Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTOBER 1990 KORNI HRÖKKBRAUÐ IIÝTT SÍNAANÚMER auglýsingadbidar^ Betri lífskjör — lægri skattar eftir Guðmund H. Garðarsson Einni furðulegnstu yfirlýsingu sem hefur komið frá ríkisstjórn- inni, hefur fjármálaráðherra mælt fyrir. Hann hefur margítrekað að skattar séu of lágir á íslandi borið saman við nágrannalöndin. Því eigi að hækka skatta hérlendis enn meir en orðið er, sem er auðvitað Á VEGGI, LOFT OG GÓLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUIM, ÞYNGRI OG STEINULL ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGT NAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLÉNSK GÆÐAVARA Þ.ÞDRSRlMSSON&CO ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 í anda núverandi ríkisstjórnar. Vinstri mönnum virðist vera fyrirmunað að skilja að virðisauka- skatturinn, sem er 24,5%, er einn hinn hæsti í Evrópu og þar með um gjörvalla heimsbyggðina. Þessi skattur kemur þungt niður ekki síst fyrir þá sök, að hann kemur með fullum þunga á allar neyslu- vörur. Víða í Evrópu, svo sem á Bretlandi, er enginn virðisauka- skattur á mikilvægum matvöram. Verkalýðshreyfingín og velf- lestir aðrir aðilar vora því fylgj- andi að taka upp staðgreiðslukerfi skatta. Áhersla var lögð á að lág- og millitekjufólk væri skattlítið eða nánast skattlaust. Nú er hins- vegar svo komið, að skattprósent- an er komin í tæp 40% og persónu- afslátturinn er nú hlutfallslega miklu lægri en þegar staðgreiðslu- lögin tóku gildi. Lágtekjufólk á íslandi sleppur ennþá við tekju- skattinn en allt millitekjufólk kem- ur mjög illa út úr staðgreiðslukerf- inu — svo illa að einstaklingur HVÖT félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík heldur fund f immtudaginn 18. október kl. 20.30 í Valhöll Dagskrá: 1) Kosning uppstillingarnefndar Önnur mál Gestir fundarins verða: Rannveig Tryggvadóttir húsmóðir og þýðandi Þuríður Pálsdóttir yfirkennari Söngskólans Heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Stjórnin. með lágar millitekjur, 70-120.000 kr. mánaðarlaun, er með litlu betri afkomu en þeir sem rétt skrimta af lágtekjum. Einstaklingur sem aflar sér aukinna tekna með mikilli auka- vinnu, ber sáralítið meira úr být- um. Ranglátt skattkerfi sér fyrir því. Þessa sögu þekkja millitekju- menn og konur hvort sem starfað er hjá ríki, bæ eða hinum almenna vinnumarkaði. Til að tryggja árangur svo- nefndrar „þjóðarsáttar“ hefur launafólk tekið á sig um 15% kaupmáttarskerðingu á rúmu ári. Það er mikil fórn enda til mikils að vinna að koma verðbólgunni niður. En nú er röðin komin að ríkisvaldinu og sveitarfélögunum. Hinar miklu fórnir og neyslu- skerðing fólksins er til lítils ef tekjuskatturinn lækkar ekki að því marki, að það sem ég vil kalla lágtekjur verði tekjuskattslausar. Að mínu mati á að setja þetta mark við 100.000 kr. mánaðarlaun einstaklings. Breyting á skattalög- „ unum verður að fela í sér þessa niðurstöðu. Skattalagabreytingin verður að vera komin til framkvæmda eigi síðar en á miðju næsta ári, — með góðum fyrirvara áður en kjara- samningar renna út haustið 1991. Þetta er ein af fáum raunhæfum leiðum til að tryggja aukinn kaup- Guðmundur H. Garðarsson „Þeir sem eru sammála því að skattarnir séu of lágir, hljóta að kjósa stjórnarflokkana til áframhaldandi setu. — Þeir sem telja að skatt- arnir á Islandi séu nógu háir eða of háir, hljóta að sameinast um Sjálf- stæðisflokkinn.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Oddsson borgarstjóri tekur á móti gjöf Óskars Gíslasonar í Höfða. Stórgjöf Óskars Gísla- sonar ljósmyndara ÓSKAR Gíslason ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður lést í Reylyavík hinn 24. júlí sl. Hinn 12. júlí, nokkrum dögum fyrir andlá- tið, færði hann Ljósmyndasafni Reykjavikurborgar að gjöf hið merk- asta ijósmyndasafn, alls 12.363 glerplötur með Ijósmyndum, sem hann hafði tekið árin 1922-1934. Safn þetta er ómetanleg viðbót við ljósmyndasafnið, sem hefur nú að geyma ýmis merkustu söfn ís- lenskra ljósmynda. Oskar Gíslason lauk ljósmynda- námi hjá Magnúsi Ólafssyni árið 1920, hélt síðan til framhaldsnáms hjá kgl. hirðljósmyndara Elfelt í Kaupmannahöfn og rak síðan ljós- myndastofur, einn eða með öðrum um margra áratuga skeið. Hann var einn stofnfélaga Ljósmyndara- félags íslands árið 1926 og lengi í stjórn þess og í samtökum iðnaðar- ins um hríð. Hann var síðar gerður heiðursfélagi í Ljósmyndarafélagi íslands. Óskar Gíslason var einn braut- ryðjendanna í íslenskri kvikmynda- gerð. Hann sýndi sína fyrstu kvik- mynd af Lýðveldishátíðinni 1944 þrem dögum eftir hátíðina. Hann hóf skömmu síðar gerð leikinna kvikmynda, sem urðu landskunnar: Síðasti bærinn í dalnum, skömmu fyrir 1950, Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, Ágirnd, Nýtt hlut- verk og fleiri leiknar kvikmyndir. Þá er ein frægasta kvikmynd hans um Björgunarafrekið við Látra- bjarg, heimildamynd, sem Óskar gerði um hið fræga strand við Látrabjarg. Sú kvikmynd hans var sýnd í fjölda landa víða um heim. Óskar Gíslason starfaði hjá ís- lenska sjónvarpinu frá upphafi um 10 ára skeið. Hann var kjörinn heið- ursfélagi í Félagi kvikmyndagerðar- manna og einnig Slysavarnafélagi Islands. Óskari Gíslasyni auðnaðist að skila merku og listrænu ævistarfi og hann afhenti Reykjavíkurborg sjálfur, ásamt fjölskyldu sinni, hið mikla ljósmyndasafn nokkrum dög- um fyrir andlátið. Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á ^ © 15 klst námskeiöi fyrir byrjendurl Fáiö senda námsskrá. ^ (P Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.