Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 1
56 SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. XIV vetrarólympíu- leikarnir settir Dansfólk lék sér að fánum og flöggum og myndaði ólympíuhringina á Kosevo-leikvanginum í Sarajevo í Júgóslavíu þegar vetrarólympíuleikarnir, þeir 14. í röðinni, voru settir í gær. Líbanon: ^ Bretar og Italir skipa gæsluliði sínu á brott Keirut, London, Jerúsalem, 8. febrúar. AP. BRETAR fóru í dag að dæmi Banda- ríkjamanna og skipuðu gæsluliðum sínum að hverfa á brott frá Beirut. ftalir hyggjast draga lið sitt til baka smám saman en Frakkar hafa enn ekkert sagt um fyrirætlanir sínar. Skotið var í dag af byssum banda- ríska herskipsins New Jersey á stöðv- ar drúsa fyrir austan Beirut. Múh- ameðstrúarmenn ráða nú allri Vest- ur-Beirut og krefjast afsagnar Amin Gemayels forseta. Breska stjórnin skipaði í morgun gæsluliðum sínum í Beirut að yfir- gefa stöðvar sínar í borginni og koma sér út í birgðaskipið Reliant, sem liggur fyrir festum undan ströndinni. Yfirmönnum ítalska gæsluliðsins hefur einnig verið skipað að undirbúa brottflutning sinna manna „smám saman". Tals- maður franska varnarmálaráðu- neytisins kvað hins vegar engar ákvarðanir hafa verið teknar um brottflutning. Ríkisstjórnir þess- ara þriggja þjóða hafa enn einu sinni hvatt Sameinuðu þjóðirnar til að annast gæslu í Beirut en talið er víst, að Sovétmenn muni koma í veg fyrir þá skipan mála. Bandaríkjamenn héldu í dag uppi skothríð frá herskipinu New Jersey og beindu henni að stórskotaliðsstöðvum drúsa í fjöl- lunum fyrir ofan Beirut. Vildu þeir með því svara linnulítilli skothríð drúsa á hverfi kristinna manna i Austur-Beirut. Sagði útvarpsstöðin „Rödd Libanons", að New Jersey hefði þaggað niður í 30 fallbyssu- hreiðrum drúsa. Tilkynnt var í Moskvu í dag, að Geidar A. Aliev, sem sæti á í stjórnmálaráðinu, myndi fara til Sýrlands í þessum mánuði til að samræma stefnu Sovétmanna og Sýrlendinga í málefnum Líbanons. Otvarpsstöð ísraelska hersins sagði í dag og hafði eftir heimild- um í varnarmálaráðuneytinu, að ísraelsstjórn hefði hafnað mála- leitan frá Gemayel, forseta Líban- ons, um stuðning við stjórn hans. Hersveitir shíta og annarra flokka múhameðstrúarmanna ráða nú allri Vestur-Beirut og hafa farið þar um með ránum og rupli þótt borgarhlutinn sé byggður trúbræðrum þeirra. Leiðtogar þeirra skipuðu hermönnunum í dag að hafa sig á brott af götum borg- arhlutans eða sæta afarkostum ella. Ríkisstjórn Gemayels forseta á nú mjög í vök að verjast enda krefjast múhameðstrúarmenn taf- arlausrar afsagnar hans. París: Morðárás á sendiherra París, 8. febrúar. AP. SENDIHERRA Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Frakklandi var í dag skotinn til bana fyrir utan heimili sitt i París. Að sögn lögreglunnar var einn maður að verki en engir hafa enn sem komið er gengist við morðinu. Sendiherrann, Khalifa al-Mubar- ak, lést á sjúkrahúsi skömmu eftir skotárásina og er hann tólfti stjórn- arerindrekinn, sem myrtur er í Par- ís frá 19. desember árið 1974. Vitni lýsa morðingjanum sem manni á fertugsaldri og líkustum araba að yfirbragði. Talsmenn ríkisstjórnar- innar í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum vilja ekkert um málið segja að svo stöddu. Rússar óttast súra regnið Genf, 8. febrúar. AP. HÁTTSETTIJR sovéskur embætt- ismaður og sérfræðingur í um- hverfisverndarmálum sagði í Genf í gær, að sovésk stjórnvöld hefðu vaxandi áhyggjur af þeim skaða, sem súrt regn væri farið að valda í landinu. Sovétmenn hafa hingað til lítið sinnt áskorunum vest- rænna ríkja um samstarf í um- hvernsverndarmálum og ekki látið neitt uppi um áhrif mengunarinnar í Sovétríkjunum. Igor Nazarov, aðstoðarfor- stjóri Jarðeðlisfræðistofnunar- innar í Moskvu, sagði frétta- manni AP-fréttastofunnar, að á sumum svæðum hefði uppskera minnkað vegna áhrifa súra regnsins og væri skaðinn metinn á nærri 600 milljónir dollara á ári. Verst hefði orðið úti 400.000 ferkm. svæði fyrir vestan Moskvu þar sem uppskeran væri nú 15% minni en áður. Súra regnið eyðir kalsíum úr jarðveg- inum og sagði Igor, að dreifa þyrfti 20 milljónum tonna af kalki árlega til að vinna upp á móti eyðingunni. Igor Nazarov tekur nú þátt í ráðstefnu í Genf um umhverf- isvandamál og er þátttaka hans höfð til marks um þær vaxandi áhyggjur, sem Sovétmenn hafa af áhrifum mengunarinnar í landi sinu. Noregur: Ráðherrar skera niður launahækkanir til sín Ósló, 9. febrúar. AP. KÁRE Willoch, forsætisráðherra Noregs, og samráðherrar hans hafa ekki í hyggju að taka við meiri launahækkunum en aðrir landar þeirra á þessu nýbyrjaða ári. Raunar verða þær minni því að þeir hafa farið fram á, að þær verði aðeins 5% þótt vitað sé, að almennar launa- hækkanir í landinu verði meiri. Ástæðan fyrir þessari nýstár- legu beiðni ráðherranna er sú, að í fjárlögunum er gert ráð fyrir 5% hækkun launa á árinu og segir stjórnin, að hún megi ekki vera meiri ef Norðmenn vilji halda samkeppnisstöðu sinni. Lögum samkvæmt fara launahækkanir til ráðherranna eftir launahækkun- um til hæstaréttardómara, sem á síðustu árum hafa verið í takt við almennar launahækkanir á vinnu- markaðnum. Þrátt fyrir fjárlagatillögurnar er gert ráð fyrir, að almennar iaunahækkanir í Noregi verði um 8% á árinu en Willoch vildi hins vegar vera stefnu sinni trúr og bað því forsætisnefnd Stórþingsins að binda launahækkanir ráðherr- anna við 5%. Káre Willoch er að sjálfsögðu vel launaður sem for- sætisráðherra og 8% launahækk- un hefði gefið honum um 87.000 ísl. kr. að auki. Þess vegna telja flestir þetta vel ráðið hjá Willoch enda hafa margir Norðmenn það fyrir satt, að þar í landi sé öfundin kynhvötinni yfirsterkari. Fátt virðist nú geta bjargað ríksstjórn Amins Gemayels, Líbanonforseta. Á myndinni er einn hermaður shíta að rífa niður myndir af forsetanum í Vestur-Beirút, sem ekki er lengur í höndum stjórnarhersins. Símamynd AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.