Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 1
194. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Blóðug átök á Austur-Tímor í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu Gert ráð fyrir að íbúar A-Tímor velji sjálfstæði íbúi þorpsins Memo í Maliana-héraði á A-Tímor lætur geðshræringu sína í ljós eftir að and- stæðingar sjálfstæðis brenndu hús hans til grunna. Ódæðismennirnir lögðu Memo í rúst í að- gerðum, sem miðast að því að hræða fólk frá því að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun. Sergej Stepashín ýjar að forsetaframboði Moskvu. Reuters. SERGEJ Stepashín, fyrrverandi forsætisráð- herra Rússlands, gefur í sjónvarpsviðtali, sem sýnt er í rússneska sjónvarpinu í dag, í skyn að hann hyggist bjóða sig fram í forsetakosningum sem fram eiga að fara í Rússlandi á næsta ári. Stepashín ákvað nýlega að ganga til kosn- ingabandalags við hinn frjálslynda Jabloko- flokk Grígorís Javlinskýs vegna þingkosning- anna í desember en hefur fram að þessu ekki viljað svara því hvort hann hafi áhuga á for- setaembættinu. I viðtali á RTR-sjónvarpsstöðinni er Stepashín spurður um framtíðaráform sín í stjórnmálum. „Eg er fyrrverandi íþróttamað- ur, hljóp millivegalengdir, 400 til 800 metra,“ svarar Stepashín. „Það skiptir ekki máli hvaða númer er á keppnisskyrtunni, eða á hvaða braut maður hleypur, heldur hvort maður kemur fyrstur í mark.“ Dili. Reuters. HÖRÐ átök brutust út á ný í Austur-Tímor í gær en íbúar eyjunnar ganga til þjóðarat- kvæðagreiðslu á morgun, mánudag, þar sem þeim gefst kostur á að veija á milli þess að hljóta fullt sjálfstæði, eða verða sjálfstjórnar- hérað í Indónesíu. Mikil spenna var í höfuð- borginni Dili í gær þrátt fyrir að fulltrúai- Sameinuðu þjóðanna hafi farið fram á still- ingu. Fastlega er gert ráð fyrir að íbúar eyj- unnar kjósi sjálfstæði í kosningunum. Fylgjendur sjálfstæðis A-Tímor sögðu að öfgahópar manna, sem fylgjandi eru áfram- haldandi sambandi við Indónesíu, hefðu skotið mann til bana í Dili í gær en talið er að sjö manns hafi fallið í átökum á föstudag þegar andstæðingar sjálfstæðis gerðu lokatilraun til að hræða landsmenn frá þvi að velja aðskilnað. Öfgahópar hafa staðið fyrir blóðugri áróð- ursherferð í aðdraganda þjóðaratkvæða- greiðslunnar og jafnframt hafa yfirmenn indónesíska hersins verið sakaðir um að • styðja við bak andstæðinga sjálfstæðis, og sjá þeim fyrir vopnum, en hemaðaryfirvöld eru sögð óttast að aðskilnaður A-Tímor frá Indónesíu gæti gefið aðskilnaðarhreyfingum annars staðar í Indónesíu byr undir báða vængi. Atkvæðagreiðslunni þegar verið frestað tvisvar Talið er að um 430.000 manns muni greiða atkvæði í kjörinu á mánudag, en um 800.000 manns búa á A-Tímor. Atkvæðagreiðslunni hefur þegar verið frestað tvisvar sinnum vegna ófremdarástands á eyjunni. Fastlega er gert ráð fyrir að meirihluti íbúa A-Tímor muni kjósa fullt sjálfstæði frá Indónesíu en ekki er þó búist við að úrslitin verði kunn fyrr en eftir um viku, þegar búið verður að telja atkvæði frá afskekktum bæjum og byggðum. Síðasta áhöfn Mír til jarðar LÍTIL geimflaug, er var með siðustu áhöfn geimstöðvarinnar Mír innanborðs, lenti heilu og höldnu á steppum Kasakstans snemma í gærmorgun en þrímenningamir höfðu yflrgefið Mír á föstudagskvöld. Mír var eitt sinn helsta flaggskip rúss- nesks tækniiðnaðar og brottför áhafnar- innar markar því tímamót í rússneskri geimferðasögu. Rússar sendu fyrsta gervi- hnöttinn, fyrsta geimfarann og fyrstu kon- una út í geiminn, en nú er geimferðastofn- un landsins fjárvana og engin verkefni bíða. „Með sorg í hjarta... yfírgefum við hluta af Rússlandi, yfirgefum það sem við byggðum í geimnum. Óvíst er hvað við byggjum næst,“ sagði Viktor Afanasjev, leiðtogi geimfaranna, í ávarpi á föstudags- kvöldj áður en þrímenningamir yfirgáfu Mír. A myndinni sjást þeir Afanasjev, Sergej Advejev og Frakkinn Jean-Paul Haignere kveðja geimstöðina og koma sér fyrir í geimflauginni, sem síðan flutti þá til jarðar. Mír, sem hefur verið þrettán og hálft ár á braut um jörðu, er orðin heldur hrörleg og hefur bilað alls sextán hundmð sinnum. Gert er ráð fyrir að henni verði beint inn í gufuhvolf jarðar á næsta ári, þar sem mestur hluti hennar mun brenna upp en afgangurinn falla í Kyrrahafið. Sjónvarpsmaður spurði Stepashín þá hvað 800 metra hlaup þýddi í pólitískum skilningi og svaraði Stepashín þá: „Næsta ár,“ en þá kjósa Rússar nýjan forseta í stað Borís Jeltsíns. Sögðu fréttaskýrendur að þessi um- mæli Stepashíns væru í raun „afdráttarlaus" yfirlýsing um að hann hygðist sækjast eftir forsetaembættinu. Aðrir líklegir forsetaframbjóðendur í Rúss- landi hafa verið tregir til að gefa afdráttar- laus svör um fyrirætlanir sínar en líklegt er talið að Jevgení Prímakov, sem einnig er fyrrverandi forsætisráðherra, bjóði sig fram. Aðrir sem nefndir eru til sögunnar eru þeir Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, og þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskí. Jeltsín hefur hins vegar sagt að hann vilji að Vladímír Pútín forsætisráðherra taki við af sér. Fornleifafundur í Noregi Óslri. Morgunblaðið. NORSKIR fomleifafræðingar hafa fundið merkilegar fomminjar, m.a. stórt víkinga- skip, sem legið hafa óhreyfðar í haugi óþekkts höfðingja í tólf hundmð ár á miðju landbúnaðarsvæði í Gausel í Stafangri. Hér er kannski ekki á ferðinni nýtt Gauksstaðaskip en fomleifafræðingamir hafa engu síður fundið um sjö metra lang- an haug sem hefur að geyma víkingaskip með mikinn fjölda verkfæra eins og sverð, spjót, axir og leifar af aktygjum og öðmm reiðbúnaði, að því er fram kemur í Aften- posten. „Þetta er afar merkilegur fundur. Það er ekki á hverjum degi sem maður finnur tólf hundruð ára gamlan haug, sem ekkert hefur verið hróflað við,“ sagði Ragnar Borsheim, stjómandi fomleifauppgraftr- arins og sérfræðingur við Fomleifasafnið í Stafangri. „Hér liggja verkfærin nákvæmlega eins og þegar þau vom lögð í hauginn. Þetta gæti gefið okkur nýja vitneskju um greftr- unarsiði til forna og búsetu hér í Gausel,“ bætti Bprsheim við í samtali við Aften- posten. Ovenjulegt er að bátar finnist grafnir í jörðu svo langt inni í landi í Noregi. Frá bakka Gausel er útsýni yfir Gandsfjörð en frá gröfinni til sjávarmáls er hins vegar um tveggja kílómetra vegalengd. ÞJONA EKKI 26 HÉGÓMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.