Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 36
52 bókarkafli Hér birtast þrjú brot úr þætti um Ingimar Eydal skráðum af Unni Karlsdóttur sagn- fræðingi í bókinni Þeir vörðuðu veginn sem bókaútgáfan Hólar gefur út um þessar mund- ir. Fyrirsagnir eru blaðsins. Hljómsveit Ingimars Eydal starfaði lengi en eitt af mörgu sem gerði hana sérkennilega var að hún var einmitt stofnuð á þeim merki- legu tímamótum í poppsögunni þegar Bítl- arnir voru að byrja, bítlaæðið skall yfir og veröldin varð aldrei söm eftir það.... Bítlarn- ir réðu örlögum íjölda tónlistarmanna. ... Á 7. áratugnum varð gitarinn tískuhljóðfæri og allsráðandi í poppheiminum. Það var ekkert hljómborð hjá Bitlunum. Ingimar stóð frammi fyrir því þegar þessi nýja tíska komst til íslands hvort hann yrði að hverfa úr hljómsveitarbransanum. En hann var ekki maður sem gafst svo auðveldlega upp, hvorki á þessu sviði né öðru. Hann keypti sér cembalettið og síðan rafmagnsorgel. Með þessu vantaði hann svokallaðan Lesley- magnara en þeir kostuðu ofljár. Hann hafði ekki ráð á að kaupa slíkan hátalara og bjó sér því einfaldlega til sinn Lesley-magnara úr saumavélarmótor og einangrunarplasti. Með þessa uppstillingu, rafmagnsorgel, cembalett og heimatilbúinn hátalarann spil- aði hann vítt og breitt um landið í mörg ár. Tónlist og tækni Þannig rafvæddi Ingimar hljóðfæri sín til þess að halda velli í tónlistinni. Síðar átti hann eftir að sökkva sér í tölvuhljómborðin þegar þau komu enda samræmdust þau því sem hann var hvað hrifnastur af, þ.e. tónlist og tækni. Heimatilbúni Lesley-magnarinn hans Ingimars lifði lengi í manna minnum og þótti einstakur og dálítið fyndinn. Það glytti í innvolsið í þessu ferlíki þar sem það glotti framan í fólk við fætur húsbónda síns með magann fuflan af froðuplasti, saumavél- armótor og berum tengingum. Stórt hjól snerist innan í þessum kassa og kastaði tón- unum út. Hægt var að ráða hraðanum. Þetta virkaði og vakti mörgum kátínu, öðrum LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 UV Ingimar Eydal rafvæddi hljóöfæri sín til þess aö halda velli í tónlistinni. Hann átti eftir aö sökkva sér ofan i tölvuhljómborðin þegar þau komu og heima- tilbúinn Lesley-magnarinn hans, sem búinn var til úr saumavélarmótor og ein- angrunarplasti, þótti ein- stakur og fyndinn. hvenær menn yrðu fyrir barðinu á þeim. Einu sinni sem oftar brann Friðrik í skinn- inu af löngun til að gera Ingimar örlítinn grikk. Það hafði verið leiksýning í Sjallanum eins og stundum oftar á þessum árum. Þar hafði verið notaður þessi líka fini rauðró- sótti sloppur. Þessi litríka flík iá síðan í al- geru tilgangs- og hirðuleysi í Sjallanum eftir að hafa glatað hlutverki sinu sem leikmun- ur. Eftir ball tók Friðrik þennan forláta slopp og festi hann undir skottlokið aftan á Skodanum hans Ingimars. Ingimar fór heim í Byggðaveginn og tók ekki eftir neinu. Morguninn eftir átti eiginkona Friðriks leið um Byggðaveginn ásamt foreldrum sínum á leið í fermingarmessu. Þar sem hún sá slopp- inn aftan í bíl Ingimars Eydal varð henni að orði og benti á bílinn: „Er nú ekki Friðrik þarna lifandi kominn. Líttu á bílinn hjá Ingi- mar.“ Hún þekkti greinilega eiginmann sinn, Friðrik Bjarnason, ágætlega. Tengdamóðir hans taldi að pilturinn ætti ekki skilið að vera eignuð öll prakkarastrik og sagði við dóttur sína: „Alltaf ertu að ætla honum eitt- hvað svona.“ Viss um sakleysi tengdasonar- ins. Á þessum tíma var aðeins seld mjólk á ein- um stað í bænum um helgar, nánar tiltekið í Grófargilinu hjá mjólkursamlaginu. Þangað átti Ásta kona Ingimars einmitt erindi þenn- an morgun til að sækja mjólk. Þar sem hún svo stóð í biðröðinni tfl að kaupa mjólkina kom til hennar maður, otaði að henni þess- um fáránlega slopp og sagði: „Heyrðu, átt þú þennan slopp.“ Hún svaraði því neitandi og kunni eiginlega ekki að meta svona vitleysu í manninum. „Hvað segirðu?" sagði hann þá, „þetta var nefnilega fast aftan á bilnum þín- um.“ Djassinn var hliðarspor Ingimar fannst ekkert skemmtilegra en að spila djass og hafði glaðværan og melódískan stíl sem djassisti. „Það er alveg dásamlegt," sagði hann um þá tilfinningu að leika djass, „það er eins og að skapa heilt tónverk upp úr Þættir af Ingimar Eydal birtast í bókinni Þeir vörðuðu veginn: Heimatilbúinn magnarinn glotti framan í fnlk Hljómsveit Ingimars Eydal hafði alltaf verið þekkt og lofuð fyrir það að höfða til misleits og breiðs áhorfendahóps. Sá hópur breikkaði enn frekar þegar hljómsveitin spilaði fyrir kóngafólk í útlöndum. gleði og enn öðrum einstökum bemskuminn- ingum. Þetta síðastnefnda átti við um Gunn- ar Gunnarsson, píanóleikara og organista. Hann lét eftirfarandi orð falla um þetta landsfræga teymi, Ingimar og Lesleyinn: Ég man afltaf í Barnaskóla Akureyrar á litlu jólunum. Þá mætti Ingimar með þessa græju. Mér fannst þetta alltaf vera jólin. Að sjá ferlíkið fara í gang. Ég hafði engan áhuga á jólasveininum eða að ganga í kringum jóla- tréð. En að sjá Lesleyinn fara í gang. Það voru litlu jólin fyrir mér. Dansað við alþýðuslagara Hljómsveit Ingimars Eydal hafði alltaf ver- ið þekkt og lofuð fyrir það að höfða til mis- leits og breiðs hóps af áheyrendum. Sá hóp- ur breikkaði enn frekar og varð heldur lit- ríkari haustið 1975 þegar hinn útlægi og fyrr- verandi Grikklandskonungur Konstantín og Anna María kona hans ásamt Juan Carlos ríkisarfa Spánar og Sofíiu konu hans hlýddu á grúppuna i næturklúbbnum í Palma á Mallorca. Eigendur Jack el Negro-klúbbsins höfðu boðið fyrrnefndum aðli til einkasam- kvæmis. Veislan var að sjálfsögðu lokuð al- menningi en hljómsveit Ingimars lék fyrir gestina þessa kvöldstund. Carlos óskaði eftir að hljómsveitin léki eitthvert gott lag til .heiðurs hinni dönsku Grikkjadrottningu Önnu Maríu og dreif hana út á dansgólfið. Ingimar og hljómsveit léku þá og sungu eina danska lagið sem var á prógramminu en það var íslendingum hinn mjög svo kunnugi slagari „Det var en skikkelig bondemand." Má óvíst heita að nokkru sinni í sögunni hafi svo tiginborið fólk stigið dans við þenn- an alþýðuslagara. Eitt er víst að kóngafólk- inu féll vel við tónlistarflutning norðan- mannanna því, eins og Ingimar orðaði það, þá dönsuðu fyrrverandi Grikkjakonungur og spænski ríkisarfinn „bullsveittir á skyrtun- um.“ Dansgólflð getur verið háskastaður, jafnt fyrir háa sem lága og það er betra að halda jafnvæginu til að glata ekki reisn sinni. Slíkt er auðvitað hálfu mikilvægara þegar tignir aðilar eiga í hlut. Það reyndist alla vega hennar spænsku hátign Sofllu þegar henni var snúið svo í léttri danssveiflu að hún var alveg við það að missa jafnvægið og detta um koll. Finnur Eydal greip þá i handlegg henni og forðaði henni riddaralega frá falli. Hann hlaut að launum þakklætisaugnaráð hennar hátignar fyrir að bjarga reisn hennar og virðuleik þarna á almannafæri. Það sem hin tigna frú vissi hins vegar ekki var það að saxófónleikarinn prúði frá landinu bláa var ekki að bjarga eðalbomum botni hennar há- tignar heldur saxófóninum sínum áður en hún dytti á hann. Eignuð öll prakkarastrik Uppátæki þeirra félaga, Hjalta og Friðriks, vora ýmis og óútreiknanleg og aldrei að vita sér og það er ólýsanleg tilfinning.“ Djassinn var engu að síður alltaf hliðarspor Ingimars Eydal í tónlistinni eins og kemur fram í eft- irfarandi orðum hans: í flestum tónlistarstefnum gilda ákveðin lögmál en sá sem ævinlega hagar sér eftir lögum er eins og bundinn í báða skó. Það er til vönduð og vel samin tónlist sem er rétt eftir formúlunni og góð samkvæmt henni en hún hefur ekki þann neista sem er að finna í djassinum. Djassinn gefur manni frelsi. Þessi blanda af Afríkuhefð og tónlist Vestur- landa hefur gifurlegan lífsneista og góð sveifla verkar beint á tilfinningar manna. Djassinn er eins og áminning til hvíta kyn- stofnsins að lokast ekki inni í formúlum og akademískum þankagangi. Þegar maður er búinn að spila góðan djass og hefur tekist all- vel upp þá þarf maður ekkert meir. Maður er sáttur við lífið og tilveruna. Upphaflega ætlaði ég að nota þennan vett- vang, spila djass fyrir fólk hvort sem því lík- aði betur eða verr, en það var náttúrulega ekki hægt. Ég hef þá verið eins og þeir ungu tónlistarmenn nútímans, sem mér þykja alltaf hrífandi, sem vilja ekki gefa því gaum hvort fólk vill hlusta á þá eða ekki. Líta ekki á starf sitt sem þjónustu heldur hafa í heiðri listræn markmið. En ég held núorðið að danshúsin séu ekki réttur vettvangur til að halda þar námskeið í tónlist fyrir gestina. Þó verð ég að viðurkenna að mér er nautn í því að spila fyrir þá eitt og eitt djasslag á meðan þeir eru að borða matinn sinn. Það var mat þeirra sem til þekktu að í djassi næðu þeir tónlistarmenn og bræður Ingimar og Finnur Eydal betur saman og kæmust á hærra flug en nokkru sinni í annarri músík. í djassinum sló hjarta þeirra beggja og þeir spiluðu sinn djass svo sannar- lega í holdinu eins og sagt er og léku marga rífandi djasskonserta saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.