Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 24 i C 4 DJASS/Enn fremstur eftir öllþessi ár? Viðar snýr afiur Þ AÐ hefiir mikið verið að gerast í heita pottinum í Duushúsi undanfarið og margt á prjónunum í mai. Á miðvikudagskvöld í síðustu viku blés bandaríski saxafónleikarinn Charles MePhear- son í Pottinum með íslenskum djassleikurum. McPhearson er traustur hljóðfæraleikari þó ekki sé hann frumlegur. Egill B. Hreinsson, Arni Scheving, Tómas R. Einarsson og Birgir Baldurs- son léku með McPhearson og var undirleikur nokkuð í molum fyrra kvöldið en stórum betri það seinna. Sýnir þetta hve nauðsyn- legt er að fá sem oftast reynda erlenda einleikara til að leika með okkar mönnum, það þurfa ekki að vera neinar stórstjörnur sem kosta morð §ár því nóg er afhinum ágætustu hljóðfæraleik- urum sem flakka um heiminn og leika fyrir lítið. Arni Scheving er að sjálfsögðu reyndastur þeirra félaga og átti frábæra spretti og gaf McPhearson ekkert eftir í uppbyggingu einleikskafla sinna. Það verður aldrei of oft sagt hve grátlegt það er að fá ekki að heyra oftar menn á borð við Árna Scheving og Rúnar Georgsson takast á við verðug verkeftii. Þann 21. maí leika ágætir gestir í Heita pottinum: pía- nistinn Kristian Blak og gítarleik- arinn Lelle Kullgren.'/s hljómsveit- arinnar frábæru Yggdrasil er ■■■■■■■■■■■ gisti Island sl. vor og lék sig inní hjörtu djass: geggjara. í kvöld verður einnig mikið um að vera í Heita pottinum, því þá blæs Viðar Ál- freðsson þar, með honum leika Kristján Magn- ússon, Tómas R. Einarsson og Guðmundur R. Einarsson, en Við- ar hefur ekki blásið í Reykjavík í fjögur ár og sl. þrjú ár hefur hann verið skólastjóri Tónlistar- skólans í Mývatnssveit og djamm- eftir Vernharð Linnet að þar á góðum kvöldum með gestum og gangandi auk þess sem hann blés á Jazzhátíðinni á Egilsstöðiím sl. sumar. Sú hátíð verður haldin í annað sinn í júlí nk. Viðar Alfreðsson er í hópi fremstu djassleikara íslenskra og hefur blásið í trompet í þrjátíu og fimm ár. Viðar varð þekktur í hljómsveit Gunnars Ormslevs og fór í hina frægu ferð á Heims- mótið í Moskvu 1957 þar sem hljómsveitin hreppti gullverðlaun fyrir djassieik. Það haust heldur Viðar til Þýskalands og er þar í tvö ár við nám en síðan til Eng- lands þar sem hann dvelur til ársins 1971. í Englandi skiptir Viðar frá trompet yfir í franskt horn eða valdhom. „Mig hafði alltaf grunað að það ætti betur við mig, tónsvið þess liggur ekki eins hátt og trompetsins," segir Viðar. „Ég var í Guildhall-tónlist- arskólanum og þegar ég lauk námi var auglýst eftir þriðja horn- leikara í Bresku þjóðaróperunni (Sadler’s Wells). Við fórum þrett- án í prufu, allt Englendingar nema ég. Ég var ráðinn og með harðfylgi óperumanna fékkst at- vinnuleyfi næsta dag. Þar blés ég í fimm ár og spilaði 72 óperur og balletta þennan tíma, besti skóli sem ég hef gengið í gegnum á ferlinum. Þar kom að mig lang- aði að breyta til og komast uppúr gryfjunni og fékk vinnu hjá BBC. Þar spilaði ég með BBC-radíó- sveitinni sem lék allar tegundir tónlistar. Þar var það talið mér til tekna að geta spilað djass, því fjölhæfari þeim mun betra. Ekki miðaldahugsunin sem maður kynntist svo hér heima. Einu sinni var Stan Kenton-vika og þar hljóðrituðum við flest af því sem Kenton hafði skrifað og ég blés í franska hornið. Árið 1971 kem ég heim og tek við að blása með Sinfóníunni og var þar þangað til mér var sagt upp árið 1979. Það var vegna ferðar til Austurríkis sem ég neit- aði að taka þátt í þar sem ferðin var illa skipulög af framkvæmda- stjóra hljómsveitarinnar, Sigurði Björnssyni, auk þess sem hann bar uppá mig hrein ósannindi. Ég fór í mál við stjórn hljómsveit- arinnar og 'fór það fyrir hæsta- Viðar Alfreðsson. — „Uppsögnin í Sinfóníuhljómsveitinni mesti heiður sem mér hefur verið sýndur í íslensku tónlist- arlífi...“ rétt. Ég vann málið hundrað pró- sent. Uppsögnin í Sinfóníuhljóm- sveitinni er mesti heiður sem mér hefur verið sýndur í íslensku tón- listarlífí. Það var alltaf mjög er- fítt að vinna í Sinfóníunni heima eftir þá reynslu sem ég hafði fengið f Englandi." — En þú spilaðir alltaf djass með vinnunni? „Þegar djasskvöld voru mætti maður á staðinn, oftast með trompetinn eða takkabásúnuna. Ég spilaði mikið með Ormslev síðustu árin sem hann lifði. Hann var einstakur maður og stórgóður músíkant. það var alltaf jafn gaman að spila með Gunna. Djass er stórkostlegt listform og það er erfítt að setja hömlur á djassleikara. Menn njóta sín best ef þeir fá að tjá sig að vild, fá útrás fyrir sköpunargleði sína.“ — Og hvað á að spila í kvöld, Viðar? „Ég mæti með trompetinn og flygilhomið og blæs bæði þekkt lög og svo önnur sem heyrast sjaldan.“ Viðar í Reykjavík eftir fjögurra ára hlé. Það verður mikil veisla. Því miður er ekki mikið til á hljómplötum með Viðari frekar en öðrum íslenskum djassleikur- um; nokkur lög á minningarskí- funni um Gunnar Ormslev; Jazz í 30 ár, Jazzvaka á fímm ára afmæli Jazzvakningar og svo ein- leiksskífa hans: Viðar spilar og spilar, sem var mjög vinsæl. Þar leikur hann á trompet, flygilhorn, takkabásúnu, franskt hom og túbu en Viðar hefur alltaf átt ótrúlega auðvelt með að skipta á milli málmblásturshljóðfæra. íslendingar hafa ekki átt marga djasstrompetleikara og er á engan hallað þó fullyrt sé að Viðar sé þeirra fremstur. Því er þetta einstakt tækifæri fyrir okk- ur sem eldri emm að endumýja kynnin við Viðar og fyrir yngstu djassgeggjarana að heyra hann í fyrsta sinn. KVIKMYNDIRA/// Kvikmyndahátíb fara ad vara sig? Frönsk kvikmyndavika lauk göngu sinni í Regnboganum um síðustu helgi en þar gat að líta um átta eða níu myndir af þeim 150 sem Frakkar gera á ári hveiju og allar voru þær frá síðasta ári og þessu sem nú er að líða. Franska vikan, sem haldin er á vegum Franska eftjr sendiráðsins, All- Arnald iance Francaise í Indriðason Reykjavík og Regribogans, er árlegur viðburður og hún fer batnandi með hveiju árinu jafnvel svo að nú er hægt að kalla hana kvikmyndahátíð með réttu. Það sama er að segja um sovésku kvikmyndavikuna. Hvor vikan um sig er í raun minni gerð af Kvikmyndahátíð Listahátíðar sem haldin er annað hvert ár en þessir atburðir saman, ásamt sýn- ingum hins nýstofnaða Kvikmynda- klúbbs íslands, mynda blessunar- legt mótvægi við einhæft kvik- myndaúrvalið í Reykjavík ásamt einstaka Evrópumyndum sem kom- ast á reglulegar sýningar bíóhús- anna. E n kvikmyndavikumar em líka teknar að stefna á hinn breiða hóp þótt aðsókn sé alltaf takmörkuð út af enska textanum (og jafnvel þeim spænska!). Franska vikan er ekki lengur fyrir þann sem vildi kynnast verkum meistara Renoir eða þurfti að fá endurgreitt þegar gamla fílmueintakið af Tmffautmyndinni komst ekki í gegnum sýningarvél- ina. Sovéska vikan (sú síðasta og besta, haldin í desember sl.) býður ekki lengur uppá hallærislegar flokkslínumyndir og dráttarvéla- raunsæi. Öllu þessu hefur verið sópað í burtu. í dag em þetta nútímavikur með nútímamyndum um nútímafólk í nútímaumhverfí. Sovésk vika er barmafull af Um- bótastefnu. Frönsk vika er með myndir frá 1989. Vikurnar em kannski ekki ennþá famar að veita bíóhúsunum mikla samkeppni en Kvikmyndahátíð má fara að vara sig. Það er löngu orð- in útjöskuð klisja að tala um banda- ríska kvikmyndamarkaðinn hér og hversu hressilegt það er að fá að sjá myndir frá Evrópu en það verð- ur aldrei sagt .nógu oft að þótt hér sé yfirleitt ósköp gaman að fara í bíó af því myndimar em skemmti- legar margar hveijar þá em þær sjaldnast mikið meira en bara það. Annað má segja um vikurnar. Það er allt annað líf í þeim, allt annað fólk, allt annar heimur. Að fara á bandaríska bíómynd er eins og að skreppa oní bæ. Að horfa á evr- ópska mynd er eins og að fara til útlanda. VECNA SOUU MIÐA OG ENDURNYJUNAR ARSMIÐA 06 FIDKKSMIÐA £R_____ AÐAUIMBOÐIÐ .. TJARNARCOTU10 OPIDÍDAGFRÁ KL13TIL17. HAPPDRÆTTI DVAlARHEÍNtlUS ALDRAÐRA SJÓMANNA 1 Eflum stuðning við aidraða. Miði á mann fyrir hvern aldraðan. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.