Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÖK MORGUNBEAÐSINS
l&V-WZW W TT    t
150 ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA:
ÖNNUR GREIN.
Sýslumaður í Skaftafellssýslu
SKtJLI KOM hingað til lands
með Búða-skipi. Er hann hjelt það-
an, átti hann viðdvöl nokkra í
Hítardal, hjá Joni prófasti inum
fróða Halldórssyni. Og taldi Skúli
sig hafa lært mikið af viðræðum
við hinn aldna fræða-þul. Því næst
hjelt hann til Bessastaða og lagði
embættisskilríki sín fyrir amtmann,
og urðu þeir samferða til alþingis.
Var Skúla þá falið að gegna lands-
skrifara störfum og fórst það svo
hönduglega, að lögrjettumenn allir
luku lofsorði á. En ferðinni var
heitið lengra, og hjelt Skúli nú í
Skálholt til fundar við Jón biskup
iÁrnason, og afhenti honum með-
mælabrjef frá Gram. Var Skúli
kominn í fjárþrot, og fjekk pen-
inga lánaða hjá biskupi og aðra
fyrirgreiðslu eftir þörfum. Einnig
ætlaði biskup að útvega honum
dvalarstað eystra. Hjelt Skúli að
því búnu norður í land til fundar
við móður sína og aðra vini. En
er hausta tók, fór hann suður í
sýslu sína og með honum Einar bróð
ir hans; kendi Skúli honum um
veturinn undir skóla, ásamt tveim
sonum sjera Högna prestaföðurs á
Breiðabólstað.
Hafði biskup útvegað Skúla að-
setur í Bjarnarnesi hjá Benedikt <
'presti Jónssyni. Verður fátt eitt
sagt frá sýslumensku Skúla í Aust-
ur-Skaftafellssýslu. Átti hann þó
í nokkrum deilum um tekjur af
sýslunni, við þann sýslumanninn
sem hafði vesturpartinn, er gaf
meiri tekjur af sjer, en þeir áttu að
deila tekjunum milli sín. Árið 1736
hafði Skúli þó alla sýsluna, og þótti
að allra dómi hafa tekist það prýði-
lega. Samt mun hann ekki hafa'
hugsað sjer  að verða  mosavaxinn
Eítir S. K Steindórs
austur þar, og mun hafa fundist
hlutur sinn minni, en hugur hans
stóð til. Kom það í ljós í brjefi
til stiftamtmanns, þar sem hann
segist lifa í þeirri ,von, að Jiann
fái bráðlega annað embætti. Það var
því ástæðan fyrir því að Skúli hafði
ekki sýsluvöld í Skaftafellssýslu
lengur en 2 ár, að hugur hans
stefndi hærra. Er því alrangt, það
sem stendur í Sýslumannaæfum:
„Það er mælt, að Skúla hafi þótt
svo agasamt á þeim tíðum í Skaft-
árþingi, að hann hafi fyrir þeim
ófriði þaðan hrokkið". — Gætu
þessar upplýsingar hafa borist Boga
frá Sæmundi Hólm, sem altaf var
Skúla einkar fjandsamlegur, þó
merkur maður væri hann um margt.
Enda mun öllum þeim, sem ein-
hver kynni hafa af Skúla, þykja
það næsta ótrúlegt, að hann hafi
látið smáræðis krit gera sig hjer-
aðsrækan, ef hann á annað borð
kærði sig um að vera. Hann var
vígfimari og meiri bardagamaður
en svo. Blátt áfram sagt. hann undi
þar ekki hag sínum, eins og sjest á
brjefum hans: „Útskúfaður og slit-
inn frá góðum náungum og „for-
nöjelegum" vinum á þennan af-
kjálka". — Löngu síðar er Skiili
var orðinn sýslumaður í Skaga-
firði, ritar hann: „Af allri þeirri
velvild   þar  í  austursveitum,  auð-
legð og ríkidæmi með víðar,--------
Hafði jeg sífelda kvöl og gat þar
ei lifað". Segir hann þó, að austur-
sveitir sjeu: „Kjarninn af Islandi".
Það kom brátt í Ijós, að Skúli
var djarfur í hugsun, og að hann
myndi ekki sætta sig við hornreku-
sæti. Því er Alexander Smith lög-
maður fór utan árið 1735, ritar
Skúli stiftamtmanni, og sækir um
lögmannsembættið norðan og vest-
an, var það hið æðsta veraldlega
embætti sem íslenskum manni gat
hlotnast á þeim tímum. Var Skúli
þó alger nýgræðingur í embættis-
mannastjett. Nokkur bið varð á þvi
að lögmanns-dæminu yrði ráðstafað
og koma nú önnur tíðindi til sög-
unnar.
Þetta sama haust, í okt. 1735,
drukknaði Spendrup sýslumaður í
Skagafjarðarsýslu. Ilafði amtmað-
ur hraðan á, og skipaði Odd Magn-
ússon fyrir sýsluna. Þá minntist
Skúli hinna fyrri fyrirheita stjórn-
arinnar um næstu sýslu, sem losn-
aði og hann kysi heldur, er hann
tók Skaftafellssýslu svo mjög ófús.
Hitti Skúli Lafrentz amtmann á
alþingi sumarið 1736, og sagði hon-
um sem var, að hann vildi fá Skaga-
fjarðarsýslu. Tók amtmaður máli
hans mjög fjarri, og ætlaði Oddi
embættið. En Skúli vitnaði í loforð
stjórnarinnar, og hjelt máli sínu
fast fram. Fór í hart milli þeirra.
Sagði amtmaður að sá einn hreppti
sýsluna, sem honum þóknaðist, en
Skúli hjelt því fram, að málið yrði
xitkljáð á öðrum vettvangi. Bað
hann amtmann þvínæst um vega-
brjef til Kaupmannahafnar. — Af-
tók amtmaður það með öllu, nema
Skúli gæfi sjer drengskaparhéit um
að sækja ekki um Skagaf jarðarsýslu
og taldi hann ekki eiga neitt einka-
tilkall til embætta, og væri hann
ekki ofgóður til að senda sjer nm-
sókn,  svo hann  gæti lúlið umsögn
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 543
Blašsķša 543
Blašsķša 544
Blašsķša 544
Blašsķša 545
Blašsķša 545
Blašsķša 546
Blašsķša 546
Blašsķša 547
Blašsķša 547
Blašsķša 548
Blašsķša 548
Blašsķša 549
Blašsķša 549
Blašsķša 550
Blašsķša 550
Blašsķša 551
Blašsķša 551
Blašsķša 552
Blašsķša 552
Blašsķša 553
Blašsķša 553
Blašsķša 554
Blašsķša 554
Blašsķša 555
Blašsķša 555
Blašsķša 556
Blašsķša 556
Blašsķša 557
Blašsķša 557
Blašsķša 558
Blašsķša 558