Lögberg - 26.07.1956, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.07.1956, Blaðsíða 1
s=- . SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST i In Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Y< Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer 69- ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 26. JÚLI 1956 NÚMER 30 Silfurbrúðkaup að Vogar Nýr prófessor við íslenzkudeild Manitobahóskólans Dr. Valdimar J. Eylands, sem nú er staddur á íslandi ásamt frú sinni, sýndi IsiíítH'r^i þri góðvlld, að senda því úrklippu úr Morgunblaðinu í Reykjnvík frá 18. júlí, þar sem birt er samtal við prófessor Harald Bessason, hinn nýskipaða prófessor við fslenzkudeild Masitobadáskólans; skal þessi liugulsemi liér með þökkuð. Á sunnudaginn hinn 1. Þ-rn., var gestkvæmt á hinu rúmgóða og vingjarnlega úeimili Björns kaupmanns Eggertssonar og frúar hans Ingibjargar Jónsdóttur frá Sleðbrjót í Vogabygð. Tilefni þessa mannfagnaðar var það, að þá um daginn áttu hin merku og vinsælu hjón, John Johnson (Jónsson) frá Sleðbrjót og frú hans Annie silfurbrúðkaup og höfðu ætt- menni þeirra og venzlalið safnast saman á áminstu heimili til að hylla þau og flytja þeim árnaðaróskir; enda mun það mála sannast, að því er Lögberg hefir frétt, að þar hafi hvorki skort gleði né góðan fagnað. Silfurbrúðhjónin njóta al- mennrar lýðhylli sakir traustr- ar skapgerðar og hollrar þátt- töku í velferðarmálum bygð- arlags síns; silfurbrúðguminn er maður rökvís og hygginn svo sem hann á kyn til, en frú Ujóðræknisdeildin „Gimli“ oafði fund s.í. þriðjudags- hvöld í Skautaskálanum. Það voru gefnir $25.00 til Gimli- grafreitsins. Ráðgert var að homa á skemtisamkomu við fyrsta tækifæri. Forseti las stutta skýrslu af starfi Þjóð- ræknisþingsins s.l. febrúar. — Áð vanda var skemtiskrá að fundarstörfum loknum. — Skemtu þar ungar stúlkur °ieð íslenzkum söng, sem Mrs. Sylvia Kardal stjórnaði. Mrs. fh G. Sigurdson hafði fram- sögn úr ljóðum Friðþjófssögu, hún skýrði söguna í stórum úráttum og var unun að hlusta bæði á skýringar og framsögn. Séra Bragi Friðriksson og hæjarstjóri Barney Egilsson óvörpuðu fundinn. Endað var almennum söng og síðast haffidrrykkju og góðum veit- ir*gum. ----0---- S.I. fimtudag fór fram vígsla ^amp Robertson” sjúkra- hússins að Gimli (eða Loni Beach). Um tvö hundruð 'hanns var viðstatt. Gamla sjúkrahúsið var orðið ébfull- n®gjandi, og hefir þetta nýja sjúkrahús verið byggt fyrir gjafir frá “United Church” ^oðlimum og félögum í Mani- f°ba. Er það ætlað til sumar- bústaðar þeim er hafa haft Polio”, einnig sjúklingum í afturbata, eldri konum og hj ólastóla-tilfellum, sem að hirkjan og velferðarstofnanir hans, sem er kennslukona að sérmentun, hin góða dís, sem verið hefir verndarengill manns síns og sona. Tengdabróðir silfurbrúð- gumans, Mr. Eggertsson, bauð gesti velkomna og fékk silfur- brúðhjónunum að gjöf vand- aðan silfurborðbúnað fyrir hönd vina og vandamanna, er þau þökkuðu með viðeigandi hlýyrðum. Silfurbrúðhjónin eiga tvo einkar mannvænlegá sonu, William John og Edmund Paul, er færðu foreldrum sín- um fagrar gjafir og fylgdi sá síðarnefndi þeim úr garði með ljúfum þakkarorðum. Svo sem vænta mátti var gnótt margbrotinna veitinga á takteinunum, er veizlugestir nutu með ánægju, auk þess sem þeir skemtu sér við sam- ræður og söng. Lögberg flytur silfurbrúð- hjónunum hugheilar árnaðar- óskir. og einstaklingar mæla með. Sjúkrahúsið hefir átta sjúkra- stofur, “Wards”, og eru í þeim tuttugu rúm; einnig er þar setustofa, eldhús og hjúkrun- arkonubústaður. Yfirhjúkrun- arkonan er Miss Alice Mitchell, sem hefir verið þar s.l. fjögur ár; hinar hjúkrunar- konurnar eru þær Miss Jean Thompson og Miss Jessie Kerr. W. F. Lough forseti “United Church Fresh Air Camps” stjórnarnefndar í Manitoba, byrjaði athöfnina og skýrði frá að “Camp Framhald á bls. 8 Lúterski söfnuðurinn Lundar, 50 óra Lundarsöfnuður var stofn- aður 1906 af séra Rúnólfi Marteinssyni. Söfnuður hafði að vísu starfað þar áður og var séra Jón Jónsson prestur hans. Kirkja safnaðarins var vígð 2. ágúst 1914. Margt dugandi manna og kvenna hafa unnið ötullega í þessum söfnuði og ýmsir prestar þjónað þar lengur eða skemur. Á sunnudaginn 29. júlí mun þessa atburðar verða minnst á Lundar með Guðþjónustu á ensku, kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 2 e. h. —Almenn samkoma verður síðan í samkomuhjis- inu, kl. 3 e. h. Ný sf-jórn tekur við völdum á íslandi HERMANN JÓNASSON forsætisráðherra Samkvæmt símskeyti frá Reykjavík, er dagblöð Winni- pegborgar birtu á laugardag- inn var, var þá ný stjórn tek- in við völdum á íslandi undir forsæti Hermanns Jónassonar formanns Framsóknarflokks- ins, en auk þess flokks standa að stjórninni þingmenn Al- þýðuflokksins og þingmenn Kommúnista. Stjórnarandstöðuna á þingi skipar Sjálfstæðisflokkurinn undir forustu fráfarandi for- sætisráðherra, Ólafs Thors. Þjóðverjar lækka stór- lega aðflutningsgjöld ó íslenzkum fiski 1 fréttatilkynningu, sem blaðinu hefir borizt frá skrif- stofu forsætisráðherra, er frá því sagt, að stjórn þýzka sam- bandslýðveldisins hafi ákveð- ið að lækka verulega aðflutn- ingsgjöld á íslenzkum fiski, en íslendingar hafa óskað eftir því og verið unnið að því um skeið að fá þessu framgengt. Hefir hinn hái tollur á fryst- um fiski valdið því að erfitt er að selja þessa vöru til Vestur- Þýzkalands. Var tollurinn 15% en verður nú aðeins 5%, eða þriðjungur þess, sem toll- urinn var upphaflega. Þjóðverjar hafa nú mikinn áhuga á auknum viðskiptum við ísland og hafa þess vegna talið eðlilegt og sjálfsagt að koma nú til móts við óskir ís- lendinga í þessu efni. Þá hafa Þjóðverjar enn fremur ákveðið að fella niður aðflutningsgjöld á ísvörðum fiski á tímabilinu 1. ágúst til 31. des. Þjóðverjar hafa ákveðið þetta, en ekki hefir endanlega verið gengið frá málinu, þar sem til þess þarf samþykki löggjafarsamkomu þýzka sam bandslýðveldisins. —TIMINN, 19. júní MANNASKIPTI eru nú að verða við kennarastólinn í íslenzkum fræðum við Mani- tobaháskóla, því að Finnbogi Guðmundsson prófessor hefir sagt starfi sínu lausu og cand. mag. Haraldur Bessason tekið við. — Þú laukst prófi í vor, Haraldur, er ekki svo? — Jú, ég lauk í vor prófi í íslenzkum fræðum við Há- skóla Islands og var aðalfag mitt íslenzk málfræði. — Þú ert ungur og hefir verið óvenjufljótur að ljúka námi? — Ég er 25 ára gamall og lauk námi á fimm árum. Sumum finnst það heldur stuttur tími og það getur vel verið að maður sé „snöggsoð- inn“ kandídat, eins og sagt er. — Ekki ætti það að saka. Aðalatriðið er að verða ekki „harðsoðinn“. En hvað um það. Þú ert Skagfirðingur — og auðvitað af gamalli skag- firzkri hestamannaafett? — Jaa-áá, það má kannske segja það, þekki að minnsta kosti vel til Svaðastaða- kynsins. — Er langt síðan þú tókst að þér prófessorsembættið, Haraldur? — Nei, en nú er búið að ganga frá þessu að öðru leyti en því að ég er ekki búinn að fá vegabréfið. En það er verið að kippa því í lag um þessar mundir. Hyggur goit iil glóðarinnar — Þú ert giftur? — Já, og á tvær dætur. Hálfs annars árs og tveggja vikna. — Hvernig lízt frúnni á vesturförina? — Ágætlega — og dætrun- um sérstaklega vel------- — og þér sjálfum? — Ég hlakka til að kynnast löndum vestan hafs og lízt mér að óreyndu vel á þetta allt saman. Mér þykir gott að fá tækifæri til að komast út fyrir landsteinana, því að ég hefði ekki haft efni á því að kosta mig sjálfur. Þarna fæ ég einmitt gott tækifæri til að kynnast enskri tungu og bókmenntum og er ég því einnig feginn. — Veiztu hversu margir nemendur eru í íslenzku- deildinni við Manitobahá- skóla? Ritstj. — Man það ekki nákvæm- lega, en það eru alltaf nokkrir fastir nemendur. — Hvað ætlarðu að kenna? — Veit ekki enn, hvernig ég hefi það, á eftir að hyggja nánar að öllu starfi mínu fyrir vestan. — Þeir kenna Morgunblað- ið við Uppsalaháskóla, kann- ske þú fetir í þeirra fótspor? — Það má vel vera, ef mað- ur dytti niður á snjallar greinar — —” það er sægur af þeim í Mogganum-------- — við skulum sjá til, það er ágætt að taka þetta til athug- unar. En þetta er ekkert lof- orð! Úlfar og birnir — Nei, auðvitað ekki, enda var þetta ekki hugsað nema sem góð ábending. — En segðu mér annars, eru ekki talsverð brögð að flokkadrátt- um fyrir vestan? — Veit ekkert um það. Eins og þú getur ímyndað þér, er ég harla ókunnugur bæði „andrúmslofti" og staðháttum þarna. Ég er eiginlega ný- búinn að átta mig á land- fræðilegri stöðu Manitoba- fylkis. — Hvernig leggst þetta ann- ars í þig, ertu kvíðinn? — Nee-ii, ekki get ég sagt það, ja-a kannske svolítið, en alls ekki svartsýnn. — Aðal- lega kvíði ég fyrir því að úlfar hlaupi allt í einu út úr skógin- um eða maður hitti bjarndýr á förnum vegi. Báðar þessar óýrategundir eru algengar þarna. Annars á ég eftir að kynna mér dýralífið betur, og ef það kemur í ljós að gler- augnaslöngur séu þarna líka, fer ég hvergi. En vafalaust verður maður að fá sér byssu- leyfi hið fyrsta. Vitjar föðurhúsanna Ross Thatcher sambands- þingmaður fyrir Mosse Jaw Lake Centre kjördæmið í Saskatchewan, sem sagði sig úr C.C.F.-flokknum fyrir hálfu öðru ári og sat þann tíma utan flokka á þingi, hefir nú formlega gengið í Liberal- flokkinn. ----------------------- Fréttir frá Gimli

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.