Vísir - 07.04.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 07.04.1971, Blaðsíða 1
61. árg. — Miðvikudagur 7. apríl 1971. — 81. tbl Heiíu bekkirnir hafa lagzt í inflúensu Væg flensa — sýkillinn / rannsókn oð Keldum „VEIKINDI hafa verið áber- andi síðustu dagana meðal nemenda og kennara“, sagði Magnús Jónsson skólastjóri Ármúlaskóla í viðtali við Vísi í morgun. „Hafa verið mikil veikindi meðal nemenda í sumum bekkjum og er þetta greinileg inflúensa. í gær var einn bekkurinn ekki látinn mæta í skólann, en daginn áður voru átta mættir af 25 og tveir fóru heim vegna veik inda, þá voru sex eftir og þótti ekki rétt að boða þá“. Þá sagði Magnús, að veikind- in Iegðust misþungt á bekk- ina og hefði veikinnar ekkert gætt í sumum bekkjum. „Það er töluvert um inflú- ensutilfelli í Reykjavík þessa dagana“, sagði aðstoðarborgar- læknir Vísi í morgun, „eða það sem læknar kalla yfirleitt in- flúensu. Annars er þessi sýkill í rannsökn að Keldum og auð- vitað verður ekkert fullyrt um hvað þetta er fyrr en rannsókri- um er lokið'*. Sagði aðstoðarborgarlæknir, að enn væru engar tölur fyrir- liggjandi um hve margir hefðu lagzt í umgangspest þessa en „læknar segja að það sé tölu- vert mikið um að fólk leggist í þessa pest. Við höfum ekki aðrar upplýsingar". Margrét Guðnadóttir læknir á Keldum fékk í fyrradag sýni, sem hún er að rannsaka með til liti til þess hvort það sé inflú- ensa, sem sé að ganga hér. „Mér finnast fleiri kvefpestir koma til greina og þarf þetta ekki að vera inflúensa, sem um ræðir. Það er anzi mikið af veikindatilfellum í bili, en hins vegar hefur ekki verið mikið um inflúensu í nágrannalöndun- um í vetur". Þá sagði Margrét, að veikin virtist ganga í sumum fjölskyldum og sé hún byrjuð að dreifast út á land. Hefðu tveir héraðslæknar haft sam- band við hana, héraðslæknamir á Akureyri og Blönduósi og til- kynnt nokkur tilfelli, sem þeir voru ekki .vissir um hvort væri inflúensa eða ekki. „Ef þetta er inflúensa eru meiri líkur á að um B-stofn sé að ræða og verða þá töluverð veikindi, vegna þess að 'hann hefur ekki gengið hér í nokkur ár en hins vegar er hann væg- ari en A-stofnir.n“, sagðj Mar- grét einnig. — SB/GG 60-70% voru með óhreint mjöl í pokahorninu Blómarós í blómahafi Kristín Aradóttir heitir hún þessi Reykjavíkurmær. — Vísir rakst á hana í gróðurhúsi hér í borg og ekki gátum við stillt okkur um að smelia af. Katrín er skrifstofustúlka ^ að atvinnu og segist hlakka til að eyða páskunum í mak- £ indum heima hjá sér. / , . ? i Vísir óskar lesendum sínum gleðilegra páska • Um þessar mundir er verið að framkvæma nokkuð sérstætt „happdrætti“ hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar, — happdrætti, þar sem þeir heppnu fá að vera í friði, en þeir óheppnu fá í heimsókn menn frá rannsóknardeild ríkisskatt- stjóra. 70—80 fyrirtæki verða dregin út úr hópi 7—800 fyrir- tækja með vélrænu úrtaki fyrir skattalögregluna og verður gerð rannsókn á ýmsum þáttum f rekstri þessara fyrirtækja. Við vonumst satt aö segja til að rannsókn þessi verði ekki eins ár- angursrík og skattarannsóknir hafa veriö undanfarin ár, þegar í Ijós hefur komið að eitbhvað athuga- vert hefur fundizt í framtölum hjá 60—70% fyrirtækja, sem rannsök- j uð hafa verið, sagði Ólafur Nilsson j skattrannsóknarstjóri í viðtali við Vísi í morgun. Skattrannsóknirnar hafa hingað til að mestu leyti Veðurútlit gott fyrir skíðufólk um bænudugunu ,,Það eru horfur á því, að skíða fólk geti verið ánægt með veðrið yfir bænadagana. Hitinn verður um eða yfir frostmarki og líkur á að snjórinn get; haldizt, þannig að skíðafólik ætti að geta skemmt sér“ sagði Jónas Jakobsson veðurfræð- ingur í viðtali við Vísi. í morgun var spáð suðaustanátt í fyrstu og snjókomu víða vestantil á landinu, Gert er ráð fyrir því seinna í dag að gangi í suðvestan átt á Reykjavíkursvæðinu með skúr um. í nótt veröi áttin vestlægari og þá sennilega slydduél, með morgninum ættj að stillast og birta og víða verðj vægt frost í fyrra- málið. Jónas sagði, að engar mjög djúp- ar lægðir væru nálægt landinu og ekki gert ráð fyrir vonzkuveðri um bænadagana. Talsverður snjór er nú um norðanvert landið og ekki horfur á að hann taki upp að ráði þessa daga. í morgun var víða 7—9 stiga frost fyrir norðan. —SB ’beinzt að þeim fyrirtækjum, sem hafa sýnt eitthvað afbrigðiíegt í framtölum miðaö viö önnur sam- bærileg fyrirtæki, þ.e. skattalögregl an hefur tekið upp mál, sem hafa komið upp hjá skattstofunum. — Ekkj er því við því að búast að hlutfallið verði eins óhagstætt úr þessari rannsókn, þar sem fyrir tækin eru valin án þess að nokíruð hafj fyrirfram beint gruninum að þeim. Ólafur Nilsson sagði að þessi nýja úrtaksrannsókn kæmi ekki i staðinn fyrir þær rannsóknir. sem unnið hefur verið að hiá embættinu heldur bættist við Með bessu móti getur ekkert fyrirtæki verið f rónni með að það verðj ekki rannsakað. Rannsóknin mun m.a. beinast. að söluskattskýrslum. Iauraframtö'um vegna launa eigenda. stjórnenda op annarra starfsmanna. —VJ Lögreglubíll í árekstri 1 Á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar lenti lögreglu- bifreið, sem var á leið að sinna neyðarkalli, í árekstri við fólks- bíl í gær — en skemmdir urðu smávægilegar og engin meiðsli á mönnum. í Lögreglubifreiðin var á leið vestur Miklubraut með blikkandi viðvörunarljósum og sírenuvæli og ók yfir gatnamótin gegn rauðu ljósi götuvitanna. Fólksbíllinn kom á móti og ætlaöi ökumaður hans að beygja norður Lönguhlíð, en þá varð árekst- urinn. Ekill Iögreglubílsins hafði hægt ferðina við gatnamótin og var við öllu búinn, enda nauðhemlaði hann, þegar hann sá að hverju stefndi. I Eftir á sagði hann, að sér hefði komið á óvart, hve langt bíll- inn rann í hemluninni, sem væri sennilega vegna feiti á hjól- börðunum, því að bíllinn var nýkominn af ryðvarnarverk- stæði. — GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.