Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 I 35 Menning Menning Menning Menning D Stundum finnst manni umheimur- inn ótrúlega nálægur. Til dæmis þarf ekki annað en bregða sér að Kjarvals- stöðum of berja augun myndlistar- sýningu frá Kína, sem þar er haldin þessa dagana (síðustu forvöð að sjá hana í dag . . .), til að gera sér grein fyrir því að í alþýðulýðveldinu er ekki lengur við stjórnvölinn sú leiða og margumtalaða ekkja, Jiang Qing. Hér er nefnilega lítið af stórlega mannbætandi myndlist af því tagi sem Kínverjum var svo mikið í mun að kynna heiminum fyrir röskum áratug: myndir af brosmildum trakt- orsstjórum með litla rauða kverið í brjóstvasanum, skellihlæjandi náma- mönnum og kampakátum erfiðis- mönnum úti á akri. Ég efast um að ég hafi verið einn um að draga gildi slíkrar myndlistar í efa — hún er hvorki greiði við listamenn eða fjöld- ann. Að vanrækja arfleifð sína Svona átti hún þó að vera, samkvæmt skipunum frá æðstu stöð- um. Og nú vilja þeir halda því fram Og þúsund Mómin blómstra á ný í Kína Kínversk myndlist að Kjarvalsstöðum að Jiang Qing kerlingin haft átt sök á þessum menningarfasisma. Nú stendur hún og svarar til saka austur í Beijing en á meðan blómstra þúsund blóm aftur í kinversku menningarlífi, að því er erlendir fjöl- miðlar segja. Hver sem var endanlega ábyrgur fyrir stefnumótun í myndlistinni liggur sök hans varla í því sem túlkað var, miklu fremur í því sem ýtt var til hliðar, vanrækt i leiðinni. Myndlist Kínverja í gegnum aldirnar er einhver fegursti óður til ljóðrænnar mynd- gerðar sem finna má í allri listasög- unni. Þar gala gaukar, vorblómin anga, endur dorma á spegilsléttu vatni og fólkið gengur léttfætt milli lótusblómanna. Nú má kannski segja að í myndlist af þessu tagi hafi verið stór skammtur af óraunhæfri róman- Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Nokkrir fulltrúar kinverska sendiráðsins ásamt einu málverkanna á sýningunni. (DB-mynd Gunnar Örn) tík. Þó álíta margir sínólógistar (Austurlandafræðingar) að þessi myndgerð endurspegli furðu vel dýr- mæt þjóðareinkenni sem hafa enst Kínverjum vel í yfir 2000 ár: æðruleysi, íhygli, þrautseigju, tilfinn- inganæmi. Hundrað útsprungin blóm Það sem gerðist var það að málarar vóru neyddir til að ganga þvert á allt sem þeir höfðu numið og skynjað, „rómantíkin” átti að víkja fyrir hörðu raunsæi, lofgjörðum um fimmáraáætlanir og samyrkjubú, vélskóflum og traktorum. Mörgum tókst að söðla um, aðrir gáfu mynd- list upp á bátinn, sættu gagnrýni fyrir andþjóðfélagslegar tilhneigingar. Á sýningunni að Kjarvalsstöðum er iðnvæðingin ekki alveg horfin en hún er vandlega falin innan um dumbrauðar alparósir, hundrað út- sprungin blóm, fullþroskaðar ferskjur og lótusblóm í regni, svo tekið sé til nokkurra titlanna. Hið kvika handbragð og hin ljóðræna innlifun ganga aftur og mest eru lista- mennirnir J-essinu sínu þegar dýr og blóm eiga í hlut. En þegar kínverskir listamenn eru búnir að ná sér alveg eftir fjórmenningana þá fara þeir kannski að beita sig meiri hörku, tempra rómantíkina í þágu þess veru- leika sem við þeim blasir í Kina í dag. - AI Tilboðs- verðákinda- bjúgum KJÖTBÚÐ SUÐURVERS STIGAHLÍÐ - SÍMI35645 ■■ rnloMM Fm|ux rjniux Fmlux Fínlux (•75 ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Nýjasta bók Grahams Greene Sprengjuveislan eða Dr. Fisher í Genf Dr. Fisher er kaldhæðinn og tiffinninga- laus margmilljónari. Mesta lífsyndi hans er að auðmýkja hina auðugu „vini” sína. Hann býður þeim reglulega i glæsilegar veizlur og þar skemmtir hann sér við að hæða þá og niðurlægja. VERÐ STAÐGR. 20” 799.500 759.500 22” 869.000 825.000 26" 999.000 949.000 Fínlux BORGARTUM 48 REYKJAVÍK SftM 27099 JOMAS HALLGRIMSSON QG FJOLHIR Jónas Hallgrímsson og Fjölnir eftir Vilhjálm Þ. Gislason Itarlegasta ævisaga Jónasar Hallgrims- sonar, sem >ið hingað til höfum eignazL Sýnir skáldið í nýju og miklu skýrara Ijósi en vii) höfum átt að venjast. veiðarfæri eftir Guðna Þorsteinsson fiskifræðing Bókin lýsir í rækilegum texta veiðiaðferðum og veiðarfærum, sem tiðkazt hafa og tiðkast nú við veiði sjávardýra hvar sem er i heiminum. Bókin er með fjölda mynda og nákvæmum skrám yfir veiðarfæri, nöfn þeirra bæði á ensku og islenzku. Hún er 186 bls. að stærð og i sama bókaflokki og Fiskabók AB og Jurtabók AB. t j ;aga eftir Jón Dan Stjörnuglópar Jón Dan er sérstæður höfundur og alltaf nýr. Nú verður honum sagnaminnið um vitringana þrjá að viðfangsefni — fært í islenzkt umhverfi bænda og sjómanna á Suðurnesjum. Ísland I siðari heimsstyrjöld Ófriður í aðsigi eftir Þ6r Whitehead i aosigi er fyrsta bindi þessa rit- f,verks. Meginefni þess er samskipti íslands við stórveldin á timabilinu frá Hitler komst til valda I Þýzkalandi (1933) og þangað til styrjöld brauzt út (1939). Þjóðverjar gáfu okkur þvi nánari gaum sem nær dró ófriðnum, og valdsmenn þar sendu hingað einn af gæðingum sinum, SS-foringjann dr. Gerlach, til að styrkja hér þýzk áhrif. .Vlatfjkt- Rccwak Prinsessan í bciman Prinsessan sem hljóp að heiman Marijke Reesink Francoise Trésy gerði myndirnar Þessi fallega og skemmtilega myndabók er eins konar ævintýri um prinsessuna scm ekki gat felit sig við hefðbundinn klæðnað, viðhorf og störf prinsessu og ekki heldur við skipanir sins stranga föður, konungsins. Þess vegna hljóp hún að hciman. SVKXTÍXYnX) H. HELGI FER’ GÖNGUR Cai ALMI-NNA eöKAFIiLAGID Helgi f er í göngur Svend Otto S. Svend Otto S. er víðkunnur danskur teiknari og barnabókahöfundur. Siðast- liðið sumar dvaldist Svend Otto S. uml tíma á Islandi og birtist nú sú barnabók sem til varð í þeirri ferð. Heiðmyrkur Ijóð — Steingrimur Baldvinsson. Steingrímur í Nesi er stórmerkilegt skáld, og móðurmálið lék honum á tungu. Hér er að finna afburðakvæði, svo sem 'Heiðmyrkur, sem hann orti er hann beið dauða síns i gjá i Aðaldalshrauni i fimm dægur og var þá bjargað fyrir tilviljun. ísland á 18. öld er listaverkabók með gömlum Íslandsmyndum. Þær eru allar úr tveimur vlsmdaleiðöngrum sem hingað voru farnir frá Bretlandi á 18. öld — leiðangri Banks 1772 og leiðangri Stanleys 1789. Flestar þessara mynda eru nú i fyrsta sinn prentaðar beint eftir frum- myndunum. Sumar hafa aldrei birst áður i neinni bók. Þessar gönilu tslandsmyndir eru merkileg listaverk. En þær eru einnig ómetanlegar heimildir um löngu horfna tið, sem rís Ijóslifandi upp af siðum bókar- innar. Frank Ponzi listfræðingur hefur haft allan veg og vanda af bókinni og ritar formála um þessa tvo tslandsleiðangra og þá listamenn sem myndirnar gerðu. Liðsforingjanum berst aldrei bréf skáldsaga eftir Gabriel GarciaMarques í þýðingu Guðbergs Bergssonar Liðforinginn hefur í 15 ár beðið eftirlaunanna sem stjórn- in hafði heitið honum, en þau berast ekki og til stjórnarinnar nær enginn, og alls staðar, þar sem liðsforinginn knýr á, er múrveggur fyrir. Matur — sumar, vetur, vor og haust Sigrún Daviðsdóttir Þetta er önnur matreiðslubókin sem Almenna bókafélagið gefur út eftir Sig- rúnu Davfðsdóttur, hin fyrri heitir Matreiðslubók handa ungu fóiki á öll- um aldri, kom út 1978 og er nú fáanleg i þriðju útgáfu. Flestum finnst ánægju- legt ið borða góðan mat. en færri hafa ánægju af því að búa hann til. En hug- leiðið þetta aðcins. Matreiðsla er skap- andi. Það er því ekki aðeins gaman að elda sparimáltló úr rándýrum hráefn- um, heldur einnig að nota ódýr og hversdagsleg hráefni á nýjan og óvænt- an hátt. sjónvarpsbOðm ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ AUSTURSTRÆT118 - SÍMI 25544 SKEMMUVEGI 36, Kóp. - SÍMI 73055

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.