Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. 35 4 verka Kjarvals og Errós nema í bamamyndum hans. Hitt er vitað að það var góður vinskapur á milli þeirra. Kjarval sagði fósturfóður Errós, Siggeiri, að strákurinn væri mikið málaraefni. Kjarval fylgdist með honum síðar og fór ,á sýningar hans í Reykjavík. Kjarval málaði að minnsta kosti tvær myndir af Erró. Önnur er í safni Þorvalds Guð- mundssonar og hin er í eigu Errós. Ferró varð Erró Það er sniðug saga af því þegar Erró lenti í málaferlum vegna nafns- ins Ferró sem hann breytti í Erró. Þá hitti hann Kjarval sem sagði að þetta væri gott hjá honum því Ferró væri svo hart nafn og harðneskjulegt en Erró væri miklu mýkra,“ sagði Aðalsteinn ennfremur. „Þegar Erró tók sér hstamanns- nafnið Ferró árið 1954 tók hann það frá lítilli borg á Spáni sem heitir Castel de Ferro. Upp úr ’60 fór hann að fá póst sem stílaður var á ein- hvern Ferro sem átti þá við annan listamann sem var framleiðslumál- ari. Síðan höfðaði Ferro þessi mál á hendur Erró sem varð að miklu máh vegna þess að hann fékk valdamik- inn og frægan lögfræðing til að sækja málið. Lögfræðingur sá hafði varið hershöfðingjana sem sýndu de Gaulle banatilræði. Erró og vinir hans sátu löngum stundum th að finna nýtt nafn. Það var ekki fyrr en máhð var dómtekið að lögfræðingur Ferros sagði: Af hverju tekur þú ekki bara efFið framan af nafninu og breytir því í Erró? Sú varð raunin og Erró varð mjög ánægður með nafnið, sérstaklegá eftir að í Ijós kom aö nokkur staðanöfn í Evrópu bera þetta sama nafn, t.d. eyja í Miðjarðar- hafinu. Hann er því tengdur landa- fræðinni áfram.“ Erró sækir myndefni sitt í þjóðlífið og vinnur eftir ljósmyndum. Hann myndar aldrei neitt á staðnum. - En af hverju eru konur svo áber- andi í myndum hans? „Það hef ég bara ekki hugleitt," svaraði Aðalsteinn. „Hann er mjög elskur að konum, hefur kynnst mörgum og verið með ófáum fallegum og frægum konum um ævina. Erró hefur lengi búið með thailenskri konu, Mhaj, og hann heldur allri hennar fjölskyldu í Thai- landi uppi,“ sagði Aðalsteinn. Hugsar um heilsuna Garðar Svavarsson er gamah vinur Errós og hefur fylgt honum hér á landi. „Það má segja að okkar kynni hafi byrjað upp úr 1955. Það voru tveir menn sem kynntu okkur, Bragi Ásgeirsson og Guðmundur Baldvins- son, svili minn. Þeir voru á sama tíma við nám. Ég hef oft heimsótt Erró til Parísar og hann mig hingað. Erró er sívinnandi svo hann hefur ekki mikinn tíma til að taka á móti gestum. Hann hefur þó alltaf gefið sér tíma til að taka á móti mér.“ Garðar sagðist hafa fylgst með Erró allt frá því hann kynntist honum fyrst og hann hafi ekkert breyst. „Erró er hógvær og sérstaklega góö manngerð. Hann skiptir aldrei skapi en gerir miklar kröfur til sjálfs sín sem hann gerir ekki til annarra. Hann notar meirihiuta sólarhrings- ins th að vinna. Sjálfsagi hans er mikih og yfir daginn fær hann sér tvo th þrjá blundi í fimm mínútur í senn. Þá er hann nýr maður að nýju. Með þessu getur hann haft miklu meiri orku en aðrir menn. Hann mætir til starfa klukkan sjö á morgn- ana og vinnur yfirleitt th níu eða tíu á kvöldin. Síðustu árin hefur hann tekið lýsi á hveijum morgni og hugs- að meira um mataræðið en áður.“ Erró á eina dóttur sem hann eign- Hver minúta í hálfsmánaðardvöl Errós á Islandi var skipulögð. Hann fór meðal annars i sína fyrstu veiðiferð á sjó. Hér kemur hann glaður í bragði í land með aflann. aðist með fyrrum eiginkonu sinni. Hún er í námi í Bandaríkjunum í læknisfræði en býr annars í París. Dóttir hans er þrítug og hefur mennt- að sig í fjölmiðlun og líffræði, auk læknisfræðinnar sem hún lýkur á næsta ári. Gjöf til þjóðarinnar Að sögn Garðars hefur það búið lengi í Erró að koma hingað heim með safn sitt th að gefa íslensku þjóð- inni. „Hann langaði til þess að íslend- ingar ættu verk eftir sig. Ég reikna ekki með að hann haldi margar sýn- ingar eins og þessa hér í framtíð- inni. Ég reikna með að þær verði minni ef þær verða einhverjar,“ sagði Garðar. „Þó að hann hafi gefið safn sitt til borgarinnar þá er það að sjálfsögðu gjöf th allrar þjóðarinnar. Hann taldi best að borgin varöveitti það og ég held að allir séu sáttir við það.“ Erró dvaldi hér á landi í tvær vik- ur. Fyrri vikuna notaði hann til að undirbúa sýningu sína og afhend- ingu gjafarinnar en síðari vikuna til ferðalaga. Garðar ferðaðist með hon- um ásamt fimm Frökkum, heimh- isvinum Errós. Það voru konan sem sér um galleríið þar sem hann sýnir og eiginmaður hennar, aðalfram- kvæmdastjóri tískuhúss Yves Saint Laurent og maöur hennar og einn annar góður vinur. „Við fórum í lax í Haffjarðará og veiddum vel, fengum sautján laxa. Þessa daga vorum við í mikihi náttúruskoðun og Frakk- arnir voru alveg uppljómaðir af ferðalaginu. Við keyrðum upp aö Deildartunguhver, síðan lá leiðin að Hraunfossum og Barnafossum. Þá th Húsafehs og á Kaldadal. Á mihi fjall- anna þar borðuðum við vhligæsir og hituðum sósu með en við ferðuðumst í húsbíl. Síðan héldum við áfram að Þingvöhum, Laugarvatni, Geysi og sáum nokkur gos úr Strokki sem voru býsna góð. Þá héldum við aö Gullfossi og síðan austur að Klaustri þar sem var frábærlega vel tekið á móti okkur af ættingjum hans. Einn- ig fórum við í skoðunarferöir í SkaftafeU og skoðuðum öU náttúru- undrin, t.d. ísheUana í VatnajökU. Þá heimsóttum við Erlend Einars- son, fyrrverandi forstjóra SÍS, og Margréti í sumarbústað þeirra í Landbroti. Þar var feikhega vel tekið á móti okkur. Loks fórum við á sjóinn á fimmtudag og veiddum vel,“ sagði Garðar. „Hver einasta mínúta var þræl- skipulögð meðan Erró dvaldi hér en ég held að hann hafi ekki farið þreyttur. Erró var mjög sáttur þegar hann fór heim í gærmorgun. Honum fannst hann vera búinn að ganga frá ákveðnum þætti - þungu fargi af honum létt. Hann fékk jákvæða og góða umfjöUun og fyrir það var hann ánægður og þakklátur," sagði Garð- ar Svavarsson. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.