Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
KANNABIS
Hass og maríhúana
Sjá forsíðu______________
verkjadeyfandi lyf, flogaveikilyf
og vímugjafi í árþúsundir og víða
um heim, eru þó ekki enn liðin 20
ár frá því, að sannað þótti, að
tetrahýdrókannabínól vceri hið
vímugefandi efni í kannabis og
flest lyfhrif kannabis vœru til þess
að rekja (sum lyfhrif er þó að
rekja til annarra kannabínóíða, er
auk þess kunna að efla verkun
tetrahýdrókannabínóls. Einungis
á allra síðustu árum hefur tekist
að meta áhrif tetrahýdrókanna-
bínóls eða kannabis á menn þann-
ig, aö samband milli skammta og
verkunar lægi Ijóst fyrir. Vísinda-
legar rannsóknir, er standast fulla
gaynrýni, eru því í raun svo nýtil-
komnar og ná enn svo skammt, oð
engin von er til þess, að þær gefi
viðhlítandi mynd af lyfhrifum og
eiturhrifum kannabis eða tetra-
hýdrókannabínóls. f þessu sam-
bandi má og minnast þess, að ein-
ungis um það bil 10 ár eru liðin frá
því að ákvarða mátti tetrahýdró-
kannabínól og aðra kannabínóíða í
blóði manna, svo að tryggt þætti.
Engu að síður er ferill kannabis
gegnum aldirnar og fyrri skrif um
þennan vímugjafa, sem næst á eft-
ir kaffi, tóbaki og áfengi er vænt-
anlega mest notað allra efna með
verkun á miðtaugakerfið, mjög
áhugaverður.
Við munum því fjalla frekar ít-
arlega um sögu kannabis, áður en
við virðum fyrir okkur áhrif tetra-
hýdrókannabínóls á menn (og í
sumum tilvikum á dýr) og reynum
að meta skaðsemi kannabisneyslu.
Upprunnið
í Asíu
Talið er öruggt, að kannabis
hafi verið notað í Kína um það bil
3000 árum fyrir Krists burð.
Kannabis var þar fyrst og fremst
notað sem lyf. Telja verður, að
kannabis hafi borist til Kína frá
Mið-Asíu. Um það bil 2000 árum
fyrir Krist eða fyrr hafði neysla á
kannabis borist til Indlands frá
Kína. Kannabisplantan var þar
talin heilög og var kennd við guð-
inn Shiva. f Indlandi virðist
neysla á kannabis til forna eink-
um hafa beinst að því að komast í
vímu við trúarathafnir þannig, að
menn öðluðust fyrir tilstilli þess
dýpri skilning á goðmagninu eða
yrðu hluti af því. Þá þegar hafa
menn kunnað að notfæra sér svo-
kallaða hugvíkkandi eða psýkedel-
íska verkun kannabis, sem áber-
andi er eftir töku stórra eða miðl-
ungsstórra skammta. f Indlandi
var kannabis venjulega neytt við
inntöku í því formi er bhang eða
bahang nefnist (vatnssoð eða
mjólkursoð, oftast blandað smjöri
af blómsprotum villtra kanna-
bisplantna). Einnig voru hliðstæð-
ar samsetningar unnar úr ganja,
en svo nefnast þurrkaðir blóm-
sprotar ræktaðra kannabis-
plantna (kvenkyns), er hafa mun
meira magn kannabínóíða að
geyma en er í villtum plöntum.
Frá Indlandi dreifðist notkun
kannabis og ræktun kannabis-
plantna' til vestanverðrar Asíu,
um ríki Araba og lönd þeirra í
Norður-Afríku. Orðið hassis er
raunar frá Aröbum komið og
merkir upphaflega planta eða
þurrkuð planta. A krossferðatím-
unum komust Evrópubúar í kynni
við kannabisnotkun meðal Araba.
Eigi verður þó séð, að notkun
kannabis hafi breiðst út í Evrópu
af þessum sökum. Kannabisplant-
an var að vísu velþekkt í Evrópu á
þessum öldum, en var fyrst og
fremst ræktuð vegna trefja í
stofni, er nota mátti í hamp og
viðgerð reipa og kaðla. Eftir
landafundina miklu var farið að
rækta kannabisplöntur í Vestur-
heimi, einmitt með tilliti til fram-
leiðslu á hampi, köðlum og reip-
um.
Athyglisvert er, að á 14. öld var
kannabisnotkun orðin svo mikil í
Arabalöndum, að sums staðar var
reynt að setja skorður við. Því hef-
ur verið haldið fram, að mikla út-
breiðslu kannabis í löndum Araba
megi skýra með tilliti til þeirra
hamla, er gilda um neyslu áfengra
drykkja samkvæmt íslömskum
rétttrúnaði.
Næst komust Evrópumenn að
marki í kynni við vímugefandi
áhrif kannabis, þegar Napóleon
Frakkakeisari gerði út herleiðang-
ur til Egyptalands í lok 18. aldar.
Þrátt fyrir þá staðreynd, að notk-
un kannabis væri mjög útbreidd í
Egyptalandi og yrði svo útbreidd
meðal hermanna keisarans, að
þeim væri bannað að neyta kanna-
bis, breiddist kannabisneysla ekki
út í Evrópu, þegar herleiðangri
þessum lauk og menn sneru að
lokum heim aftur. Þetta er sérlega
athyglisvert í ljósi þess, að kanna-
bisplantan var síður en svo sjald-
séð eða óaðgengileg víða um Evr-
ópu.
Notkun á
nítjándu öld
A árunum upp úr 1840 var í Par-
ís við lýði klúbbur rithöfunda,
listamanna og fáeinna annarra
manna, er á frönsku fékk nafnið
„Le Club des Hachichins", eða
„hassistaklúbburinn". Aðalmenn í
væri stefnt. Þessir höfundar báðir,
en einkum þó Moreau, lýstu ítar-
lega hinum hugvíkkandi eða
psýkedelísku áhrifum kannabis.
Eru þau einkum í því fólgin, að
ýmsar skynjanir breytast eða
brenglast (víkka, dýpka eða
grynnka o.sjrv.), svo og í rofi
persónumörkunar gagnvart um-
hverfinu, þannig að hlutaðeiganda
finnst sem hann sé í senn hann
sjálfur, en sé jafnframt hluti af
umhverfinu, náttúrunni allri eða
jafnvel alheiminum. Hlutaðeig-
anda er þó allan tímann Ijóst, með-
an víman stendur, að þessar breyt-
ingar eru afvöldum kannabis. Við
venjulegar rangskynjanir gerir
hlutaðeigandi sér oftast enga grein
fyrir því, hvernig þœr verða til og
telur í raun „með öUu eðlilegar".
Slíkar „ekta" rangskynjanir eru
liður í alvarlegum geðsjúkdómum
(geðklofa, æði, geðdeyfð), og eru
m.a. þekktar við fráhvarfsein-
kenni eftir alkóhól, við langvar-
andi töku amfetamíns eða kóka-
íns, eftir töku kannabis i mjög
stórum skömmtum, og eftir töku
lýsergíðs.
Árið 1845 birti Moreau ítarlega
skýrslu um rannsóknir sínar með
kannabis. Lýsing hans á kanna-
bisvímu er enn í stórum dráttum
rétt. Hann lagði m.a. áherslu á, að
heyrn manna yrði skarpari og þeir
yrðu næmari fyrir tónum og
skynjuðu betur samhljómun
þeirra, ef þeir væru undir áhrifum
kannabis en ella. Moreau fjallaði
þessum klúbbi voru skáld og rit-
höfundar, er aðhylltust svokallaða
rómantíska stefnu í bókmenntum
(Gautier, Baudelaire, Hugo, Balz-
ac o.fl.). Þeirra á meðal var og
þekktur læknir, Moreau að nafni,
er ferðast hafði til Austurlanda og
kynnst þar neyslu kannabis og enn
fremur gert tilraunir, þar á meðal
lækningalegar tilraunir, á geð-
veiku fólki, með hassis í mismun-
andi skömmtum. Félagar þessir
söfnuðust saman til málsverða og
neyttu með matnum eins konar
konfekts, er innihélt kannabis. Af
þessu komust þeir í mikla vímu, er
svarar til töku stórra eða jafnvel
mjög stórra skammta af tetra-
hýdrókannabínóli og stóð klukku-
stundum saman.
Gautier lýsti hvernig persónu-
mörkun hans brast og hluti. af
honum hvarf til umhverfisins
þannig að hann gat „skoðað hluta
af sjdUfum sér" utan við persónu
sjájfs sín. Bæði Gautier og Baude-
laire lýstu því, hve ákveðið um-
hverfi („setting") og væntar.
(„set") væri nauðsynlegt til þess,
að rás vímunnar yrði svo sem að
einnig um geðveikikennd viðbrigði
og mikla deyfð og slen af völdum
langvarandi kannabisneyslu.
Þótt undarlegt megi virðast,
breiddist neysla kannabis ekki út
að marki frá París. Kannabis-
neysla var þó þekkt víðar meðal
skálda og rithöfunda í Evrópu um
og fyrir miðja 19. öld. Svo er að sjá
sem næsta kynslóð rithöfunda og
skálda, er kenndu sig við raunsæ-
isstefnu, hafi engin not haft fyrir
vímugjafa á borð við kannabis.
Því er freistandi að ætla, að
neysla kannabis hafi verið hjálp
skálda og rithöfunda á vissu tíma-
bili á síðustu öld til tjáningar á
fyrirbærum og hugrenningum
utan eða á mörkum hins „venju-
lega" veruleika. Hin hugvíkkandi
eða psýkedelíska verkun kannabis
hefur með öðrum orðum sagt verið
skáldum þessum kærkomin til
þess að geta tjáð „þann veruleika",
sem þeir leituðu. Sumir þessara
manna neyttu og ópíums í vímu-
skyni. — Áhrif vímugjafa á skáld,
rithöfunda og ýmsa listamenn og
verk þeirra eru í senn ákaflega
Prófessor Þorkell Jóhannesson
áhugaverð   og   óþrjótandi   rann-
sóknarefni.
Enda þótt kannabis væri ekki
notað sem vímugjafi í Evrópu, svo
að umtalsvert þætti, fyrr en eftir
miðja 20. öld, var það notað í
nokkrum mæli sem lyf, m.a. í Sví-
þjóð allar götur til 1950. Þykir
þetta undarlegt nú. Á allra síðustu
árum hefur þó vaknað áhugi á því
að nota tetrahýdrókannabínól og
afbrigði þess til lækninga.
Notkun kannabis til vímu, eins
og nú þekkist, mun eiga rætur að
rekja til Mið-Ameríku á síðasta
hluta 19. aldar. Á fyrstu árum
þessarar aldar þekktist kanna-
bisneysla meðal jassleikara í Lou-
isiana í Bandaríkjunum, einkum í
skemmtanahverfinu Storyville í
New Orleans. Er talið, að notkun
kannabis hafi borist þangað frá
Mexíkó. Jass var þá tiltölulega ný
grein tónlistar. Svo virðist sem
jassleikurum þessum hafi gengið
betur að leika af fingrum fram,
laða fram tóna og nema sam-
hljómun þeirra, ef þeir væru í
kannabisvímu en ella. Svo mikið
er víst, að jassleikarar áttu veru-
legan þátt í að breiða út kanna-
bisnotkun í Ameríku og Evrópu á
þessari öld.
Á árunum milli 1950 og 1960
varð neyslu kannabis vart meðal
jassleikara í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi. Það var þó fyrst með
tilkomu Bítlanna (The Beatles) ár-
ið 1963, er urðu að átrúnaðargoð-
um milljóna ungmenna og breyttu
hugsunarhætti þeirra, hegðun og
klæðnaði, að virkileg forsenda
virtist vera komin fyrir notkun
kannabis til vímu í miklum mæli.
Annað fyrirbæri, er sérlega ýtti
undir útbreiðslu kannabis á Vest-
urlöndum, var uppreisn háskóla-
stúdenta gegn kennsluskipulagi,
velferðarríkinu og „öllu kerfinu í
heild" á sjöunda áratugnum og í
byrjun þess áttunda (t.d. Berkeley
1964 og París 1968). Kannabis
varð nú skyndilega hinn eftirsótti
vímugjafi fyrir þá sem voru á móti
„kerfinu" og vildu ekki taka þátt í
svokölluðu lífsgæðakapphlaupi og
helst sitja aðgerðarlausir hjá
(„dropouts"). Sum þessara ung-
menna fengu nafnið „hipper"
(„hippies") eftir afkáralegum
klæðaburði (að annarra dómi).
Á árunum 1967 og 1968 má
segja, að kannabisneysla í vímu-
skyni hafi riðið yfir Norðurlönd.
Fyrst var kannabis einkum notað í
lokuðum hópum, en síðar hefur
neyslan orðið „opnari" líkt og gild-
ir um áfengi. Ástæða þessa er m.a.
Rannsóknast> f Innsend sýni Tetrahýdrók ar	a i lyf]	afræöi: KANNABISStNI				SEND TIL		RANNSÓKNAF		kannabis.					
	1969-82 inabinól	alls (THC)	233, var	þar af töldust 208 ákvarðað i 67 sýnum				(89%)	vera						
		1969	1970	1971	1972	1973	1974	1975	1976	1977	1978	1979	1980	1981	1982
Innsend sýni alls .. - þar af kannabis ..		2 2	9 2	18 16	35 33	43 42	15 14	19 17	8 8	4 4	5 5	10 9	20 16	24 19	21 21
TBC akvarðaö	.......	-	-	-	-	-	-	-	2	4	5	8	15	12	21
Meðalmagn THC Lægsta gildi Hzsta gildl .	(mg/g)	•	•	•	•	•	•	•	39 26 51	37 7 76	19 4 63	52 7 159	37 1 103	29 0 113	47 2 224
	_														
sú, að sumir er byrjuðu kanna-
bisneyslu í „hippagrúppum", hafa
hætt andstöðu sinni við „kerfið"
og gengið inn í samfélag vinnandi
manna, en jafnframt haldið áfram
neyslu kannabis á félagslegu stigi
eða ef til vill á ávanastigi. Síðustu
athuganir vestan hafs og víðar
benda reyndar til þess, að kanna-
bisneysla kunni að vera á undan-
haldi. Haldgóðar tölur um kanna-
bisneyslu hér á landi eru að mati
höfundar ekki fyrir hendi. Höf-
undur telur ennfremur, að til-
hneiging hafi verið til þess á und-
anförnum árum að ofmeta neyslu
kannabis hér.
Flokkað sem
fíkniefni
Að tilhlutan Egypta var hassis
sett á lista yfir fíkniefni þegar ár-
ið 1925. Hefur því öll notkun hass-
is, nema til tilrauna og ef til vill
lækninga, verið bönnuð í löndum
þeim, er lista þennan staðfestu, í
nær 60 ár. Samkvæmt síðari al-
þjóðlegum samþykktum (1967,
1971) gilda nú hliðstæð ákvæði um
tetrahýdrókannabínól og hvers
konar kannabissamsetningar yfir-
leitt. Svo undarlega vildi til, að
íslensk stjórnvöld staðfestu aldrei
listann frá 1925, né var hirt um að
staðfesta samþykktina frá 1961
fyrr en að mörgum árum liðnum.
Þegar höfundur varaði heilbrigð-
isyfirvöld við aðsteðjandi vanda af
völdum kannabis á árunum
1967—1968, voru þannig í raun
engin sérákvæði í lögum, er vörn-
uðu dreifingu kannabis hér á
landi. Úr þessu var þó fljótlega
bætt. Kannabis er nú fellt undir
lög um ávana- og fíkniefni frá ár-
inu 1974.
Á Vesturlöndum er kannabis
langoftast reykt. Kannabisreyk-
ingar eru með nokkuð öðrum
hætti en tóbaksreykingar. Svo
virðist sem nauðsynlegt sé að
anda kannabisreyk lengra niður í
lungun en tóbaksreyk til þess að
fá hæfilega verkun. Lýsing á
tækni við kannabisreykingar ligg-
ur utan ramma þessa texta.
Áhrifin
Þegar menn eru látnir reykja
kannabis með þekktu magni tetra-
hýdrókannabínóls eða venjulegar
sígarettur, sem í hefur verið sett
þekkt magn tetrahýdrókannabín-
óls, berast 20—50% af efninu
niður í lungun og inn í blóð þess er
reykir. Tetrahýdrókannabínól og
aðrir kannabínóíðar eru mjög
fituleysanleg efni og flytjast með
blóðinu á fáum sekúndum frá
lungum og til heila. Sá, sem reykir
kannabis, verður þannig var við
verkun þess að örskömmum tíma
liðnum. Hjá mönnum myndu
minnst 0,5—1,0 mg af tetrahýdró-
kannabínóli, reykt í sígarettu eða
á annan hátt, nægja til þess að fá
fram verkun á miðtaugakerfið.
Við tilraunir á mönnum eru þó
gjarnan notaðir stærri skammtar.
Flest tilraunadýr eru miklu síður
næm fyrir verkun tetrahýdró-
kannabínóls á miðtaugakerfið en
menn.
Ef menn eru látnir reykja
venjulega sígarettu, sem inniheld-
ur ca. 10 mg af tetrahýdrókanna-
bínóli (ca. 1%), á um það bil 5
mínútum, er magn tetrahýdró
kannabínóls í hámarki í blóði (ca.
20—50 milljónustu hlutar úr mg í
ml) sem næst 10 mínútum síðar.
Enda þótt þéttni tetrahýdró-
kannabínóls minnki hratt í blóð-
inu og sé orðin mjög lítil að 2
klukkustundum liðnum, hvarfast
það tiltölulega seint (m.a. vegna
bindingar í fituvef). Helsta um-
brotsefni tetrahýdrókannabínóls
er ennfremur virkt. Hið sama
kann einnig að gilda um sum önn-
ur umbrotsefni þess. Umbrotsefni
þessi skiljast seint út um nýru og
tetrahýdrókannabínól         nánast
ekki. Staðreynd er því, að tetra-
hýdrókannabínól, en einkum um-
brotsefni þess, er að finna í líkama
manna marga daga eftir að reykt
hefur verið. Skýtur þetta skökku
við umbrot alkóhóls og nikótíns,
sem eru hröð, og raunar einnig
umbrot koffeins, sem sömuleiðis
eru tiltölulega hröð. Öfugt við
þessi  efni gæti  því  tetrahýdró-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64