Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 91. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987
Hvað er frjálshyggja?
eftír Ólaf Björnsson
I kosningabaráttu þeirri, sem nú
er að ljúka, hefir allmikið verið
rætt um frjálshyggju, ef marka má
þann takmarkaða hluta hennar,
sem ég hefi getað fylgzt með, en
ég hefi að mestu leyti dvalið erlend-
is síðan baráttan hófst fyrir alvöru
eftir að Alþingi lauk. Þar sem ég
tel mig að verulegu leyti bera
ábyrgð á því að orð þetta hefir rutt
sér til rúms í umræðum um íslenzk
stjórnmál, tel ég mér beri siðferðis-
leg skylda til að reyna að leiðrétta
að einhverju leyti þann grófa mis-
skilning og mistúlkun á þeirri
merkingu orðsins, sem ég myndi
vilja leggja í það.
Hér verður eingöngu rætt um
orðið sjálft og merkingu þess, hins
vegar er það utan þess viðfangsefn-
is, sem þessum línum er markað,
að ræða um frjálshyggjuna sem
slíka, eða það, hvaða röksemdir
megi færa fram með og móti þeirri
stefnu, sem þetta heiti er valið. Það
gegnir nokkurri furðu, að þótt það
eigi sér stutta sögu, að almennt
hefír verið farið að nota þetta orð
í umræðum um stjórnmál, þá kemur
það sjaldan fyrir, að þeir sem notað
hafa orðið geri sér það ómak að
skilgreina þá merkingu, sem þeir
leggja í það. Virðist gert ráð fyrir
því sem sjálfsögðum hlut, að allir
hljóti að vita hvað orðið merkir,
eins og verið væri að tala um sólina
eða tunglið. Á þetta ekki einvörð-
ungu við um þá sem telja sig
frjálshyggjunni andvíga, heldur
einnig marga þeirra, er segjast að-
hyllast hana.
Nokkrar heiðarlegar undantekn-
ingar eru þó frá þessu. Kemur mér
þar t.d. í hug grein, er Stefán Karls-
son, kennari og þjóðfélagsfræðing-
ur, skrifaði hér í blaðið fyrir um
það bil 3 árum, og ræddi þar m.a.
um frjálshyggju. Minntist hann þar
jafnvel á danska bókmenntafræð-
inginn Georg Brandes og kenningar
hans, sem mjög koma við sögu
þessa orðs í íslenzkri tungu, svo sem
nánar verður vikið að hér á eftir.
Eftir því sem ég bezt veit, var
það upphaf þess, að farið er al-
mennt að nota orðið frjálshyggja í
umræðum um stjórnmál, að þetta
orð var notað í titil bókar er út kom
eftir mig fyrir tæpum 9 árum und-
ir heitinu „Frjálshyggja og alræðis-
hyggja". Sfðara orðið er þýðing á
enska orðinu „totalitarianism".
Hvað í því felst ætti í sjálfu sér
ekki að þurfa skýringar við. í al-
ræði felst það, að stjórnvöld ákveða
það,   hvaða  skoðanir  borgararnir
skuli hafa og hvaða markmiðum
skuli keppt að, bæði í efnahagsmál-
um og menningarmálum. Borgur-
unum eru svo settar reglur um
það, hvernig þeir skuli hegða sér í
samræmi við þau markmið, er ríkis-
valdið setur. Er svo gjarnan beitt
jöfnun höndum áróðri og beinum
þvingunum til þess að tryggja það,
að „línu" stjórnvalda sé fylgt.
Andstæða slíks stjórnarfars er
þjóðskipulag, sem viðurkennir rétt
einstaklingsins til þess að velja sér
markmið sjálfur, jafnt í andlegum
sem veraldlegum efnum, og vinna
að þeim innan þeirra takmarka, sem
á hverjum tíma verður að setja at-
hafnafrelsi einstaklinga til þess að
fyrirbyggja að þeir skaði aðra.
Hvaða orð átti nú að nota sem
heiti þessarar andstæðu alræðis-
hyggjunnar? Ég vildi ekki nota þau
orð sem ég þekkti sem þýðingar á
hinu alþjóðlega orði liberalismi, svo
sem frjálslyndi eða frjáls verzlun.
Lágu til þess tvær ástæður. Merk-
ing orðsins^ liberalismi er jafnan
frjálsræði á sviði viðskipta og at-
vinnureksturs og er hún þannig
þrengri en það sem felst í orðinu
alræðishyggja, en hún tekur til allra
sviða mannlífsins. í öðru lagi væri
það að rugla saman markmiði og
leiðum, ef skilgreina ætti frelsi sem
athafnafrelsi í atvinnurekstri. Þar
sem atvinnurekendur eru minni-
hlutahópur í þjóðfélaginu getur
frelsi þeim til handa aldrei orðið svo
mikilvægt markmið sem t.d. frelsi
neytandans, sem allir borgarar
þjóðfélagsins njóta góðs af. At-
hafnafrelsi í atvinnurekstri verður
því að rökstyðja á annan hátt en
þann, að þar sé um einhver sjálf-
sögð mannréttindi að ræða, svo sem
með því að athafnafrelsið sé heppi-
leg leið til þess að auka framleiðni
og framleiðsluafköst.
Mér datt þá í hug orðið frjáls-
hyggja. Gerði ég mér þá ekki grein
fyrir því, hvort ég hafði einhvers
staðar rekizt á það á prenti eða
hvort um eigin nýsmíði væri að
ræða. Ég taldi því rétt að kanna
það, hvort það væri þekkt í íslenzku
máli og þá í hvaða merkingu. Eg
sneri mér því til Orðabókar Há-
skóla íslands og fékk ég þar góða
fyrirgreiðslu af ^gömlum skólabróð-
ur mínum, dr. Asgeiri Bl. Magnús-
syni, er þá hafði nýverið tekið við
starfi forstöðumanns Orðabókar-
innar af dr. Jakob Benediktssyni,
er um það bil hafði látið af því
starfi fyrir aldurs sakir.
Það kom nú í ljós, að orð þetta
hafði verið til í íslenzku máli síðan
á síðustu áratugum 19. aldar og
Ólafur Björnsson
má vera lengur, þótt Orðabókin
hefði þá ekki upplýsingar um það.
Var orðið þýðing á danska orðinu
„fritænkeri", en með því var átt við
kenningar og viðhorf Georgs
Brandesar til trúmála, sem svo
rniklu umróti ollu hér á landi á
síðustu áratugum 19. aldarinnar.
Allar þær upplýsingar, sem ég
þekki um orðið og notkun þess fram
til þess tíma, að mín bók kom út
1978, hníga að því, að orðið frjáls-
hyggja hafi eingöngu verið notað í
þessari merkingu, en vjssulega eru
þessar upplýsingar fátæklegar.
Þannig er orðið álls ekki að finna
í hinni miklu orðabók Sigfúsar
Blöndals, er út kom árin 1920-24,
en hins vegar er þar orðið fríhyggj-
andi, sem þýtt er á dönsku með
„fritænker". í fyrri útgáfu orðabók-
ar Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá
1963 er orðið skýrt sem „fríhyggja,
trúleysi". Þeir sem aðhylltust kenn-
ingar Brandesar voru gjarnan taldir
trúleysingjar og vafalaust hefír
Brandes verið það. Fráleitt mun þó
að túlka hann svo að hann amaðist
við því að menn hefðu sína trú,
heldur taldi hann að einstaklingur-
inn ætti að mynda sér í þeim efnum
sjálfstæðar skoðanir, óháð kénning-
um hinnar ríkisreknu kirkju. Þessi
viðhorf, sem á dönsku voru nefnd
„fritænkeri" voru svo á íslenzku
nefnd fríhyggja eða frjálshyggja.
Mér fannst nú að hér væri um gott
orð að ræða sem heiti á andstæðu
alræðishyggjunnar og valdi það því
á titil bókar minnar. Var það að
vísu nú notað í allmiklu víðari merk-
ingu en þeirri upphaflegu, sem
aðeins tók til trúmálanna, en nær
til allra sviða mannlífsins sam-
kvæmt þeirri  merkingu,  sem  ég
nota orðið í. Ég þekki því miður
mjög lítið til rita Brandesar, en í
grein um Brandes í alfræðabók er
þess getið, að meðal þeirra heim-
spekinga er mest áhrif hafi haft á
hann sé John Stuart Mill. Gerir það
líklegt, að frjálshyggja Brandesar
hafí náð til fleiri sviða mannlífsins
en trúmálanna.
Þáttur minn í því, að orðið frjáls-
hyggja fer svo að verða meira og
meira notað í stjórnmálaumræðum,
mun þó vera meira óbeinn en beinn.
Bók minni var fyrst og fremst ætl-
að að vera alþýðlegt fræðirit.
íslenzkri stjórnmálabaráttu og
stefnu íslenzkra stjórnmálaflokka
voru þar nánast engin skil gerð.
Bókinni var í fyrstu alls ekki illa
tekið í hinni svokölluðu „vinstri
pressu". Má nefna menn eins og
Harald Ólafsson alþm., Ólaf Ragnar
Grímsson prófessor og Árna Berg-
mann ritstjóra, sem allir skrifuðu
um bókina. Gagnrýndu þeir að vísu
ýmsar þær skoðanir, sem þar var
haldið fram, en öll var sú gagnrýni
málefnaleg og síður en svo óvin-
samleg, svo að þar hafði ég ekki
undan neinu að kvarta.
En nokkru seinna kom út ritgerð-
arsafn nokkurra ungra sjálfstæðis-
manna með titlinum: Uppreisn
frjálshyggjunnar? Langt er síðan
ég las þá bók og minnir mig, að
það væri upp og ofan, hvort orðið
var þar notað í nákvæmlega sömu
merkingu og gert var í minni bók.
Og er auðvitað ekkert við því að
segja, því að orðið hefir verið til í
íslenzku máli í heila öld eða lengur,
cg að sjálfsögðu á ég ekki einka-
rétt á því að skilgreina merkingu
þess.
En eftir þetta verður notkun
orðsins smám saman mjög almenn
i umræðum um stjórnmál. Eins og
gengur um orð, sem mikið eru not-
uð á þeim vettvangi, vill merking
orðanna þá verða margræð í stað
þess að vera skýr og ákveðin. Getur
komið svo að merkingin verði svo
óákveðin að orðin verði ónothæf
með öllu í skynsamlegum stjórn-
málaumræðum. Gott dæmi um það
eru orðin hægri og vinstri, sem
enginn skilur lengur hvað merkja.
I þessa átt hefir notkun orðsins
frjálshyggja því miður þróazt. í
munni þeirra andstæðinga frjáls-
hyggjunnar, sem nota það, táknar
það eitthvað vont, einhverja grýlu,
án þess að nokkur grein sé gerð
fyrir því, hvað verið er að tala um.
Ekki bætir það úr skák þegar farið
er að tala um nýfrjálshyggju. Það
orð skaut fyrst upp kollinum fyrir
fáum árum og virðist talsvert hafa
borið  á góma í  kosningabaráttu
þeirri, sem nú er að ljúka.
Ég þekki enga þá hreyfingu,
hvorki á erlendum né innlendum
vettvangi, sem fram hefir komið á
þessari öld, og skynsamlegt vit
gæti verið að nefna því nafni. Hins
vegar kæmi til greina að nota orðið
um þá breytingu, sem verður á því
hugtaki, sem frjálshyggjan er heiti
á, með kenningum John Stuart
Miller þar sem hann leggur áherzlu
á frelsi neytandans en ekki athafna-
frelsi atvinnurekandans svo sem
hinir gömlu liberalistar eins og
Adam Smith og Ricardo höfðu gert.
En Mill dó árið 1873, svo að varla
er hægt að tala um nýjabrum á
kenningum hans.
Fráleitt er og að mínum dómi
að vitna í kenningar þeirra Hayeks
eða Miltons Friedman og kalla þær
„nyfrjálshyggju". Framlag þessara
merku höfunda er fólgið í því að
gera fyrir því nánari grein en áður
var gert hvernig framkvæma megi
hugsjónir frjálshyggjunnar og
vissulega er framlag þeirra í því
efni mikilvægt. Átökin milli frjáls-
hyggju og alræðishyggju má hins
vegar rekja allt til Forn-Grikkja,
eins og austurríski heimspekingur-
inn Karl Popper hefir sýnt fram á
og eru því efni gerð nokkur skil í
minni bók. Hugtökin, sem þessi
heiti hafa verið valin, hafa í raun
ekki breytzt siðan, hvorki fyrir áhrif
þeirra Hayeks, Friedmans eða ann-
arra sem um þetta efni hafa fjallað.
En orðið nýfrjálshyggja hefir í
vaxandi mæli að undanförnu verið
notað sem heiti á einhverri Grýlu
sem á það sameiginlegt með gömlu
Grýlu, sem allir þekkja, að vera
ekki til.
Ég hefi aldrei rætt það við upp-
eldisfræðinga hvort Grýla geti
gegnt nokkru skynsamlegu uppeld-
ishlutverki. Mér kæmi það á óvart
ef afstaða þeirra til slíks væri já-
kvæð. Foreldrar, sem hræða börn
sín með Grýlu, verða alltaf að játa
það siðar, að þau hafi farið með
ósannindi, því að Grýla hafi aldrei
verið til.
En grýlupabbarnir á vettvangi
stjórnmálanna, sem að undanförnu
hafa verið önnum kafnir við það
að smíða Grýlu til þess að hræða
þann hóp kjósenda, sem að þeirra
dómi hefir þroska smákrakka, eru
sjaldnast svo heiðarlegir að viður-
kenna að þeir hafi farið með
ósannindi. Þegar einni lotu stjórn-
málaátakanna er lokið, er farið að
velta því fyrir sér, hvort ekki sé
hægt að búa til aðra ennþá snið-
ugri Grýlu fyrir næstu lotu.
Höfundur er fyrrveraadiprófess-
or við viðskiptafræðideiid Háskóla
íslands. Hann var um 15 ára skeið
alþingismaður fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn ÍReykjavík.
Börninokkar
ogskólinn
eftirMaríu E.
Ingvadóttur
Ég þakka Önnu S. Björnsdóttur
kennara fyrir grein hennar í Morg-
unblaðinu 15. apríl sl., sem hún
fann sig knúna til að skrifa vegna
greinar minnar í sama blaði 11.
apríl. Ég er fegin því að hún telur
aðalatriðið, þegar hún tekur á móti
börnunum að hausti, að þau vilji
og langi til að koma í skólann eftir
að hafa kynnst honum. Ég vil bara
óska Önnu góðs árangurs og vona
að þau börn sem hún kennir, svo
og sem flest önnur mæti full áhuga
og tilhlökkunar á hverjum morgni,
tilbúin að takast á við verkefni
dagsins.
Nauðsy n legt ad
spreyta sig
Mannfólkið er nú einu sinni þann-
ig að því þykir skemmtilegt að
spreyta sig og ná árangri, enda
talið eðlileg leið til þroska.
Verkefnin þurfa að vera við hæfi
hvers og eins, hvort sem litla mann-
eskjan er 5 eða 6 ára eða eldri.
Bestu verkefnin hvetja og veita
ánægju yfir því að hafa lært eitt-
hvað nýtt, uppgötvað eitthvað áður
óþekkt. Ef það tekst að halda opn-
um hugum barna í gegnum grunn-
skólastigið, þannig að hvert og eitt
þeirra fái verkefni við sitt hæfi,
yrði námsleiði væntanlega úr sög-
unni.
María E. Ingvadóttir
Á að raða í bekki
eftir námsgetu
Við erum misjafnlega fljót að
átta okkur á hlutunum. Það hefur
mikið verið um það rætt, hvort raða
ætti börnum f bekkjardeildir eftir
„Bestu verkefnin
hvetja og veita ánægju
yfir því að hafa lært
eitthvað nýtt, uppgötv-
að eitthvað áður
óþekkt. Ef það tekst að
halda opnum hugum
barna í gegnum grunn-
skólastigið, þannig að
hvert og eitt þeirra fái
verkef ni við sitt hæfi,
yrði námsleiði væntan-
íega úr sögunni."
námsgetu. Ef það er gert er hætt
við að einhver þeirra yrðu undir,
og gætu ekki með góðu móti risið
undir því að vera f „verri bekkn-
um". Öðrum yrði þessi skipting sem
hvatning til að standa sig betur.
Þeim börnum sem fljótari eru til,
yrði þá ekki haldið til baka vegna
hinna, þau fengju ííka að spreyta
sig, og það ekki síður mikilvægt
að taka tillit til þessara barna. Þeg-
ar börnum er ekki raða niður í bekki
eftir námsgetu, er hætt við að sum
þeirra verði miður sín yfir að geta
ekki fylgst með hinum, og önnur
leið yfir að fá ekkert að gera.
Mér fínnst það athyglisverð leið
með yngstu börnin, að skipta hverj-
um bekk í hópa, þar sem hver hópur
er á svipuðu stigi í lestrarkunnátt-
unni. Með skilningi og tillitssemi
kennarans ættu ekki að hljótast af
leiðindi milli hópanna, enda starfa
þeir þá saman að þeim verkefnum
sem það er mögulegt. Sex ára börn
sem hefja sína skólagöngu læs og
jafnvel farin að draga til stafs, eiga
ekki að verða fyrir vonbrigðum
þegar þau byrja í „alvöruskóla".
Þau verða lfka að fá eitthvað til að
glíma við.
Það hlýtur að vera sameiginleg
hugsjón okkar, foreldra og kennara,
að vilja vinna saman að því að börn-
in okkar séu ánægð í skólunum,
þau fái þar skemmtilég og skap-
andi verkefni sem hvetgi þau til að
takast á við vandamálin, jafnt í
skólanum sem síðar á lífsleiðinni.
Höfundur skipar 9. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokks í
Reykjavik.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56