóskaflar voru víða á veginum
en rútustjórar óku varlega
framhjá þeim með því að fara út
af veginum. Við Vogastapa var 4
m hár skafl, sem verið var að
ryðja af veginum, en hann tafði
okkur mest.
Ferðaáætlunin var bókuð til
Gran-Canari án viðkomu á leið-
inni. — Við flugum þangað á 5
klst., en eyjarnar eru um 3840 km
beint í suður frá íslandi, reyndar á
sama lengdarbaug, og var því
óþarft að breyta klukkunni. — En
breytingin varð mikil á veðurfar-
inu og gróðrinum. — En það var
ekki meiningin að fjalla um það
mál, enda þekkja svo margir
íslendingar þá „Paradísarsælu"
bæði af auglýsingum og eigin
raun. — Ég hélt lengi vel að
eyjarnar hefðu verið skírðar eftir
fuglinum, en nú veit ég að það er
eftir hundinum. — Ekki var þó
mikið um þá þarna, en við sáum
þó einn með hringaða rófu, og
eftir því af íslenskum ættum.
Columbus hefir líkelga tekið með
sér hvolpa frá íslandi. þegar hann
kom hér við á landafundaferðum
sínum til þess að fræðast af
farmönnum okkar. Þeir hafa svo
stungið hann af á eyjunum.
Hallgrímur Oddsson, sem var
áður útvegsmaður í Reykjavík,
hefir dvalið á Gran-Canari sl. 9 ár.
Hann ekur fólksflutningabifreið,
og leiðbeinir og fræðir íslenska
ferðamenn, sem sækja á hans
fund. — Ég fékk hann til þess að
aka okkur til hafnarinnar í höfuð-
borginni Las Palmas, sem er um
50 km frá Play del Inglés, þar sem
við bjuggum. I borginni búa 350
þús. manns og hófnin er sú mesta
á Spáni hvað vöruflutninga og
önnur umsvif varðar, sumir segja
að hún sé næststærsta á jörðinni.
Vegurinn liggur á ströndinni, og
við ókum framhjá víðáttumiklum
gróðurhúsum undir plasthimni.
Það eru 3 ávaxtauppskerur á ári
og fjölbreytnin er mikil á þessum
eyjum „hins eilífa vors". Stór
verksmiðja, sem breytir sjó í
ferskvatn, var þarna á ströndinni,
líklega í þágu ræktunarinnar og
til drykkjar, því vatn er ekki
drukkið úr krönum á þessum
slóðum.
Þegar við komum í hafnarhverf-
ið lá stór floti flutningaskipa á
ytri höfninni. Hallgrímur sagði að
meirihluti þeirra væri rússneskur.
Þau sigldu frá Rússlandi með
allar nauðsynjar til fiskiskipa-
flota Rússa og flyttu svo aftur
heim  fullunnar  fiskafurðir,  þar
með frystan fisk úr hinum stóru
og fullkomnu frystihúsum, sem
Rússar eiga á eynni. Fiskiskipa-
floti þeirra er stór og eru þar í
„ryksugutogarar", nótaskip, sem
fiska túníisk, makríl o.fl. — Rúss-
neskar flugvélar sjá um flutning
skipshafna frá og þegar skipti
fara fram. — I höfninni voru
einnig fiskiskip frá Japan og
Kóreu, og eitt móðurskip frá
Bandaríkjunum, það var með 6
12—15 smálesta fiskibáta í uglum
(davíðum) á þilfarinu. — í olíu-
höfninni lágu tvö risa-olíu-
flutningaskip. — Við litum á
sportsiglinga-bátahöfnina og her-
skipahöfnina, þar sem nokkur
herskip sænsku krúnunnar lágu
aðgerðarlaus. Stórt skemmti-
ferðaskip lá einnig í sínum bás. —
Kanarískir (svo vilja þeir heita)
sjómenn (trillukarlar) voru við
ádratt í vík rétt utan við höfnina,
drógu frá landi og virtust fiska
lítið. — Það sem þeir öfluðu, seldu
þeir úr vögnum, en það var bæði
lítill og ljótur fiskur.
Þegar við ókum í gegnum þessi
hafnarhverfi, mátti líta margar
manntegundir. Sjómennirnir sátu
á kössum og netahrúgum drukku
bjór og sleiktu sólskinið, en land-
verkamenn voru önnum kafnir við
að hlaða og afferma skipin. —
Sumir voru heldur skuggalegir
ásýndum og vopnuð herlögregla á
hverju horni gaf til kynna, að
þarna væri allra veðra von, og að
menn væru ekki alltaf á sama
máli. Mér var líka orðið um og
klukkan orðin 6, og sagði
Hallgrími að nú væri komið nóg,
og skyldi halda upp úr höfninni. —
Fyrir ofan hana var nótastöð, sem
var mörg hundruð metrar á lengd,
mestmegnis undir berum- himni.
Hallgrímur tjáði okkur að
næturnar, sem hún framleiddi,
væru mörgum sinnum stærri en
stærstu loðnunætur á íslandi, og
þá líklega mun afkastameiri.
Ég fór að bera saman fiskiveiði-
aðstöðu eyjaskeggja og okkar hér
á íslandi, og fannst mér þá ekki
óeðlilegt að þeir hugsuðu til sjálf-
stæðishreyfingar.
Generalisimó Frankó hefir víst
verið mikill „businessmaður". Mér
var sagt að hann hefði boðið
Bandaríkjamönnum herstöðvar-
aðstöðu á Spáni, vegna þess að
hann vildi þá fremur en Rússa, og
þeir mundu borga betur. — En svo
virtist sem þeir síðarnefndu hafi
einnig fengið góöar og alhliða
fyrirgreiðslur á Gran-Canari,
eflaust fyrir góðan gjaldeyri.
Eftir þennan hafnartúr og hug-
leiðingar um lífríki Norður-At-
lantshafsins, var ekki vanþörf á að
fá sér bjór á baðströndinni í
borginni.      „Playa      Las
Alcaravaneras". Hallgrímur lét
sér nægja Coca-Cóla, reyndar
orðinn hagvanur á hafnarsvæðinu.
Ég held að óhætt sé að fullyrða,
að þrátt fyrir náttúrufegurð,
síglaða sól og ódýrt öl, verði
flestallir fegnastir því að koma
aftur til varins lands og veiði-
svæða í hressandi golu norðursins.
Fjölbrautarskólan-
um á Akranesi slitið
Fjölbrautaskólanum á
Akranesi var slitið 24. maí
sl. ólafur Ásgeirsson
skólameistari flutti yfir-
litsræðu um starfsemi
skólans. Nemendur í vetur
voru 286 á 6 námssviðum.
Auk þess annaðist skólinn
kennslu í 8. og 9. bekk
grunnskóla. í vetur
kenndu við skólann 43
kennarar, þar af voru 36
fastir kennarar.
Að þessu sinni braut-
skráðust frá skólanum
nemendur á fjórum náms-
sviðum. Fjórir af heilbrigð-
issviði, 23 af tæknisviði,
einnig útskrifuðust nem-
endur af fiskvinnslubraut
og uppeldisbraut. Af við-
skiptasviði luku 8 nemend-
ur  verslunarprófi.  Auk
þessara nemenda luku 13
nemendur prófum frá skól-
anum í desember.
Sigríður K. Valdimars-
dóttir, nemandi í 9. bekk,
hlaut viðurkenningu úr
verðlaunasjóði Ingunnar
Sveinsdóttur fyrir ástund-
un og góðar framfarir.
Halldór Hallgrímsson
hlaut viðurkenningu Tré-
smíðafélags Akraness fyrir
góðan námsárangur og Jón
Hreiðarsson viðurkenningu
frá Sveinafélagi málmiðn-
aðarmanna. Viðurkenningu
Lionsklúbbs Akraness fyrir
félagsmálastörf hlaut Elín
Árnadóttir fráfarandi for-
maður nemendafélags skól-
ans. Aðrir embættismenn
nemenda hlutu bókaverð-
laun.
Vilhjalmtir G. Skúlason
í lyf  m
skntai iiíii lyf   >CT>

Lyfjahandbókin
— Vítamín Vn
Beztu vítamíngjafarnir eru
lýsi, en það inniheldur mjög
misjafnlega mikið magn af
D-vítamíni. Sem dæmi^tmá
nefna, að lýsi úr túnfiski inni-
heldur      að ,     meðaltali
10,000—40,000 a.e./g, lúðulýsi
inniheldur 1200 a.e./g og þorska-
lýsi inniheldur 100 a.e./g. Auk
þess getur D-vítamín myndast
með því að geisla húðina útfjólu-
bláu ljósi (sólarljósi). Það hefur
verið áætlað, að 1 cmz af hvítri
húð myndi 18 a.e., ef hún er
geisluð sólarljósi í 3 klukku-
stundir. Dökk (sólbrún) húð
myndar minna magn.
D-vítamín verkar á þann hátt
að auka nýtingu kalsíums og
fosfats, sem berst með fæðunni.
Einnig eykur það frásog
kalsíums og fosfórs frá beinum
og eykur útskilnað kalsíums um
nýru. Skortur á D-vítamíni
getur valdið krömpum vegna of
lítils kalsíummagns í blóði. Bein
afkalkast og verða brothætt. Hjá
börnum myndast beinkröm. Hún
lýsir sér sem minnkun á kölkun
beina, sem verða mjúk og
afmynduð og liðir þykkna. Börn
verða kraftlítil og þroski þeirra
verður hægari. Þörf fyrir D-víta-
mín fer mjög eftir sólfari og er
um 400-800 a.e. á dag yfir
vetrarmánuðina. Minnsta dags-
þörf fyrir þungaðar konur,
brjóstmæður og börn er 400 a.e.
Við meðferð á beinkröm hjá
börnum og afkölkun beina hjá
fullorðnum     eru     gefnar
2000-10,000 a.e. á dag. Sum lyf,
einkum lyf gegn niðurfallssýki,
sem tekin eru í langan títna,
auka þörf fyrir D-vítamín.
Vert er að hafa { huga, að
eiturverkanir get komið í ljós af
stórum skömmtum af D-víta-
míni og af öllum vítamínum er
það hættulegast að þessu leyti.
Leiða þeir til hækkunar á magni
kalsíums og fosfats í blóði og
þvagi. Kalsíum getur safnazt
saman í mjúkum vefjum (hjarta,
æðum, lungum, nýrum) og leitt
til varnalegra nýrnaskemmda og
háþrýstings. Einkenni yfir-
skömmtunar eru þreyta, höfuð-
verkur, lystarleysi, velgja, upp-
sala, niðurgangur og þorsti, sem
afleiðing af auknu þvagláti.
D-vítamín er mjög óstöðugt efni
og skal því geyma D-vítamínlyf
varin ljósi og lofti og á svölum
stað.
E-vítamín, tókóf eról
Ekki fylgir bráður sjúkdómur
í kjölfar skorts á öllum vítamín-
um. Árið 1922 gáfu tveir vísinda-
menn við Kaliforníuháskóla til
kynna, að vítamínskortur, orsak-
aði ófrjóemi í dýrum. Þeim tókst
ekki að vinna þetta vítamín, sem
þeir kölluðu E-vítamín, fyrr en
árið 1936. Því var þá gefið nafnið
tókóferól, sem er leitt af grísku
orðunum tokos=barn og sögninni
pherein=bera eða vítamín, sem
er nauðsynlegt til þess að ala
barn. Ekki er vitað með vissu,
hvort eða hve mikið af E-víta-
míni menn þurfa þótt fullvíst sé,
að það er nauðsynlegt til þess að
rottur geti gengið með og alið
fullþroska unga.
E-vítamin er fituleysanlegt og
finnst í mörgum fæðutegupdum,
einkum hveitikímolíu og öðrum
jurtaolíum, eggjarauðu, smjöri
og salati. Talið er, að tókóferól
myndist í blöðum jurta, en safn-
ist saman í fræjunum. Nokkrar
mismunandi tegundir eru til af
tókóferóli, en sú tegund, sem
hefur mesta líffræðilega verkun
er kölluð alfatókíferól og er hún
þess vegna notuð til lyfjagerðar.
Nákvæmt hlutverk tókóferóls í
líkama dýra er ekki þekkt. Hjá
rottum lýsir skortur tókóferóls
sér sem ófrjósemi. Hjá öðrum
dýrategundum koma í ljós sér-
kennilegar skemmdir í sléttum
vöðva, þverrákóttum vöðva og
hjartavöðva. Auk þess koma í
ljós skemmdir á slagæðum og
minnkun á blóðflæði háræða,
sem oft hefur í för með sér
frumubreytingar í mænu. Frum-
orsök allra þessara breytinga er
talin vera í frumuskemmd.
Hjá mönnum hefur ekki tekizt
með vissu að framkalla skort á
tókóferóli. En meðal annars á
grundvelli framangreindra
tilrauna í lægri dýrum hefur
tókóferól verið ráðlagt og notað
gegn hinum margvíslegustu
truflunum á starfsemi kynfæra
(fósturiát, ófrjósemi), gegn
vöðvarýrnun, margs konar band-
vefssjúkdómum (gigt, bakverk)
og hjarta- og æðasjúkdómum
með mjóg vafasömum árangri.
Þó er talið hugsanlegt, að
tókóferól sé gagnlegt gegn blóð-
sjúkdómi hjá fyrirburðum, sem
settur hefur verið í samband við
E-vítamínskort. Slík börn geta
einnig verið með húðbreytingar
og bjúg af völdum vítamín-
skortsins. Einnig er talið, að
stórir skammtar af E-vítamíni
geti aukið þol sundmanna á
lengri vegalendum. Hafa slíkar
tilraunir verið gerðar á
áströlskum sundmönnum.
Líkur eru taldar á, að í
líkamanum kunni tókóferól að
hafa þýðingu sem andoxunarefni
til þess að koma í veg fyrir
þránun einkum fyrir fjöl-
ómettaðar fitusýrur "<í einnig til
þess að vernda amínósýrur, sem
sem innihalda brennistein.
Einnig verndar tókóferól a-víta-
mín gegn því að breytast fyrir
áhrif oxunar. Lyfjaform, sem
innihalda tókóferól, skal geyma
varin áhrifum ljóss og lofts og á
svólum stað. Venjulegur dag-
skammtur af E-vítamíni er talin
vera 30 a.e., en a.e. samsvarar 1
mg af alfa-tókóferól asetati, en
gegn ýmsum sjúkdómseinkenn-
um hafa verið notaðir mjóg
breytilegir og miklu stærri
skammtar. Vitamínlyf, sem inni-
heldur alfa-tókóferól, er Tabl-
ettae dextocoferyli 0,1 g
(dextókóferyltöflur 0,1 g).
K-vítamín,
fytómenadíón,
menadíón
Á árunum 1929—1931 komust
Henrik Dam og samverkamenn
hans í Danmörku að raun um, að
blæðingar hjá kjúklingum, sem
aldir voru á fitusnauðu fæði,
stöfuðu af óþekktu vítamíni, sem
þeir gáfu nafnið K-vítamín (k
stendur fyrir koagulation =
storknun). Þeir komust einnig að
raun um, að efni í blóði, sem
heitir prótrombin og nauðsyn-
legt er fyrir blóðstorknun, var tii
staðar í minna en eðlilegu magni
og að sú væri orsök blæðing-
anna. Arið 1939 einangruðu Dam
og Karrer efni úr alfa-alfa, sem
haföi K-vítamínverkun og þeir
gáfu nafnið fytómenadíón. Dam
hlaut Nóbelsverðlaun árið 1943
fyrir rannsóknir sínar. (framh.).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36