Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 285. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983

'..' < -t" V
v  • .{>.W»«>W
... 'l^Æa
'.     •. :• ¦ •> M >.r:
>^'
• -vW-r*
* • 1 ¦ .   «•*  i m 1 ti .' -'»¦»iTt fX

','1 'i^j '  ^*f'JOt!Ct>iw3W'ffiil^'t^*^~''*  ^t ..»  v-"^' *.'¦-** *v ..—tr*
."¦•;,  "'v •?"'''>'^ £;-•'..','•'  '''::.-v "''/  ."'.:'''
Sögur af þessum smávaxna, sviflétta freka og skapilla heimshornaflakkara
Reykvíkingar búa svo
ótrúlega vel að hafa í
miðbæ sínum sannkall-
aða fuglaparadís. Óvíða
er samankominn friðari
flokkur fugla að sumar-
lagi heldur en á Tjörn-
inni í Reykjavík. Teg-
undafjöldinn er með ólíkindum, endur,
mávar, vaðfuglar og spörfuglar, öllu ægir
saman, æðarfuglar, grænhöfðar, rauðhöfð-
ar, svanir, gæsir, duggendur, skúfendur,
stelkar, hrossagaukar, veiðibjöllur, hettu-
máfar og kríur, svo eitthvað sé nefnt. Já,
krían er sá fugl Tjarnarinnar sem að öðr-
um ólöstuðum er einkennisfuglinn. Þrjár
tegundir aðrar og raunar fjórar nú á
seinni árum keppa um titilinn: stokköndin,
æðurin, hettumáfurinn og morðinginn
sjálfur, sílamáfurinn. En stokköndin er
„mubla" á Tjörninni ef svo mætti að orði
komast, æðurin og hettumáfurinn og raun-
ar veiðibjallan einnig eru tiltölulega ný-
farin að leggja vatnið undir sig. Það er
krían sem er einkennisfuglinn, sá fugl sem
borgarbúum þykir líklega hvað vænst um
ef um væri spurt. Sá fugl sem beðið er eftir
vor hvert, og með komu kríunnar í Tjarn-
arhólmann er vorið endanlega komið, og
sumarið einnig í hjörtum borgarbúa.
Grein þessi segir frá þessum fallega og
skapilla litla flugsnillingi, sem eftir að
hafa flogið hingað í norðurhöf alla leið frá
Suðurskautinu, þarf að byrja á því að berj-
ast hatrammlega fyrir hólma sínum við
hettumáfinn, sem sjálfur er nýkominn
með kaffibrúna sumarhettu sína og er
staðfugl að miklu leyti. Vor hvert helga
þeir sér hólmann, en verða jafnan að víkja
fyrir kríunni. Segir það margt um áræði
og skapferli þessa smáa fugls, því hettu-
máfurinn er bæði frekur, hávær og mun
stærri en krían.
Kría eða hettumáfur
Margir rugla saman hettumáf og kríu.
Frægt var er dagblað hér í borg birti á
forsíðu sinni mynd af fyrstu kríu vorsins.
Var myndin af hettumáf við Tjörnina.
Sjálfsagt hafa línur verið glóandi á um-
ræddu dagblaði, því daginn eftir var leið-
rétting með nýrri mynd sem sögð var af
kríunni, en hettumáfsmyndin sögð hafa
birst óvart. Kríumyndin var vissulega af
kríu, en var gömul. En ætli það teljist ekki
auðvelt fyrir leikmenn að ruglast á teg-
undunum snemma á vorin er þessir vinir
borgarbúa hafa ekki birst þeim í sumar-
skarti sínu í næstum ár? Garg hettujnáfs-
ins er í fljótu bragði ekki ósvipað og garg
kríu litlu. Og bæði hafa hettu og eru grá á
baki. En ruglingurinn hlýtur að vera að-
eins fyrst, því ef hettumáf og kríu er stiilt
upp hlið við hlið, þá roðna þeir sem hafa
talið annan vera hinn. Ætla má að flestir
þekki kríuna, en hér kemur samt stutt lýs-
ing á fuglinum eins og hún birtist í fugla-
bók AB. Er lýsingin á blaðsíðu 199: — 38
sm, auðgreindust frá sílaþernu á einlitu
blóðrauðu nefi (það er einlitt, svartleitt á
veturna og á vorin getur nefbroddurinn
jafnvel enn verið svartur) og sitjandi á
styttri fótum. Venjulega grárri að neðan
og á hálsi en sílaþerna og roðaþerna, og
verður oft hvít rák milli gráa litarins á
hálsi og svörtu kollhettunnar. Löngu
stélfjaðrirnar ná venjulega lítið eitt aftur
fyrir vængbrodda á sitjandi fuglum, en
aldrei eins langt og á roðaþernu.
Um kjörlendi kríunnar segir ennfremur
í sömu bók á sömu síðu: — Einkum sjávar-
strendur (meiri sjófugl en sílaþerna), en
sums staðar einnig ár og vötn fjarri sjó.
Verpur á lágum og sendnum ströndum, í
hólmum og eyjum eða mýrlendi. Kríur má
sjá víða hér á landi, til dæmis hefur grh.
séð þær á Arnarvatnsheiði og einnig í
Veiðivötnum á Landmannaafrétti, en
hvort þær verpa þar einnig er annað mál.
Þó held ég að þær geri það á síðarnefnda
staðnum og sennilega á þeim báðum.
Frakkur tækifærissinni
Vegna kjörlendisins fer svo að krían er
einn af sambýlisfuglum veiðimanna hér á
landi. Það er varla til sú laxveiðiá, að krí-
an komi ekki og sníki maðk handa sér eða
ungum sínum nema hvort tveggja sé. Þyk-
ir ýmsum fuglinn setja niður við betl af
þessu tagi. Fugl, sem af alkunnu áræði og
grimmd ver bæði eigin heimili og annarra
fugla sem minna mega sin og sækjast eftir
sambýlinu. Grh. þykir hins vegar að betl
kríunnar bendi til sjálfsbjargarhvata og
vitsmuna. Það sannar einnig að krían er
tækifærissinni og getur það gefið góða
raun í harðri lífsbaráttu eins og dæmin
sanna.
Krían er mjög hjartfólgin landsmönnum
þó svo að margir þeirra ræni eggjum
hennar og borði með bestu lyst. Það er
alkunna hvernig hún ver varp sitt, stingur
sér óhrædd á jafnvel hina þvervöxnustu
menn og goggar í höfuð þeirra ef þeir vara
sig ekki. Mönnum þykir bæði vænt um
hana, en óttast hana einnig. Óttablandin
virðing, ást eða hatur, allt er til í dæminu,
enda er krían margslunginn fugl og gerir
ýmist skráveifur eða gagn. Krían á erfitt
uppdráttar, ungarnir eru viðkvæmir og
þola illa kuldahret, sem alls ekki teljast
sjaldgæf á landi voru. Hrynja ungarnir oft
niður í stórum stíl, en það er gangur lífs-
ins, þeir sterkustu lifa og þannig úrkynj-
ast stofninn ekki.
Þjóðsögur og veruleiki
Kríugarg. Hver þekkir það ekki? Stund-
um er loftið þrungið þessu ómissandi
sumarhljóði. Til eru fleiri sögur en ein um
rödd kríunnar og hvernig hún er til komin,
en krían er einn af örfáum fuglum sem
kunna að segja nafnið sitt og þar gæti
leynst sannleikur um þetta óvenjulega
nafn. Fyrr á tímum var krían kölluð þerna
og frænkur kríunnar kallast allar þernur á
íslensku máli, en allar eru þær máfaættar.
Þjóðsagan segir, að krían fái ekki málið
fyrr en hún hefur bragðað hreistur af laxi.
Jafnframt fylgir þessari sögn, að kríunni
þyki hreistrið vera hið mesta sælgæti. Nú
er krían farin að skrækja miklu fyrr en
möguleiki er á því að næla sér í laxahreist-
ur. Hitt er svo annað mál að þeir menn eru
til sem séð hafa kríur stinga sér á laxa og
kroppa í bök þeirra þar sem þeir hafa ver-
ið að laumast yfir grunn brot í ánum. Þá
þykir það vita á góða veiði meðal neta-
veiðimanna, ef kría situr á ysta búkka
laxanets. Þá þykir víst að lax muni fastur
í netinu. Með þessum hætti þykjast menn
hafa séð, að krían geti vísað á veiði, og
gömul saga um hvernig nafn kríunnar
breyttist ú* því að vera þerna í kría tengist
þessum veiðivísunarhæfileika kríunnar ef
svo mætti kalla það. Sagan gamla er varð-
veitt eins og svo margar aðrar skyldar, í
bókum Björns J. Blöndal frá Stafholtsey.
Er sagan í bókinni „Að kvöldi dags" sem út
kom árið 1952. Hér kemdur endursögn:
Kría
— Hörð vor eru algeng á fslandi, en þó
svo sé, bregst ekki, að krían kemur stund-
víslega um svokallaða krossmessu. Verpir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96