Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 17
LAUGARDAGVR 2S .JÚLÍ 19 9 8 -33 D^ur, LÍFIÐ í LANDINU L I Séra George erljúfur, mildurog ákveðinn en samt létturá brún og brá. Þessum eðlisþátt- um hefurhann beitt óspart við að ola upp kynslóðiríslendinga í Landakotsskóla. Og orðið vinsæll fyrir. „Uppeldið heima í Hollandi var mjög djúpkristilegt þó að það væru engar öfgar; með morgun- bæn, borðbæn, kvöldbæn. Frá sex ára aldri fór ég daglega í messuferð. Þetta var sjálfsagður hlutur og það sama gilti um bekkjarsystkini mín, sem nú eru orðin afar og ömmur,“ segir séra George, fráfarandi skólastjóri Landakotsskóla. Margir Islendingar þekkja séra George enda hefur hann kennt í og stýrt Landakotsskóla í marga áratugi og lagt þar sitt af mörk- um til uppeldis Islendinga sem hafa vaxið úr grasi og orðið góðir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Séra George hefur ávallt náð góðu sambandi við nemendur sína án þess þó að agann hafi skort í skólastarfinu. Hann hefur sparkað með þeim bolta og gengið á fjöll og á sínum yngri árum fór hann jafnvel með þeim í hjólaferðir. A sama tíma hefur honum tekist að vinna ást og virðingu barnanna. Aldrei hefur skort á agann. Þegar séra George hefur viljað þögn hefur þögn ríkt í hópnum. Séra George er Hollendingur að uppruna en lítur meira á sig sem Islending en Hollending. Hann fæddist 5. apríl árið 1928 í Limburg-sýslu í Hollandi og var einn sjö systkina. Hann var 12 ára þegar seinni heimsstyij- öldin hófst og man vel eftir þeim tíma. íslendingar eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað áhrif stríðið hafði á líf fólks en séra George segir að það hafi verið „hrikaleg lífs- reynsla". Rómantíktn hvarf fljótt „Það skeði oftar en einu sinni að við vorum niðri í kjallaranum þegar loftárásir voru að nótt- unni. I fyrstu þótti þetta svolítið spennandi því að þá fékk maður að sofa út morguninn eftir en það stóð ekki mjög lengi. Fljót- lega var öll rómantíkin horfin af þessu. Matarskorturinn fór að koma í ljós og annar skortur," riíjar hann upp. - Voni þetta erfiðir tímar? „Maður gerði sér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á að maður lifði í stöðugri spennu og ekki miklar líkur á því að maður jafn- aði sig fullkomlega á eftir. Þetta er reynsla sem fylgir manni í líf- inu. Þegar maður heyrir stríðs- fréttir núna, til dæmis frá fyrr- um ríkjum Júgóslavíu, getur maður betur lifað sig inn í ástandið og gerir sér betur grein fyrir því hvernig fólkinu þar líð- ur. Hjá okkur var alltaf von á að stríðinu Iyki, þó að vonin hafi að vissu leyti verið lítil fyrstu þijú árin þegar Þjóðverjar unnu hvern sigurinn á fætur öðrum. Frá árslokum 1943 var maður farinn að sjá fram á að stríðinu lyki,“ svarar séra George. Hann rifjar upp að þegar Bandaríkjamenn komu í stríðs- Iok hafi hann séð appelsínur og banana í fyrsta skipti. Hollend- Séra George er Hottendingur að uppruna en lítur nú á sig sem Íslendíng enda búið hér í 42 ár og lagt mikið afmörkum við uppeldi margra kynslóða íslendinga. mynd: bg Maður verður bara að vinna næsta leik ingar hafi ræktað sjálfir svo mik- ið af ávöxtum að engum hafi dottið í hug að kaupa þessa ávexti, þeir hafi heldur ekki ver- ið á boðstólum. Hann minnist þess líka að í stríðslok hafi hann verið farinn að þekkja muninn á enskum, bandarískum og þýsk- um flugvélum eftir hljóðinu. Man ennþá fyrsta kvoldið Séra George lauk kaþólskum menntaskóla 20 ára gamall þrátt fyrir stríðið og gerðist prestur í Montfort-reglunni í Hollandi, sem er Iítil og fámenn regla með innan við 1.000 bræðrum nú. Hann kom til Islands strax eftir prestsvígslu og hafði þá fengið það verkefni að læra £s- lensku. Hann kom til landsins að kvöldi dags 21. nóvember 1956, nánar tiltekið klukkan hálfellefu, og man enn í smáatriðum fyrsta kvöldið og fyrstu dagana, kuldann og hálkuna. „Eg vissi bara tvennt um Is- land, Heklu og Geysi og þá var það líka misskilningur þrí að ég hélt að Geysir væri orðið yfir alla hveri. Það var fyrsta tilkynn- ingin sem ég fékk að Geysir væri eitthvað allt annað en það sem ég hélt að það væri.“ Þegar séra George kom til Is- lands kenndu allir kaþólsku prestarnir Qórir og nunnurnar í Landakoti í skólanum og hann var þar engin undantekning. Arið 1962 átti að Ioka skólanum því að þetta litla og fátæka bisk- upsdæmi á Islandi átti erfitt með að fjár- magna rekst- urinn þó að kennararnir væru sjálf- boðaliðar. Séra George bað um leyfi til að gera til- raun til að reka skólann þó að flestir væru sammála um að það væri tilgangs- laust en með guðs og góðra manna hjálp gekk rekstur- mn upp. Hópurinn á heiðurinn „Eg er mikill íþróttamaður í mér. Maður getur tapað einum og einum leik en eftir að hafa tapað einum leik má maður aldrei segja að allt sé tapað. Maður verður bara að vinna næsta leik. Þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum en mér hefur alltaf liðið mjög vel, jafnvel í erfiðleikum. Erfiðleikar eru til þess að reyna mann. Ef allt fer eins og maður vill sjálfur helst þá er allt svo auðvelt en þá er ánægjan minni. Maður á að hafa mikið fyrir hlutunum þá er líka gleðin meiri þegar árangur verður,“ segir hann. „Við höfum alltaf verið heppin með kennara en sérstaklega vil ég minnast fröken Guðrún- ar og systur Clementiu sem kenndu mér að þykja vænt um landið.“ Séra George leggur áherslu á að hópurinn eigi heiðurinn, ekki hann sjálfur. Betri yfirsýn í litluin skóla Séra George hefur enga tölu á öllum þeim börnum sem hann hefur kennt og haft í Landakotsskóla en þau skipta örugglega þúsundum eftir öll þessi ár, börn hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu. Hann tel- ur að styrkleiki skólans sé fólg- inn í því að foreldrar sendi börn sín í skólann og þurfi í sumum tilvikum að leggja heilmikið á sig til að börnin geti sótt hann, til dæmis með því að keyra börnin daglega alla leið úr Graf- arvogi eða Mosfellsbæ í skólann. Samband foreldra og skóla verði því ef til vill dýpra. Smæð skól- ans sé líka til blessunar. „I efri bekkjum eru í mesta lagi 18-19 krakkar. Það er því betra að hafa yfirsýn. Maður þekkir öil börnin með nafni og bakgrunn þeirra nokkurn veginn líka. Þannig verður þetta mun persónulegra. Eg gæti best líkt skólanum við sveitaskóla þar sem allir þekkja alla. Munurinn er þó sá að for- eldrar þekkjast kannski ekki eins mikið inn- byrðis ]m' að börnin búa svo langt hvert frá öðru,“ segir hann. Séra Hjalti, sem kennt hef- ur síðustu tíu ár við skólann, tekur nú við skóla- stjórninni en séra George held- ur áfram að vera staðgengill biskups og svo tekur hann að sér að sinna Ijármálum kirkjunnar. Fjármálin eru honum heldur ekki ókunnug með öllu því að hann sinnti þeim á áttunda ára- tugnum. Það er því ærinn starfi framundan þó að hann sé hætt- ur skólastjórninni og árin orðin sjötíu. -GHS Séra George hefur ávollt náðgóðu sam- bandi við nemendur sína án þess þó að ag- ann hofi skort. Hann hefur sparkað með þeim bolta oggengið á fjöll. „Ég vissi bara tvennt um ísland, Heklu og Geysi og þá varþað líka misskilningurþví að éghélt að Geysir væri orðiðyflralla hveri. “

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.