Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. listamaðurinn Erró: Blanda af draumóra- raunsæismanni Þegar Erró var aðeins tólf ára gamall málaði hann þessa mynd af Öræfa- jökli og gaf vini sínum, Magnúsi Bjarnfreðssyni, sem síðan hefur varðveitt hana. Þessa mynd af Systrastapa fékk Magnús Bjarnfreðsson að gjöf frá Erróárið1945. DV-myndirGVA „Þetta var frábær veiðiferð, gott veður, mikill fiskur og ekki síst góð- ur félagsskapur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á ýsu- og þorskveiði - skak,“ sagöi listamaðurinn Erró er hann kom í land í Kópavoginum á fimmtudag eftir fjögurra tíma veiði- ferð með nokkrum góðum félögum sínum. Þeir fengu hátt í hundrað þorska, ýsu og svartfugl. Erró sagði að þessi hálfsmánaðar- dvöl á íslandi hefði verið mikii upp- lifun. „Ég er búinn að vera hér í tvær vikur og þarf að komast heim að vinna,“ sagði Erró en hann kvaddi ísland snemma í gærmorgim. „Þetta er búið að vera dútl í heilar tvær vikur. Ég er orðinn hálfstressaður, mig vantar vinnu. Hins vegar hef ég fengið nóg af góðu lofti þar sem ég hef ferðast mikið. Við fórum á Kaldadal á hestum og að Bamafoss- um og fleira. Einnig ferðaðist ég með áætlunarbílum og öllum mögulegum farartækjum. Það hefur virkilega verið slegið í,“ sagði Erró. Ekki sagðist hann vita hvenær hann kæmi hingað til lands næst. „Kannski eftir rúman mánuð, eitt ár, (yö ár, ég hef enga hugmynd um það. Ég verð að loka mig inni í vinnustof- unni minni núna. Það verður sýning hjá mér 2. nóvember í París og í Sviss í vor. Ég er löngu búinn með þau verk sem sýnd verða í París en á eft- ir að vinna sýningu í Sviss. Auk þess er ég með mörg stór verk sem hafa verið pöntuð hjá mér og ég þarf að ljúka við. Það verður því ekkert slak- að á,“ sagði Erró. Listamaðurinn Erró fæddist í Ól- afsvík 19. júlí 1932. Hann bjó í Reykja- vík með móður sinni til þriggja ára aldurs en þá fluttu þau að Kirkjubæj- arklaustri. Þar giftist móðir hans Siggeiri Lárussyni bónda. Geðugur og góður félagi „Erró ólst upp í sömu sveit og ég. Við vorum saman í bamaskóla og ég dvaldi oft á heimili foreldra hans. Ég hafði náttúrlega ekkert nema gott af honum að segja,“ sagði Jón Helga- son, fyrrum ráðherra, er hann var spurður um fyrrum skólafélaga sinn og vin. „Erró var ákaflega geðugur og góð- ur félagi. Hann var byijaður að teikna mjög ungur og það var meðal annars vegna þess að Kjarval dvaldi þama mikið á þessum árum. Erró fékk hjá honum hti og lærði. Hann var þá þegar farinn að teikna og mála.“ - Ertu að segja að Kjarval hafi kennt Erró? „Já, hann horfði mikið á lista- manninn við vinnu sína og lærði vinnubrögðin. Hann byijaði á því aö mála myndir af Systrastapa, setti þær bæði á blað og tré. Þær myndir voru mjög í stíl Kjarvals fannst mér þá. Ég held að það hafi farið mjög vel á með þeim Kjarval og Erró, þeir vom góðir félagar. Erró haföi mikinn áhuga á myndhst og skaraði fram úr í skólanum í teikningu. Hann sýndi okkur oft myndir sínar og leyndi þeim ekki.“ - Var Erró að einhveiju leyti öðm- vísi en önnur böm? „Nei, það mundi ég ekki segja. Mér sýnist hann vera líkur sjálfum sér ennþá en ég verð að viðurkenna aö það em nokkur ár síðan ég talaði síðast við hann. Hann var ahtaf mjög ljúfur og rólegur. Leiðir okkar skild- ust þegar bamaskóla var lokið. Ég hitti hann nokkrum sinnum eftir það og hann kom alltaf annað slagið að Kirkjubæjarklaustri eftir að hann settist að erlendis. Það fór aldrei á milh mála þegar Erró var bam að hann hafði mikla listamannshæfi- leika og áhuginn var á þessu sviði,“ sagði Jón Helgason. Gaf myndir tólf ára Magnús Bjamfreðsson var einnig í bekk með Érró í bamaskóla. „Erró var afskaplega ljúfur og elskulegur drengur. Hann var þá strax farinn að teikna og mála. Við í skólanum bárum sennilega takmarkað skyn- bragð á listamannshæfileika hans en það fór þó ekki á milh mála að hann hafði þá.“ - Hvað teiknaði hann helst? „Það var aht mögulegt. Ég á eina mynd eftir hann sem er af Öræfa- jökh. Hann var tólf ára þegar hann málaði þessa mynd á vaxdúk með strigaáferð. Myndin er dagsett 2. okt- óber 1944. Ég man eftir því þegar hann fór upp á bæjarhólinn og mál- aði þessa mynd. Síðan kom hann og gaf mér hana. Þessi mynd hefur fylgt mér síðan. Maður hugsaði ekki um það þá að hann ætti eftir að verða heimsfrægur málari en hins vegar kom mér það ekki á óvart. Aðra mynd fékk ég árið 1945 en hún var af Systrastapa. Erró var, af svo ungum dreng að vera, afskaplega fhnkur. Kjarval dvaldi mikiö á Klaustri og það fór ekki fram hjá honum hvaða efni var í Erró. Kjarval hafði ahtaf miklar mætur á Erró og sá að þama var mikið listamannsefni. Eftir að við hættum í skóla höfðum við ekki mik- ið samband. Eg hef stöku sinnum hitt hann og haft gaman af. Erró hefur ekkert breyst. Hann er mjög líkur sjálfum sér, alltaf jafnelskuleg- ur við fólkið í kringum sig og ekki síst ósnobbaður.“ Málaði á sultukrukkur - Fannst ykkur, hinum strákunum, ekkert skrítið að hann væri símál- andi? „Nei, það held ég ekki. Við vissum af þessum áhuga og ahir í sveitinni. Hann var sonur hstamanns og Kjar- val var búinn að segja mönnum að þetta væri hstamaður og við það sat. Erró skar sig ekkert úr að öðru leyti. Hann var með í öhum leikjum og afar normal unghngur að öllu leyti. Sérviska var ekki th í honum. Systra- stapi var mikið viðfangsefni hans í gamla daga og hann málaði á ahar sultukrukkur heima hjá sér. Hann var ahtaf að búa th myndir en það kom ekki niður á samskiptum hans við aðra.“ Erró eða Guðmundur Guðmunds- son, eins og hann heitir réttu nafni, fór í skóla th Reykjavíkur eftir barnaskóla og stundaði auk þess teikninám í kvöldskóla. Erró hóf síð- an nám í teiknikennaradeild Hand- íða- og myndhstarskólans og útskrif- aðist þar með besta vitnisburði sem nokkurn tíma fyrr eða síðar hefur verið gefinn. Það varð til þess að honum var boðin kennarastaða við skólann. Ferðalög í frístundum Þegar Erró kom th Reykjavíkur hafði hann gríðarlegan áhuga á ferðalögum. Hann fór í gönguferðir með Ferðafélagi íslands í hverri frí- stund sem gafst. Auk þess var hann félagi í Flugbjörgunarsveit íslands. Hann var með í hópi sem sótti lík úr bandarískri flugvél sem hrapaði í Eyjafjöllum - þá unglingur. Einnig var Erró með í hjálparstarfi Flug- björgunarsveitarinnar á Vatnajökli árið 1950 þegar sótt var dót úr flug- véhnni Geysi sem fórst þar. Meðal þess sem þar fannst var lifandi hund- ur. Nokkrir hundar voru um borð í véhnni og voru þeir allir skotnir en þessi slapp lifandi. Erró hélt til Noregs th frekara náms þar sem hann kynnti sér fresku, sem er sérstök tækni, og mósaik. Frá Noregi hélt hann til Flórens og til Ravenna. Frá Ítalíu fluttist hann til Parísar og settist þar að. Erró á einnig hús á eyjunni For- mentera á Spáni. Erró er auk þess ahtaf með annan fótinn í Thailandi. Má engan tíma missa Aðalsteinn Ingólfsson, hstfræðing- ur og menningarritstjóri DV, hefur kynnst Erró mjög vel og meðal ann- ars dvahð hjá honum um tíma í Par- ís. „Erró hugsar mikið um mataræð- ið þessa stundina," sagði Aðalsteinn. „Hann hefur komið sér upp miklu æfingahjóli og æfir sig á því á kvöld- in. Það er mjög týpiskt fyrir Erró að hann hefur sett hjólið niður fyrir framan sjónvarpið th að geta horft á fréttirnar á meðan. Hann má engan tíma missa. Erró hefur alltaf verið vinnuþjarkur. Hann fær þennan kraft í arf því faðir hans, Guðmundur frá Miðdal, var óhemju vinnuþjark- ur. Hann fær þar líka áreiðanlega í blóðið þessa miklu ferðaþörf. Alltfrá því hann var strákur hefur hann verið uppi um öll fjöll. Þegar hann kom til Reykjavíkur gekk hann í Ferðafélagið og notaði ahar helgar th útivistar. Þessi vinnusemi er í öllu hans fólki frá Klaustri líka,“ sagði Aðalsteinn. „Ég kynntist Erró þegar hann hélt stóra sýningu á Kjarvalsstöðum árið 1977. Ég hafði fylgst með honum lengi en ekki hitt hann fyrr. Þegar ég var í hstfræðinámi í Englandi var ég með það í huga að fjalla um verk hans en síðan kom annað upp á. Mér fannst Erró ákaflega áhugaverður. Þegar ég var við nám í Svíþjóð skrifaði ég greinar um Erró fyrir Iceland Re- view og Storð og dvaldi þá hjá honum í París. Erró var þá með afar htla vinnustofu í miðborg Parísar og það þurfti að hala málverkin út um gluggann svo að þau kæmust út. Hann hefur eftirlátið fyrrverandi eiginkonu sinni, Myriam Bat-Josep, þá vinnustofu núna. Mjög skipulagður Það eru ahir sammála um að Erró sé mikill öðlingur. Ég fékk að fylgj- ast með lífsháttum hans, starfi og samkvæmislífi. Það er til dæmis sér- stætt hvernig hann flokkar myndir, flokkar lífsstíhnn ofan í skúffur. Hann er til dæmis eini maðurinn sem ég þekki sem er með ský í skúffum." - Er hann þá skipulagður? „Mjög skipulagður. Það má kannski segja að það sé ólíkt hsta- manni enda má segja að hann sé óvenjuleg blanda af draumóramanni og harðsvíruðum raunsæismanm." - Því hefur verið haldiö fram að hann sé með hóp manna í vinnu hjá sér: „Það hef ég aldrei orðið var við og hef ekki nokkra trú á því. Auk þess hefur hann sjálfur neitað því. Reynd- ar hef ég verið á vinnustofu hans og fylgst með honum og séð hvemig hann ber sig að.“ - Hefur Erró sagt þér hvermg áhug- inn kviknaði í fyrstu? „Já, það verður að segjast eins og er að það er Kjarval. Hann lærði af honum vinnubrögð og Kjarval var að gefa honum léreftsbúta og htatúp- ur. Þó var þessi þörf komin hjá Erró áður en Kjarval kom austur. Það er alltaf spuming hvað sé uppeldislegt og hvað áhrif. Kannski er gert of mikið úr þessum áhrifum hans frá Kjarval. Það em engin tengsl á milh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.