Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 40
4Í0 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 IVIINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðmundur Ein- arsson var fædd- ur í Klettsbúð á Hell- issandi 12. júlí 1896 og ævinlega kenndur við hana. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna 6. febrúar síðastliðinn. Guðmundur var orð- inn elsti íbúi á Hell- issandi og raunar í hinu nýja sveitarfé- •- jlagi undir Jökli, Snæfellsbæ. Foreldr- ar hans voru Jórn'na Sigfríður Jónsdóttir frá Haga á Barðaströnd og Einar Hákonarson frá Hellu á Hell- issandi. Systkini Guðmundar voru Hákon, Guðrún, Snæbjörn, Þórunn, Anna og Einar. Eru þau flest löngu látin. Varð Guðmund- ur þeirra elstur. Guðmundur hélt heimili í Klettsbúð með móður sinni þar til að hún lést 1946 en eftir það með Snæbirni bróður sínum til ársins 1977. Guðmund- ur fór ungur að heiman að ' stunda sjó en sneri fljótt aftur heim á Hellissand. í Klettsbúð bjó ■"nann ævinlega með fé og hesta. Jafnframt stundaði hann algenga verkamannavinnu sem féll til í kring- um útgerðina á Hellissandi og Rifi. I 12 ár vann hann þó við Lóranstöðina á Gufuskálum. Hann tók virkan þátt í verkalýðsbaráttunni á Sandi á árunum fram til 1930 og var m.a. í tvö ár formað- ur Verkalýðsfélags- ins. Guðmundur átti hugmyndina að því að stofnaður var sparisjóður á Hell- issandi og sat hann í stjórn Spari- sjóðs Hellissands í 25 ár. Guð- mundur Einarsson var mjög bók- hneigður og ágætur hagyrðingur og liggur eftir hann mikið af lausavísum. M.a. eru eftir hann nokkrar stökur í Snæfellingaljóð- um. Fyrir u.þ.b. 10 árum gerðist Guðmundur vistmaður á Dvalar- heimili aldraðra sjómanna í Reykjavík. Guðmundur Einarsson frá Klettsbúð verður jarðsettur á Ingjaldshóli á Snæfellsnesi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. mín? Viku seinna kom hann með nýja og fallega skauta handa mér, sem hann hafði pantað frá Reykja- vík. Svona var Guðmundur. Ég fluttist frá Sandi 15 ára gömul en veturinn 1971 á þorranum kom ég aftur í vikuheimsókn og kenndi í eina viku við barnaskólann. Ég var í æfíngakennslu. Guðmundi fannst ekkert of gott fyrir frænku sína. Hann vildi endilega að hún gæti keyrt um og lánaði mér bílinn sinn. Hann ók alltaf um á nýjum Wolkswagen, öðruvísi bíl vildi hann ekki. Þegar Guðmundur fluttist suður á Dvalarheimlið Hrafnistu heim- sótti amma hann oft meðan kraftar hennar leyfðu. Síðustu tvö árin sem hún lifði, en hún dó 3. maí 1994, dvaldist hún á Skjóli. Þótt stutt væri á milli þerria var hún orðin of lasin og út úr heiminum til þess að það þýddi að fara með hana í heim- sókn til hans. Þau sáu bæði og heyrðu illa, en samt var hugurinn alltaf heima á Sandi. Hún sat við gluggann og horfði á jökulinn sinn, en hann reyndi að fylgjast með því sem um var að vera fyrir vestan. Guðmundur var alveg ákveðinn að hann ætlaði sér að verða hund- rað ára og stóð við það. Eftir afmæl- ið var hann mjög þreyttur því mikið var um að vera, útvarpsviðtöl, þar sem hann kvað vísur og sagði frá ævi sinni. Hann dó 6. febrúar síðast- liðinn á 102. aldursári. Að lokum vil ég kveðja hann með þessum ljóðlín- um: GUÐMUNDUR EINARSSON Mig langar til að minnast ömmu- bróður míns, Guðmundar Péturs Einarssonar frá Klettsbúð á Hell- issandi. Hann var sonur hjónanna Jónínu Sigfríðar Jónsdóttur, fædd 1856 í Tröllatungu í Steingrímsfirði en hún ólst upp í Haga á Barðaströnd, og Einars Hákonarsonar, fæddur ÍR863 í Flatey á Breiðafirði, dáinn 1920. Guðmundur var sá eini sem var eftirlifandi af bömum þeirra sem voru: Hákon, Guðrún, Anna María, Þórunn Andrea og Einar. Öll náðu þau háum aldri nema Einar, sem dó nýfæddur. Öll börnin voru alin upp í Klettsbúð nema amma mín, sem var tekin í fóstur af bróður Einars, Há- koni og konu hans, Jóhönnu Bjöms- dóttur sem bjuggu á Gilsbakka. Alla tíð meðan heilsa og kraftar leyfðu bjó Guðmundur í Klettsbúð á sínu bemskuheimili. Hann giftist aldrei, en bjó fyrst með móður sinni, sem var rúmliggjandi öryi-ki. Snæbjöm bróðir hans, sem þá var jjímgu orðinn ekkjumaður fluttist þá fieim til að hjálpa honum að annast móður þeirra sem dó 1946. Guðmundur vann úti, fyrst við sjómennsku og fiskvinnslu, en síð- ast við Lóranstöðina á Gufuskálum árin 1961-1973 en Snæbjörn sá um heimilishaldið og búskapinn. Hann var mjög bókhneigður maður og átti mikið bókasafn, sem hann leyfði mér aðgang að. Hann var góður hagyrðingur og svaraði oft fyrir sig með stöku. Guðmundur tók mikinn þátt í «®e. jr Slómabúðin GarðsKom v/ Fossvocjskiukjugaríð Símit 554 0500 Sérfræðingar í blómaskrevtingum við (ill tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni BergstaOastrætis. sími 551 9000 verkalýðsbaráttunni á Sandi þegar hann var ungur. Einnig var hann einn af stofnendum Sparisjóðs Hell- issands og sat árum saman í stjórn hans. Ég minnist hans, sem mikils snyrtimennis, létts á fæti, glettins með gamanyrði á vör. Hann var alltaf svo kátur þegar hann sá mig. Hann gaf sér alltaf tíma til að tala við litlu frænku sína og spyrja hvemig henni liði. Oft man ég eftir honum í dyrun- um hjá Önnu Maríu systur sinni, en aldrei gaf hann sér tíma til að koma inn. Samband Snæbjarnar og ömmu var allt öðruvísi. Snæi kom alltaf við á leiðinni í Kaupfélagið, tók í nefið og fékk sér kaffisopa. Amma heim- sótti þá bræður oft, því henni fannst gaman að skreppa inn í Klettsbúð og fá sér uppáhaldsrétt þeirra systkina, sem var haframjölskjöt- súpan hans Snæja. Við krakkarnir lékum okkur dag- lega hjá ánni fyrir neðan Klettsbúð. Á sumrin vorum við í þrautakóng en á vetrum á skautum. Dag einn í nóvember þegar ég var 11-12 ára gömul hitti ég Guðmund þar sem ég var að fara heim frá ánni. Við urð- um samferða og hann kcimst að því að ég átti enga skauta. Ég var bara í lánsskautum af vinkonu minni. Númer hvað notar þú, Jóhanna Pótt vér sjáumst oftar eigi undir sól, er skín oss hér, á þeim mikla dýrðardegi Drottins aftur finnumst vér. Pótt vér hljótum hér að kveðja hjartans vini kærstu þrátt, indæl von sú oss má gleðja, aftur heilsum vér þeim brátt. (Helgi Hálfdanarson.) Júhanna Clausen. í dag er til moldar borinn að Ingjaldshóli, Hellissandi, kær vinur minn Deddi eins og við fjölskyldan kölluðum hann. Ekki veit ég af hverju Dedda-nafnið festist við hann, því hann var ávallt kallaður Gvendur í Klettsbúð, kannski var það vegna þess að Deddi tók miklu ástfóstri við móður mína, hana Stellu á Risabjörgum, þegar hún var barnung og nafnið verið þjálla í hennar bamsmunni. Aldrei giftist Deddi á sinni ævi, kannski skýrir það langlífí hans en hann var á hundraðasta og öðru ári þegar hann lést á Hrafnistu í Reykjavík sáttur við allt og alla, eða kannski var það neftóbakið sem aldrei yfírgaf hans nasir, hver veit? Móðir mín eignast mig fyrir hartnær fjörutíu og fjór- um árum og það í óvlgðri sambúð sem ekki var gott afspurnar þá. Líf- SIGURÐUR JÓNSSON + Sigurður Júns- son fæddist í Reykjavík 1. oktúber 1916. Hann lést á heimili sfnu, Stúra- gerði 38, 7. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjúnin Jún Kristjánsson, f. í Reykjavík 14. ágúst 1887, d. 2. febrúar 1938 og Guðbjörg Sigríður Júnsdúttir, f. á Melabergi á Mið- nesheiði 10. núvem- ber 1887, d. 12 apríl 1962. Systkini Sig- urðar voru: Júna, f. 27. júlí 1915, d. 28. júlí 1942; Margrét, f. 17. núvember 1918, d. 4. júlí 1990; Ingigerður, f. 1. febrúar 1921; og tvíburarnir Guðrún og María, f. 23. núvember 1925. Frá 10 ára aldri úlst Sigurður upp hjá hjún- unum Árna Júnssyni og Guð- björgu Sigurðardúttur, Nýlendu- götu 21. Hinn 12. oktúber 1957 kvæntist Sig- urður Arndísi Stef- ánsdúttur. Foreldrar hennar voru hjúnin Stefán Guðmunds- son, trésmiður, f. á Breiðabúlstað í Ölf- usi 30. maí 1883, d. 3. september 1961, og Guðrún Júhann- esdúttir, f. á Gröf á Vatnsnesi, 17. apríl 1884, d. 15. júlí 1958. Á sínum yngri ár- um starfaði Sigurð- ur hjá Sælgætis- gerðinni Freyju og í Hampiðj- unni, en lengstan starfsaldur átti hann hjá Vélsmiðjunni Héðni frá 1944 til starfsloka. Hann lauk sveinsprúfi í járnsmíði 1956 og meistarabréf í vélvirkjun fékk hann 1960. Utför Sigurðar var gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. febrúar. ið var erfitt þá fyrir einstæða móður að koma vestur með ungan dreng en þökk sé ömmu og afa á Risa- björgum og Dedda í Klettsbúð að mér var tekinn opnum örmum. Ég held að Deddi hafi ekki gert sér í hugarlund hversu mikið hann gaf af sér til barna, ekki bara til mín held- ur fleiri barna á sinni löngu ævi. Honum fylgdi bai-nalán þótt það hafi ekki verið hans eigin börn. Deddi fjárfesti í nýjum Willys-jeppa að ég held árgerð 1945 og bar hann númerið P-96, grár var hann að lit með blæju en seinna meir var byggt hús yfir hann og hann panelklædd- ur að innan með glansandi lakk áferð. Bílar voru ekki mikið í al- menningseign í þá daga í Reykjavík hvað þá fyrir vestan. Sagt er að Deddi hafi verið annar til að keyra frá Sandi yfir í Ólafsvík á fjöru und- ir Enninu, það var vegna þess að Jói á Kjalveg var fyrir framan hann og er því titlaður fyrstur, eftir það var fjaran keyrð með skólakrakkana úr Ólafsvík yfir á Sand til að læra sund áður en sundlaug var byggð í Ólafs- vík. Margar ökuferðirnar fórum við Deddi saman á jeppanum á kvöldin eða um helgar, ég frammi í og hélt um hilluna góðu sem var eftir endi- löngu mælaborðinu, og hann raulandi eða blístrandi lagið „Það gefur á bátinn við Grænland.“ Ekið suður í Bervík með kíkinn dýrmæta sem ég mátti ekki brúka nema að setja ólina yfir hálsinn, athugað með berjasprettuna við Saxhól eða bláberin í Stakkabrekkum, slóða- dregið Klettsbúðartúnið og fleiri tún í kring og seinna heyjað og sett á kerruna, farið inn í Rif í kríuvarp- ið og sótt egg, út í Krossavík, svona mætti lengi telja þær ökuferðir og samvistir mínar með Dedda. Eitt var þó að sjaldan fékk maður að fara inn í Ólafsvík vegna þess að það var í óþökk ömmu. Ennið var talið svo hættulegt vegna hruns úr fjallinu. Deddi gat blótað reiðinnar ósköp „þetta helvítis helvíti" var hann vanur að segja þegar hann var að tala, en það þurfti ekki að vera í niðrandi merkingu, þetta var svona ávani að blóta. Stríðnin hjá honum var alltaf stutt undan og kom stund- um fram í bundnu máli því hagyrð- ingur var hann mikill. Um margt gæti ég ritað um Dedda en mig skortir orð. Ég vil að lokum þakka Hrafnhildi og Geira inni í Rifi þá umhyggju og alúð sem þau sýndu Dedda síðustu árin. Hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Þinn vinur, Björgvin Andri Guðjúnsson. Fyrst hitti ég þennan gamla mann fyrir rúmum 11 árum eða á gamlárskvöld 1986. Hann fór með okkur á brennuna og bauð okkur á eftir inn í „Klettsbúðina", húsið sitt á Hellissandi til þess að sýna mér sófasettið sitt. Þegar hann svo Miðvikudaginn 18. febrúar sl. var til moldar borinn manngæð- ingurinn og heiðursmaðurinn Sig- urður Jónsson. I 30 ár bjuggum við í sama stigahúsi og var það dýrmætt fyr- ir telpuhnokka að eiga annan eins nágranna. Þær eru ófáar minningarnar um þennan öðling sem var alltaf svo skilningsríkur þegar ég hafði ratað í ýmiss konar raunir. Þegar allir aðrir höfðu brugðist, jafnt börn sem fullorðnir, gat ég treyst á að hann hefði eyra til að lána og tíma til að gefa. Ófáum stundum eyddum við, þessi telpuhnokki og hann Sigurður, í geymslu þeirra hjóna í kjallaranum. Þar laumuð- um við okkur inn og drukkum appelsín úr flösku, sem hann opn- aði með skrúfjárni eða öðru við- líka, og borðuðum eitthvað sætt með. Hann Sigurður skildi mig svo vel. Eitt sinn vildi svo óheppilega til að hjólið mitt brotnaði í tvennt, en ekki var hann lengi að hughreysta mann og kippa því í liðinn. Nei, hann tók það með sér í vinnuna í bláa Volksvagninum 1 hádeginu og kom með það heilt að kveldi. fór frá Hellissandi nokkrum mán- uðum síðar á Hrafnistu, sagði hann við okkur Árna Jón að ef við vildum, mættum við „hirða“ sófa- settið hans. Það prýðir húsið okkar enn alveg óbreytt. Svona var Gvendur. Það streymdi alltaf væntumþykja frá Gvendi til pkkar og að öðrum ólöstuðum var Árni Jón alltaf efstur og fremstur í hans huga. Honum þótti líka vænt um strákana okkar og við fórum síðast til hans fyrir þrem vikum til þess að sýna honum litla Þorgeir. Hann fann fyrir nær- veru okkar, hélst fast í hendurnar á okkur en sagði ekkert. Þegar við svo kvöddum þennan garnla góða vin í síðasta sinn ríghélt hann sér í okkur. Gvendur var góðvinur fjölskyld- unnar til margra ára. Hann var fastagestur á heimili tengdaforeldra minna. Hann vann í Búrfelli hjá Þorgeiri, var í fæði hjá Hrafnhildi, og það dásamaði hann svo að hvergi fékk hann eins góðan mat sagði hann. Þeirra heimili var hans annað heimili mörg síðustu árin á Hell- issandi. Þau Hrafnhildur og Þorgeir reyndust honum vel og hann þeim einnig. Rétt áður en Gvendur varð hundrað ára hringdi hann í Árna Jón og bað hann að sækja sig, hann vildi komast heim á Hellissand og fá að deyja þar. Við vorum öll hjá honum á þessum merka degi 12. júlí 1996. Þá fór hann enn með kveðskap og var bæði kátur og klökkur. Reglulega var farið í heimsókn á Hrafnistu. Gvendur fylgdist lengi vel með öllu sem gerðist hér fyrir vestan. Oft kom það fyrir að hann sagði okkur fréttir úr mannlífinu og eða aflabrögðum. Hann bar alltaf hag Árna Jóns sér fyrir brjósti og rekstur á vélsmiðju hans, síðast spurði hann frétta af rekstrinum í desember síðastliðnum. Hann fylgdist líka með mínu starfi og spurði gjarnan út í það. Já, hann vildi okkur svo vel. Gvendur var hagmæltur maður. Því miður er ekki mikið til á prenti eftir hann, mig langar því til að koma með tvær vísur eftir hann sem ég skrifaði hjá mér. Orðin hef ég saman sett svo á hlýða kynni. Þau hafa stundum leikið létt líka á tungu minni. Þó að frá þér flytji burt forðistraunogvesen. Bið ég guð að byggist upp blessað Snæfellsnesið. Við kveðjum Guðmund Einarsson frá Klettsbúð á Hellissandi vin okk- ar og þökkum fyrir samveruna og velvildina í okkar garð. Árni Jún, Logi, Höskuldur og Þorgeir. í seinni tíð voru samskiptin okkar í milli kannski ekki ýkja mikil nema hvað hann minnti mig reglulega á, þegar við hittumst í stiganum, að ég skammaði hann rækilega aðeins 4 ára gömul fyrir að „kústa“ ekki rétt, þegar hann var að sópa stéttina bak við hús og beitti ekki kústinum eins og ég hafði rétt lært af afa mínum nokkrum dögum áður. Annað sem ég man svo vel var dálæti hans og reyndar þeirra hjóna á klassískri tónlist. Það eru líklega ekki margir sem vakna við brúðarmarsinn eða aðra álíka tón- list á fullum styrk eins og um ung- ling væri að ræða. Lengi væri hægt að telja upp hin ýmsu atvik í samskiptum okk- ar Sigurðar en læt ég staðar numið hér. Megi Drottinn blessa minningu þessa yndislega manns sem gaf mér og öðrum svo mikið. Fyrir hönd bræðra minna og foreldra votta ég ættingjum og vinum hans innilega samúð okkar og bið Drottin að umvefja þá og elska. Guðlaug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.