Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKIL OG GÓD TENGSL s SLENSK arfleifð stendur traust- um fótum í Islendingabyggðum vestur í Kanada, eins og glöggt hefur komið fram hér á síðum Morg- unblaðsins undanfarna daga. Tengsl íslendinga við Vestur-ís- lendinga í Kanada og Bandaríkjunum eru nú bæði mikil og góð og er það fagnaðarefni. Rætur þeirra og okkar eru hinar sömu, menningararfleifðin hin sama og uppruninn hinn sami. Hvergi nokkurs staðar utan ís- lands búa jafnmargir brottfluttir Is- lendingar og afkomendur þeirra og í Kanada og Bandaríkjunum. Því er það sérstakt ánægjuefni að áhugi á auknum samskiptum, samvinnu og tengslum á milli Vestur-íslendinga og Islendinga hefur aukist svo mjög eins og glöggt hefur komið í ljós á undanförnum árum. Þennan aukna og gagnkvæma áhuga hefur mátt merkja m.a. af auknum fjölda Vestur-íslendinga sem sækja gamla landið heim ár hvert, bæði frá Kanada og Bandaríkj- unum og með stórauknum straumi ís- lenskra ferðamanna á slóðir Vestur- Islendinga að undanförnu. Sömuleiðis hafa margir hér á landi lagt hönd á plóginn í þeim tilgangi að efla samskipti, tengsl og skilning á milli þjóðarinnar og íslenskra þjóðar- brota í Vesturheimi. Þar hefur uppbygging Vesturfara- setursins á Hofsósi gegnt stóru hlut- verki. Sú uppbygging þykir í alla staði hsfa tekist frábssrlega vel og er talin mikilvægt framlag í því skyni að laða hingað til lands fólk vestan hafs, sem er af íslensku bergi brotið. Með samningi sem sjálfseignar- stofnunin jVesturfarasetrið gerði við ríkissjóð Islands um stuðning ríkis- ins við uppbyggingu setursins, tók Vesturfarasetrið formlega að sér að vera þjónustumiðstöð fyrir fólk af ís- lenskum ættum í Vesturheimi og vinna að vináttutengslum milli þjóð- anna. Lengi vel var það svo, að takmark- aður áhugi virtist vera fyrir hendi á samskiptum héðan við þá sem flust höfðu vestur um haf og afkomendur þeirra. Sömuleiðis virtist ekki ýkja mikill áhugi vestan hafs, á því að rækta sambandið við ræturnar og upprunann hér á landi. Nú er öldin önnur og er það vel. Okkur ber að hlú að þessurn tengslum og fagna því að brottfluttir Islending- ar í Vesturheimi og afkomendur þeirra vilja viðhalda sambandi við uppruna sinn og rætur og rækta tengslin við ísland. Við leggjum okk- ar af mörkum, með því að taka vel á móti þeim sem hingað koma, með því að efla til framtíðar starfsemi Vestur- faraseturins, og með því að auka menningar- og viðskiptatengsl við Vestur-Islendinga. í kjölfar aukinna samskipta á milli okkar og Vestur-íslendinga má búast við auknum áhuga á fréttum þaðan hér á íslandi, sem íslenzkir fjölmiðlar þurfa að huga að. UPPBYGGING GAMALLA SÖGUSTAÐA VIÐ íslendingar höfum lengst af verið fremur fátækir af sögu- legum minjum, þegar frá eru taldar skinnbækurnar góðu. Elztu húsin til sveita eru bærinn á Keldum á Rang- árvöllum, burstabær af sígildri gerð. íslenzk hús hafa illa þolað um- hleypingar íslenzkrar veðráttu og þau hafa grotnað niður og týnzt í aldanna rás. í raun hafa menn þurft að hleypa heimdraganum til þess að sjá hvern- ig höfuðból voru byggð að fornu. í færeysku loftslagi hafa hús og mannvistarleifar varðveizt mun bet- ur og sem dæmi má nefna að það er hreint ævintýr fyrir íslending að koma í Kirkjubæ í Færeyjum og sjá hvernig kóngsbóndinn þar býr i 800 til 900 ára gömlu húsi, Stokkastof- unni í Kirkjubæ. Þá rennur auðvitað upp ljós fyrir mönnum, að svipuð hús hafi verið á stórbýlum á íslandi að fornu, hátimbruð og virðuleg hús eins og í Kirkjubæ. En þegar fátt er um fornar bygg- ingar er sjálfsagt að endurgera hús eftir fornum heimildum. Slíkt höfum við gert jafnframt því að merkis- staðir hafa verið endurreistir eftir að hafa verið forsmáðir um langan tíma. Þar má t.d. minna á Skálholt og uppbyggingu staðarins á sjöunda áratug þessarar aldar. Nú í kringum aldamótin og í minningu þess að eitt þúsund ár eru liðin frá landafundum og kristnitöku hefur verið gert gríð- arlegt átak í að endurvekja gamla byggingarhefð. Bærinn á Eiríks- stöðum er gott dæmi um þetta, þar sem Eiríkur rauði bjó og talið er að Leifur heppni Eiríksson sé fæddur. Þar hefur risið bær, sem byggður er á hugmyndum um landnámsbæ, og verður hann vígður um helgina. Þá hefur Reykholt í Borgarfirði, höfuð- ból Snorra Sturlusonar, einnig feng- ið mjög virðulega endurreisn og er gaman að koma þangað og skoða bæði forminjar og hina nýju mynd- arlegu Snorrastofu, sem þar hefur risið. Þá má nefna Þorgeirskirkju á Ljósavatni sem vígð var fyrir skömmu og við hæfi að þar hefur ris- ið myndarleg kirkjubygging. Hún ber auðvitað nafn Ljósvetningagoð- ans, sem sagði að ekki skyldi slíta í sundur friðinn heldur hafa hér ein trúarbrögð. Enn fremur má í þessu sambandi minna á uppbygginguna á Hrafnseyri við Arnarfjörð í minn- ingu Jóns Sigurðssonar forseta. Þannig má lengi telja. Stafakirkjan í Vestmannaeyjum, reist þar sem fyrsta kirkjan á Islandi reis fyrir þúsund árum, er vegleg gjöf Norð- manna og sýnir að þeir bera sér- stakan hug til íslendinga. Þá hefur og risið kapella við sögualdarbæinn í Þjórsárdal. Allt þetta mikla átak sem gert hefur verið að undanförnu er til mikillar fyrirmyndar. Það eykur áhuga fólks á sögu okkar og menn- ingu, eykur virðingu sögustaða og gæðir þá nýju lífi. Þetta átak bæði eykur umferð íslendinga og er- lendra ferðamanna um landið. Salan á Hótel Valhöll á Þingvöllum Ljósmynd/Haukur Snorrason Breskur auðmaður biísettur í Mónakd hefur gert tilboð í Hótel Valhöll. Deilt um eignarhald og 100 ára lóðarréttindi RÉTTINDI eigenda Hótels Valhallar á Þingvöllum gagnvart eigendum lóðarinnar hafa frá upphafi verið óljós. I nefndaráliti Þingvallanefnd- ar frá árinu 1925 segir að ekki sé hægt að framselja leiguréttindi yfir lóðinni sem Hótel Valhöll stóð á þá án samþykkis ábúandans á Þing- völlum, það er að segja Þingvalla- prests, og landsstjómarinnar. Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra segir að Ijóst sé, og viður- kennt af eigendum Valhallar, að I HVlðOJUUUl XlÓXl bC/lvjLv/ þuvv . Uw byggja viðbætur við hótelið árið 1963, og eigi því hluta bygginganna. Hann segist þó ekki fyrir fram vera mótfallinn sölunni, en hafa þurfi samráð við Þingvallanefnd og ríkið, °g fylgja öllum reglum. Hann er þó þeirrar skoðunar, eins og bæði Þingvallanefnd og meirihluti alþingismanna, að best væri að hótelið væri í eigu ríkisins. Stjómvöld hafa raunar yfirleitt verið þessarar skoðunar allt írá þriðja áratugnum, en eigendur hót- elsins hafa hingað til hafnað því að selja það. Árið 1949 vildu þó þáver- andi eigendur losna við hótelið og buðu ríkinu forkaupsrétt. Þeir sögðust mundu stilla verðinu mjög í hóf. Steingrímur Steinþórsson for- sætisráðherra þakkaði eigendunum tilboðið, en sagði að ríkið hefði ekki í hyggju að kaupa Hótel Valhöll. Fyrir nokkmm ámm síðan bauðst ríkið til að kaupa hótelið, en ekki tókst þá samkomulag um verð. Ársleiga lóðarinnar 15 krónur Árið 1897 samþykkti Alþingi að framkvæði Benedikts Sveinssonar alþingismanns að veita _______ 2.500 króna styrk til byggingar funda- og gistingahúss á Þingvöll- um, gegn því að jafnstór upphæð kæmi annars staðar frá. Hópur manna, þar á meðal Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri Lands- bankans, tók sig saman um að leggja fram mótframlagið. Sumarið 1898 var hótelið reist, við svonefnda Kastala á Þingvöllum. Sigfús Ey- mundsson bóksali teiknaði húsið og stýrði verkinu. Tvisvar var byggt við hótelið á þessum stað og einnig vom reist tvö minni hús til viðbótar í grenndinni tengd því. Jón Ragnarsson, aðaleigandi Hótel Valhallar, segist hafa skrífað undir bindandi samning um sölu á hótelinu til kaupanda í Mónakó fyrir nærri hálfan milljarð króna. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir að ríkið eigi hluta hótelbygginganna og því þurfí samþykki þess fyrir sölunni. í áliti Þingvallanefndar frá árinu 1925 kemur einnig fram að leita þurfí samþykkis Þing- vallaprests og stjórnvalda áður en leiguréttindin eru framseld. Helgi Þorsteinsson kannaði sögu hótelsins og komst meðal annars að því að rikissjóði var eitt sinn bööið hðtelið til fyrir hóflegt verð, en hafnaði því þá. !/-nnrvci í\dupu Réttindi eig- enda Valhallar gagnvart lóðar- eigendum ver- ið óljós frá upphafi Árið 1899 gerði hópurinn sem að byggingunni stóð samning við Jón Thorsteinsson prest á Þingvöllum um leigu á hótellóðinni. Þar var til- tekið að greiða skyldi 15 króna leigu árlega fyrir lóðina. Samning- urinn var staðfestur af stjórnvöld- um. Árið 1918 komst hótelið í eigu Jóns Guðmundssonar, bónda í Heiðarbæ, og var framsal leigurétt- indanna staðfest af Þingvallaprest- inum og stjómvöldum. Jón greiddi eins og fyrri eigendur hússins 15 krónur í ársleigu. Um svipað leyti var svonefnd Þingvallanefnd stofnuð og átti Stúdentafélagið fmmkvæði að því. í fyrstu vora fulltrúar í nefndinni kosnir af nokkmm félagasamtök- um í bænum. Þau beittu sér meðal annars fyrir því að Guðmundur Da- víðsson kennari væri ráðinn til að ________ verða „umsjónarmaður“ á Þingvöllum á sumrin. Töluvert var þá um að ferðamenn, sérstaklega frá Reykjavík, kæmu í dagsferðir á staðinn og þóttu þeir ganga illa um, auk þess var „drykkju- skapur og slark með af- brigðum." Guðmundur tók hart á þessum málum á næstu ámm og lenti meðal annars í mikilli rekistefnu vegna þess að hann gerði upptækar þrjár vínflöskur sem reykvískur kaup- maður hafði haft með sér í drykkju- ferð til Þingvalla. Guðmundur kvartaði ekki síst yfir umgengninni í tengslum við Hótel Valhöll. Strax í upphafi þriðja áratugar- ins var byrjað að ræða um að færa hótelið, enda þótti það ekki augna- yndi þar sem það stóð og auk þess „mjög illa byggt“, „óvandað í alla staði“ og „svefnherbergin flest óboðleg til gistingar þeim sem góð- um húsum era vanir“, að áliti Þing- vallanefndar árið 1925. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður mælti meðal annars með þvi árið 1920 að Hótel Valhöll yrði fjarlægt en ann- að veglegra gistihús reist annars staðar við Þingvelli. Ekkert varð þó úr áformum um flutning fyrr en árið 1929 og þá í tengslum við heildarendurskipu- lagningu svæðisins vegna Alþingis- hátíðarinnar 1930. Ríkissjóður kostaði flutninginn, jafnstór lóð var fengin undir húsið og áður og svo virðist sem öll leiguréttindi hafi verið óbreytt. Hótelið fært en Ieiguréttindin fýlgdu í nefndaráliti Þingvallanefndar frá árinu 1925 er meðal annars fjall- að um Valhöll. Þar segir að eigandi hótelsins hafi leiguréttindi yfir lóð- inni svo lengi sem hann standi í skilum með ársleiguna, sem enn var óbreytt, 15 krónur. Bent er á að framsal leiguréttindanna frá hinu uppmnalega félagi, sem byggði húsið 1898, til Jóns Guðmundsson- ar, hafi verið staðfest bæði af stjórnarráðinu og Þingvallapresti. Hins vegar er bent á að „þar með virðist engin kvöð lögð á fyrir eptir- komandi presta og síst um aldur og ævi, lengur en Jón Guðmundsson lifir og er leigjandi lóðarinnar eða sá, er hann hefir framselt leigu- rjettindi sín, heldur muni þurfa jafan, ef lóðarrjettindin skulu fram- seld, að leita bæði samþykkis ábúandans á Þingvöllum og land- stjómarinnar." Jón Guðmundsson hafði ýmsar hugmyndir um endurbætur á hótel- inu. Hann var ekki andvígur því að hótelið yrði flutt, en óskaði eftir því að ríkið tæki þátt í því að byggja annað og stærra hótel annars stað- ar. Hann sagðist þó ekki vilja gera þetta í eiginhagsmunaskyni. í bréfi til Þingvallanefndar árið 1926 sagð- ist hann helst ekki vilja selja eignir sínar á staðnum, heldur „lifa til að fullkomna þær.“ Hann sagðist hafa gert erfðaskrá og ánafnað þær rík- inu eftir sinn dag. Af einhverjum ástæðum varð þó ekki úr þeirri fyrirætlan hans því árið 1944 seldi Jón hót- _________ elið ásamt lóðarréttind- unum til hlutafélagsins Valhallar. Sama félag bauðst til þess fimm ár- um síðar að selja ríkinu hótelið, en fékk afsvar. Deilt um _____ snyrtiaðstöðu Árið 1963 komst hótelið í eigu Jóns Ragnarssonar og föður hans og á Jón nú 65% hlutafjár en þrjú systkini hans afganginn. Sama ár var reist snyrtiaðstaða við hótelið og tók ríkið þátt í kostnaði við bygginguna. í skjölum Þingvalla- nefndar á Þjóðskjalasafni kemur raunar fram að ríkið hafði þá um Fyrirtækið Verino Invest- ments milli- liður fyrir Bret- ann Howard Kriiger langt skeið borgað Hótel Valhöll fyrir að veita gestum þjóðgarðsins ýmsa ókeypis þjónustu, meðal ann- ars snyrtiaðstöðu. Jón segir að hlutur ríkisins í framkvæmdunum sem fram fóm 1963 hafi verið óveralegur og litið hafi verið á það sem framlag til þessarar þjónustu. Hann segist því líta svo á að hann og fjölskylda hans eigi snyrtiaðstöðuna eins og aðra hluta hótelsins, en ef í Ijós komi að ríkið eigi þar hlut, geti það átt hann áfram þó að hótehð sjálft skipti um eigendur. Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra segir að ríkissjóður eigi bæði landiö seiii hóíelið sténduf á og einnig hluta af byggingunum. „Við emm ekki að setja neinum stólinn fyrir dymar með neinum hætti, við viljum bara að þetta sé gert þannig að það samrýmist þeim reglum og þeim metnaði sem á að gilda á Þingvöllum. Þingvallanefnd á sérstaklega að sjá til þess að þetta sé allt með þeim hætti að virðingu staðarins sé gætt að fullu og ekkert sé gert sem særi tilfmningar íslendinga til þessa staðar, það hefur nefndin alltaf haft að leiðar- ljósi.“ Bjöm bendir sérstaklega á að ef útlendingur hyggist kaupa hótelið þurfi að fara að reglum um fjárfest- ingar útlendinga á íslandi. Björn segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort samningar um sölu á hótelinu leiði til einhverrar niðurstöðu. Jón Ragnarsson segist vera búinn að skrifa undir samning og hann sé frágenginn. Kaupandinn er fjárfestingafyrirtækið Verino Investments í Mónakó og kaup- verðið 3,8 milljónir steriingspunda, _________ eða um 458 milljónir ís- lenskra króna. Jón segir að orðið hafi að samkomulagi að hann ræki hóteUð til hausts en að nýr eigandi tæki þá við. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Jón hefur fengið er Verino Investments fyrir Bretann Howard milliliður Rrúger. Nigel Carter, starfsmaður fyrir- tækisins, segist þó í samtali við Morgunblaðið ekkert kannast við það nafn. Hann vildi í gær ekki svara öðmm spurningum um samn- inginn fyiT en hann hefði ráðfært sig við kaupandann. "t LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 35 .-.—.......... -.-...... Dagbókarblöd íslendingor hafa engan konunghaft, lögin eru þeirra konungur BÁTSMYND eftirvan Gogh, málub íArles 1888. 8. maí, síðdegis Dálítil hvíld, siesta, er ágæt í mollunni. Hef hlustað á hljóðbók með efni eftir Bertrand RusseU um afstæðiskenningu Einsteins. Hef alltaf átt auðvelt með að skUja Russell, ég veit ekki af hverju. Hef jafnvel gagn og ánægju af þessari bók. Annars em ferðalög sérstakt líf utan við allt líf. Maður losnar einhvem veginn úr tengslum við umhverfið á svona flækingi, nema umhverfið sé því kunnug- legra. Og svo þarf maður að vera nokkum tíma á sama stað. Þá hefur mér fundizt auðvelt að ná jarðsambandi en þó ekki eins hastarlega og Konráð Gíslason lýsir í ferðabréfum sínum því það er engu líkara en hann eigi heima á baðstöðum Þýzkalands þar sem hann er sér til heilsubótar, svo rækilega sem hann lýsir körium, en þó einkum konum, sem verða á vegi hans. Karlinn virðist ekki hafa látið neina konu fram hjá sér fara. Hann var áreiðanlega ekld aHur bar sem hann var séð- ur í þeim efnum. Stundum er gáskinn svo mikill að hann fer með himinskautum í lýsingum sínum. Hann hefði áreiðanlega ekki látið Pay TV-Cannel á sjón- vörpum ****-hótelanna nú á dögum fram hjá sér fara. Það hefðu orðið lýsingar sem segðu sex! En hvað er ég að hugsa um Konráð Gíslason hér í Madrid? Ég hef afgreitt ferðabréf hans í bók minni Við Kárahnjúka og önnur kennileiti, 1999, bls. 278- 280. Jú, hann var andinn á bak við Jónas og það er hægt að læra af honum að ferðast. Og ef ís- lenzkir skáldsagnahöfundar hefðu tekið mið af ferðabréfum hans og tileinkað sér eitthvað af ferskum og sérstæðum stílbrögð- um hans, ættum við nú miklu sérstæðari skáldsagnabók- menntir en raun ber vitni; sér- stæðari, framlegri og veðurmeiri ístfl. Rigningmeð köflum. Höfum samt gengið mikið. Orðinn sér- fræðingur í regnhlífum. Þegar við sátum í kaffihúsi sagði Ingó við mig: Það er vinna að ferðast. Já, sagði ég, hörkuvinna! Svo fómm við að tala um lífið og til- veruna, samskipti fólks og vandamál. Hann sagði að höfnun eða afneitun gæti verið meira virði en vandræðaleg samskipti. Ég hugsaði um þetta en held það sé einstaklingsbundið. Allt er einstaklingsbundið. Ekkert á við um allt fólk. Allt horfir öðmvísi við hverjum einstökum sem bet- ur fer. Það er hlutverk okkar að velja og hafna. Sumir velja erfið- leika sem geta leitt til hamingju, aðrir auðveldustu leiðina sem getur leitt til óhamingju. Allt er þetta afstætt. Dreymdi Svein Einarsson í nótt. Það er ekkert skritið, ein- ungis áminning um að ég á að flytja ljóð við opnun ljóðUstar- sýningar í Þjóðmenningarhúsinu daginn eftir að ég kem heim. Það er á vegum Sveins Einarssonar og Ustahátíðar. Hafði lofað þessu og við það verð ég að standa. Og þá kemur Sveinn í heimsókn að næturþeli hingað í Madrid til að minna mig á þessi ósköp og rask- ar ró minni. Én það er áreiðan- lega gott að dreyma Svein. Bezt þykir mér samt að dreyma Sig- urð; einhvem Sigurð, ekki sízt Sigurð A Magnússon. Það er skrýtið! Og þó. Draumar em ein- hvers konar tákn og Sigurður er tákn um eitthvað jákvætt, kemur persónunni ekkert við. Einn er sá staður þar sem maður skilur tungumálið jafnvel og innfæddir; það er safnið, ekki sízt málverkasafnið. Skoðuðum eftirminnilega sýningu í Thys- sen-Bomemisza-safninu. Þar era margar eftirminnilegar myndir, m.a. eftir bandaríska máiara sem em ekki á hverju strái í Evrópu og ótrúlega faUegt safn ítalskra mynda fyrir renisansinn; það eft- irminnilegasta sem ég hef séð af því tagi. Þama sá ég í fyrsta sinn mynd eftir Hans Hofmann, kennara Louisu Matthíasdóttur í New York. Mikið er hún annars ólík þessum kennara sínum sem hefur verið afar venjulegur af- straktmálari af þessari mynd að dæma. Mynd eftir Watteau frá 1712, smámynd sem lætur lítið yfir sér, hefði glatt auga Gunn- laugs Schevings sem dáði þennan 18. aldar málara öðmm fremur. En þama vora einnig myndir eft- ir aðra meistara sem stóðu hjarta hans nær, Zubarán, Magritt. Einnig ágæt eintök af stórmeist- umnum, Picasso, Miro og hvað þeir nú heita. Augljóst að Picasso og Braque hafa málað í svipuðum stfl framan af enda jafngamUr, fæddir upp úr 1880. Þama em impressionistar, expressionistar, popplistamenn og hvaðeina. Góð- ur Kandinsky, slappur Munch, óskemmtilegur Matisse, samt er hann einhver mesti málari sög- unnar, þokkalegur Cézanne og andlitslaus Bacon; auðvitað! Ein- kennileg árátta þessa listamanns að þola ekki andlit fólks óaf- skræmd. Hefur líklega stafað af einhverjum duldum sjálfstortím- ingarþáttum í honum sjálfum. Sjálfsmynd hans var þó alveg í lagi - og meira en það ef því var að skipta - og hefði vel getað átt við hann það sem Auden segir í bókmenntasögulegu yfirliti sínu A Certain Thing - og fullyrðir að sé íslenzkur málsháttur: Allir elska eigin fret! Ég hafði að vísu aldrei heyrt þetta orðtak og hvergi séð það á prenti nema í þessu fína yfirUtsriti Audens en þar er m.a. að finna úrval úr eddukvæðum. En eftirminnilegasta myndin á þessari sýningu var kannski bátsmynd eftir van Gogh, máluð í Arles 1888. Það er einhver sér- stök tilfinning í litefni þessa hol- lenzka málara. Það em ekki ein- asta litirnir sem hrífa, heldur áferðin; tilfinningin í efninu. Hún er mjög áþreifanleg þegar maður stendur andspænis myndum van Goghs. 10. maí, miðvikudagur Þeir sem koma til Madrid þyrftu helzt að skoða fallegt og óvenjulegt safn sem er kannski ekki í alfaraleið, þótt það sé í út- jaðri miðborgarinnar; sérstætt menningarsögulegt safn og lum- ar á ýmsu. Það heitir Fundación Lázaro Galdiano Museum. Stendur við eina helztu götu borgarinnar, Calle Serrano. Auk ýmissa gersema og muna úr daglegu lífi fyrri alda er þar einnig slatti af málverkum, m.a. dýrlegar smámyndir eftir Goya og eftirminnileg málverk eftir E1 Greco eða grikkjann frá Krít sem settist að í Toledo og tók upp þetta spænska nafn um uppmna sinn og svo ein af þessum fallegu guðsmóðurmyndum Murillos. En þessar gersemar em í raun auka- atriði í safninu því hér birtist menningarsagan eins og hún leggur sig í margvíslegum mun- um öðmm sem lýsa siðmenning- arlegri þróun betur en mörg orð. Hér em svo fallega skreytt úr að engu tali tekur, litlar málaðar mannamyndir sem hafa verið notaðar eins og fjölskyldumyndir nú á dögum, þ. á m. lítil mynd af Eousseau seni sýnir þennan Ut- ríka persónuleika eins og hann hefur að öllum líkindum litið út, hér em alls kyns men og skraut- munir, hálsfestar frá ýmsum tím- um, hringar og annað daglegt tízkudót - en það sem vakti kannski mesta athygli mína fjöl- breytt lyklasafn af ýmsum gerð- um og frá öllum tímum, líklega mest útidyralyklar af öllum stærðum, stórir lyklar að kirkju- dymm og ég sá ekki betur en þarna væri hinn eini sanni lykill að sjálfu Gullna hliðinu! Það hefði ekki verið ónýtt að taka hann með sér ef illa stendur í ból- ið hans Lykla-Péturs þegar þar að kemur. Ekki trúi ég því að rit- stjóri Morgunblaðsins til margra ára komist klakklaust inn fyrir það gullna port en vel má vera að það sé gamall komplex eftir 40 ára basl við kröfuhart umhverfi! Og kalt stríð! Ég er hræddur um að saman- burður þessara skrautmuna við okkar tíma verði okkur heldur óhagstæður þegar fólk fer að skoða þá eftir nokkur hundmð ár - ef Norður-Evrópa verður þá ekki komin undir jökulóða frostvinda nýrrar ísaldar. Rakst á það sem National Geographic hefur eftir þýzkum klerki frá 11. öld í víkingaeintaki sínu, þ.e. að íslendingar hafi eng- an konung haft, lögin séu þeirra konungur. En þó held ég tungan sé kóróna okkar og stolt, landið og tungan, en lögin hafa því mið- ur sett niður eftir ólögin sem skipta okkur nú í tvær þjóðir, kvótaþjóðina sem allt á - og svo hina. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.