Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 1
NKVSVSVS'SVSVSVS >sasea| A«glj#iiig»r | 20 a. inegin- jj iniílsliiia; 25 A anra sináletiir. § E'Q&\3SOS III, 4 OKTOBER 1693 Eiríkur Briem. f»að hafa vanalega verið furðu margir fræðimenn á landi voru, en það sem þeir hafa lagt mesta stund á, hefur þó of lítið snert hag og þarfir þjóðarinnar og hafa þeir því tiltölulega lagt minni skerf en vænta mætti til baráttu þjóðarinnar fyrirfötum og fæði eða til þess að verja hana áföllum um ókominn tíma. Mað- ur sá er blaðið flytur mynd af í þetta sinn hefir verið einn af þeim mönnum, er telja má með undantekningun- um í þessu efni. þ»að er alkunnugt að hann er fræðimaður um marga hluti og liefir auk þess eptir faung- um með elju og áhuga tekið þátt í flestum þeim málum, er hann áleit að mættu verða til hags fyrir sveitar- félag sitt eða landið í heild sinni. Söfnunarsjóð á ís- landi stofnaði hann og hefir verið formaður hans og framkvæm- darstjóri síðan hann komst á fót 7. Nóv. 1885. Stofnun sjóðs þessa gefur allljósa hugmynd um manninn og ýms þau mál, er honum er mikill áhugi á, enda eru það varla öfgar þó stofnun þessi sé talin með hinum heillavænlegustu og viturlegustu fyrirtækjum á landi voru og ber mart til þess. Aðaldeildin, bústofnsdeildin, útborgunardeildin og ellistyrksdeildin geta allar orðið til mikils gagns hver á sinn hátt, og verður það ekki nægilega brýnt fyrir þeim, sem þess eru um komnir, að leggja fé til deilda þessara, og getur það i framtíðinni orðið til ómetanlegs hags fyrir landið. Væri hin svonefnda »æfinlega erfingjarenta« notuð að mun, mundi það ekki aðeins verða til þess að bjarga mörg- um mönnum frá því aðverðu öreigar, lield- urmundiþað og,þegar stundir líða fratn, gera miklu meira til þess að halda mönnum í landinu heldur en margar blaðagreinar, hve sannfærandi sem mönnurn kunna að þykja þær. Og þá mundi það ekki síður verða til inikils hagn- aðar ef sveitafélögin vildu stofna sjóði, til þess að létta á þeirri byrði sem leiðir af ómagaframfærzlunni á íslandi og ættu þau nú ekki leingur að láta það dragast að gera nokkuð í þá átt. Eiríkur Briem er fæddar 17. Júli 1846 á Melgraseyri í ísa- fjarðarsýslu, en þar var faðir hans, Eggert Briem, þá sýslumaður en móðir lians var Ingibjörg Eiríksdóttir, sýslumanns Sverris- sonar (f 1890) og er hann elztur barna þeirra. 1849 fluttist hann með foreldrum_ sínum norður í Eyjafjörð og ólst þar upp á Espihóli, en fór í Reykjavíkurskóla 1860. Stúdentapróf Eiríkur Briem.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.