Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. Fréttir Ekki séð fyrir endann á veðurblíðunni: Eins og lottévinningur „Ahnennt má segja að við séum svo heppin að hafa lent í einni af þessum hlýju tungum sunnan úr höfum sem ganga norður í átt til heimskauta- svæðanna að sumarlagi. Þessar tungur eru mjög mjóar en koma á hverju ári. Af því að þær eru svo mjóar og landið htið líður frekar langt á milli þess að þetta eigi sér stað. Þetta er eiginlega eins og lottó- vinningur." Þetta sagði Trausti Jónsson veður- fræðingur er DV ræddi við hann um blíðviðrið sem leikið hefur við lands- menn aö undanfórnu. Ekki merkjanleg áhrif Ýmsar skýringar hafa verið á lofti um orsaki- fyrir óvenjulegu veður- fari í Evrópu að undanfórnu. Ein er sú að brennandi olíueldarnir í Kú- veit sendi ösku út í andrúmsloftið sem hækki hitastigið á norðurhvel- inu um allt að 5 gráður. „Ég hef verið á fundum þar sem fjallað hefur verið um þetta mál. Þessir menn hafa ágætt vit á þessum hlutum. Þeir telja þetta alveg af og frá. Þetta hefur einhver áhrif í nám- unda við þetta svæði en ég hef ekki séð neinar tölur um í hversu miklum mæli það er. Það er ekki hægt að tala um merkjanieg áhrif þegar um er að ræða norðurhvelið í heild. Það er ekki nokkur leið að greina þessi áhrif frá ööru. Þetta er ekkert ósvipað og ef við segðum aö það sem hefði valdið því að þú lentir í umferðarslysi í gær hefði verið það aö þegar þú varst að fara út hringdi síminn og þú tafðist um tvær mínútur. Þá varstu á réttum stað á réttum tíma. Það má líka segja að hefðirðu ekki verið kölluð í sím- ann þá hefðirðu ekki lent í þessu. Hefðu ekki verið olíueldar í Kúveit þá hefði eitthvað annað gerst. Þetta hefur ekki haft nein áhrif til hitahækkunar um margar gráöur. Það er óhugsandi. Enda hefur fólk í öðrum löndum mátt kvarta undan kulda, ef eitthvað er, þar til alveg á síðustu dögum.“ Síðasti dagurinn - Hvað getum við vonast til að vera lengi í þessari hlýju tungu? „I dag er síðasti dagurinn sem hennar gætir. Það er því líklegt að eitthvað kólni eftir daginn í dag en ég er ekki viss um að það verði mik- ið. Það stefnir ekki í kuldakast eða neitt í þá veruna. En við getum sagt að hitamet sé ólíklegt eftir daginn í dag.“ - Er góða veðrið þá að yfirgefa okk- ur? Nei, það þarf ekki endilega að vera. Hvernig sem á því stendur þá klasast svona hitatungur oft saman. Ef veðr- ið leggst í ákveðinn farveg eru meiri líkur á að það haldi sig í honum. Það er ekkert óhklegt aö við eigum eftir að lenda undir annarri hitatungu þótt á milh komi hlé. Þetta er ekkert ósvipað því, svo ég taki nú lottóið aftur, að það sé búið að gefa okkur eina tölu fyrirfram. Það stóreykur auðvitað líkurnar á vinningi, ef ekki þarf að velja nema fjórar." - Hvemig er þá veðurútlitið út vik- una? „Við getum búist við ágætu veðri fram eftir vikunni. Þó eru vaxandi líkur á hitaskúrum eins og þeim sem féhu í fyrrakvöld. Það er ekkert regn- svæði að nálgast okkur eða neitt í þá veruna. En um leið og kólnar í veðri hættir loftið að bera þennan hita. Við getum sagt að þessi hiti í háloftunum hindri uppstreymi en ekki nema að vissu marki. í fyrra- kvöld var þessu marki náð og þá dembdist rigningin niður. Ef hitinn lækkar í háloftunum lækka líka mörkin. Það þarf sumsé minni hita til þess að koma þessu af stað eftir því sem kólnar í háloftunum. Varðandi veðrið næstu daga er það annars að segja að við höfum fengið spár sem ber nú ekki saman frekar en oft áður. En sú sem talin er líkleg- ust bendir til þess að það kólni um um það bil fjögur stig fram í miðja vikuna. Þetta magnar upp líkurnar á svona hitaskúrum. Hitamet Það sér í raun og veru ekki fyrir endann á hlýindunum því sam- kvæmt lengstu spá, sem varir fram á fóstudaginn, er engin breyting önn- ur en sú að það kólnar um nokkur stig í háloftunum. Lægsti hiti, sem við getum átt von á núna, er sjávar- hitinn sem er þetta 10-11 stig.“ - Nú hafa hitamet verið slegin á nær hverjum degi að undanfómu, ekki rétt? „Það hefur ekkert hitamet verið slegið á veðurstöð sem hefur athugað í 40-50 ár. Öll þau met, sem slegin hafa verið, hafa verið sett á stöðvum sem hafa athugað mun skemur. Að- alskýringin á metunum er því skammvinnar mælingar. Á Hvera- völlum hefur tii dæmis aðeins verið mælt frá 1965. Þar var sett met í fyrradag, 22,6 stig. Á Reyðarfirði hef- ur verið athugað frá ’76. Þar var sett met, .tæp 29 stig. Að vísu var slegið met í Skagafirði, rúm 26 stig. Sú stöð hefur starfað frá ’45. Hæsti hiti sem enn hefur mælst í þessari syrpu eru 29,2 stig á Kirkjubæjarklaustri. Þar hefur mælst hæstur hiti 30,2 stig árið 1939. Við getum sagt um þetta veður að það sé óvenjulegt en ekki einstakt. Það skortir enn herslumuninn." -JSS Fólk i veðurbliðunni á Þingvöllum. Ovenjulegt er að fá svo langvarandi blíðu hérlendis. DV-mynd JAK I dag mælir Dagfari Það á ekki af okkur að ganga. Júní- mánuður var með sólríkustu og heitustu júnímánuðum aldarinnar og menn voru að gera sér vonir um að veðurfarið skánaði strax upp úr mánaðamótunum. En áfram held- ur sóhn aö skína og um allt land berast fréttir um hitabeltisástand. Fólk Uggur nær dauöa en lífi í þrjá- tíu stiga hita og veit ekki sitt ijúk- andi ráö. Ástandið er jafnvel orðið svo slæmt að fólk er hætt að tala um póhtíkina og efnahagsmálin og gjaldþrotin hverfa í skuggann af sólinni! Þegar svo er háttað hlýtur eitthvað meira en lítið að vera að. íslendingar eru vanir rigningu og sudda þegar líður fram á sumar. Einkum á þetta við um Reykvík- inga, sem vita varla hvemig sum- arsóUn lítur út. Þúsundir manna hafa pantað sér far til sólarlanda um mitt sumar og sumt af því er þegar farið héðan úr sóUnni til að baða sig í sólinni á Spáni. Útlend- ingar hafa þyrpst til landsins á sumrin í trausti þess aö hér væri aö finna svalandi loftslag, hvas- sviðri og næturfrost eins og ísland er þekkt fyrir. Sundlaugarnar í Reykjavík hafa það fyrir venju að loka í júhmánuði til viögerða vegna þess að þá er sjaldnast veður til ar. Haft allt á homum sér og pant- að sér far til útlanda til að komast í almennilegt veður. En viti menn. Svo kemur sóUn og þá gufar þetta sígilda umræðu- efni upp. Ekkert til aö skammast út í, stöðug hitasvækja og maður er farinn að sakna fjallaloftsins og hreina loftsins og rigningarinnar. Dagfari lýsir furðu sinni og mót- mælum yfir þéssu veöurfari sem veðurfræðingar eru að spá fram eftir allri þessari viku að minnsta kosti. Þetta er ekkert líf lengur. Stöðug sól og steikjandi hiti og maður er þessu algjörlega óviðbú- inn. Ekki einu sinni varaður við! Hver stjórnar þessu? Er ekki hægt að kenna ríkisstjórninni um? Það er jú ný ríkisstjórn og það er nýr borgarstjóri og þaö er nýr meiri- hluti í Ólafsfirði, ísafirði og kannske á fleiri stöðum og hefur þetta ekki áhrif? Er það ekki bölvuð póUtíkin sem stjómar þessu bann- setta veðri eins og öUu öðru? Við verðum að geta kennt einhverjum um. Verðum við ekki óska þess aö þessu afleita veðri linni sem fyrst svo hér komist á normal ástand á ný? Dagfari Bannsett veðrið sundiðkana eða sólbaðs og síðast en ekki síst má ekki gleyma því að íslendingar hafa sest að hér á landi vegna þess að þeir þola betur kulda og vosbúð en annað fólk. Þetta hefur allt snúist við. Sól baðar okkur dag eftir dag, heiðskír himinninn blasir við og kvöldsólin er okkur lifandi að drepa. Fyrir utan þá almennu leti og deyfð sem færist yfir fólk í þrjátíu stiga hita, þegar varla nokkur maður getur hreyft sig, hefur veðurfarið ískyggUega alvarleg áhrif á alla atvinnustarfsemi. Fólk fæst ekki inn úr sólinni, fólk stelst í sum- arfrí, fólk má sig hvergi hræra fyr- ir hitamóki og sólstingjum. Ferða- skrifstofumar tapa stórfé á þessu veðurlagi hér heima því aö afpant- anir eru auðvitað í stómm stíl þeg- ar ekki þarf lengur að borga fyrir sólbaðið. Laxveiðimennkrossbölva sólskininu og hitanum sem þurrk- ar nánast upp ámar og fælir fisk- inn. Regnfatnaður selst ekki eins og jafnan áður að sumarlagi og ferðamenn frá útlöndum harðneita að leggja leið sína hingað til lands þegar þeir frétta að veðrið er hér ekkert betra en heima hjá þeim. Þá má ekki gleyma því að hingað berst með heita loftinu mengun frá Evrópu, sem er lífshættuleg, og við sitjum allt 1 einu uppi með allan óþverrann frá meginlandinu og öndum að okkur kolsýringi úr bí- laumferðinni beggja megin Ermar- sunds. Það er dálaglegur fjandi að geta ekki einu sinni treyst því að fá hressandi stormbeljanda á Sprengisandi en hggja þar ósjálf- bjarga í eitruðu andrúmslofti utan úr heimi. Hvað er eiginlega að ge- rast hér í þessu gamla góða veðra- víti? Er maður hvergi óhultur? Dagfari er maður rigningarinnar og roksins. Dagfari hefur hagað sér nákvæmlega eins og aðrir Islend- ingar á sumrin. Skammast látlaust út í veðrið, bölvað rigningunni og talað með lítilsvirðingu um þennan kalda klaka hér á norðurhveli jarð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.