Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 89. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981
17
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
96. þáttur
Loksins kom 3. bréf Páls
til mín, bæði efnismikið og
athyglisvert, 24 vélritaðar
síður með alls konar orða-
leppum og málspjalladæm-
um sem höfundur hefur tínt
saman úr nokkrum blöðum
og tímaritum sl. sex mánuði.
Þessi lesning er býsna
óhugnanleg. Hinu megum við
ekki gleyma, að margur
blaðamaðurinn er vel ritfær
og léti ekki frá sér fara
smekkleysur af því tagi sem
Páll hefur tíundað.
I upphafi bréfs síns ræðir
Páll um forsetningarnar að
og af, og virðist honum að
vonum, að notkun þeirra sé í
vissum samböndum nokkuð á
reiki. Við þetta er erfitt að
kenna mönnum óbrigðular
reikningsaðferðir, tilfinning
og hefð leiða okkur best. Og
smekkur Páls er í þessu hinn
sami og minn. Okkur þykir
gaman að góðu máli, en
höfum gaman af því sem vel
er sagt. „Gaman þykir kerl-
ingunni að, móður vorri,"
sagði Skarphéðinn Njálsson.
Línan er skýr að þessu leyti.
Menn hafa gaman af, en
þykir gaman að, sjá Orðabók
Menningarsjóðs.
Málið verður flóknara,
þegar sögnin að gera er með
í leiknum. En aðalatriðið er
að menn gera mikið að
einhverju í merkingunni að
iðka eitthvað eða tíðka. Hins
vegar er hægt að gera mikið
af einhverju: Hann hefur
gert margt af því besta á
þessu sviði.
Látum svo Þorleif Kol-
beinsson á Háeyri hafa síð-
asta orðið um að og af í þetta
sinn. Hann sagði að ekki
væri nema eins bókstafs
munur á tengdasyni sínum
og Guði. Guð almáttugur
gerði allt af engu, en tengda-
sonurinn gerði allt að engu.
Algengasti ljóðurinn á
máli þeirra, sem Páll hefur
vitnað til, mætti kallast
stagl, þ.e. óþarfar endur-
tekningar sem mjög eru til
lýta. Þetta á ekki hið
minnsta skylt við listræna
klifun (anafór) en er í ætt við
vísu þá um bátstapa sem ég
hef áður birt og svo hljóðar:
Missti bátinn maður sá
mjög í stóru veðri.
Það gekk svo mikil gola á
hann gekk sundur af veðri.
Eða
Norðan kaldur úti er
er kominn á norðan,
o.s.frv.
Hér eru nokkur stagldæmi
úr bréfi Páls: „... en hann er
einn af nefndarmönnum í
nefnd af hálfu stjórn-
valda..."
„Svo er víða um börn
víðsvegar um landið."
„Ástæðan virðist vera van-
stilling á stillitækjunum,"
og gætir reyndar vanstill-
ingar á geði okkar Páls,
þegar slíkt er lesið. „Rækju-
bátarnir sem stundað hafa
rækjuveiðar út af Vestfjörð-
um." „ ... og gerð grein fyrir
hvaða söluaðferðum beitt er
við sölu okkar helstu útflutn-
ingsafurða á mörkuðum er-
lendis." „ ... hefur meðferð
mála verið háttað þannig að
einn starfsmaður fer með
meðferð máls (!) hvort held-
ur er um að ræða ..." „Var
skipið innréttað, sett á það
ný brú og það innréttað að
fullu."
,.kostnaður við rafmagns-
framleiðslu með díselvélum á
Vopnafirði kostaði um 50
milljónir á mánuði."
„Þeir höfðu nýlega fengið
110 tonna kast í Reyðarfirði í
einu kasti, sem þykir dá-
gott." Og þætti víðar!
„Það mætti alveg loka
þeim alveg." Já, ætli það
ekki.
„ ... og nýlega útskrifaðist
hún út af sjúkrahúsinu."
Hún ætti þá ekki að vera inni
lengur, en „þá var spurt
hvernig stæði á því að Grev-
kov væri ekki lengur á sov-
ézka skáklistanum lengur."
„ ... þ.e. í kringum 15. mars
þegar hrognin eru hæf til
hrognatöku." Hvenær skyldu
þau verða hæf til hrogna-
máls?
„ ... en fyrir þeirri tekju-
rýrnum, sem ríkissjóður
verður fyrir af þessum sök-
um var gert ráð fyrir." Hér
situr fyrirhyggjan greinilega
í fyrirrúmi.
„Aðalfundur Kvenfélags
Framsóknarkvenna     var
haldinn 5. febr. sl."
Þykir nú umsjónarmanni
fullstaglað í bili og biður
blaðamenn með góðu að láta
ekki herma upp á sig þvílík-
an sæg stagldæma á næstu
mánuðum. Þetta er ekki
nema lítið brot af ósköpur-
um öllum.
Kannski má segja staglinu
til varnar, að ekki fari milli
mála hvað átt sé við. Enginn
getur  verið  í  vafa  um  að
báturinn, sem greinir frá í
vísunni, fórst í hvassviðri.
Vissulega er skýrleiki í fram-
setningu góðra gjalda verð-
ur, en stundum brestur þar
nokkuð á líka. Kann vera að
einnig komi til óverjandi
skilningsleysi lesanda, en
dæmum hér á eftir úr 3. bréfi
Páls (til mín) vísa ég til
annarra í von um skarpari
skilning en minn:
1. Það var gagnrýnt að eng-
inn blaðamannafundur
var haldinn fyrir ís-
landsmótið og að allt
skipulag virtist losara-
legt, m.a. var leikjum
íslandsmótsins dreift á
fyrsta leik íslandsmóts-
ins."
2. „Við höfum ekki fjallað
um fræðslumál, það hef-
ur verið lögð sérstök
áhersla á fræðslustarf."
3. „Þannig að ekki er óvíst
með öllu að hærra
greiðsluhiutfall Orku-
sjóðs til jarðhitarann-
sókna skili sér ekki bak-
dyramegin í lægri olíu-
styrk."
4. „Tillaga þessi felur ekki í
sér ákveðnar tillögur um
breytingar hér að lút-
andi."
5. „Tillagan er feHd ef 50%
bankamanna eða fleiri
hafna henni, en skoðast
samþykkt ef kjörsókn
nær ekki 50% eða ef
fleiri hafna henni."
6. „Þó að framleiðslulína
Suzuki sé ekki breið verð-
ur (auðk. hér) þessi litli
japanski bíll eflaust til
að verða sveiflujafnandi
þáttur í rekstri Ford-
umboðsins."
7. „ ... eigi að vera hægt að
prjóna hana í réttari
stærðum og minnka þar
með afurð á efni."
8. „Velt er fyrir sér hvort
kynið kúgi hitt innan
þess ramma."
9. „ ... og inn í þá búð fer
enginn bónleiður til búð-
ar."
10. „Óþekkt rýrnun er hins
vegar það sem t.d. gleym-
ist að skrá, en hefur t.d.
verið skipt sem gölluð
vara og þ.h."
Að öllu þessu vandlega
athuguðu verður það okkur
víst til lítillar huggunar, þó
að ég heyri í fréttum út-
varpsins að kjósa eigi forseta
Frakklands í tvennu lagi.
Skírdagsbingó
í Sigtúni
Kvennadeild Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra mun að
venju standa fyrir Bingó í
¦Sigtúni á skírdag. Á ári fatl-
aðra mun félagið láta allan
ágóða af Bingóinu renna til
endurbóta á Sumardvalarheim-
ilinu í Reykjadal í Mosfells-
sveit, þar sem eingöngu dvelja
fötluð börn sér til heilsubótar
og ánægju.
Birgir opnar í
Nýlistasafninu
Birgir Andrésson. myndlistarmað-
ur. opnar sýningu í Nýlistasafninu
við VatnssiiK 3b laugardaginn 18.
apríl.
Á sýningunni er verk, myndaö úr
mörgum einingum, en þær eru teikn-
aðar og mótaðar í vax o.fl.
Birgir lauk námi frá Myndlista- og
handíðaskólanum árið 1977 og stund-
aði framhaldsnám í Hollandi í eitt ár,
við Jan Wan Fyke Akademie. Hann
hefur haldið einkasýningar hér á
landi og í Amsterdam og tekur þátt í
samsýningum.
Sýningu Birgis lýkur 2. maí.
Innrömmun —
Málverkasala —
Speglasala
Mikiö  úrval  af  rammalistum  fyrir  málverk  og
allskonar myndir. Einnig állistar fyrir grafik myndir.
Innrömmun Sigurjóns,
Armúla 22.
Sími 31788.
Fáksfélagar
Dönsum út veturinn og fögnum sumri í Félagsheimil-
inu, miðvikudaginn 22. apríl, síöasta vetrardag.
Hljómsveit Þorsteins Guömundssonar leikur. Húsiö
opnað kl. 21.
Mioasala sama dag kl. 17—19.
Skemmtinefndin.
veröur haldinn aö venju á
föstudaginn langa, 17. apríl,
í Háskólabíói kl. 20.30.
Öllum opinn.
Kaffiveitingar.
Samstarfsnefnd
Reykjavíkurdeilda AA
i---------------------------"----------------------------—r
Gestgiafinn
CISJ TÍMARIT IIM MAT
ás\nftaf§ím\:
59199
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48