Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 34
octof. >!?■''!/n'-iiivif ■ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 34 Minning: Snorri Gunnarsson, Egilsstöðum Fæddur 26. júní 1907 Dáinn 12. mars 1989 Snorri Gunnarsson smiður og klæðskeri á Egilsstöðum í Fljótsdal lést sl. sunnudag tæpra 82ja ára að aldri. Snorri fæddist á Egilsstöð- um, sonur Bergljótar Stefánsdóttur og Gunnars Sigurðssonar er þar bjuggu um nær hálfrar aldar skeið. Bergljót var dóttir Stefáns Hallgr- ímssonar bónda á Glúmsstöðum og Guðfinnu Pétursdóttur. Hallgrímur var Hallgrímsson og Bergljótar Stefánsdóttur, prests á Valþjófs- stað, Amasonar prófasts á Kirkjubæ Þorsteinssonar. Gunnar var sonur Sigurðar Hjörleifssonar bónda á Egilsstöðum og Sigurbjarg- ar Gunnarsdóttur Hallgrímssonar sýsluskrifara á Bakka í Borgar- fírði. Hjörleifur Eiriksson faðir Sig- urðar bjó á Skeggjastöðum í Fellum og var kvæntur Mekkín skyggnu Ólafsdóttur. Móðir Mekkínar var Guðrún Oddsdóttir og Ingunnar skyggnu Davíðsdóttur á Skeggja- stöðum. Snorri var elstur 14 systkina sem öll komust upp og vel til manns. Þau voru: Sigríður (f. 22.6. 1908, d. 5.8. 1978), Stefán (f. 20.6. 1910, d. 3.5. 1986), Sigurður (f. 2.11. 1911, d. 24.7. 1986), Sigurbjörg (f. 8.12. 1913, d. 18.3. 1987. Maður: Jón Finnsson. Þau eignuðust 4 böm), Pétur (f. 8.4. 1915, d. 4.7. 1970), Egill (f. 26.6. 1916), Björg (f. 18.12. 1917), Ingólfur (f. 12.8. 1919. Kona: Unnur Einarsdóttir og eiga þau 3 börn), Bergljót (f. 23.12. 1920, d. 8.3. 1978), Jóríður (f. 6.9. 1922. Hún á einn son), Guðfínna (f. 2.6. 1924, d. 19.3. 1987), Ingi- björg (f. 13.3. 1926. Maður: Þórar- inn Bjamason. Þau eiga 2 böm), Þórhalla (f. 1.5. 1927. Maður: Kjartan Hallgrímsson. Þau eiga 12 böm). Snorri Gunnarsson ólst upp á Egilsstöðum og dvaldist þar fram á þrítugsaldur. Hann var þegar á unga aldri orðlagður hágleiksmaður og lagði snemma jöfnum höndum stund á smíðar og sauma. Snemma á fjórða áratugnum flutti hann sig um set yfir Fljótsdalsheiðina og var næstu árin á Eiríksstöðum á Jökul- dal, en þar og á Vaðbrekku í Hrafn- kelsdal taldi Snorri heimili sitt næstu áratugina. Síðustu tuttugu árin eða þar um bil hefur hann síðan átt heima á æskuheimili sínu á Egilsstöðum. Ævistarf sitt vann Snorri á litlu svæði á Efra-Dal og í Fljótsdal. Starfsvettvangur hans var þrískipt- ur. Hann stundaði smíðar og má sjá þess stað á mörgum bæjum sem hann húsaði upp, oft að mestu einn, en stundum í samvinnu við aðra smiði. Þau eru nokkuð mörg íbúðar- húsin á þesum slóðum þar sem Snorri á flest handtökin. Hann hef- ur þannig átt sinn dijúga þátt í því að þessi svæði héldust í byggð á umrótstímum og hvarvetna var búið í mannsæmandi húsakynnum. Ekki varð Snorri atvinnulaus þó að hlé yrði á byggingarfram- kvæmdum, því að þá settist hann við saumavélina. Einnig í þeirri iðn- grein lék allt í höndum hans og hann saumaði jafnt á karla sem konur. Það var Snorra að þakka að bændur á Efra-Dal og í Fljóts- dal gengu „eins og höfðingjar í klæðskerasaumuðum fötum" er þeir komu í aðra landsfjórðunga. Enn rómaðri var þó skerfur hans til kvenbúninga, því að hann saumaði upphluti á mikinn fjölda kvenna út um allt Hérað. Er hann var rúmlega sjötugur héldu þessar konur honum veglegt samsæti og færðu honum forláta kistil að gjöf. Mættu þær allar til hófsins í upphlutum sem Snorri hafði saumað. Vélaviðgerðir var þriðji þátturinn í starfi Snorra. Hann var einstakur snillingur að fást við ýmsar hinar fíngerðari vélar svo sem úr og klukkur. I félagi við bræður sína gerði hann upp svonefnda Borgund- arhólmsklukku árið 1945 og veit ég ekki betur en að hún gangi enn í stofunni á Egilsstöðum. Þá var honum einkar hent að gera upp saumavélar. Átti hann sjálfur tals- vert safn saumavéla frá fyrri öld- inni sem honum hafði áskotnast er eigendur voru að fleygja þeim. All- ar þessar vélar tók Snorri til sín og kom þeim í nothæft ástand. Sagði hann sjálfur að þær væru því betri sem þær væru eldri. Það ligg- ur { augum uppi hvert hagræði var að geta leitað til slíks manns í stijál- býli ef einhver heimilisvélin bilaði. Þessu er ágætlega lýst í vísu sem Stefán í Merki varpaði fram eftir að Snorri hafði verið þar á bæ í nokkra daga: Eldavélin er sem ný, engin klukka stendur; saumavélar sauma, þvi svona eru Snorra hendur. Snorri lét sér ekki eingöngu annt um menningarverðmæti á verklega sviðinu, hann var einnig mjög vel heima í hvers kyns þjóðmenntum og kunni kynstrin öll af sögum og vísum. Var eftirlætislestrarefni hans ýmis þjóðlegur fróðleikur. Hann hafði erft náðargáfu for- mæðra sinna þeirra Mekkínar og Ingunnar og var skyggn, enda þótt hann flíkaði því ekki að jafnaði. En ef slík efni bar á góma ræddi hann þau af sama hispurslausa yfír- lætisleysi og allt annað. Snorri var einkar dagfarsprúður maður og umgengnisgóður. Böm hændust sérstaklega að honum og hann lét sér annt um þau og söng við þau bamagælur sem þau kunnu vel að meta. Mér er enn í minni er Snorri var við smíðar á Vaðbrekku fyrir rúmum fímmtíu ámm hve bróðir minn tveggja ára sótti til hans. Og á síðasta sumri er ég átti tal við Snorra sagði hann mér frá ungum frænda sínum á Egilsstöð- um og heyrði ég að miklir kærleik- ar vom með þeim. Þar hafði ekkert breyst. Snorri Gunnarsson verður jarð- sunginn í dag frá kirkjunni á Val- þjófsstað. Fyrir hönd okkar systk- ina frá Vaðbrekku og fjölskyldna okkar færi ég honum þakkir fyrir ánægjulega samfylgd og bið að- standendum hans blessunar. Jón Hnefill Aðalsteinsson Minning Jónný Guðmunds- dóttir Miðdalsgröf Fædd 7. október 1916 Dáin 7. mars 1989 í dag laugardaginn 18. mars verður útför Jónnýjar Guðmunds- dóttur frá Miðdalsgröf gerð frá Kollaljarðarneskirkju. Langar mig að minnast hennar með nokkmm orðum. Þau em orðin mörg bömin og unglingamir sem í gegnum tíðina hafa dvalist í sveit að Miðdalsgröf. Eitt þeirra er undirritaður, sem kom að Gröf til sumardvalar aðeins fímm ára gamall og hafði aldrei komið þar áður eða hitt heimilisfólkið. En mér var tekið opnum örmum og frá fyrstu stundu var ég einn af fjöl- skyldunni. Svo vel líkaði mér vistin, að þar var ég í sveit samfellt tíu sumur. Einnig dvaldi María systir mín hjá þessu ágæta fólki í mörg sumur og sl. tvö sumur dóttir mín Kristín Hrönn. Það var Jónný frænka mín sem tók á móti bömunum og axlaði á ábyrgð að ala þau upp í lengri eða skemmri tíma. Þessu verkefni skil- aði hún með prýði ásamt sínum góða manni Guðjóni og fjölskyldu. Jónný var fædd að Laugalandi-í Reykhólasveit 7. október 1916, dóttir Guðmundar Bjömssonar bónda þar og konu hans Magnfríðar Pálsdóttur. Systkini hennar voru: Ketilríður, sem bjó að Höllustöðum í Reykhólasveit, Magnús bóndi .á Tind í Miðdal, Ingibjörg ljósmóðir og Sumarliði bóndi á Gróustöðum, sem öll em látin svo og Ingvar sem bjó á Tind en er nú fluttur til Hólmavíkur. Jónný fluttist með foreldrum sínum að Heiðarbæ við Steingríms- fjörð árið 1930, en 1936 giftist hún Guðjóni Grímssyni frá Kirkjubóli, en þau höfðu hafið búskap stuttu áður að Miðdalsgröf. Böm þeirra Jónnýjar og Guðjóns eru Guðfríður, gift Bimi Guð- mundssyni bónda í Miðdalsgröf, og Sigríður gift Kára Steingrímssyni bónda í Pálmholti, Reykjadal í S- Þingeyjarssýslu. Frá þessum tímum er margs að minnast. Minningar um lítið sam- félag norður á Ströndum sem sam- anstóð af örfáum býlum, þar sem gamli sveitasíminn gegndi mikil- vægu hlutverki. Minningar um að hafa lifað þá byltingu í landbúnaði er vélar tóku að létta undir með hestum og mönnum. Efst er mér þó í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að dveljast hjá góðu fólki á góðum stað og að hafa fengið að taka þátt í hinum ýmsu störfum sveitalífsins, þar sem hver heimilismaður ungur sem gamall var virkur þátttakandi. Víst er að allir þeir sem í Gröf hafa dvalist hafa haft af því gagn og ánægju. Jónný lagði metnað sinn Minning: Ölafur Gíslason frá Vesturholtum í að búa sem best að heimili sínu, enda var það vistlegt og heimilis- hald allt til fyrirmyndar. í þau mörgu skipti sem gesti bar að garði voni móttökumar höfðinglegar. í Miðdalsgröf var vandlega fylgst með málefnum líðandi stundar. Oft spunnust fjörugar umræður um það sem efst var á baugi hveiju sinni og hafði Jónný þá ætíð mikið til málanna að leggja. En fyrst og fremst minnist ég hennar sem dug- mikillar húsfreyju, glaðværðar hennar og dillandi hláturs sem smit- aði frá sér og kom öllum í gott skap. Nú þegar ég kveð Jónnýju hinstu kveðju vil ég þakka henni alla þá góðvild sem hún sýndi mér og fjöl- skyldu minni. Við sendum Guðjóni, Guðfríði, Sigríði og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jónnýjar frænku minnar. Guðmundur Sophusson. Fæddur 25. júlí 1904 Dáinn 5. mars 1989 Okkur langar til að minnast elsku afa og langafa okkar Ólafs Gísla- sonar frá Vesturholtum í Þykkva- bæ, er lést í Landakotsspítala sunnudaginn 5. mars eftir stutta sjúkrahúslegu. Afi var elsti sonur þeirra Gísla Bjamasonar og Jónínu M. Ólafsdóttur, en 8 bama þeirra komust á legg. Afí giftist ömmu okkar, Margréti Guðmundsdóttur, frá Norðurkoti á Stafnesi 10. júlí 1937 og átti með henni 4 börn. Þau eru Guðmunda Bjamý, gift Sigurði Á. Magnússyni, búsett í Keflavík, Gísli Grétar, búsetur í Reykjavík, Jónína Margrét, búsett í Reykjavík, og Sigríður Svanhvít, gift Paniko Panayiotov, búsett í Englandi. Ömmu missti afí 1973. Afí eignað- ist 8 bamabörn og 12 bamabarna- börn. Afí vann lengst af hjá íslensk- um aðalverktökum á Keflavíkur- flugvelli eða í rúm 30 ár. Hann lét af störfum árið 1981, þá 77 ára gamall, og það má segja að hann hafí hætt allt of fljótt því hann var svo vinnuglaður og hafði alveg ótrú- legt þrek. Hann hafði yndi af því að ferðast, hvort sem var innan- lands eða erlendis. Það var ekki ósjaldan sem hann bauð okkur í PHILIPS ADG 662 uppþvotta- vélin er fyrir 12 manna borð- búnað, er hljóðlát, ótrúlega rúmgóð og þægileg í notkun - Við eigum örfáar vélar til á lager á þessu sérstæða verði. Upphaflegt verð kr: 50.890/nú kr. 46.190 Opið, í dag, laugardag: Kringlan 10-16 Sætún 10-13 Heimilistæki hf • SætúniS • Kringlunni • ■|*l:«9 15 00 SlMI: M 15 20 bíltúr til Grindavíkur, Sandgerðis eða jafnvel til Hveragerðis í kaffí eða ís, en það að fara í bíltúra var eins og vítamínsprauta fyrir hann. Eitt af því sem var fastur liður á hveiju ári var svokölluð bjúgna- veisla, þá sauð afi sérstök bjúgu úr Þykkvabænum, hrossakjöt og svo bakaði hann flatkökur með þessu, hlökkuðum við alltaf til að fara í þessar veislur hans. Kjarkur, dugnaður og ósérhlífni afa komu best í ljós þessa síðustu mánuði hans, en hann vildi sem minnst láta fyrir sér hafa og var ákaflega þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Lát gróa sorgar sár, lát sorgar þoma tár, lát ástarásjón þina mót öllum þjáðum skína. (Helgi Hálfd.) Blessuð sé minning afa okkar og langafa. Benni, Maggi, Siggi, Magga, Jóka, makar og bamabamaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.