Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						f

HMMIUDAGUR13. MARS1997
Eimskípafélag Islands á
tíu skip en aöeins tvö
þeírra eru skráö hér á
landi. Önnur sigla undir
hentifána. Eitt er skráö
á Kýpur, afgangurinn
skráöur á Antigua, eyju í
Karabíska hafinu. Sam-
kvæmt talsmanni Eim-
skipafélagsins er
ástæöan fyrir þessu að
skráningargjöld eru
mun Ódýrari en hér á
landi. Hann vildi þó
taka fram að íslensk
áhöfn væri á öllum skip-
um í eigu Eimskips.
Hvaö finnst þér um
hentifánastefnu skipa-
félaga Guðmundur
Árni?
íslensk skíp
undir þjóð-
fána Antigua!
„Almennt finnst mér þessi
hentifánastefna skipafélaga
býsna varhugaverð þróun,"
segir Guð-
m u n d u r
Árni Stef-
á n s s o n ,
þingmaður
og í sam-
göngunefnd
Alþingis.
„Að vísu er hún ékki ein-
skorðuð við okkur íslend-
inga, heldur er þessi hentí-
fánastefna vaxandi um allan
heim. Mér fannst sláandi
greinin hans Borgþórs
Kjærnested sem birtist í
Morgunblaðinu             fyrir
skömmu. Hann þekkir þessi
mál vel og veit hvað hann er
að segja. Dæmi af þessum
toga, sem hann kemur með í
grein sinni, hefur maður
heyrt áður, þannig að ég er
þeirrar skoðunar að við ís-
. lendingar eigum að skrá skip
hér heima þegar hægt er.
Við búum auðvitað í fjöl-
þjóðlegu umhverfi þegar að
þessum hlutum kemur,
þannig að lög hér heima
geta ekki alveg sagt fyrir um
fyrirkomulag þessara hluta.
Þó svo að við settum okkur
strangari reglur um þessi
mál hér á landi væri senni-
lega mjög lítið vandamál fyr-
ir íslensk skipafélög að'fara í
kringum þau lög og gera út
annars staðar frá. Þetta er
því vandaverk og viðfangs-
efni sem ætti í raun fremur
að taka á á alþjóðlegum
grundvelli en í einfaldri
breytingu á lagatexta hér á
landi. Þetta er hins vegar
mál sem ég held að þyrftl að
ræða miklum mun meira og
ítarlegar. Þetta er ekki ein-
göngu spurning um störf ís-
lenskra farmanna, þótt ég
skilji mjög vel áhyggjur
þeirra af þróunlnni. En eins
og ég segi er þetta ekki ein-
falt mál að eiga við. Mér
finnst það eiga að vera al-
gjör frumregla að á skipum
íslenskra skipafélaga sé ís-
lensk áhöfn. Allt annað á að
vera undantekning frá þeirri
reglu. Eftir því sem mér
skilst eru aðeins tvö skip
Eimskipafélagsins skráð hér
á landi. Það finnst mér mjög
ískyggileg og hættuleg þró-
un og trúi því að ég sé ekki
einn um það. Vandamálið er
að hér er um fyrirtæki að
ræða sem er frjálst að taka
fþær ákvarðanir sem það vill,
,en þetta er nú einu sinni
óskabarn þjóðarinnar. En
það er að því er virðist lítið
hægt að gera í þessum mál-
um. Ég hef að minnsta kosti
ekki neina skyndllausn á
þeim," segir Guðmundur
Arni að lokum.
Allir íslendingar
þekkja þá Tvíhöföa-
bræöur Sigurjón
Kjartansson og Jón
Gnarr, enda komu
þeir eins og ferskur
andblær inn í grín-
heiminn íslenska.
Guðbjartur Finn-
björnsson hitti þá fé-
laga í París við Aust-
urvöll einn kaldan
veöurmorgun og
drakk með þeim kaffi.
Þeir félagar hafa í
mörgu að snúast.
Þeir eru að vinna að
sjónvarpsþáttum fyrir
Stöð tvö og T kvöld
verða þeir með uppi-
stand í Rósenberg-
kjallaranum.
Við erum mjög hæfileikaríkir menn
„Já, það er í kvöld Tvíhöfða-
kvöldið," segir Jón. „Ha, nei
það er ekki fyrr en annað
kvöld," segir Sigurjón og starir
undrandi á Jón. „Ja, vinur minn,
skilurðu, þótt viðtalið sé tekið
núna þá verður það ekki birt
fyrr en á morgun," segir Jón og
horfir skilningsríkum augum á
félaga sinn. „Það er nú samt
skrýtið að segja í kvöld þegar
skemmtunin er ekki fyrr en á
morgun," segir Sigurjón, sár yf-
ir að hafa ekki séð þetta fyrir
sjálfur. Þetta er í annað sinn
sém Tvíhöfði heldur svona
„stand up"-skemmtun, sú fyrri
var á Hótel Borg fyrir nokkrum
mánuðum. „Fórstu á Tvíhöfða-
kvöldið þá?" spyr Jón undirrit-
aðan, sem játti því. „Hvernig
fannst þér?" „Svona lala. Mér
leiddist ekki, en ég bjóst við
meiru frá ykkur." „Jæja, á þetta
viðtal bara að vera einhverjar
blammeringar," segir Sigurjón
og horfir út um glugga Parísar-
kaffis. Það er skítkalt úti. „Með
þessu Hótels Borgar-kvöldi vor-
um við að stokka upp pró-
grammið og prófa nýjar leiðir í
gríninu," segja þeir. Þeir segja
nóg að gera í grínbransanum
hjá sér og hafa meðal annars
verið að skemmta í skólum og á
árshátíðum. „Ekki tala um ársr
hátíðirnar," segir Sigurjón. „Við
höfum skemmt á tveimur ömur-
lUedanmáls
legum árshátíðum." „Við höfum
neitað að skemmta á árshátíð-
um eftir þessar tvær," segir
Jón. „En við höfum verið svolít-
ið í skólum og það er gaman.
Við vorum _til að mynda að
skemmta á ísafirði um daginn
og urðum veðurtepptir." „Já,
veðurtepptir í tvö ár," segir Sig-
urjón. „Fyrirgefðu, tvo daga, en
þeir voru eins og tvö ár."
Djók 2000, Rimahverfi...
Hvernig hófst samstarf'ykk-
ar?Þið eruð báðir úr Hafnar-
firði, grínbœnum, er það
ekki?
„Úr Hafnarfirði!?" segja þeir
furðu lostnir. „Nei, það eru hin-
ir þarna, hvað heita þeir, Halli
og Laddi. Þeir eru úr Hafnar-
firði. Neinei, við komum ekki
nálægt Hafnarfirðinum." Jón
viðurkennir þó að hafa komið í
Hafnarfjörð og segist ekkert
hafa upp á þann bæ að klaga.
Sigurjón segist hafa búið lengi í
Kópavogi og líkað það vel. „En
við búum báðir í Grafarvogi,
sem er næsti grínbær landsins.
Þar verður haldið „Djók 2000,
Rimahverfi"."
Trúðar í eðli okkar
Hvernig byrjaði þetta allt
samanhjá ykkur?
„Við erum báðir trúðar í eðli
okkar  og vorum að  trúðast
hvor í sínu horni. Svo fórum við
að trúðast saman. Fyrst í út-
varpinu á Rás tvö, svo í Sjón-
varpinu. Síðan hefur leiðin legið
upp á við. Stöðþrjú og nú á Stöð
tvö. Eins og allir vita keypti
Stöð tvö Stöð þrjú. Við vorum
byrjaðir að gera þætti á Stöð
þrjú ásamt Hilmi Snæ Guðna-
syni og Benedikt Erlingssyni.
Við vorum búnir að taka upp
tvo þætti sem áttu að fara í loft-
ið. Svo fóru þeir náttúrulega
ekki í loftið, og gera það ekki
fyrr en næsta vetur á Stöð tvö."
Þannig að ekkert hefur
breyst með þessa þœtti ykkar
nema að nú verða þeir sýnd-
ir á Stöð tvö?
„Já."
Og lœkkun launa?
„Neinei, en það tók hins veg-
ar þrjár vikur að fá það í gegn
að lækka ekki í launum," segja
þeir og hlæja. „Af hverju halda
allir, að þegar við færum okkur
yfir á Stöð tvö þá lækkum við í
launum?" spyr Jón. „ Jón Ölal's-
son er góður kall, og ekki allur
þar sem hann er séður," segja
þeir. „Hann fer ekki illa með
grínista, enda spaugari sjálfur
og þekkir þennan grínheim."
Gætum orðið Hannes og
Mörður eftir tíu ár
Er gríntð fullt starfhjá ykk-
ur?
„Já, frá síðastliðnu vori og
búið að vera nóg að gera síðan
þá." Ég var í föstu starfi en
sagði því upp vegna þess að ég
hafði svo mikið að gera í grín-
inu," segir Jón.
Eruð þið á réttri hillu í líf-
inu? Er grínið framtíðar-
vinna ykkar?
„Við erum mjög fjölhæfir og
hæfileikaríkir menn og það er
margt annað sem við gætum
hugsað okkur að gera. Við gæt-
um alveg eins orðið Hannes og
Mörður eftir tíu ár." „Við gæt-
um unnið okkur upp í það," seg-
ir Sigurjón og flissar.
Nú hafa skemmtikraftar á
borð við Gauja litla og Rad-
íusbrœður verið að hasla sér
völl á auglýsingamarkaðin-
um, fyrir ágœtispening trú-
lega. Eruð þið ekkert í þeim
bransa?
„Við höfum sagt nei við aug-
lýsingum. Okkur hefur bara
ekki verið boðin rétt upphæð
fyrir það," segja þeir og hlæja.
„Leikurðu í Radíusbræðr-
um"?...
Nú er aðeins eitt og hálft ár
síðan þið hófuð grínferilinn
og í dag eruð þið orðnir frœg-
ir. Hvernig er sú tilfínning?
„Eins og skáldið sagði: Þú
spurðir mig um leyndarmál
frægðarinnar, sem er að miklu
leyti einsemd ein. Ég upplifi
hana mikið í frægðinni," segir
Jón og horfir döprum augum yf-
ir kuldalegt fólkið sem þýtur
framhjá glugganum. Einsemdin
skín úr augum hans. „Annars
kemur frægðin hér á íslandi út
þannig að litlir krakkar veitast
að manni á götu og kalla „Tví-
höfði, Tvíhöfði" eða „Leikurðu í
Radíusbræðrum?" segir Jón.
„Það skemmtilegasta er að
hitta fulla stráka sem slá á axlir
manns og horfa í augun á
manni og segja: „Haltu áfram að
vera fyndinn." Það finnst mér
mest um vert," segir Jón og
hlær. Nú fóru rafhlöður í segul-
bandi blaðamanns að dofna
þannig að undirritaður heyrði
ekki gjörla hvað þeir Tvíhöfða-
menn sögðu. Að minnsta kosti
fór viðtalið að taka á sig alvöru-
blæ og menn fóru að ræða um
hina dýpri upplifun á gríni,
Spaugstofumenn, Radíusbræð-
ur og hvað það er mikilvægt að
vera öðruvísi og ekki selja sál
sína markaðinum. Allt mjög at-
hyglisvert og þeir félagar höfðu
mjög ákveðnar skoðanir á öðr-
um-mönnum í grínbransanum,
en því miður heyrist varla neitt
lengur á segulbandinu og því
verður þetta ekki Iengra. Þeim
sem vilja heyra meira er bent á
Tvíhöfðakvöldið í kvöld í Rós-
enbergkjallaranum.
Jón Arnar Magnússon er fyrir löngu kominn í hóp þeirra íslendinga sem með réttu mættu kallast stjörnur.
Frægðarsól hans hefur trúlega aldrei verið hærra á himni en einmitt núna eftir að hann náði þriðja sætinu í sjö-
þraut á heimsmeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum í vikunni. Verðlaunaféð var um sex hundruð þúsund
krónur. Hvað á svo að gera við þessa peninga Jón? „Ég er nú ekki búinn að fá þann
pening og efast um að ég fái hann nokkurn tímann. En ég myndi trúlega nota hann í
að borga skuldir. Það er nóg af þeim."
Hvaða listamaður hefur haft mest
áhrifá þig?
Nohh. (Hlátur.) Nú fórstu alveg með
mig. Tónlistarlega séð hef ég verið hrifn-
astur af Dvorák.
Ertu kannski með vasadiskó þegar
þú hleypur?
Nei, en stundum þegar ég keppi er ég
með ferðageislaspilara og hlusta á
þyngra efni.
Hvaða stjórnmálamaður lifandi
eða látinn er í mestu uppáhaldi hjá
þér?
Ég er trúlega sá ópólitískasti sem uppi
hefur verið. Fólk sem þekkir mig myndi
trúlega hlæja ef ég reyndi að svara þess-
ari spurningu á annan hátt.
Hvaða skáldsagnapersónu vildirðu
helst líkjast?
Ég var alltaf mjög hrifinn af Tarsan í
gamla daga. Það var mikil spenna þegar
maður las Tarsan-bækurnar.
Hvaða persóna mannkynssögunn-
ar vildirðu helst hafa verið?
Það er nú það. (Þögn.) Það hefði verið
gaman að komast til tunglsins og vera
Neil Armstrong geimfari.
Ef þú fengir að lifa lífinu aftur
myndirðu þá breyta einhverju?
Ég hefði farið að æfa fyrr.
Hver er merkilegasti atburður sem
þú hefur upplifað?
Það var þegar kærastan mín 61 mér
son.
Hver er merkilegasti atburðurinn
sem þú œtlar að upplifa?
Að komast aftur á Ólympíuleikana.
Það væri líka gaman að ná verðlaunum í
það sinn.
Hvaða atburður, verk eða mann-
eskja hefur mótað lífsviðhorf þitt
framar öðru?
Kærastan mín, Hulda Ingibjörg Skúla-
dóttir.
Efþú œttir kost á að breyta einu at-
riði í þjóðfélaginu eða umhverfínu,
hvað yrði fyrir valinu?
Að bæta laun þeirra lægstlaunuðu.
Sérðu eitthvað sem ógnar samfélag-
inu öðru fremur?
Stjórnleysi.
Mottó?
Vera maður sjálfur og vera hreinn og
beinn.
\
\

I
I
i

I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24