Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 13 FRÉTTIR Tilkynning um bát í vanda gabb? TILKYNNING barst til Reykjavík- urradíós um klukkan tvö í gær í gegn- um talstöð, að bátur ætti í vandræð- um út af Faxaflóa. Tilkynninga- skyldunni og Landhelgisgæslunni var gert viðvart og skip og bátar á Faxa- flóasvæðinu beðnir að svipast um. Eins var reynt að kalla bátinn upp í gegnum talstöð, en án árangurs. Þyrla vai' send til leitar, en starfsmað- ur Gæslunnar telur líklegt að um gabb hafí verið að ræða. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um klukkan þrjú til að svipast um eftir bátnum, en lenti al'tur í Reykjavík um klukkan hálffimm án þess að finna neitt. Að sögn starfsmanns í stjómstöð Landhelgisgæslunnar var skráningar- númer bátsins, sem gefið var upp, af bát sem var afskráður fyrir 16 árum. Hann sagði að til öryggis hefði verið farið að grennslast fyrir um bátinn, ef vera kynni að ekki hefði verið farið með rétt skipaskráningarnúmer. ÍÞRÓTTAMÖNNUNUM sem kepptu á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney var í fyrrakvöld boðið í ráðherrabústaðinn af Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og Páli Péturssyni félagsmála- ráðherra. Á myndinni eru auk ráðherranna, Bjarki Birgisson, Pálmar Guðmundsson, Gunnar Örn Ólafsson, Einar Trausti Sveinsson, Geir Sverrisson, Kristín Rós Hákonardóttir Ól- ympíumótsfarar. Ellert B. Schram forseti Iþróttasambands Islands er lengst til vinstri og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Iþróttasambands fatlaðra lengst til hægri. Hlíf vill 35-40% hækk- un lágmarkslauna VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Hlíf í Hafnarfirði fer fram á að lægstu laun félagsmanna sem starfa hjá ríkinu hækki um 35-40% á næsta samningstímabili. Félagið samdi við Samtök atvinnulífsins í vor um 30% hækkun lágmarkslauna. Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Hlífar, sagði að frá því að Hlíf og önnur félög sem tóku þátt í Flóabandalaginu sömdu í vor hefði ýmislegt farið á verri veg. Samningur Flóabandalag- sins hefði byggst á þeirri for- sendu að verðbólga myndi minnka. Það hefði hins vegar ekki gengið eftir. Verðbólga hefði aukist, vextir hefðu hækk- að og matvöruverð hefði hækk- að. Hlíf yrði að taka mið af þessu í kröfugerð sinni á hendur rík- inu. Sigurður sagðist ekki telja 35- 40% hækkun neina ofrausn. „Kennarar fara fram á verulegar hækkanir bara til að vera við- ræðuhæfir. Ef þeir kvarta yfir sínum 130-160 þúsund ki’óna launum, hvað má þá maður á 75 þúsund króna launum segja, en það eru okkar lágmarkslaun í dag,“ sagði Sigurður. Hlíf er búin að vísa kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemj- ara. Sigurður sagði að ástæðan fyrir þessu væri ekki sist sú að Hlíf hefði átt í miklum erfiðleik- um með að ná fundum samning- anefndar ríkisins, sem væri mjög upptekin þessi misserin. Það lægi við að brotinn hefði verið lögbundinn réttur á félaginu hvað þetta varðar því félagið hefði varla fengið tækifæri til að kynna nefndinni kröfur félags- ins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ólympíumótsförum boðið í ráðherrabústaðinn SKÝRR endurgreiðir gjald vegna pappírs- lausrar tollafgreiðslu RÍKISTOLLSTJÓRI gerði munn- legan samning við SKÝRR hf. um umsýslu með pappírslausri tollaf- greiðslu og innleiddi SKÝRR gjaldtöku fyrir þessa þjónustu en áður var tollafgreiðsla hjá Ríkis- tollstjóra án endurgjalds. Innflutn- ingsfyrirtækið Tækja Tækni ehf. sætti sig ekki við það að vera sett í viðskipti við SKÝRR án þess að hafa viðskiptalega samningsstöðu í málinu og greiddi fyrirtækið mán- aðarlegt gjald og sérstakt stofn- gjald til SKÝRR fyrir þessa þjón- ustu með fyrirvara. SKÝRR hefur nú endurgreitt fyrirtækinu allan útlagðan kostnað. Að sögn Magnúsar Jóns Árna- sonar, framkvæmdastjóra Tækja Tækni, hefur ríkistollstjóri fallist á það sjónarmið fyrirtækisins að heimild SKÝRR til gjaldtöku sé ekki fyrir hendi. Ríkistollstjóri segir hins vegar í samtali við Morgunblaðið að hann telji SKÝRR hafa fulla heimild til gjald- töku en málið snúist um hversu hátt endurgjaldið eigi að vera. 200 fyrirtæki í viðskiptum við SKÝRR 15. september sl. 15. september sl. höfðu 200 fyr- irtæki fengið aðgang að pappírs- lausri tollafgreiðslu í gegnum SKÝRR og fullvíst má telja að þau séu orðin enn fleiri nú þar sem lög kveða á um að öll innflutningsfyrir- tæki skuli skila tollskýrslum á tölvutæku formi frá og með næstu áramótum. Fyrirtæki sem starfa að innflutningi hér á landi eru talin vera hátt í fimm þúsund. Líklegt þykir ennfremur að önnur fyrir- tæki eigi rétt á endurgreiðslu líkt og Tækja Tækni. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru frá Alþingi áttu allar toll- skýrslur að vera gerðar á tölvu- tæku formi frá og með 1. janúar 2000. Með nýjum lögum var síðan gildistökunni frestað til janúar 2001. Mörg innflutningsfyrirtæki hafa hins vegar nýtt sér skjala- lausa tollafgreiðslu allt þetta ár og hluta af árinu 1999. Magnús Jón segir að kerfið virki vel og mikið hagræði sé af því að þurfa ekki að fara sérstakar ferðir til tollstjóra til að afgreiða tollskjöl. Það hafi hins vegar komið á óvart að greiða þurfti sérstakt stofngjald sem var 25.000 kr. og síðan mánaðarlegt notkunargjald, tæpar 3.000 kr. með virðisauka- skatti, sem hvert einasta fyrirtæki þarf að greiða sem notar þessa þjónustu. Ekkert gjald er tekið fyrir afgreiðslu tollskýrslna hjá ríkistollstjóra. Sum fyiirtæki keyptu í leiðinni aðgang að öðrum gagnagrunnum og greiða allt að 6.000 kr. í notkunargjald á mánuði. Magnús Jón segir að sömuleiðis hefði það komið sér á óvart að reikningarnir voru allir útgefnir af SKÝRR. Tækja Tækni sendi fyrirspurn til ríkistollstjóra og SKÝRR um mál- ið. Fyrirtækið benti á að hvorki væri kveðið á um það í lögunum né reglugerð um pappírslausa tollaf- greiðslu að fyrirtæki skyldu vera í viðskiptum við SKÝRR. Tækja Tækni gerði fyrst athugasemd við þetta í febrúar á þessu ári og málið var til lykta leitt í október sl. „Þetta stenst ekki lög og hvergi er kveðið á um þetta í reglugerð- um. Ríkistollstjóri hafði ekki heim- ild til þess að láta málið fara í þennan farveg. Þetta hefur nú ver- ið viðurkennt. Ég hef fengið afsök- unarbréf frá SKÝRR og ávísun fyrir öllum útlögðum kostnaði. Rík- istollstjóri hefur jafnframt tilkynnt fjármálaráðuneytinu að þessi að- ferð gangi ekki upp,“ segir Magnús Jón. Enginn skriflegur samningur Hann krafðist þess jafnframt að ríkistollstjóri afhenti sér afrit af samningnum sem embættið átti að hafa gert við SKÝRR, þar sem gjaldtakan hlyti að vera byggð á þeim samningi. Magnús Jón segir að ríkistollstjóri hafi ekki getað af- hent sér hann enda skriflegur samningur aldrei verið gerður milli þessara aðila. Aðeins hafi verið um munnlegan samning að ræða. Magnús Jón innti Ríkistollstjóra- embættið eftir svörum um hvernig staðið væri að skjallausum við- skiptum með tollskýrslur og samn- ing og tengsl ríkistollstjóra við SKÝRR um þau málefni. Óskað var eftir upplýsingum um hverjir sömdu um gjaldtöku vegna stofn- kostnaðar og prófunar kerfisins sem og mánaðargjaldið. Spurt var hvort gerð hefði verið verðkönnun á þessum viðskiptum. Einnig var spurt hvort farið hefði fram opinbert eða lokað útboð vegna þessarar þjónustu. Óskað var eftir almennum upplýsingum um á hvaða lagagreinum samning- ar SKÝRR og ríkistollstjóra byggj- ast. Loks var óskað eftir upplýs- ingum um málið í heild sinni, aðdraganda þess og framvindu og ástæðu þess að samið var við SKÝRR. 15. september barst svar frá rík- istollstjóra. Þar kemur m.a. fram að SKÝRR og Ríkistollstjóraembættið hófu samskipti vegna tölvuvinnslu toll- skjala 1985 og á þeim tíma var ákveðið, í samráði við fjármála- ráðuneytið, að forritun og vistun tollakerfisins yrði hjá SKÝRR. Einnig kemur fram að ríkistoll- stjóri samdi ekki við SKÝRR um gjald fyrir pappírslausa tollaf- greiðslu. Embættið hafi hins vegar lagt áherslu á við SKÝRR að verð- lagning á þessari þjónustu yrði haldið í lágmarki. Þá kom fram í svarinu að engin verðkönnun eða útboð fóru fram vegna þessarar þjónustu en ríkistollstjóri benti á að þar sem aðrir aðilar geti ekki veitt þessa þjónustu, nema því að- eins að tollakerfið sé í heild sinni vistað annars staðar, hafi verið samið við SKÝRR. 12. október sl. voru fulltrúar Tækja Tækni boðaðir á fund með ríkistollstjóra. Niðurstaða fundar- ins var, að sögn Magnúsar Jóns, sú að heimild SKÝRR fyrir gjaldtöku fyrir skjalalaus tollskjöl er ekki lengur fyrir hendi í þeirri mynd sem verið hafði. Gjaldtakan byggð á samkomu- lagi við ríkistollstjóra Hreinn Jakobsson, forstjóri SKÝRR, segir að fyrirtækinu Tækja Tækni hafi verið endur- greiddur sá kostnaður sem fyrir- tækið hefði haft af þessu. Fram- kvæmdastjórinn hefði verið ósáttur við þjónustu SKÝRR. „Við höfum rekið upplýsingakerfi ríkistoll- stjóra og þetta er hluti af þeirri þjónustu sem við höfum verið að veita,“ sagði Hreinn. Aðspurður um hvort samningur hefði verið gerður milli ríkistollstjóra og SKÝRR sagði Hreinn að almennur rekstrarsamningur væri í gildi milli þessara aðila um rekstur á upplýsingakerfunum. Hann vildi hins vegar ekki svara því til hvort skriflegur samningur hefði verið gerður milli SKÝRR og ríkistoll- stjóra um að SKÝRR veiti þjón- ustu um rafræna afgreiðslu toll- skjala. Hann sagði að gjaldtakan hefði verið byggð á samkomulagi við rík- istollstjóra og ákveðin af SKÝRR og ríkistollstjóra. Hreinn var spurður hvort SKÝRR hygðist endurgreiða öðrum fyrirtækjum sem fengu svipaða þjónustu og Tækja Tækni. Hann sagði að ef fyrirtæki væru ósátt við þjónust- una yrði það skoðað í hverju tilviki fyrir sig. Jafnframt yrði allt þetta mál tekið til skoðunar í nánu sam- starfi við ríkistollstjóra. „Við erum með samkomulag við ríkistollstjóra um þessa þjónustu og ég veit ekki annað en menn hafi verið ánægðir með hana. Hún hef- ur sparað fyrirtækjum mikinn tíma og framtíðin liggur í því að geta gert þetta með rafrænum hætti. En ef eitthvað er að þjónustunni erum við að sjálfsögðu tilbúnir að skoða það,“ sagði Hreinn. I endurskoðun hjá fjármálaráðuneytinu Sigurgeir A. Jónsson ríkistoll- stjóri segir að SKÝRR hafi fulla heimild til þess að innheimta fyrir þá þjónustu sem fyrirtækið veitir. Spurningin snúist fyrst og fremst um hversu mikið endurgjald á að innheimta fyrir hana. Hann segir að gerður hafi verið munnlegur samningur við SKÝRR þegar tölvuvæðing embættisins fór af stað í kringum 1989. Á þessum tíma átti ríkið og Reykjavíkurborg fyrirtækið. Sá samningur hafi verið látinn haldast. Enginn skriflegur samningur hafi verið gerður milli embættisins og SKÝRR um þessa tilteknu þjónustu. Ríkistollstjóra- embættið hafi enga tölvudeild til að sinna slíkum verkefnum. Sigur- geir segir að þessi mál hafi verið í endurskoðun hjá fjármálaráðu- neytinu og hann kveðst gera ráð fyrir því að tekið verði á þeim og þau leyst. Aðspurður um hvort ekki hafi komið til greina að hafa útboð um þessa þjónustu sagði Sigurgeir að ákveðinn grunnsamningur hefði verið gerður af hálfu fjármálaráðu- neytisins við SKÝRR. Síðan séu gerðir aðrir samningar við fyrir- tækið um ýmsar framkvæmdir. „Það er erfitt að eiga við útboð á þessu vegna þess að öll okkar gögn eru miðlæg og við þurfum að sækja þau inn í gagnasafnið hjá SKÝRR. En hvernig þetta þróast í framtíð- inni get ég ekki tjáð mig um,“ sagði Sigurgeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.