Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 2

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 2
Bókasafnið 2. tbl. 1. árg. 1974 RITS i JÓRN: l’áll Skúlason, ritstj. Eiríkur Hreinn Finnbogasou Sigrún Klara Hannesdóttir Stefán Júlíusson Súsanna Bury BLAÐAMAÐUR: Elfa Björk Gunnarsdóttir FORSÍBA: Torfi Jónsson, auglýsingastofa SETNING OG PRENTUN: Prentsmiðjan Hólar hf. HEIMILISFAN G: Bókasafnið, c/o Páll Skúlason, Pósthólf 967, Revkjavík. íslenzka pjóðm er bókelsk, en sama verður naumast sagt um islenzka ríkið. Það virðist fastheldið á fé við bcekur og bókarmennt og tómlátt gagnvart bókastundi almenn- ings. Hér er bókanotkun sennilega meiri á einstakling en i noltkru öðru landi veraldar, en tiltölulega mjög litlu fé er varið af opinberum aðilum henni til aðhlynningar. A mestu uppgangstímum almenningsbókasafnanna viða um heim, sem eru tveir síðustu áratugirnir, eru islenzku al- menningsbókasöfnin svelt fjárhagslega. Ekki eiga pó allir opinberir aðilar hér óskilið mál. Sum islenzlt sveitarfélög hafa unnið stórvirki i bókasafnsmálum sinum, reist ný og góð hús yfir starfsemina og reyna síðan að veita henni viðunandi rekstrarfé. En íslenzka rikið hefur gcett pess vel að halda sigfjarri slikum menningarframkvœmdum. Þó eru hér i gildi lög um almenningsbókasöfn, sem skylda ríkið til pátttöku i uppbyggingu peirra og rekstri. En pau eru orðin 12 ára og svo lírelt, að pau verða nú meira til ópurftar en gag7is. Þau voru hœttulega gölluð strax i upphafi — f járframlög pá pegar skorin við nögl og engin ákvæði um hækkun peirra með hœkkandi verðlagi. Það sem lágt var 1963 er pó orðið a. m. k. sex sinnum lægra nú og sjá pá allir i hvert óefni er komið. Þeir sem settu pessi lög án visitöluálivæða hljóta að hafa gert ráð fyrir sifelldri endurskoðun peirra með breyttu verðlagi. En slíkt hefur ekki fengizt gert. prátt fyrir eftir- rekstur, og mætti raunverulega líta svo á, að rikið skuldi orðið almenningssöfjiunum stórfé veg7ia of lágs fjárfram- lags miðað við verðmæti siðast liðin 11 ár, pó að lagabók- stafurinn vilji e. t. v. ekki viðurkenna pað. Vitaskuld er hinn langi frestur rikisvaldsins á leiðrétt- ingu mála almen7iingsbókasaf7ian7ia i raini ekki a7inað en tilræði við pessar stof7ianir, tilræði sem hefur eyðilagt mörg söf7i og alls staðar hamlað eðlilegri próun i bóka- safnsmálum lanclsins. Úr bókunum höfum við pó mennt- unina og upplýsingarnar, sem við purfum á að halda. Hvaðan ættum við að hafa slikt annars, a. m. k. eftir að skóla lýkur? Og hvaðan ættum við að fá pær bækur, sem við purfum á að halda og eigum ekki sjálf, ef ekki væru bókasöfn? Slikar spurningar parfnast ekki svars. Mál er til komið, að ráðamenn pjóðfélagsins hætti að lita á bókasöfnin eins og munað, sem spara megi fé við, hvenær sem hentugt pykir. Bókasöfnin eru pjóðfélagsleg nauðsyn jafnt i dreifbýli sem péttbýli. Megi kvennaárið verða hið langpráða skilningsár ráðamanna í pessu efni, fyrst pjóð- hátíðarárið varð pað ekki. E. H. F. 34

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.