Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998     37
VERSLUN
MEÐ tilkomu viðreisnar-
stjórnarinnar, sera sett-
ist á valdastóla árið
1959, urðu mikil um-
skipti í verslunarmálum okkar Is-
lendinga. Hún sat að yöldum til
1971, var undir forsæti Ólafs Thors
1959-1963, Bjarna Benediktssonar
1963-1970 og Jóhanns Hafsteins
1970-1971. Aðgerðir í efnahagsmál-
um voru helsta stefnumál hinnar
nýju stjórnar og var tekið að undir-
búa lagasetningu um þær haustið
1959 eða fyrr. í byrjun árs 1960
boðaði Gylfi Þ. Gíslason viðskipta-
ráðherra formenn Félags íslenskra
stórkaupmanna, Kaupmannasam-
taka íslands og Verslunarráðs á
sinn fund og skýrði frá fyrirhugaðri
gengisfellingu og lækkun álagning-
ar í krónutölu. Einnig kom fram í
máli ráðherra, að um 60% innflutn-
ings yrðu gefin frjáls, 40% væri inn-
flutningur frá Rússlandi, Austur-
Þýskalandi og Tékkóslóvakíu og
yrði hann bundinn leyfum og væri
þetta gert til verndar viðskiptum
við þessi lönd, sem væru mikilvæg.
Frílisti og leyfi
Ríkisstjórn ákvað í byrjun hvers
árs að höfðu samráði við Seðla-
banka heildarupphæð leyfaúthlut-
unar í frjálsum gjaldeyri. Upphæð-
inni var skipt milli vöruflokka og
nefndist upphæð hvers vöruflokks
kvóti hans. Leyfaveitingar fyrir inn-
flutningi frá vörusMptalöndum voru
í samræmi við viðskiptasamninga,
sem voru í gildi við hvert einstakt
land, en þeim fylgdu vörulistar.
Vöruskiptalöndin á 7. áratugum
voru Austur-Þýskaland, Brasilía,
Pólland, Rúmenía, Rússland,
Tékkóslóvakía og Ungverjaland.
Rússland (Sovétríkin) var langmik-
ilvægasta vöruskiptalandið og kom
um 51% innflutnings frá þessum
löndum frá því 1965.
Vörutegundum á frílista fjólgaði
ár frá ári á 7. áratugnum. Haustið
1965 voru gólfteppi, skyrtur og
nærföt sett á frílista svo að dæmi sé
nefnt. Fyrir kom þó, að vörur væru
teknar af frílista og mun þetta
stundum hafa verið gert með hag
innlends iðnaðar fyrir augum.
Einnig kom fyrir í þrengingunum
1967-1968 og um miðbik 8. áratugs-
ins, að vörur væru teknar af frílista
til að draga úr innflutningi og gjald-
eyriseyðslu. Eftirfarandi er glefsa
úr fréttatilkynningu, sem ríkis-
stjórnin sendi frá sér á útmánuðum
1975:
„Hefur því ríMsstjórnin í samráði
við Seðlabankann ákveðið að aflétta
að mestu þeim takmörkunum sem
gilt hafa í gjaldeyrisviðskiptum að
undanförnu. Stefnt er að því að
gjaldeyrisbankarnir afgreiði á
næstunni gjaldeyri til kaupa á
frflistavörum með eðlilegum hætti
eins og áður var. Pó munu gjaldeyr-
isbankarnir enn um sinn hafa eftir-
lit með gjaldeyrissölu vegna sér-
stakra vörukaupa, svo sem bifreiða,
vinnuvéla, húsgagna, innréttinga,
kex og annarra brauðvara. Þessar
vörur verða þó áfram á frílista og er
þess vænst að hægt verði að selja
gjaldeyri fyrir innflutningi þeirra
án nokkurra verulegra tafa.".
Hinn 7. maí 1975 var einnig til-
kynnt að brauð, sælgæti og litasjón-
vörp hafi verið tekin af frílista tíma-
bundið. Þetta var harmað af inn-
flytjendum og ekM síst sökum þess
að viðtækjaverslanir áttu mikið
magn af litasjónvörpum á hafhar-
bakkanum og fengu ekki vöruna
leysta út. Sjónvarpið var þá tekið að
senda fréttir og innlent efni út í lit
og sama máli gegndi um erlent efhi.
Lyktir urðu þær, að hömlunum á
innflutning litasjónvarpa var aflétt,
enda er torvelt að berjast gegn
tækniframförum og það þrátt fyrir
að unnt hefði verið að verja gjald-
eyrinum til annarra og væntanlega
þarflegri hluta að mati stjórnvalda
en kaupa á litasjónvörpum.
Fleiri baráttumál frá
7. áratugnum
Þó svo að aðgerðir Viðreisnar-
stjórnarinnar hafi fært verslunar-
fyrirtækjum aukið frelsi og umbæt-
ur hvað varðar viðskipti á milli
landa voru enn mörg mál sem
þurftu lagfæringar við.  Félag ís-
VIÐREISNARSTJÓRNINNI hafa löngum verið eignaðar umbætur til aukins frelsis í viðsMptum og verslun
en staðreyndin er sú að baráttan gegn höftum hefur staðið allt fram á þennan dag.
Verslunarhöft
eftir viðreisn
Þó að myndun viðreisnarstjórnarinnar sé einatt talin marka upp-
hafíð að afnámi viðskiptahafta í íslensku nútímasamfélagi,
hefur baráttan fyrir auknu viðskiptafrelsi staðið allt fram á þenn-
an dag, eins og lesa má í þessari grein sem byggir á samantekt
sem Lýður Björnsson hefur unnið í tilefni af 70 ára afmæli Sam-
taka verslunarinnar/Félags íslenskra stórkaupmanna.
lenskra stórkaupmanna barðist á 7.
áratugnum fyrir allmörgum fleiri
umbótum í verslunarmálum en
þeim, sem gerð hafa verið að um-
ræðuefni hér að framan og má þar
nefha afnám einkasölu ríMsins á tó-
baki, viðtækjum og eldspýtum, af-
námi giMandi verðlagsákvæða,
lækkun tolla, rýmkun á heimildum
til útflutnings á framleiðsluvörum
þjóðarinnar og auMð frjálsræði í
gjaMeyrisviðsMptum.
Rétt þykir að víkja nánar að sum-
um þessara atriða. Fyrstu einkasöl-
um ríMsins var komið á fót í tengsl-
um við Landsverslunina, sem var
stofnuð 1917 og starfaði til 1925.
Þetta var einkasala á tóbaM og
steinolíu. Stofnað var til einkasölu á
áfengi og skyldum vörum 1923 og
einkasala á tóbaki var teMn upp á
nýjan leik 1931. Einkasala á eld-
spýtum hófst 1932. Talið er, að
tekjuöflunarsjónarmið hafi ráðið
mestu um stofnun þessara einka-
salna og einnig um stofnun nokk-
urra til viðbótar á árunum 1935-
1936, einkasölu á bifreiðum, rafvél-
um, rafáhöMum, raflagningarefni,
viðtækjum og kartöflum og öðrum
garðávöxtum. Hagsmunir landbún-
aðarins munu þó hafa ráðið allmiMu
um stofnun einkasölunnar á græn-
meti.
Nokkrar af fyrrnefndum einka-
sölum höfðu verið lagðar niður fyrir
upphaf Viðreisnar, til dæmis einka-
sala á bifreiðum og ýmsum raftækj-
um. Einkasala viðtækja (útvarps-
tækja) var lögð niður á árunum
1966-1967 og einkasala á ilm- og
hárvötnum 1970. Innflutningur á
símabúnaði var gefinn frjáls árið
1980. Einkasala á eldspýtum hélst
talsvert lengur en einkasala á ilm-
og hárvötnum, en einkasala á áfengi
og tóbaki er enn við lýði.
Félag íslensMa stórkaupmanna
krafðist afnáms gildandi verðlagsá-
kvæða. Þetta mun jafngilda Möfu
um, að allar vörur yrðu settar á
frílista og að úthlutun gjaMeyris-
kvóta til einstaMa vörutegunda yrði
afnumin. Krafan mun einnig lúta að
tollum, ekki síst á vefnaðarvöru, en
tollar á slíkri vöru þóttu þá háir.
Tollar voru að vísu lækkaðir mjög
miMð á viðreisnartímabilinu, en
ekM þótti stórkaupmönnum þar nóg
að gert.
Innborganir á greiðsluheimfldir
voru eitt af baráttumálum félagsins.
í ársbyrjun 1959 var hér um að
ræða 25% innborgun af andvirði er-
lendra lána samkvæmt víxlum og
binditíminn þrír mánuðir. Félag ís-
lensMa stórkaupmanna Mafðist
þess þá, að binditíminn yrði afnum-
inn eða upphæðin endurgreidd að
þremur mánuðum liðnum eða hún
yrði yfirfærð til erlendra víxileig-
enda. Samkomulag náðist um 10%
innborgun á greiðsluheimildir 1963,
þessu var síðan breytt í gjaMeyris-
vandkvæðunum um miðbil 8. ára-
tugarins, en þá var kveðið á um 25%
innborgun við gjaldeyrisafgreiðslu
og skyldi féð verða bundið í 90 daga.
Milliríkjasamningar
Ljóst er að milliríkjasamningar
hafa haft miMl áhrif á verslunar-
frelsi á íslandi jafnt hvað varðar
innflutning sem útflutning. Frí-
verslunarsamband Evrópu (EFTA,
European Free Trade Association),
EEC (European Economic Comm-
unity) og GATT (samkomulag um
tolla og viðsMpti, General Agreem-
ent on Tariffs and Trade) eru allt
samningar sem f slendingar hafa átt
aðild að. Samningar þessir hafa
auðveMað og ýtt undir viðsMpti á
milli landa og þó syo að hart hafi
verið deilt um aðild íslands að þess-
um samningum á sínum tíma dylst
engum í dag að þeir hafa sMlað
þjóðinni umtalsverðum ávinningi.
Með inngöngu íslands í EFTA árið
1970 lækkuðu verndartollar af iðn-
aðarvörum um 30% og síðan 10%
árlega frá árinu 1974.
Viðræður við Efnahagsbandalag-
ið  um viðsMptasamning fylgdu í
kjölfarið. Samningar tókust 1972 og
með þeim árangri, að samið var um
lækkun tolla á íslenskum sjávaraf-
urðum í aðiMarríkjum þess, tollar á
sumar þessara vörutegunda skyMu
raunar falla niður.
Samkomulag um tolla og við-
sMpti, GATT, var gert árið 1947, og
var markmið þess að setja almenn-
ar reglur í miUiríkjaviðskiptum og
mismunun í viðsMptum. ísland
gerðist aðili að GATT árið 1967.
GATT samningurinn hefur jafnan
verið lagður til grundvallar þegar
settar eru reglur um frjáls vöru-
sMpti á milli landa og hefur áhrifa
hans gætt talsvert hér á landi á
undanförnum árum, meðal annars
hvað varðar innflutning á landbún-
aðarvörum.
Ferðamannagjaldeyririnn
GjaMeyrisskorts gætti í ríkum
mæíi á 6. áratugum og reyndu
stjórnvöld því að takmarka gjald-
eyrisnotkun sem best þau gátu.
Þetta bitnaði bæði á ferðamönnum
og innflytjendum.
Árið 1983 markar tímamót í sögu
ferðamannagjaldeyrisins, en þá
felldi Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra álagið á hann niður.
Rök ráðherra voru þau, að Aiþjóða-
gjaMeyrissjóðurinn hefði ítrekað
gert athugasemd við álagið og talið
það brjóta gegn lagaákvæðum um
ferðafrelsi og stuðla að svartamark-
aðsbraski með gjaldeyri.
Árið 1983 afnam Matthías
Mathiesen einkaleyfi Landsbanka
og Útvegsbanka á verslun með er-
lendan gjaldeyri, en þetta hafði ver-
ið eitt af þeim málum, sem þing Fé-
lags íslensMa stórkaupmanna hafði
gert Möfu um 1966.
Bjórinn leyfður
Öll sala og dreifing á áfengum
drykkjum var bönnuð með lögum
frá og með 1. janúar 1915, en það
var afnumið 1922 og 1935. Ein teg-
und áfengra drykkja var þó undan-
sMlin, bjórinn, og hafa sumir fyrir
satt, að hann hafi hreinlega gleymst
1935. Innflutningur bjórs og brugg-
un hans og sala hér var síðan
óheimil um áratugi, leyfilegt var að
vísu að selja hernum bjór um all-
langt árabil. Skarð myndaðist í
múrinn 1965, en þá var áhófnum
skipa og flugvéla heimilað að taka
með sér tilteMð magn af þessari
vöru inn í landið og hófst þá nokkur
svartamarkaðsversMn með hana.
Við þetta sat fram í ársbyrjun 1980,
en þá tók Davíð Scheving Thor-
steinsson iðnrekandi hálfan kassa af
áfengum bjór í fríhöfninni á Kefla-
víkurflugvelli. Davíð var óbreyttur
ferðamaður, enda gerði tollurinn
ölið upptækt. Davíð mótmælti og
bar fyrir sig jafnræðisreglu stjórn-
arsMár. í kjölfarið var reglugerð-
inni breytt á þá leið að öllum ferða-
mönnum var heimilt að taka með
sér tilteMð magn af bjór inn í land-
ið.
Baráttan fyrir afnámi bannsins
hélt á hinn bóginn áfram og með
þeim árangri, að Alþingi samþykkti
10. maí 1988, að bruggun og sala
áfengs öls á íslandi skyldi heimil frá
og með 1. mars 1989.
Verðlagshöft
og vörukaupalán
Verðlagshöft voru afnumin 1982
og þremur árum síðar voru vextir
gefnir frjálsir, en í kjölfar þess
jókst þjónusta banka og fjármála-
fyrirtækja verulega. Á 9. áratugn-
um tók tollurinn upp flýtimeðferð ef
tollskýrslur voru rétt fylltar út og
hafði þetta mun hraðari tollmeðferð
í för með sér. Ný og miMð breytt
tollsMá tók gildi um áramótin 1987-
1988, tollar voru lækkaðir og gjöld
samræmd þannig að sömu vöru-
flokkar báru sambærileg gjöld. Inn-
flytjendum var síðan heimilað á ár-
inu 1989 að nýta sér erlend vöru-
kaupalán og fylgdi auMð frjálsræði í
gjaldeyrisviðsMptum í kjölfarið.
Frjálsræði í viðsMptum með sjáv-
arafurðir hefur einnig auMst á síð-
ustu áratugum og það bæði innan-
lands og við erlenda aðila. Fyrstu
fiskmarkaðir, Faxamarkaður og
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar, tóku
til starfa 1987, útflutningur á frosn-
um fiskafurðum til Bandaríkjanna
var gefinn frjáls 1989, og útflutning-
ur á saltfisM 1993.
Verðlagseftiriit tíðkaðist hér á
landi á tímabilinu frá Viðreisn, eink-
um á fyrri hluta þess. Það breytti
raunar mjög um form og viðfangs-
efni 1993 þegar Samkeppnisstofnun
leysti Verðlagsráð af hólmi. Við-
fangsefni er einkum að tryggja
virka samkeppni og koma í veg fyrir
ólögmæta viðsMptahætti, en Verð-
lagsráð hafði fjallað um verðmynd-
unina.
Lokaorð
íslendingar voru seinir til að
slaka á verslunarhöftum. Jóhannes
Nordal, fyrrverandi Seðlabanka-
stjóri, víkur að orsökum þessa í er-
indi, sem hann flutti á söguþingi 31.
maí 1997. Þar telur hann höftin hafa
verið neyðarúrræði, sem landsmenn
hafi gripið til þegar þeir treystu sér
ekM til að ráða fram úr vandanum
með hefðbundnum aðgerðum í pen-
inga- og gengismálum. „Það má
jafnvel taka svo steritt til orða, að
menn hafi með þessu flúið undan
vandanum, sem slíkar aðgerðir
hefðu lagt þeim á herðar, enda er
athyglisvert, að engar tillögur eru
lagðar fram um aðrar aðgerðir tU
þess að halda jafnvægi í utanríMs-
viðsMptum, áður en gripið er til svo
viðtæMa innflutningshafta," segir
Jóhannes og mun einkum höfða til
viðbragða við heimsMeppunni, en
viðbrögð við áföllum síðar urðu
svipuð.
Efhahagsráðstafanirnar 1960
voru stórt sMef í átt til auMns frels-
ins í viðskiptum á íslandi, en nægði
þó ekM til að tryggja hér jafnmiMð
frelsi á þessu sviði og ríMi í ýmsum
nágrannalandanna.
Mjög hefur dregið úr verslunar-
höftum frá upphafi Viðreisnar, mis-
hratt að vísu og væntanlega aldrei
hraðar en svo, að hershöfðingjar í
heimsstyrjöldinni síðari hefðu frem-
ur líM þessu við sMpulegt undan-
hald en flótta.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84