Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. Utlönd Mæðurnar á Placa dal Mayo með myndir barna sinna og barnabarna í mótmælagöngu ó tima skítuga stríðsins. Sum barnanna eru nú fundin llL \\\ rr 1 ] LL i 1 / /// Umsjón: Þórir Guðmundsson og Guðmundur Pétursson Börn skítuga stríðsins farin að koma í leitirnar Elizabeth Silvana Silva, 10 ára göm- ul, frétti í þessum mánuöi aö hún væri ekki sú sem hún hélt aö hún væri. Hún komst aö því aö raunverulegt nafn hennar væri Maria Eugenica Gatica og aö lögreglumaðurinn, sem hún hélt aö væri faðir sinn, var í raun alls ekki skyldur henni. Fyrir tugi argentínskra barna hafa endalok „skítuga stríösins”, sem fyrr- um valdhafar hersins háöu gegn vinstrisinnuðum skæruliöum, þýtt nýtt hf — ný nöfn, nýjar fjölskyldur og nýja sjálfsvitund. Þau eru þau heppnu. Þeim hefur verið komiö til sinna raunverulegu fjölskyldna. En nærri 200 börn týndust á tímum skítuga stríösins þegar herinn fór meö völd frá 1976 tii 1983. Stríðsgóss Mannréttindahópurinn Ömmurnar á Plaza del Mayo segir að hinna barn- anna sé allra saknaö. Ömmurnar segja aö sum þeirra kunni aö vera látin, en önnur hafi verið ættleidd ólöglega eftir aö foreldrar þeirra voru látnir „hverfa”. „Þau voru tekin sem stríösgóss,” segir Maria de Ignace, meðlimur Ömmusamtakanna. „Eftir einhvern tíma fór fósturforeldrunum Uklega aö þykja vænt um þau, svona eins og manni þykir vænt um gæludýr, en þaö var ekki ást.” Flest barnanna, sem hurfu, voru börn sem féllu í hendur öryggissveita þegar mæður þeirra voru teknar vegna gruns um landráö. Önnur fæddust í fangelsi. „Þaö er mögulegt aö sum börnin hafi veriö ættleidd af sömu mönnum og pyntuðu mæöur þeirra,” sagöi de Ign- ace. Skaðlegt uppeldi I þessum mánuöi voru þrjú börn af- hent sínum raunverulegu fjölskyldum eftir aö ömmurnar fóru í mál fyrir þeirra hönd. Meöal þessara þriggja barna var María. Mannréttindasamtökin, sem eiga rætur sínar aö rekja til stööugra mót- mælagangna eldri kvenna í Plaza del Mayo torginu, voru stofnuö fyrir átta árum, sérstaklega til aö finna börn sem var saknaö. Eitt barnanna þriggja bjó hjá eftírlýstum öfgasinn- uöum hægri manni. Ömmurnar segja aö uppe'.diö, sem útsendarar herforingjastjórnanna geta veitt börnunum, sé þeim skaölegt. „Öll börnin, sem viö höfum fundið, hafa átt viö sams konar persónuveikl- un og lærdómserfiðleika aö etja,” segir de Ignace. Sálarstríð Sálfræöingar vara viö því að María og önnur börn í hennar stööu kunni aö veröa fyrir miklu áfalli viö þessa breytingu á hfi þeirra. Sjálfsvitund þeirra bíöi mikinn hnekki. „Maöur veröur að muna aö þessi börn hafa myndað náiö samband viö ræningja sína þó aö þeim hafi verið rænt,” segir barnasálfræðingurinn Arnaldo Rascovsky. „Þaö er barnið sem verður fyrir mestum sálarkvölun- um.” Hann segir aö börn í þessari stööu séu líkleg til að leggjast í þunglyndi, færö frá foreldrunum sem þau þekkja, því þaö væri eins og verið væri að gera þau aö munaðarleysingjum. Ömmurnar skilja þetta og gera allt sem í þeirra valdi stendur til aö aölaga börnin hinu nýja umhverfi þeirra. Þær fá sálfræðinga til aö hjálpa til viö það. „Sannleikurinn er sársaukafullur en hann læknar allt,” segir de Ignace. „Þaö er eins og aö skera burt kýli.” Eljusamt rannsóknarstarf De Ignace segir aö fólk, sem ætt- leiddi börn í góöri trú á meðan á skít- uga stríöinu stóö, komi nú til Ömmu- samtakanna til að athuga hvort þaö sé nokkuð meö barn sem á fjölskyldur á lífi. Samtökin treysta aöallega á elju- samt rannsóknarstarf til aö finna börnin. Þegar rannsóknarfólk er sann- fært um að það hafi fundið týnt barn biður þaö dómstóla um aö fyrirskipa erföarannsóknir, sem þaö segir aö séu 90 prósent áreiðanlegar til aö kanna skyldleika. Vegna þess að foreldrarnir eru venjulega meöal þeirra 90.000 sem hurfu í skítuga stríöinu reynist venju- lega nauösynlegt aö bera erfðaeigin- leika barnanna saman viö erfðaeigin- leika ömmu barnanna og afa. Hingaö til hefur náöst aö koma 12 börnum til fjölskyldna þeirra. Fleiri mál eru fyrir dómstólunum. Lokaathugasemd: María var hepp- in. Móöir hennar liföi fangelsunina af og náöi aö sameina fjölskyldu sína eft- ir skítuga stríöiö. María á núna tvo bræður og eina systur í nýju f jölskyld- unni sinni. Daufur kosningaáhugi í Belgíu að þessu sinni Tungumélaerjur Flandrara (sem tala flsemsku) og Vallóna (sem tala frönsku) hafa jafnan satt mestan svip é pólitikina í Belgiu. Hér eru Flandrarar afl mótmæla þvi sem þeim þykir gengifl é hlut flæmskumœl- andi. Þegar frönskumælandi sósíalistar vildu útmála fyrir kjósendum ósam- lyndiö mihi frönskumælandi og flæmskutalandi íbúahluta Belgíu réöu þeir sér tvo fjölbragðaglímu- kappa. Flæmski þungavigtarkappinn traökaöi á og barði keppinaut sinn frá Vallóníu, á meöan dómarinn leit undan. Þulurinn, sem útskýrði gang glímunnar, lét þau orö falla í leiðinni að Vallónía þyrfti nú á öflugum sósíalistaflokki aö halda til þess aö rétta hlut sinn. Þetta þætti einhverjum skrítið kosningasjónvarp hér á landi, en þessi stutti auglýsingar- eöa áróöurs- þáttur áréttar hversu sérstætt stjórnmálalífið í Belgíu er. Og þver- sprungan í gegnum allt flokkakerfi eru hinar aldagömlu ýfingar Flandr- ara, sem tala flæmsku, og Vallóna, sem tala frönsku. Annars hefur undirbúningurinn fyrir kosningarnar núna 13. október í Belgíu verið aö því leyti ólíkur fyrri kosningabaráttu, aö tungumálaerj- unum hefur minna veriö haldiö á lofti. Þaö er helst sósíalistaflokkur Vallóna sem reynt hefur aö slá á þá strengi í kosningabaráttunni. En þessi eilífa gjá milli íbúanna leiöir af sér að sérhver pólitísk fylk- ing er klofin í tvo flokka eftir tungu- málalínunni. Þaö á jafnt viö um hina rótgrónu stærri flokkana eins og sósíalista, frjálslynda og kristilega demókrata, eða hina nýrri eins og hina umhverfissinnuðu græningja. Frambjóöendur sama flokks boða oft sína stefnuna hvor, eftir því hvort þeir beina máli sínu til Flandrara í norðurhluta landsins, sem er efna- hagslega betur á vegi staddur, eöa til Vallóna í suöurhlutanum þar sem námarekstur og stóriðja hefur veriö á niöurleiö. Belgía er fræg fyrir langar stjórn- arkreppur eftir hverjar kosningar, enda sambræðingurinn erfiöur þar sem flokkarnir eru æði margir. I höfuöborginni Brussel eru 25 fram- boðsflokkar, en þar er töluð bæöi flæmska og franska. Rétt eins og fjölmiðlar hér birta árlega leiðbein- ingar fyrir skattframtal þurfa blöðin í Brussel leiðbeiningar til kjósenda um hvernig þeir geta kosið eins og hugur þeirra stendur til, án þess að eiga á hættu að ógilda kjörseðilinn. I þessu flokkageri öllu kennir margra grasa og sumir smáflokk- arnir enda til orðnir af sérmörkuðu einu stefnumáli. Einn hefur að hjart- ans máli öryggi á vegum og í umferð- inni, annar mannúðarmál og svo framvegis. Þeir öfundast út í stærri flokkana fyrir að hafa meira fé úr að spila í kosningabaráttunni. Stóru flokkarnir eru sakaöir um aö geta einokað kosningaspjöldin í upplím- ingarstríði framboðsaðila. Þeir eru jafnframt sakaöir um að auka hættu í umferöinni á vegunum meö því að setja upp stór áróðurspjöld, sem byrgja fyrir útsýni og jafnvel skyggja á viðvörunarskilti eöa um- feröarmerki. Og smærri flokkarnir hafa ekki heldur fjárhagslegt bol- magn til þess aö kaupa sér auglýs- ingapláss í blööunum í neinum líkum mæli og stóru flokkarnir. Þessi aragrúi flokka kann aö fjölga eitthvað valkostum kjósenda en þeir sem standa fyrir skoðanakönnunum fá af því vonandi höfuðverk. Kjörsókn í Belgíu hefur jafnan veriö mikil. Sjaldan undir 95%, enda varðar þaö eins til þriggja franka sekt (um 22 krónur íslenskar) aö nota ekki atkvæðisrétt sinn. Sam- kvæmt lögum frá 1985 var gert ráð fyrir þriggja franka sekt hámark, en hún er verðtryggð og er því komin upp í um 1300 krónur í dag. En það þyngjast viöurlögin ef menn marg- endurtaka það að skila ekki atkvæði. Við fjórða brot (fimmtán árum héðan frá) má svipta viðkomandi kosningarétti í tíu ár og meina hon- um að gegna opinberu starfi eða þiggja opinberar viðurkenningar. Nýjustu skoðanakannanir gefa helst til kynna að núverandi sam- steypustjórn f jögurra hægri- og mið- flokka muni halda velli.þó með eitt- hvaö minna fylgi. En það er bannaö aö birta niðurstöður nýrra skoöana- kannana síðustu þrjár vikurnar fyrir kosningar. Aðalkosningamálin hafa verið at- vinnuleysið, sem er mikiö, og strang- ar sparnaðarráðstafanir til höfuðs verðbólgunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.