Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18     B     SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd/Leifur Örn Svavarsson
Gengið var upp 1,5 km langan hrygg á fjallið Dome. Tindinum var náð um miðnætti í -40°C frosti.
Hæstu
fj öll Gr æn-
lands
Ekki alls fyrir löngu fór leiðangur á vegum
Islenskra fjallaleiðsögumanna til lítt kann-
aðrar austurstrandar Grænlands. I hópi
þremenninganna var Leifur Örn Svavars-
son sem hér segir frá leiðangrinum en
markmið hans var að klífa hæsta fjall
Grænlands og freista uppgöngu á feiki-
fagran tind sem er þar skammt frá og
talinn var óklifínn.
HVERNIG er best að
komast til óbyggðar á
austurströnd Grænlands
sem aðeins liggur 400
km út frá Vestfjörðum? Watkins-
fjallasvæðið, sem inniheldur hæstu
fjöll Grænlands, er fjarri allri
byggð og engar reglulegar sam-
göngur eru þangað. Stærstan hluta
ársins er ófært fyrir skip að Bloss-
eville-ströndinni þannig að ef ekki
á að taka mánuð eða tvo að ganga
frá næsta flugvelli kemur varla
annað til greina en að lenda með
flugvél á jöklinum. Við vorum þrír
félagar sem einn bjartan vordag í
maí, stigum upp í skíðavél Flugfé-
lags íslands. Þátttakendur í ævin-
týrinu voru auk höfundar þeir Guð-
jón Marteinsson og Bretinn Ed-
vard MacGau.
Lent á jðklinum
Tindar austurstrandar Græn-
lands risu úr sjó og urðu tígulegri
eftir því sem við nálguðumst þá
meira. Hvílík ógrynni fjalla. Flug-
vélin stefndi rakleitt að hæsta
fjallsklasanum og það var mikill
spenningur í vélini þegar við fórum
að nálgast fjöllin og greindum bet-
ur í sundur einstaka tinda. Flug-
mennirnir voru ekki að taka neina
óþarfa hækkun heldur stefndu
beint á fjallaskarð milli hæstu tind-
anna. Hlíð Watkins-fjallanna sem
snýr að sjó er hrikaleg ásýndum,
krýnd bröttum hamraveggjum með
hangandi skriðjöklum. Þegar kom í
gegnum fjallaskarðið breyttist út-
sýnið og jökulkrýndir tindarnir
umluktu litla flugvélina. Mér
fannst vélin fljúga lágt en þegar ég
kom auga á pínulítinn hópinn sem
verið var að sækja áttaði ég mig
betur á stærðarhlutföllunum.
Lendingin var mjúk. Kannski of
mjúk að mati flugmannanna sem
þurftu að taka á loft í nærri klof-
djúpum snjónum, en fyrir okkur
var þetta sólbökuð paradís.
Troðin flugbraut
Bandarísku leiðangursmennirnir
sem verið var að sækja voru þungir
á brún og þreytulegir. Þeir voru
búnir að vera þarna í tíu daga og
ekki komist á neinn fjallstind.
Meirihlutann af tímanum var búið
að snjóa og þeir sögðust hafa átt
fremur slæma vist í tjaldinu.
Við tróðum flugbraut meðan ver-
ið var að hlaða vélina og svo voru
mótorar settir í gang og tekið af
stað. Eftir tíu misheppnaðar til-
raunir til þess að taka í loftið var
Ljósmynd/Leifur Örn Svavarsson
í bliðskaparveðri með alla hæstu tinda Grænlands f baksýn. Félagarnir
gengu á skíðum frá Watkins-fjöllum að Ejnar Mikkelsen-fjalli, sem er 80
km leið í beinni loftlínu.
Ljósmynd/Guðjón Marteinsson
í -40°C frosti á leið upp á Dome, næsthæsta fjall Grænlands.
ég hættur að búast við að það tæk-
ist. Enn þá gripu flugmennirnir til
þess ráðs að keyra vélina áfram á
fullu afli út úr fótþjappaðri flug-
brautinni og niður dalinn. Við sáum
ekki vélina sjálfa fyrir snjókófi og
hún var að hverfa úr augsýn þegar
hún loksins lyfti sér upp úr snjó-
kófinu og flaug áfram, varla grein-
anleg sem pínulítill depill sem bar í
fjöllin.
Æpandi kyrrð
Kyrrðin var yfirþyrmandi eftir
að flugvélargnýrinn þagnaði. Nú
fyrst gerði maður sér grein fyrir
einangruninni. Ferðin var hafin og
nú yrði ekki aftur snúið. Verðrið
var eins og best gerist, hörkufrost
en logn og heiðskírt þannig að við
fundum lítið fyrir kuldanum. Við
tjölduðum á miðri flugbrautinni.
Þar var snjórinn troðinn og sléttur
og til lítils að arka með miklu erfiði
nær fjalUnu til þess að troða sér
þar sléttan blett.
Um leið og kvöldaði kólnaði
verulega. Þar sem komið var fram í
maí og við staddir norður við 69
breiddargráðu var sólin uppi mest-
alla nóttina. Sólin gerði gæfumun-
inn um að aldrei var verulega kalt í
tjaldinu á nóttinni.
Um fjallasvæðið
Það var ekki fyrr en undir 1950
sem endanlega var staðfest að
Gunnbjörnsfjall sé hæsti tindur
Grænlands. Nafn sitt fær fjallið í
minningu Gunnbjörns, sonar Úlfs
kráku sem í hafvillum, á níundu
öld, rak vestur um haf og fann
Gunnbjarnarsker. Ef haldið er
áfram að vitna í íslendingasögurn-
ar þá, eins og frægt er, breytti Ei-
ríkur rauði síðan um nafn á
Gunnbjarnarskeri og kallaði það
Grænland „því at hann kvað menn
þat mjök fýsa þangat, ef landit héti
vel". Svæðið var fyrst kortlagt fyr-
ir þremur árum og þá var hæð
fjallanna endanlega staðfest. Á
nýju kortunum er Gunnbjörnsfjall
einnig kallað Hvítserkur. Það nafn
er einnig fengið úr Grænlendinga-
sögu, en vafalaust hefur það þar
átt við um jökulinn sjálfan. Ejnar
Mikkelsen-fjall er gríðarmikið og
formfagurt stakt fjall, 50 km fyrir
austan Gunnbjörnsfjall. Fjallið er
3.308 metra hátt og rís bratt um
2.000 metra upp úr jöklinum. Fjall-
ið hefur fengið heUmikla athygli og
umfjöllun sökum formfegurðar.
Hæsta fjall Grænlands
Við vöknuðum snemma, spenntir
og óþreyjufullir okkar fyrsta morg-
un á grænlenskri grund. Verkefni
dagsins var að ganga á Gunn-
björnsfjall,. hæsta fjall Grænlands,
3.694 metra hátt. Við vorum með
tjaldbúðir í rúmlega 2.100 metra
hæð þannig að fjallgangan er vel
gerleg á einum degi. Veðrið var að
vísu ekki eins gott og daginn áður,
háskýjað um morguninn og fram
eftir degi en þykknaði upp og fór
að skafa þegar leið á daginn. Færið
var þungt, snjórinn náði vel upp á
mjóaleggi þegar við óðum í gegn-
um hann á skíðum. Leiðin liggur
upp aflíðandi dal, upp á öxl í fjall-
inu þar sem skíðin voru skiUn eftir
og gengið á mannbroddum upp
seinasta kaflann. Við vorum í góðu
líkamlegu formi en fannst gangan
erfið, kuldinn dró úr okkur orku og
við fundum meira fyrir þunna loft-
inu en við höfðum búist við í þess-
ari hæð. Við fórum eklri hratt yfir í
seinustu bröttu höftunum sem
liggja upp á tindinn. Þegar við náð-
um toppinum var veðrið orðið mjög
slæmt, hvassviðri með snjófjúki og
slæmu skyggni. Innpakkaðir í
þykkar dúnúlpur og brosandi út að
eyrum féllumst við í faðma á topp-
inum. Sitjandi flötum beinum á
vindskafinni mjöllinni áttum við
heimspekilegar umræður um til
hvers maður væri eiginlega að
þessu brölti. Fjarri konunum og
börnunum sitjandi dauðþreyttur
uppi á einhverjum hól í tveggja
faðma skyggni. Á þeirri stundu ef-
aðist enginn okkar um svarið en
það er vandasamara að skýra það
svo vel sé fyrir blaðalesendum
heima í stofu.
Niðurleiðin var verri en upp-
gangan. Það gekk að vísu vel uns
við komum á skíðin. Skyggnið var
lítið sem ekkert og alger blinda
þannig að erfitt var að greina hall-
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28