Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Af her- bröggum Braggahverfið Camp Herold á Grettisgötu, milli Rauðarrárstígs og Snorrabrautar var eitt hið fyrsta sem byggt var í Reykjavík. Svona endaði ævintýrið, síðustu braggarnir á Skólavörðuholti um 1960. Ljósmyndari Páll Einar Sigurðsson. LJOSMYIVPIR Listasaín Rejkja- víkur — llafnarhúsi UNDIR BÁRUJÁRNS- BOGA HELGA HANSEN/ JÓN BJARNASONFRÁLAUG- UM PÁLL SIGURÐSSON Opið alla daga frá 12-18. Til 31. desember. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. Sýning- arskrá/bók 4.500 krónur. FÁTT hefur vakið meiri athygli í bókavertíðinni en útkoma veglegs rits um braggalíf í Reykjavík á ár- unum 1940-1970, og ekki vonum fyrr að sú saga yrði skráð. Tekur yfir ein- stakt tímabil í sögu þjóðarinnar með uppgangi á öllum sviðum efnahags- lífsins sem á sér enga hliðstæðu, við- varandi fólkflutninga á höfuðborgar- svæðið ásamt yfirþyrmandi útþenslu þess. Til skamms tíma hefur verið fullhljótt um þetta merkilega tímabil mikilla hvarfa, einangrun þjóðarinn- ar rofin á einni andrá, landið vett- vangur stríðsátaka á heimsvísu. Og þótt minnst af þeim færi fram á láði hér fóru grimmileg átök og hermd- arverk fram í hafinu umhverfis land- ið, sem menn urðu meira og minna varir við. En í stað þess að reisa tímabilinu minnisvarða í ljósi þess að við eigum hersetunni og almættinu að þakka að landið varð ekki blóð- völlur, höfum við valtað yfir svo til allar menjar frá stríðsárunum og ekki sést enn fyrir í þeirri skamm- sýni. Ekki hlutverk mitt að fjalla um sjálfa bókina, heldur víkja að sýn- ingu nokkurra ljósmynda í einum sal Listasafns Reykjavíkur er fylgir henni úr hlaði og vakið hefur drjúga athygli. Um að ræða samstarfsverk- efni listasafnsins, JPV forlagsins, ís- lenzka myndasafnsins og Eggerts Þórs Bernharðssonar sagnfræðings í formi mikið stækkaðara ljósmynda þriggja áhugaljósmyndara, þeirra Páls Einars Sigurðssonar (1925- 1997) Helgu Hansen (1916-1967) og Jóns Bjarnasonar frá Laugum (1909-1967). Þær hafa verið stækk- aðar og endurunnar, og hér vel að verki staðið enda hægt að gera kraftaverk með hátækni nútímans. Það verður og lítið séð af myndunum að þetta voru áhugaljósmyndarar, sem að auk notuðust við mun ófull- komnari myndavélar en nú eru á markaðinum og a.m.k. í einu tilviki einungis Kodak- kassamyndavél. Og þótt myndirnar séu ekki margar bregða þær góðu Ijósi á lífið í og utan bragganna eftir stríð er húsnæðis- lausir og aðkomu- fólk flutti í þá. Hefði verið næsta forvitnilegt ef upp- runalegu myndim- ar hefðu einnig verið til sýnis og helst myndavél- amar líka en slíkt tíðkast mjög á skyldum fram- ningum ytra. Ef svo áttar skoðand- inn sig öllu betur á hvað sé ljósmynd- arans og hvað end- urvinnslunar sem er annars illkleift Hins vegar er auðséð að ljósmynd- ararnir höfðu gott auga fyrir mynd- efninu, að myndatakan var þeim mikið hjartans mál og allir unnu þeir frábært verk til sjónrænnar skjal- festingar þessa tímabils. Það er helst að ótal minningar ryðjist fram úr sálarkirnu rýnisins við hverja skoðun sýningarinnar. Umskiptin við hemámið upplifði ég írá fyrsta degi sem hvetur mig til að víkja hér örlítið að ýmsum lifunum mínum er skara sviðið. Átti heima í fallegu timburhúsi þar sem nú er Búnaðarbankinn við Hlemm, og svo skeði snemma morguns föstudaginn 10. maí 1940 að ég var sem oftar sendur út í mjólkurbúð og skyldi koma til baka með tvo lítra í þar til gerðum flöskum. Þetta var lítið og létt verk, búðin á Laugaveginum sunnan megin ofar Vatnsþrónni svo- nefndu. Er ég kom út með flöskum- ar, sína í hvorum handarkrikanum, vakti smáhópur fólks hinum megin við götuna er mændi til hafs forvitni mína. Þótt mér væri fyrirlagt að hafa hraðann á hljóp ég yfir götuna til að aðgæta hvað væri að ske, kannski væri kviknað í, en er yfir kom blasti við mér floti herskipa á ytri höfninni og var mér sagt að þar væru Bretar á ferð, komnir til að hernema landið. Varð mér svo mikið um að ég missti aðra flöskuna sem mölbrotnaði og hvítur vökvinn rann niður í átt að Vatnsþrónni. Hafði hraðann á heim á leið og er þangað kom sagði ég mikl- ar fréttir. Ég fékk þannig hernámið í æð og vel það, því nú gerðust miklir atburð- ir, fyrst voru reist stór tjöld á auðum blettum víðsvegar um borgina og fyrr en varði var farið reisa bragga- hvefi á mótum Rauðarárstígs og Grettisgötu sem fékk nafnið Camp Herold. Fylgdist ég grannt með vinnubrögðunum allt frá því fyrstu plöturnar voru lagðar og jámbog- arnir reistir, einnig er upp risu önnur hverfi, eitt í holtinu ofar Þverholts, annað ofarlega við Háteigsveg, Camp Sherwood, og enn nýtt við vatnsgeyminn gamla, sem fékk nafn- ið Tower Hill Camp. Á undraskömm- um tíma risu þessi braggahverfi og mál þróuðust svo að ég fór að selja fréttablöð útgefin á ensku í þeim sumum. Kynntist að vonum fjölda hermanna, meðal annars einum hershöfðingja að ég held, sem lét dreifa blaðabunkanum mínum um Camp Sherwood og Tower Hill, gegn því að ég hlustaði með sér á klassíska tónlist sem hann spilaði á forláta ferðagrammófón, og var það meira en vel þegið. Miðað við ýmsa kofa, smáhýsi og hrófatildur í nágrenninu töldust braggarnir góðar vistarver- ur, í öllu falli á meðan hermennirnir bjuggu í þeim en þeim var lagið að hita þá upp, jafnvel í verstu vetrar- kuldum. Og margt fleira kunnu þeir fyrir sér varðandi þá list að halda í sér hita, meðal annars kenndu þeir íslendingum að hafa glóð í tunnum utan dyra sem þeir gætu ornað sér við í vetrarkuldunum, sem var al- geng sjón í Bretavinnunni. Strangur agi ríkti innan stóru braggahverf- anna sem voru harðlokuð óviðkom- andi og þessi agi var giska nýstárlegt fyrirbæri á útskerinu einangraða. Sem blaðasölustrákur var ég nokkur undantekning, ekki síst eftir að ég vingaðist við hershöfðingjann, en herinn kom með fleira í fararteskinu en stríðsvélar og aga, en það var mesti inflúensufaraldur sem heijað hafði á Bretland á öldinni, fylgdu sjúkdómnum margir fylgikvillar, einkum ýmiss konar bólgur innvort- is, svo sem lungna og heilahimnu. Varð ég fyrir því að smitast í marz 1941 og lauk þá þessu viðburðaríka tímabili í lífi mínu, en í stríðslok og þar til herinn hélt smám saman brott varð ég fyrir vissa skikkan heima- gangur í hverfinu ofar Þverholts ásamt tveim skólafélögum mínum. Þekki hins vegar öllu minna til inniviða braggahverfanna eftir að þau urðu bústaður aðfluttra og hús- næðislausra, en vandamálið mikið til hið sama og gerðist við aðstreymi til stórborga ytra í upphafi iðnvæðing- ar. Hér var engin pólitík eða mann- vonska í spilinu, einungis til muna meira hraðfara þróun en menn höfðu reiknað með, og hvað ísland snerti umskipti sem enginn átti von á með öllum þeim óhjákvæmilegu afleiðing- um er í kjölfarið fylgdu og erfiðlega gekk að greiða úr. Braggarnir voru að sjálfsögðu bráðabirgðahús- næði og misvel staðið að bygg- ingu þeirra og ein- angrun, hins veg- ar raun að fylgjast með hnignun þeirra og niður- níðslu. Sum hverf- anna voru að lok- um líkust aumustu fátækrahverfum, kaun á ásjónu borgarinnar, og þó ekki sjaldgæft að fínir eðalvagn- ar væru fyrir dyr- um og fólkið vel til haft sem settist inn í þá. Sjálfur hélt ég ásamt mörgum fleirum til í stórum her- bragga er ég var í fyrirhleðsluvinnu við Markarfljót á árunum eftir stríð og voru það prýðilegar vistarverur sem héldu vel veðri og vindum. Loks eru þrengsli afstætt hugtak hvað vistarverur snertir, fer eftir því hve vel menn kunna sig og innrétta, og á þessum árum hafði landinn víða ekki úr fleiri rúmmetrum að spila í húsum sínum en hermennirnir. Til voru þeir sem kunnu til verka og minnist ég þess hve Sigurður Sig- urðsson listmálari er lengi bjó í Múlakampi hafði komið sér vel fyrir, innréttað og byggt við braggann sinn af smekkvísi og listfengi þannig að alltaf var sérstök lifun að sækja hann heim... Hér hefur verið unnið gott og þarf- legt verk og sé þetta til marks um breyttan hugsunarhátt til her- námsáranna er um að ræða mikla framför, og gild ástæða fyrir sem flesta borgarbúa að leggja leið sína á Listasafn Reykjavíkur. Astæða til að vísa einnig til þess að á efri hæð er frábær sýning, ísland öðrum augum litið, sem upplýsir og undirstrikar að ekki bjó öll þjóðin í moldarkofum á árum og öldum áður. Bragi Ásgeirsson Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema og gjafajólin Trölli KVIKMYNDIR Rfóhöllin, Laugarásbíó TRÖLLISTELUR JÓLUNUM - HOW THE GRINCHSTOLE CHRISTMAS ★ ★★ Leikstjóri Ron Howard. Handritshöfundur Jeffrey Price, byggt á sögu Dr. Seuss. Tónskáld James Horner. Kvikmyndatökustjóri David Peterman. Aðalleikendur Jim Carrey; Jeffrey Tambor, Taylor Momsen, Christine Baranski, Anthony Hopkins, Bill Irwin. Sýningartími 100 mín. Bandarísk. Universal. Árgerð 2000. JÓLAGJAFIR samtímans stjórnast af svipuðu lögmáli og bíómyndir. Þær þurfa að verða stærri, flottari og dýrari með hverju árinu. Að vissu leyti er þessi óheillaþróun undirstaðan í aðaljólamyndinni í ár, Tröllinu sem stal jólunum, eða How the Grinch Stole Christmas, eins og metnaðarlitlir forráðamenn kvik- myndahúsa kjósa að kalla nýjustu Carreymyndina. Á þessu eiga börn og óvitar að tönnlast. Nóg um það. Tröllið... er byggt á frægri barnabók sem segir af Trölla (Jim Carrey), sem er e.k. „Ijóti and- arunginn" í Hverbænum. Ungum var honum útskúfað úr samfélag- inu sökum ljótleika og illgirni, hef- ur síðan ásamt hundstík sinni þrif- ist á úrgangi frá bæjarbúum. Leggur fæð á mannfólkið og aldr- ei fer það meira fyrir brjóstið á honum en á sjálfri jólahátíðinni. Þá eru allir svo glaðir og reifir, ekki síst yfir gjöfunum. Þá verður h'til telpa, Cindy (Taylor Mom- sen), til að vekja tilfinningamar aftur til lífsins í loðnu brjósti Trölla. Vissulega ágæt fjölskyldumynd þótt hún sveiflist nokkuð milli hressilegs farsa og mikillar vellu, einkum í nokkrum söngatriðum, sem gjaman hefðu mátt lenda í skæriskjöftum klipparans. Tón- skáldið James Horner hefur oftast gert betur. Ron Howard leikstýrir af kunnri fagmennsku og tekst að halda taugakerfi myndarinnar í jafnvægi og undirstrika mannlega þáttinn, þrátt fyrir milljóndala- brellur og íburðarmikinn umbún- að. Inntak myndarinnar er áminn- ing til okkar um að þrátt fyrir æ heimtufrekari gjafajól sé það gleðin sem kemur innan frá sem er mikilvægust á hátíð Ijósanna. Að þessu leyti ætti Tröllið... að hafa jákvæð uppeldisleg áhrif, sem vægast sagt sjást lítið eða heyrast í darraðardansi neyslu- þjóðfélagsins, auglýsingaskrumi og skarttildri jólamangaranna. Einn maður öðmm fremur á mestan þátt í að koma boðskap Dr. Seuss til skila og sá er vita- skuld stórleikarinn Carrey. Bregst ekki frekar en endranær og gerir Tröllið að jafn marg- slungnu fyrirbrigði. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.