Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 Nýju fötin keisarans? _______Myndlist____________ Eíríkur Þorláksson Nú fer að ljúka á Kjarvalsstöð- um sýningu á verkum franska list- amannsins Philippe Cazal, en hér er um að ræða sýningu sem er sameiginlegt átak Kjarvalsstaða og fjögurra franskra safna. Philippe Cazal hefur áður komið hingað til lands; hann átti verk á sýningunni Alþjóðleg nútímalist, sem haldin var á Kjarvalsstöðum sumarið 1989, og vakti mikla at- hygli og deilur. Segja má að sýn- ingin nú gegni að nokkru svipuðu hlutverki, þ.e'. að færa alþjóðlega hræringar í myndlist inn í íslenskt umhverfi, þannig að listunnendur hér geti fylgst með hvað er að gerast á erlendum vettvangi og þar með gert sér betri grein fyrir hvaða stöðu íslensk myndlist hefur í því samhengi. I ágætri sýningarskrá (sem jafnframt verður að teljast ódýr, miðað við efnismagn) segir í inn- gangi, að viðfangsefni Cazals séu listamenn og listaheimurinn „og það samsafn af kenjum og klisjum, sem þar er að finna“. Hann vinnur á mörkum myndlistar og auglýs- inga, og hefur sagt að hann leitist við að gera verk sem fólki finnst það hafa séð áður; því séu verk hans ætíð tvíræð á einhvern hátt og beri í sér ákveðnar andstæður. Þetta viðhorf hefur komið glögglega fram í öllum ferli Caz- als; hann felst meira í að fjalla um iist og stöðu hennar í samfé- laginu en nokkuð annað. Með því telur hann að hægt sé að víkka svið myndlistar og tengja hana betur því samfélagi neyslu og munaðar, sem Vesturlönd hrærast í. Tákn þess eru kampavínsglös og glæstar konur, sem hann notar af mikilli fágun við framsetningu sinnar listhugsunar; eggjandi aug- lýsingar glanstímaritanna er það fyrsta sem áhorfandanum dettur í hug. En hvar eni þá mörkin milli myndlistar og auglýsinga? Og hvers vegna ættu áhorfendur að taka skýringar Philippe Cazals á forsendum eigin listar gildar, þegar þær gætu einfaldlega verið settar fram til að slá ryki í augu fólks og hylja hugmyndasnauða yfírborðsmennsku glæsileikans? Svo notuð séu orðtök sýningarinn- ar má setja umræðuna fram á eftirfarandi hátt: Annars vegar er sýning Philippe Cazals á Kjarvalsstöðum afrakstur nákvæmrar vinnu með rými og efni, svo af ber. Sjálft húsið er merkt við innganginn með áritun listamannsins, og er þannig bæði hluti af og umgjörð sýningarinn- ar; vestursalurinn, nýmálaður, er tvískiptur með lágum skávegg, sem bæði klýfur heildina og er hluti hennar. Staðsetningar ein- stakra verka, sem eru einföld og hrein í framsetningu, einkum hin- ar glæsilegu ljósmyndir, eru þann- ig að fullkomið samræmi ríkir, og ekkert er tilviljunum háð. Hins vegar er hægt að segja að hér sé um að ræða ríkulegar umbúðir um lítilfjörlegt efni. Sú listheimspeki, sem hér er verið að halda fram (tengsl veruleika og draumsýnar, myndlistar og aug- lýsinga, forms og innihalds), er hvorki ný né frumleg. Aðrir lista- menn hafa áður krufið þessa hluti af meiri dýpt, og er skemmst að minnast þess fjölskrúðuga skeiðs myndlistarsögunnar, sem kennt er við Pop- listina. Tilvísanir til bóhem-lífs listamanna á 19. öld bætir þar engu við, því tilraunir til að færa það tímabil sjálfsel- <skrar sýndarmennsku listamanna í dulúðugan hjúp ákveðinnar lífs- speki eru máttlitlar í ljósi þess um hverja er verið að fjalla. — Hið eina sem því situr eftir er glæst yfirborð og fáguð framsetning. í kynningum á sýningunni á Kjarvalsstöðum kom fram, að Philippe Cazal er nú talinn vera í framvarðarsveit í franskri mynd- list. Því verður að álykta að áhersl- ur Frakka séu nokkuð aðrar en nágranna þeirra í austri, Þjóð- veija, en þar hefur átakamikill expressionismi verið ráðandi afl í myndlistinni á nýliðnum áratug; slétt og felld yfirborðsmennska af þvi tagi sem hér sést væri ekki hátt skrifuð þar. Sé litið yfir ís- lenska myndsviðið, kemur í ljós að íslenskir listamenn hafa staðið nær viðhorfum þýskra en fran- skra. Þetta kann að styðja gamla kenningu um mismunandi áhersl- ur germanskra og rómanskra þjóða í myndlistinni, þar sem hinar fyrri leggi meira upp úr dramat- ískum átökum, en hinar síðari hrífist meira af munúð, fágun og „stíl“. Sé sýning Phiiippe Cazals metin á forsendum ofangreindrar kenn- ingar, er hér á ferðinni glæsileg kynning á þeim áherslum, sem rómanskar þjóðir leggja mest upp úr: fágunin fer ekki fram hjá nein- um, munúðin geislar af ljósmynd- unum, og það er „stíll“ yfir öllu sem Cazal ber fram, hvort sem það er stækkuð mynd af gylltum pappír kampavínsflöskunnar eða hönnun áritunarinnar. Hafni menn þessum forsendum, virðist því miður lítið eftir í salnum- nema glansandi yfirborð auglýsinga- mennskunnar, og þá er stutt í að listunnendur taki sér í munn spurningu barnsins í hinni frægu sögu H.C. Andersens um trúgirni, áhrifagirni og sýndarmennsku. Sýningu Philippe Cazals í vest- urhluta Kjarvalsstaða lýkur sunnudaginn 15. september. Afmæliskveðja: Steinunn Antons- dóttir frá Siglufirði Síldarárin eru að hverfa í blá- móðu fjarskans og ljósrauð róm- antíkin hylur þann harða veruleika sem þá ríkti. Ein af þeim konum sem báru uppi sköpun þeirra auðæfa sem þá streymdu í þjóðar- búið er góð vinkona mín Steinunn Antonsdóttir verkakona sem í dag fyllir áttunda áratuginn. Steinunn er einstök gæða- og dugnaðarkona. Það var enginn til- viljun að eitt síldarsumarið hlaut hún virðingarheitið „síldardrottn- ing“. En þann titil hlaut sú kona er saltaði flestar tunnur í sömu törninni án þess að taka sér hvíld. í þessari törn saltaði Steinunn 47 'h tunnu. Oft runnu saman sólar- hringamir án þess að nokkur hvíld kæmi. Þegar búið var að salta voru mörg handtökin eftir sem FÆST UM LAND ALLT XJöföar til JL JLfólksíöllum starfsgreinum! ekki þoldu bið og urðu að gerast áður en hægt væri að ganga til hvílu. Slíkt úthald var aðeins á færi þeirra sem bjuggu yfir óhemju þreki og dugnaði. En það var ekki bara viljinn til að skila góðu verki sem knúði Steinunni áfram. Hún hafði fyrir börnum að sjá og þar brást hún ekki. Ástin vitjaði hennar ungrar konu. Þar gaf hún allt af þeirri einlægni sem henni er svo lagið. Hún ól Steini Jónssyni sem síðar varð sambýlismaður hennar fjögur börn. Þijú börnin, þau Hreinn, Jó- hann og Sigrún, ólust upp hjá móður sinni en Regína í föður- garði. 011 eru þau harðdugleg og eftirsótt til vinnu. Oft var fátt ver- aldlegra gæða í búi en alarei alls- leysi. Fyrir því sáu hinar vinnu- glöðu hendur móðurinnar og ekki voru drengimir sparir á sína vinnu um leið og þeir gátu lagt hlut í bú. En Steinunn bjó yfir ríkidæmi. Aldrei átti hún svo lítið að hún gæti ekki gefið öðrum sem hún taldi að væru þurfandi og á guð sinn hefur hún alla tíð treyst. í dag er Steinunn eldhress. Gengur út í Strákagöng hvem dag sem göngufært er. Ræktar sinn garð og hugsar algjörlega um sitt heimili. Þó hún sé orðin ein í hús- inu fyllist það oft af vinum og ættingjum sem koma til Siglufjarð- ar því hvergi er betra að vera en í hennar umsjón. Hanna, systir Steinunnar, er henni mikill styrkur því miklir kærleikar em milli þeirra. Oft er gripið í spil eða skellt sér í bingó saman þegar færi gefst. Þegar kynni okkar Steinunnar hóf- ust fann ég að þar eignaðist ég góðan vin sem ég mat mikils. Því sendi ég henni hugheilar ham- ingjuóskir á þessum tímamótum og vona að vinir og ættingjar megi um langa framtíð njóta hlýju henn- ar _og umhyggju. í tilefni afmælisins tekur Stein- unn á móti gestum á heimili sonar síns Jóhanns Steinssonar og tengdadóttur Ragnhildar Magnús- dóttur í Seiðakvísl 37, Reykjavík, að kvöldi afmælisdagsins, föstu- dagsins 13. september. Haukur Helgason Radial stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIP9ÓNUSTA - LAGER Ekki jass - ekki pönk en The Government BRESKA hljómsveitin Tlie Government er stödd hér á landi og leikur á þrennum tónleikum í Púlsinum. Hljómsveitin er skipuð fjórum hljóð- færaleikurum og leikur blöndu af fönki, rokki og rappi. The Govern- ment var tekin tali meðan ráðherrar hennar sátu að snæðingi á steik- húsinu Argentínu í vikunni. Sveitin hefur náð mikilli hylli í Svíþjóð og hefur farið sex sinnum þangað í tónleikaferðalög auk þess sem hún hefur leikið á tónleikum víðar á Norðurlöndum og meginlandi Evrópu. The Govemment hefur starfað í íjögur ár og segjast piltarn- ir sem hana skipa stefna að heims- frægð - ekki eingöngu vegna pening- anna, heldur einnig til að koma á framfæri í tónlist og textum jákvæðu hugarfari í samskiptum manna og benda á hættur sem steðja að mann- kyninu verði ekki við málum sporn- að. í þessu skyni hafa þeir félagar í undirbúningi nýja smáskífu, sem er sú þriðja sem þeir senda frá sér. Sveitina skipa Brian Foley frá Newcastle, saxafónleikari, söngvari og textasmiður, Roger Leece tromm- ari frá eyjunni Mön, gítarleikarinn Paul Hughes frá Wales og Steve 0. Jay bassaleikari frá Manchester. Þeir búa allir í London, sem þeir segja að hafi tvær hliðar. Dekkri hliðin er viðvarandi innilokunar- kennd á meðal 12 milljóna íbúa borg- arinnar sem brýst m.a. út í ofbeldi - ljósari hliðin er andrúmsloft sköp- unar og Ijölbreytni mannlífsins. Hvers vegna ísland, Roger? „Mig hefur alltaf langað að koma til íslands. Þetta er lítill markaður en við viljum vita hver viðbrögð áheyrenda hér við okkar tónlist verða. Ég átti reyndar hugmyndina að íslandsförinni. Ég er frá eyjunni Mön og okkur finnst við ekki til- heyra Bretlandi vegna okkar kelt- nesku arfleifðar. Og íslendingar eru að einhveiju leyti af keltneskum uppruna og mig langaði að sjá hvort við ættum margt sameiginlegt með þeim,“ sagði Roger. Útlit hans er óneitanlega keltneskt, rautt hár nið- ur á axlir og andlitsfallið gæti allt eins verið íslenskt. Paul sagði að útgefendur hefðu átt í erfiðleikum með að skilgreina tónlist sveitarinnar og hefði það sett strik í reikninginn. „Tónlist okkar er á vissan hátt á einskis manns landi. Við viljum segja að þetta sé stíll The Government, tónlistin verði ekki flokkuð á annan hátt. Þetta er ekki jass, ekki pönk, heldur blanda af ýmsum stíltegundum. Alltof margir eru að gera sömu hlutina,“ sagði Paul. Hann bætti því við að kannski mætti heyra samsvörun við tónlist Defunkt og jafnvel Jimi Hendrix á köflum. Steve bassaleikari, sem á ættir að rekja til Jamaíku, hvatti alla til að mæta á tónleikana í Púlsinum í kvöld og annað kvöld með opnum hug, skilja allar fyrirframgefnar hugmyndir um tónlist eftir heima. „Ég get lofað því að allir skemmta sér vel ef þeir fara að mínum ráðum og mæta með opnum hug.“ Gugu. Frá vinstri: Roger Leeee, Paul Hughes, Brian Foley og Steve O. Jay.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.