Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 28
3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 Rannveig Einars- dóttir - Minning Sigríður Bjarna- son - Minning Fædd 8. apríl 1895 Dáin 4. mars 1990 Hún Veiga frænka er dáin. Þetta átti svo sem ekki að koma mér á óvart, en einhvem veginn kemur dauðinn manni alltaf í opna skjöldu þegar einhver sem manni þykir vænt um, deyr. Veiga frænka, eins og hún var alltaf kölluð af okkur krökkunum í Tjarnargötunni, hét fullu nafni Rannveig Einarsdóttir. Hún fæddist að Strönd í Leiðvallahreppi 8. apríl 1895, dóttir hjónanna Einars Ein- arssonar og Guðlaugar Hákonar- dóttur. Veiga frænka var stóra syst- ir afa míns, Jóns, er lést um aldur fram 1966. Oft hef ég hugsað til hve hún Veiga frænka var stórglæsileg kona og allt fram í andlátið. Alltaf var hún fín og falleg og seint gleymi ég peysufötunum hennar þegar hún var í þeim. Þar fór stórglæsileg og falleg kona. Aldrei liðu jól að ekki kæmi mjúk- ur pakki til mín og systkina minna frá Veigu frænku og eftir að börn mín fæddust fengu þau góðar gjaf- ir frá henni. Margar minningar á ég um Veigu frænku. Efst er mér þó í minni er ég fékk að fara með afa og ömmu inn á Suðurlandsbraut þar sem Veiga frænka átti heima í mörg ár. Þar hafði hún kindur og þótti mér mikið sport að fá að fara í kindakof- ann hennar með hýði utan af rófum til að gefa kindunum. Ég á svo margar góðar minningar um Veigu frænku að ég gæti setið við skriftir svo dögum skiptir og alltaf munað eftir nýju og nýju. En á þessari stundu er mér efst í huga hve létt yeiga frænka var og alltaf síkát. Ég man eftir því fyrir tveimur árum er ég keyrði hana ásamt ömmu, báðar á peysufötunum sínum, í fermingarveislu hjá frændfólki mínu. Eg sagði þá við þær mág- konurnar að þær yrðu að koma í fermingu sonar míns eftir eitt ár og setti ég það skilyrði að þær myndu báðar mæta á peysufötum, enda fannst mér það alltaf að Veiga frænka og peysufötin væru eitt og hið sama. Veiga svaraði mér því til, að auðvitað myndi hún mæta enda væri sonur minn fyrsta lan- gafabarn bróður síns sem yrði fermt og myndi ég rétt ráða því hvort henni yrði ekki boðið og hló mikið. Þegar svo kom að fermingu sonar míns 9. apríl 1989 treysti Veiga frænka sér ekki til að koma, og þótti mér það miður, þar sem ég hafði hlakkað mikið til að fá þær saman á peysufötunum. Amma brást mér ekki og setti hún mikinn svip á þennan dag og hefði það orðið mér enn kærara ef Veiga frænka hefði getað mætt líka. Nú þegar við kveðjum Veigu frænku okkar hinstu kveðju vil ég skila kærri kveðju og þökk fyrir allt frá systur minni Kolbrúnu, er búsett er í Þýskalandi og getur ekki verið við jarðarför hennar. Börnum hennar og öðrum ætt- ingjum vil ég votta dýpstu samúð. Þyrí Marta Baldursdóttir í dag kveð ég hinstu kveðju elskulega tengdamóður mína, Sigríði Bjamason. Hún fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1903, dóttir hjónanna Þórunnar Stefánsdóttur frá Þóreyj- argnúpi í Húnavatnssýslu, og Ágústs Þórðarsonar Flygenring frá Fiskilæk í Borgarfirði. Ágúst var alþingismaður og útgerðarmaður í Hafnarfirði og þar ólst Sigríður upp með 6 bræðrum og fjórum systrum við alsnægtir, en án óhófs, Día fékk góða menntun á þeirra tíma mælikvarða, lærði píanóleik og gekk í Flensborgarskóla. Ágústi var umhugað um menntun barna sinna, t.d. bauð hann þýskum náms- manni til dvalar hjá þeim til að kenna börnunum þýsku. Einnig bauð hann öllum dætrum sínum að mennta sig erlendis, eftir því sem hugur þeirra stóð til, og sigldi Día til Kaupmannahafnar til framhalds- náms í píanóleik. Eftir að hún kom heim kenndi hún píanóleik og um skeið lék hún í kvikmyndahúsi Hafnfirðinga, þar sem sýndar voru þöglar kvikmyndir, en þær þurfti að túlka á píanóið til að ná fram réttum áhrifum. Árið 1924 giftist Día Beinteini Bjarnasyni, útgerðarmanni, syni Sigríðar Lárusdóttur Blöndal og Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds á Siglufirði. Var jafnræði með þeim hjónum, bæði óvenju glæsileg, vel gefin og músíkölsk. Eignuðust þau fjögur börn, fyrsta barnið lifði aðeins skamma stund, en upp komust Ásgeir, píanóleik- ari, Þórunn, húsmóðir, gift undirrit- uðum, og Bjarni, lögfræðingur, kvæntur Sigrúnu Hannesdóttur, en þau létust bæði langt um aldur fram. Bamabörnin eru 7, bama- bamabörnin 4. Beinteinn, tengdafaðir minn, hafði mælt svo fyrir, að um hann látinn yrðu ekki birtar minningar- greinar. Ég veit, að Día var sama sinnis. Samt sem áður verð ég að hripa niður fáein minningarbrot, sjálfum mér til hugarhægðar, fullur þakklætis til tengdaforeldra minna. Ég minnist þess, þegar ég kom fyrst á heimili þeirra í Hafnarfirði fyrir 38 ámm, hvað mér þótti þar menn- ingarlegt, falleg málverk á veggj- um, bækur á hveiju borði, safn af klassískri tónlist á plötum, sem mikið vom spilaðar, og þar lærði ég fyrst að meta tónlist. Beinteinn var einn af stofnendum Tónlistarfé- lags Hafnarfjarðar og í stjórn þess, og komu því oft á heimilið innlend- ir og erlendir tónlistarmenn, vegna tónleika, sem þeir héldu í Hafnar- firði. Þau Día og Beinteinn bjuggu í Hafnarfirði til ársins 1977, en þá var heilsa Beinteins tekin að bila, t Ástkœr móðir okkar og tengdamóðir, INGEBORG KRISTJÁNSSON, Úthlíð 7, Reykjavík, lést á öldrunardeild Hafnarbúða miðvikudaginn 7. mars. Inger Hallsdóttir, Rúnar Hallsson, Heba Hallsdóttir, Kristján Baldvinsson, Sigfríð Guðlaugsdóttir, Eyjólfur Eðvaldsson. Vanur ritari óskast á lögfræðiskrifstofu. Hálfsdagsstarf. Tölvu- og bókhaldsþekking áskilin. Lysthafendur sendi nöfn, símanúmer, með- mæli og aðrar upplýsingar til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 13. mars merktar: „R - 1000“. Sölumaður Heildverslun með sokkabuxur óskar eftir vönum sölumanni strax. Fjölbreytt starf. Góð laun í boði fyrir réttan starfskraft. Tilboð merkt: „A - 8072“ leggist inn á auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 14. mars. Múrvinna - atvinna Tek að mér flísalögn, arinhleðslu og fleira. Vönduð vinna. Magnús Sveinbjörnsson, múrarameistari, sími 98-21531. Verkstjóri Reyndur verkstjóri óskast í frystihús. Umsóknir sendist í pósthólf 414, 121 Reykjavík, merktar: „Verkstjóri - 7651". Starf í leiðbeiningastöð Laust er til umsóknar starf í leiðbeiningastöð rekstrarsviðs. Helstu verkefni: Leiðbeiningastöð er miðstöð aðstoðar og upplýsinga fyrir notendur sívinnslunets SKÝRR og starfsmenn hennar gegna viða- miklu hlutverki í rekstri netsins. Auk aðstoðar við notendur annast starfs- menn leiðbeiningastöðvar eftirlit með netinu og hafa forgöngu um fyrirbyggjandi aðgerðir. Hæfniskröfur: Hér er um krefjandi starf að ræða og starfs- maðurinn þarf að eiga auðvelt með mannleg samskipti hvort heldur er símleiðis eða á vinnustað. Jafnframt þessu þarf hann að hafa þjónustuvilja og vera fylgin sér. Starfsmaðurinn þarf að hafa haldgóða mennt- un á sviði töluvfræða og/eða fjarskiptatækni og reynslu af því að vinna við tölvu. = ★ = Nánari upplýsingar veitir Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. = ★ = Umsóknum skal skilað til SKÝRR fyrir 15. mars 1990 á umsóknareyðublöðum, sem afhent eru hjá starfsmannastjóra eða í af- greiðslu. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Wélagslíf I.O.O.F. 1 = 171398V2 = Sp. I.O.O.F. 12 = 17139872 = 9. O. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Dagsferðir sunnudaginn 11. mars Kl. 10.30. Skíðaganga um Kjós- arskarð. Þarna er nægur snjór og gott gönguskíöaland. Verð 1.000,- kr. Kl. 13.00: Stórstraumsfjöru- ferð: Hvalfjörður - Hvammsvik- urhólmi. Létt rölt um fjölbreytta strönd. í fjöruferðum ber alltaf eitthvað nýtt fyrir augu. Tilvalin fjölskylduferð. í Hvammsvíkur- hólma er best að komast á stór- straumsfjöru. Verð 1.000,- kr., fritt f. börn m. fullorönum. Kl. 13.00: Skíðagöngunámskeið og skíðaganga. Missið ekki af þriðja síðasta skiðagöngunám- skeiðinu í vetur. Leiðbeinandi Halldór Matthíasson. Tilvalið fyr- ir byrjendur og þá sem vilja hressa upp á gönguskiðatækn- ina. Verð kr. 1.000,-. Kl. 13.00: Skíðaganga á Mos- fellsheiði. Verð 1.000,- kr. Gönguferöir og skíöagöngur Ferðafélagsins eru fyrir alla. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Mánud. 12. mars kl. 20. Kvöldganga og blysför í Viðey. Létt ganga á fullu tungli. Litið inn í Viðeyjarkirkju og siðan haldið austur á Sundbakka (minjar um þorp) og víöar. Verð kr. 500,-, blys kr. 100.,-. Tilvalin fjölskyldu- ferð. Brottför frá Viöeyjarbryggju í Sundahöfn. Missið ekki af vetrarfagnaðin- um f Risinu, Klúbbnum, Borg- artúni 32, laugardaginn 17. mars. Pantið tímanlega. Munið páskaferðirnar: 1. Snæ- fellsnes-Snæfellsjökull 3 og 5 dagar. 2. Þórsmörk 3 og 5 dag- ar. 3. Landmannalaugar, gönguskíöaferð. Hagstæð sértilboð á Árbókum F.Í.: A. 50°/o staðgreiðsluafslátt- ur. B. Með raðgreiðslum i allt að 12 mánuði og 25% afslætti. C. Tilboð til nýrra félaga á þrem- ur Árbókum um Snæfellsnes og Breiðafjarðareyjar á kr. 3.000,-. Árbækurnar ættu að vera til á hverju heimili! Ferðafélag íslands. '|89ð| meðhlutverk CjSSI YWAM - ísland Bibliufræðsla i Grensáskirkju á morgun kl. 10.00. Séra Örn Bárður Jónsson kennir um náð- argjafirnar, einkum þekkingar- orð. Bænastund kl. 11.30. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S. 11798 19533 Snæfellsnes - Snæfellsjökull Helgarferð 9.-11. mars Spennandi helgarferð á fullu tungli. Tilvalið að hafa með göngu- eða fjallaskíöi, en ekki skilyrði. Ganga á Jökulinn er hápunktur ferðarinnar. Leið- beint um notkun fjallaskíða. Góð svefnpokagisting. Sundlaug og heitur pottur á staðnum. Pantið tfmanlega. Farmiðar á skrifst. Eina helgarferðin á Jökulinn utan páska og hvítasunnu. Munið kvöldgöngu og blysför i Viðey, mánudagskvöldið 12. mars. Feröafélag íslands. KFUMog KFUK Almenn lofgjörðarstund verður f húsi KFUM og KFUK við Suður- hóla 35 í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Aðalfundur Ferðafélagsins Aðalfundur Ferðafélags islands verður haldinn i Sóknarsalnum, Skipholti 50a, miðvikudaginn 14. mars og hefst hann stundvíslega kl. 20.30. Venjuleg aöalfundar- störf. Ath. Félagsmenn sýni ársskírteini frá árinu 1989 við innganginn. Stjórn Ferðafélags islands. Útivist Hekla Ævintýraferð á fullu tungli 9.-11. mars. Gist í góðu húsi. Á laugardag verður gengið á Heklu. Gönguskíði. Brottför föstudagskvöld kl. 20.00. Miöar á skrifstofu, Grófinni 1. Simi/símsvaí'i 14606. í Utivistarferð eru allir velkomnir. Sjáumst! Útivist. K FNNSLA Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.