Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 t Vinkona okkar, VALGERÐUR VALDIMARSDÓTTIR frá Sóleyjarbakka, Hrunamannahreppi, siðast til heimilis aó Mýrargötu 18, Reykjavík, lést 9. febrúar sl. á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Nýju kapellunni í Fossvogi, mánudaginn 20. febrúar, kl. 10.30. Sigfús Ólafsson, Svanborg Egilsdóttir. t Eiginmaður minn, GUÐMUNUR H. JÓNSSON, Furugeröi 1, lést í Landspítalanum 16. febrúar. Sólborg Jónsdóttir. t Sonur okkar, BJÖRN ÁRDAL JÓNSSON, lést 16. febrúar. Sigríður Björnsdóttir, Jón Þórarinsson. t Eiginkona mín og móðir okkar, K APITOLA SIGURJÓNSDÓTTIR, Auönum, Vatnsleysuströnd, lést i Landakotsspitala fimmtudaginn 16. febrúar. Kolbeinn Guömundsson og börn. t Hjartkær faöir okkar, SIGFRIED B. SIGURÐSSON, Þingholtsstræti 33, Reykjavík, lést aö morgni 17. febrúar. Siguröur Sigfreösson, Auöur Sigfreösdóttir, Ásta Sigfreösdóttir. t Jarðarför systur okkar, BRYNHILDAR STEFÁNSDÓTTUR, fyrrverandi Ijósmóöur, Ártröö 9, fer fram frá Egilsstaöakirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Systkinin. t Okkar hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, ÞÓRARINS HINRIKSSONAR. Fyrir hönd vandamanna, Hinrik Þórarinsson, Svava Karlsdóttir, Pálína Hinriksdóttir, Karl Hinriksson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróöur og tengdason- ar, KJARTANS JÚLÍUSSONAR, rafmagnstæknífræöings. Sérstakar þakkir færum við skátafélögunum á ísafirði. Gunnhildur Elíasdóttir, Helgi Steinarr Kjartansson, Haraldur Júlíusson, Katrín Kjartansdóttir, Katrín Arndal, Sigríöur Ármannsdóttir, Helgi Júlíusson, Kristín Júlíusdóttir, Sigríöur Júlíusdóttir, Elías Guðjónsson. Minning: Þorgeir Jóhannes- son Túnsbergi Fæddur 24. september 1894 Dáinn 9. febrúar 1984 Þorgeir fæddist á Skriðufelli í Gnúpverjahreppi, 24. september 1894. Foreldrar hans voru Jóhann- es Eggertsson af Deildartunguætt og Margrét Jónsdóttir frá Álfstöð- um á Skeiðum. Þorgeir átti sex al- systkini og og tvö hálfsystkini og eru þau öll látin, nú síðast Eiríkur Jóhannesson í Hafnarfirði. Vegna aðstæðna foreldra ólust systkinin ekki upp saman, en þau héldu góðu sambandi á fullorðinsárum, t.d. skrifuðust þeir bræður, Þor- geir og Kjartan Jóhanesson organisti á Stóra-Núpi, á í ára- tugi. Þorgeiri var komið strax í fóstur og fárra ára gamall fór hann að Hamarsheiði og ólst þar upp hjá góðu fólki, sem hann alla tíð mat mikils og hélt vináttu við. Frá Hamarsheiði fór hann í vinnumennsku og safnaði sér fé fyrir skólavist í Hólaskóla. Frá þeim tíma átti hann góðar minn- ingar, bæði um skemmtilega skólafélaga og fallegar sveitir á Norðurlandi. Árið 1925 kvæntist hann Sigríði Eiríksdóttur frá Berghyl í Hruna- mannahreppi. Það var mikið gæfuspor hjá þeim báðum. Þau hófu búskap á Fjalli á Skeiðum og bjuggu þar til ársins 1929 er þau keyptu Reykjadalskot í Hruna- mannahreppi, sem var nefnt upp og heitir nú Túnsberg. Þau eignuð- ust sex börn og eru fimm á lífi. Elst er Jóhanna f. 1926, Eiríkur f. 1927, Gunnar f. 1928, d. 1943, Sig- ríður f. 1930, Siggeir f. 1932 og Kjartan f. 1934. Þorgeir og Sigríð- ur voru samhent og með dugnaði og elju stækkuðu þau jörðina og byggðu góð hús. Þau skiluðu góðu búi til Eiríks, elsta sonarins, en hann tók við búskapnum 1962. Hann byggði sér fljótlega nýtt íbúðarhús en Þorgeir og Sigríður voru áfram í gamla húsinu og bjuggu að sínu. Árið 1974 urðu þau fyrir því að húsið þeirra skemmd- ist í eldsvoða. Á meðan unnið var að viðgerð þess voru þau hjá börn- um sínum í þéttbýlinu, en sjaldan hef ég séð ánægðara fólk en þau, er þau gátu flutt aftur heim. Þar leið þeim best og þar vildu þau vera og þeirrar gæfu naut Þorgeir að vera heima til síðasta dags. Sigríður annaðist hann af miklum dugnaði og fórnfýsi þar til yfir lauk. Hefur það verið erfið raun fyrir 87 ára gamla konu. Vil ég þakka Þóru í Reykjadal alla henn- ar vináttu og hjálp til margra ára og ekki síst þennan síðasta tíma. Þegar að skilnaðarstund kemur rifjast upp allar þær góðu minn- Guðrún Guðmunds- dóttir - Kveðjuorð Fædd 28. desember 1919 Dáin 11. febrúar 1984 Mig langar að minnast hér með örfáum orðum föðursystur mínnar og góðrar frænku, Guðrúnar Guð- mundsdóttur, sem lést 11. febr. sl. Það er erfitt að sætta sig við þegar ættingi eða vinur er kvaddur héð- an svo fljótt. Rúna, eins og hún var oftast kölluð, var fædd á Flateyri, dóttir hjónanna Margrétar Guðleifsdótt- ur og Guðmundar Sigurðssonar. Þau eignuðust 5 börn, 2 dóu í æsku. Elstur er Brynjólfur búsett- ur í Hafnarfirði, Guðrún sem við Krossar á leiöi Framleiöi krossa á leiöi. Mismunandi geröir. Uppl. í síma 73513. kvöddum í gær, Kristín búsett í Bandaríkjunum. Einnig ólu þau upp Maríu Guðnýju Magnúsdótt- ur, sem búsett er í Bandaríkjun- um. Rúna giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Jóni Arnórssyni frá Flateyri, 15. apríl 1944. Þau stofn- uðu heimili sitt á Öldugötu 8 í Hafnarfirði og bjuggu lengst af þar, en síðustu ár að Fögrukinn 25. Þau eignuðust 5 börn sem eru: Hallgrímur sjómaður, ókvæntur; Margrét Dóra, gift Sveini Frið- finnssyni matsveini; Guðmundur, skipstjóri, kvæntur Rut Árnadótt- ur; Sigurður, símstöðvarstjóri á Fáskrúðsfirði, kvæntur Dagnýju Guðjónsdóttur, og Gunnar vél- virki, kvæntur Karólínu Jóseps- dóttur. Heimili Rúnu og Jóns er mjög glæsilegt. Rúna var mjög góð hús- móðir, gestrisin svo af bar. Aldrei fór neinn svo frá henni að ekki hefði hann notið alls þess er hún hafði fram að bjóða. Oft dvaldi ég hjá Rúnu frænku og margt hef ég t Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og útför mannsins mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, MAGNÚSAR ÁRMANN, stórkaupmanns, Gilsárstekk 8. Margrét Ármann, Árndís Ármann, Björn Gunnarsson, Ágúst M. Ármann, Anna María Kristjánsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö andlát og jaröarför STEINUNNAR REYNISDÓTTUR frá Eyvík, Hraunbæ 124. Emma Kolbeinsdóttir, Guömundur K. Pétursson, Sigrún Reynisdóttir, Kolbeinn Reynisson, Reynir Tómasson, Reynir Viöar Pétursson, Þórarinn Magnússon, Guörún Bergmann. ingar sem ég á um heimili tengda- foreldra minna. Umhyggja Þor- geirs fyrir börnum og barnabörn- um var einstök og fram til hins síðasta fylgdist hann af áhuga með námi þeirra og gladdist með þeim yfir hverjum áfanga., Þorgeir hafði mikinn áhuga á tónlist og einnig hafði hann mik- inn áhuga á ættfræði og var vel fróður í þeirri grein. í dag verður hann jarðsettur frá kirkjunni sem honum þótti svo vænt um og hafði helgað marga stund. Ég vil að lokum þakka mínum góða tengdaföður samfylgd, sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning hans. Lóa lært af henni. Alltaf var gott að koma til Rúnu, hún var svo raun- góð og alltaf var hún mér sem traustur og góður vinur. Ég sendi Jóni, börnum, tengda- börnum og barnabörnum innileg- ar samúðarkveðjur, en þau sjá á bak ástríkri eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Guðrún Brynjólfsdóttir Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.