Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						c
e
V
I
2
Yoko Ono í helgarviðtali um
FLUXUS, stríðið og friðinn,
listina og frelsið til að vera
maður sjálfUr
ÞAÐ ERU
OF MARGAR
FÖÐURÍMYNDIR í HEIMINUM
Við hittum Yoko Ono á Kjar-
valsstöðum í gærmorgun,
þar sem verið var að leggja
síðustu hönd á sýningar
hennar og FLUXUS- hóps-
ins, sem verða opnaðar í
dag. Yoko Ono er heillandi
persónuleiki sem hefur til að
bera austurlenska mýkt og
þokka í fasi og framkomu,
en á bak við orð hennar
skynjum við manneskju sem
hefur sterkan vilja, frjótt
ímyndunarafl og óbilandi
orku til að standa vörð um
frelsi mannsins og rétt hans
til að lifa í friði fyrir forræðis-
hyggju og feðraveldi.
Hún er lágmælt en hispurs-
laus í fasi og segir óhikað skoðan-
ir sínar, og við byrjuðum á því að
spyrja hana, hvernig þessi sýning
sé til komin.
- Þetta er farandsýning um
Norðurlönd, sem þegar hefur far-
ið um Danmörku, Noreg og Finn-
land, og fyrir mig hefur þetta ver-
ið mikilvæg reynsla - ég hef verið
að uppgötva sál Norðurlandanna.
Verk mín byggjast meira á því að
skiptast á reynslu en á því að
boða einhvern sannleika og hug-
myndin sem liggur að baki verka
minna er sú að fólk eignist saman
í þeim ákveðna reynslu.
Þannig eru hér einnig myndir
sem málaðar hafa verið af gestum
á sýningum mínum bæði í Noregi
og á ítalíu.
Sýningin byggir ekki á fyrir-
fram ákveðinni hugmynd. Verkin
hafa orðið til þegar hugmyndin
kemur yfir mig fyrirvaralaust, og
þó að ég geri mér sjálf ákveðna
hugmynd um verkið þá hefur það
sýnt sig að hún er ekki einhlít, því
reynsla áhorfandans gefur því
nýja vídd og nýtt innihald. Þetta
finnst mér mikilvægt og ég reyni
alltaf að halda opinni leið fyrir
hinu óvænta í stað þess að reyra
verkið niður í fyrirfram gefinn
ramma.
- Sýningin hefur yfirskriftina
„Peace" eðafriður. Hvers vegna
hefur húnþetta nafn?
- Það er vegna þess að ég tel
að verk mín á þessari sýningu séu
nátengd öðru starfi sem ég hef
helgað mig, og varðar það sem
við getum gert í sameiningu til
þess að skapa frið í heiminum.
-  Þú hefur starfað með
FLUXUS- hópnum frá upphafi.
Hvernig atvikaðist það að þú
tengdist hópnum - hafðir þú þró-
að með þér þessar hugmyndir áð-
ur en þú kynntist öðrum braut-
ryðjendum hópsins eða urðu þær
til vegna kynna ykkar?
-  Þetta gerðist einfaldlega
þannig að sálir sem reyndust hafa
svipaðar hugmyndir hittust í New
York. Þá var nafnið FLUXUS
reyndar ekki komið til. Þá kom
George Maciunas til sögunnar og
ákvað að gefa hreyfingunni nafh-
ið FLUXUS.
- / texta sem þú ritaðir í sýn-
ingarskrá Feneyjabiennalsins um
FLUXUSfrá þvi íjyrra talar þú
um að málverk séu bara til í huga
manns ogþú rekur þennan skiln-
ingþinn til reynslu sem þú áttir í
bernsku á striðsárunum, þar sem
þú segist hafa skipst á matseðlum
við bróðurþinn i huganum þegar
ekkert var til að borða. Geturþú
frætt mig svolítið um japanskan
uppruna þinn og hvaða áhrif
reynslan frá striðsárunum hefur
haftá verkþin?
-  Ég er fædd við nokkuð
óvenjulegar kringumstæður að
því leyti, að þegar ég fæddist í
Osaka þá var faðir minn þegar
fluttur til Bandaríkjanna. Eg sá
föður minn í fyrsta skipti þegar
móðir mín fór til Bandarikjanna
til þess að heimsækja hann þar,
og það var mikilvæg stund í lífi
mínu.
Síðan braust stríðið út og ég
fór aftur til Japan skömmu áður.
Það var erfitt fyrir mig að skilja
að ættland mitt væri í stríði við
landið þar sem ég átti svo marga
vini. Og alltaf síðan, þegar ég
kom til Bandaríkjanna, þá reyndi
ég að segja fólki að japanska
þjóðin væri ekki jafn slæm og
menn héldu. Sama gerðist þegar
ég var í Japan: þá reyndi ég að
segja fólki að Bandaríkjamenn
væri ekki eins slæmir og sagt
væri. Ég fann til samkenndar með
báðum aðilum.
Stríðsárin voru mér erfið, því
það voru gerðar miklar loftárásir
á Tokyo. Þær gengu svo langt, að
það var gripið til þess ráðs að fara
með öll börn úr borginni og út í
sveitimar, og það gerði ég lika
ásamt með systkinum mínum.
Bændurnir á landsbyggðinni
reyndust okkur bömunum harðir
húsbændur og ég fékk ekkert að
borða. Eg gekk frá einum bónda-
bæ til annars að biðja um eitfhvað
að borða fyrir mig, ibróður minn
og systur mína. En við máttum
oft snúa frá matarlaus og stundum
þurfti ég að ganga alla leið til
næsta þorps til þess að finna eitt-
hvað að borða.
Ég var um það bil 9 ára göm-
ul, lítil, horuð og vannærð.
Ég man að einu sinni gekk ég
langan veg til næsta þorps, og þar
fékk ég heilmikið af kartöflum í
poka. Eg gleymi þessu aldrei, því
þegar ég lagði pokann fyrst yfir
axlimar þá ætlaði ég að kikna
undan þunganum, því hann vó
trúlega meira en sem nam líkams-
þyngd minni, og konan spurði
mig hvort ég gæti borið þetta allt
saman.
- Auðvitað, svaraði ég, því ég
vildi ekki skilja eina einustu kart-
öflu eftir. Svo verðmætur var
þessi fengur.
En ferðin heim var erfið, og
mér fannst hryggurinn á mér vera
að gefa sig. Ég var vannærð og
veikburða og gat ekki tekið nema
2-3 skref í einu, svo varð ég að
setjast niður. Á endanum fór það
svo að ég reyndi að draga pokann
á eftir mér i stað þess að bera
hann. En það var mikill sigur þeg-
ar ég komst á leiðarenda og gat
gefið bróður mínum og systur
kartöflur að borða.
Þegar striðinu var lokið fór ég
aftur til Tokyo með vöruflutn-
ingabíl. Þegar bíllinn nálgaðist
borgina trúði ég ekki mínum eig-
in augum: þetta leit út eins og hvít
eyðimörk. Ekkert stóð uppi og öll
borgin var í rústum. Og ég spurði
sjálfa mig: Er þetta Tokyo?
Nýlega las ég bók um reynslu
bama frá síðari heimsstyrjöldinni.
Þar lýsa böm frá ólíkum þjóðum,
Englandi, Ungverjalandi, Þýska-
landi og víðar reynslu sinni af
stríðinu. Það sem kom mér á óvart
við lestur þessarar bókar var að
þótt loftárásimar hafi auðvitað
verið skelfilegar, þá skynjar bam-
ið í raun og vem ekki alla ógnina,
og hún verður jafnvel spennandi í
augum þess. Þegar þetta fólk rifj-
ar upp reynslu sína af skelfingum
stríðsins í bemsku þá sér það lika
jákvæðu hliðina og segir: Þetta
var góð reynsla, því hún kenndi
okkur að við gætum ráðið fram úr
erfiðum aðstæðum. Hún hefur
líka kennt okkur að vera þakklát
fyrir allt sem við höfum. Enn í
dag er ég þakklát fyrir að vera á
lífi, fyrir að hafa eitthvað að
borða og fyrir að hafa heilsu til
þess að geta notið góðs matar.
Þessi reynsla kennir okkur að það
er ekkert sjálfgefið í lífinu.
- Þessi reynsla þin frá stríð-
inu hefur haft áhrifá verkþín síð-
ar meir?
- Já, tvímælalaust.
-  Ef við hverfum aftur til
FLUXUS-hreyfingarinnar og
áhrifamanna innan hennar eins
og tónskáldsins John Cage, svo
dæmi sé tekið, þá virðist sem
hann hafi verið undir talsverðum
áhrifum frá Zen-búddisma og
austurlenskri heimspeki. Eru slik
áhrifekki lika til staðar i verkum
þínum?
- Jú, það er alveg rétt. Við
getum vel sagt að rætur mínar
liggi í Japan, en þó er ég oft ekki
alveg viss.
Hér áður fyrr, á sjöunda ára-
tugnum, gerði ég til dæmis oft
happeninga þar sem ég lét fólk
vefja mig inn í taustrimil. Þetta
var bara hugmynd sem sótti á
mig, en þegar betur var að gáð þá
leit ég út eins og egypsk múmía.
En ég var á engan hátt að hugsa
um egypska menningu þá. Áhugi
minn á egypskri myndlist vaknaði
fyrst í kringum 1976 eða 10 ámm
seinna. Verkið sem ég sýni hér á
semja tónlist allt frá 5 ára aldri.
Foreldrar mínir vildu að ég yrði
píanóleíkari og ég gekk í píanó-
tíma frá bamsaldri, þar sem okkur
var einnig kennt að semja lög. Ég
reyndist ekki góður píanóleikari,
en upp úr menntaskólaárunum fór
ég að gera verk sem stóðu fram-
múrstefnutónlist nærri. Síðan
tengdist ég þessum frammúr-
stefnuhópi og tók virkan þátt í
honum. En svo fór að lokum, að
mér fannst eins og frammúr-
stefnulistin væri orðin að „skóla"
eða stofhun, sem mér fannst
verða þvingandi.
Ég get nefnt þér sem dæmi:
Einu sinni var ég með uppákomu
í New York, þar sem flutt var tón-
verk. Einn liður í tónverkinu var
að það átti að heyrast þegar sturt-
sem gat veitt meira frelsi. Ég fór
því að gera konkret-tónlist og til-
viljanatónlist. En þegar þeir
sögðu mér að það mætti ekki nota
skeiðklukku af því að þetta væri
tilviljanatónlist þá var mér nóg
boðið og ég skildi að einnig þessi
tónlist gat orðið að stofnun sem
segði okkur fyrir verkum.
Og á sama hátt og margir
dægurlagasmiðir hafa risið önd-
verðir gegn of mikilli hefð á tón-
listarsviðinu þá fór ég til London
og hugsaði með mér að í rauninni
væri það mikilvægt að geta gert
einfalt dægurlag. Eg vissi að fé-
lagar minir meðal frammúr-
stefnumannanna í New York
myndu fyllast ógeði, en það var
einmitt það sem ég vildi. Þess
vegna skrifaði ég lag sem heitir
Þegar listin verður að stofnun deyr hún um leið. Og þegar hún er orðin að stofnun verður hún líka hættuleg.
sýningunni núna með köttunum
hefur einnig tengsl við Egypta-
land, en það undarlega er að
margt af því sem ég geri á sér ein-
hverjar rætur sem ég geri mér
ekki fulla grein fyrir, en virðast
þó tengjast ævafornri austur-
lenskri menningu með einum eða
öðmm hætti.
- Samstarfþitt við eiginmann
þinn, John Lennon, á tónlistar-
sviðinu, er kannski þekktara í
augum almennings en starf þitt
að myndlist. Mig langar til þess
að spyrja þig hvort þú lítir á tón-
list ykkar i einhverju samhengi
við FLUXUS-andann og þau
verk sem þú vannst á undan og
eftirþessu tímabili i lífiþinu?
- Eg hef fengist við það að
að var niður úr klósettinu. Sá sem
sá um þetta atriði varð að nota
skeiðklukku til þess að vita ná-
kvæmlega hvenær þetta atriði átti
að koma fram. Þá var það að einn
félaganna í FLUXUS kom að orði
við mig eftir sýninguna og sagðist
hafa séð að ég notaðist við skeið-
klukku. Það er ekki nógu gott,
sagði hann, því í frammúrstefhu-
tónlist á allt að vera tilviljuninni
háð.,
Ég svaraði honum fullum
hálsi og sagði að þetta væri mitt
verk, og að ég gerði það sem mér
sýndist. Ég þoldi ekki að hafa yfir
mér dómara sem segðu mér hvað
ég ætti að gera aftur og aftur.
Strax á menntaskólaárunum
hafði áhugi minn hneigst frá
klassískri tónlist eða Stravinsky í
átt að nýrri og öðruvísi tónlist,
„Snow is falling everywhere" eða
eitthvað í þá áttina. Þetta var áður
en ég kynntist John, og þetta var
eins konar uppreisn gegn fram-
múrstefnuskólanum. Eg var því
farin að hugsa i þá áttina þegar
áður en við kynntumst. Og þegar
við höfðum kynnst þá fannst mér
þetta vera stórkostlegt. Hæversk-
an í einföldu dægurlagi er svo fal-
leg andspænis háfleygum vanga-
veltum frarnmúrstefnulistarinnar.
Það var þetta sem hreif mig og
það hafði í för með sér breytingu.
John hafði langa reynslu af að
skrifa dægurlög og við ræddum
þetta mikið. En dægurtónlistin í
dag býr ekki yfir sama einfald-
leika og hún hafði þá. Hún er orð-
in umbúðameiri og hefur fjar-
lægst það að túlka þá orku sem
býr í fólkinu. Ég held þó að hún
hafi ekki misst allt samband enn-
þá, og ég hef enn gaman af því að
semja dægurlög.
- Mig langar til að spyrja þig,
hvort FLUXUS-andinn hafi verið
timabundið fyrirbæri sem þegar
sé búið að lifa sitt fegursta, eða
hvort hreyfingin eigi sér fram-
haldslif?
-   FLUXUS-andinn mun
halda áfram að lifa góðu lífi, og
mér finnst það sérstaklega
ánægjulegt að hreyfingin nýtur nú
meiri athygli almennings en
nokkru sinnum fyrr. Það er hins
vegar mikilvægt að hafa í huga að
það er ekki í eðli FLUXUS-hreyf-
ingarinnar að segja að svona eigi
hlutimir að vera. Tjáningarfrelsið
er grundvallaratriði í FLUXUS,
og svo lengi sem það lifir þá mun
hreyfingin halda áfram.
-  Verður FLUXUS kannski
eina listastefna 20. aldarinnar
sem mun lifafram á 21. öldina?
- Það er hugsanlegt, en það
væri ekki í anda FLUXUS að
segja slíkt, því á sama hátt og fólk
vissi ekki hvað við vorum að gera
hér áður fyrr þá em áreiðanlega
einhverjir að vinna með nýjungar
núna, sem enginn hefur heyrt
neitt af. Nýjar hugmyndir munu
alltaf halda áfram að fæðast.
Kosturinn við okkar flókna þjóð-
félag felst í því að það framleiðir
stöðugt nýjar hugmyndir og kem-
ur okkur stöðugt á óvart.
- Að lokum: telurþúað listin
hafi möguleika til þess að breyta
þjóðfélaginu og hafi þannig fé-
lagslega eðapólitiska þýðingu?
- Já, ég held að list sem er lif-
andi hafi slíkt vald. Hættan fyrir
allar hræringar í listinni er hins
vegar fólgin í þvi að verða að
stofhun. Þegar listin verður að
stofhun deyr hún um leið. Og
þegar hún er orðin að stofnun
verður hún líka hættuleg.
- Hættuleg í hvaða skilningi?
- Því þá gengur hún í hlutverk
föðurimyndarinnar og það era of
margar föðurímyndir í heiminum.
Ef við ætlum okkur að ná lengra,
þá verðum við að segja skilið við
allar föðurímyndimar. Menn
verða að skapa sitt eigið líf. Mér
finnst ekki að nein íist, hvorki
mín né annarra, eigi að vera svo
yfirþyrmandi að hún knésetji
menn. Listin á ekki að vera yfir-
þyrmandi, heldur á hún að leyfa
okkur að fá hugljómun og styrkja
fólk í að halda áfram að gera sína
eigin hluti og lifa sínu eigin lífi.
-ólg.
14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 27 apríl 1991
Laugardagur 27. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28