Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 1
Heilbrigðisnefnd krefst sótthreinsunar á Barðastöðum: Annars verður húsið brennt! Heilbrigðisnefnd Olafsvíkurum- dæmis hefur krafist þess að íbúöarhúsnæðiö að Barðastöðum í Staðarsveit verði þegar í stað rýmt. Skírskotað er til velferðar tveggja ára gamals barns á bænum. Það er mat nefndarinnar að mjög erfitt verði að koma íbúðarhúsinu í íbúðarhæftástandáný . „Nefndin vill þó gefa eigendum frest til 25. apríl til að gera viðeig- andi hreingemingar- og sótthreinsi- aðgerðir en að þeim tíma liðnum, ef ástand verður óbreytt, telur nefndin ekki annað fært en að láta brenna húsnæðið og jafna það siðan við jörðu,” segir í bréfi sem heilbrigðis- nefndin sendi hlutaðeigandi aðilum. Á blaðsíðu 4 er einnig sagt frá þvi sem hefur verið að gerast á Barða- stöðumá Snæfellsnesi. -KMU. DAGBLAÐIÐ — VISIR 86. TBL. — 74. og 10. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL1984. Bankamirslást umkúnnana — sjábls.5 Tölvurog afturtölvur -sjábls. 34-35 Lagt af stað um tvöley tið i nótt. DV-mynd S menn fóruínótt íNýjadal „Við erum staddír á Sprengi-1 sandsleið í um 5 kilómetra sunn-1 an við Köldukvísl og miðar ágæt-1 lega áfram. Veðrið er ijómandil gott og við reiknum með því að | verða komnir inn aö skálanum í Nýjadal eftir svona 3 til 4 klukku- stundir. Þetta sagði Kristinn Sigur-J geirsson, félagi í Björgunarsveit [ Ingólfs, er DV haf ði samband við I hann laust fyrir klukkan níu i| morgun. En níu félagar úrl björgunarsveitinni lögöu af stað ] austur klukkan tvö í nótt „Við erum á tveimur snjóbilum I og þremur vélsleðum. Þá erul með okkur í feröinni tveir menn | frá Landsvirkjun á snjóbíl. ” Kristinn sagði ennfremur aðl þeir væru með vistir eins og mat- j vörur, bensín, gas, ísvara og I frostlög. Ætlunin væri að koma I þessu til vélsleðamannanna ogj síðan yrði farið með þeim heim [ tilbaka. Er DV hafði samband við skál- ann í Nýjadal i morgun varð| Sigurður Baldvinsson frá Akur- eyrifyrirsvörum. „Það liður öilum ljómandi vel [ og það er alls ekkert neyðar-j ástand hér. Við erum öll á heim-1 leið. Nú er komið hér notalegt [ veður, sóiin farin aðskína.” Sigurður sagði að fólk hefði j verið vaknaö klukkan fimm í morgun. „Noröanmenn hafa flestir verið að streyma heim og hluti af sunnanmönnum eruj famir á móti Ingólfsmönnum. [ Viðviijumsenda kveðju héöan úr | Nýjadal til allra landsmanna.” -JGHI Sjá einnigábls.2 ogábaksíðu Skoðanakönnun DV meðal þingmanna gefur til kynna: Bjórfrumvarpið ekki samþykkt á Aiþingi —þjóðaratkvæðagreiðsla um bjórinn virðistnjóta meira fylgis Frumvarp um breytingu á áfengis- löggjöfinni er heimilaöi bruggun og sölu áfengs öls hér á landi myndi að öllum líkindum verða fellt á Alþingi ef það kæmi þar til afgreiðslu. Hins vegar virðist meirihluti þingmanna geta fallist á að úrskuröi í málinu verði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er niðurstaða úr athugun sem DV gerði meðal þingmanna í gær. Fyrir Alþingi liggja nú tvö mál um þetta efni. Annars vegar er þings- ályktunartillaga frá Magnúsi H. Magnússyni, Friðriki Sophussyni og fleirum um að þvi verði vísað til al- mennrar atkvæðagreiðslu er fram fari samhliöa næstu þingkosningum. Hins vegar liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á áfengislöggjöfinni, þess efnis að bruggun og sala áfengs öls verði heimiluð frá og með næstu áramótum. Alls sögöust 17 þingmenn vera sam- þykkir frumvarpinu, 18 voru því mót- fallnir, 16 voru óákveðnir eða gáf u ekki upp afstöðu en 9 þingmenn eru staddir erlendis. Af þeim sem voru óákveðnir sögöust 7 frekar vera hlynntir þings- ályktunartillögunni um þjóðar- atkvæðagreiðslu. 1 efri deild er staða máisins þannig aö af 20 þingmönnum deildarinnar eru 5 samþykkir frumvarpinu, 7 eru andvígir því, 5 óákveðnir eða gáfu ekki upp afstöðu sína en 3 þingmenn eru er- lendis. Af þeim sem eru óákveðnir sögðust tveir frekar vera hlynntir þingsályktunartillögunni. Þingsályktunartillagan hefur komið til fyiri umræðu í sameinuðu þingi og var vísað til allsherjarnefndar. Þar er hún ein af 40 þingsályktunartillögum sem liggja óafgreiddar hjá nefndinni. OEF sjá erl. fréttir á bls. 8 og 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.