Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Eftir Guðmund G. Hagalín
s
, V O sem höfundi bókarinnar
„Hugleiðingar og viðtöl" þyk-
ir mest vert um Völuspá alls þess, sem
íslenzkir menn hafa ort, bæði fyrr og
síðar, eins metur hann ljóðið meira en
önnur bókmenntaleg tjáningarform,
enda segir hann margt mjög snjallt um
eðli þess og töfra.
Það er því engan veginn undarlegt
pótt hann velji ljóðið sem fulltrúa skap-
andi menningar á íslandi og tali um
líf þess, þar sem hann í rauninni á við
blómgun listræns gróðrar með þjóð-
inni. Og þetta er síður en svo óviðeig-
andi, þar eð íslenzk menningarsaga
verður raunverulega gleggst rakin eftir
leiðum ljóðsins allt frá Hávamálum og
Völuspá og kvæðum og vísum Egils og
Sighvats til bókmennta nútímans. Þrátt
fyrir sígilda sagnalist íslendinga telur
Matthías auðsæilega, áð marka megi
íyrst og fremst af ljóðinu og hvers það
sé metið og hvernig að því búið, hversu
íslenzk menning sé á vegi stödd. Það sé
aðall ljóðsins, hins sanna ljóðs, að lífæð
þess sé tilfinningin, allt frá þeim hrær-
ingum hennar, sem skynsemin getur
gert sér allglögga grein fyrir og að
nokkru lagt á sína merktu stiku, og
þar til tilfinningin fer sinna eigin ferða
án þess að skynsemi og rökvísi geti
fylgt henni eftir, hvað þá valið henni
veg og fararsnið, og þá sé hún einna
sannastur túlkur innsta eðlis mannsins,
oft skyggn á skuggaða fortíð og grun-
þung og margvís um móðu hulda fram-
tíð — og í tengslum við ósýnileg og
eigi að síður raunsönn máttarvöld. Til-
finningin sé upphaf hinnar sönnu vizku,
en ekki skynsemin, sem ekki megi rugla
saman við vizku, — „en gæfa fylgir
vizku," skírskotar bókarhöfundur til
Snorra.
Sú mundi þó raunin, að sjaldan hafi
Snorri sótt vizku á mið tilfinninganna án
þess að skynsemin innbyrti fenginn og
metti hann, og hollast mundi enn, að
það, sem tilfinningin dregur í bú sem
efnivið vizku eða snilli, skoði skynsem-
in ærið vandlega, raunar ekki kald-
rænt, en yljuð þeirri glóð, sem orðið
hefur til á arni hugans fyrir tilstilli
djúprar og sannrar tilfinningar, — eða
með skírskotun til orða Einars Bene-
diktssonar, aff hjarlað sé með, sem und-
ir slær.
Tvíveffrungur
c
w.7 vo sem ég hef áður á minnzt,
hefur bókarhöfundur stundað nám í is-
lenzkum fræðum við Háskóla íslands
og lokið þar prófi, og víst mundi hann
hafa lesið íslenzkar bókmenntir frá
liðnum öldum, engu siður en þær nýju.
Það hefur meðal annars borið ávöxt í
bókinni Njála í íslenzkum skáldskap,
sem er frá upphafi til enda ótviræð
sönnun þess, hve íslendingasögur, mann-
gerðir þeirra og Srlög sögupersónanna,
hafa verið Islenzkum Ijóðskáldum hug-
stæðar og tiltækar, ekki sem fornleifar,
heldur sem sígildur þekkingarbrunnur
um mannlegt eðli og tengsl orsaka og
afleiðinga í mannlegum sköpum. Það
mundi og engin tilviljun, að Völuspá
hefur orðið Matthíasi hugstæðari með
tilliti til menningarkreppu nútímans en
einhver grísk eða ensk eða amerísk
rit, sem hann hefur lesið, raunar að
vonum án þess að hafa kynnzt til neinn-
ar hlítar þeim bókmenntaerfðum, sem
þau eru vaxin upp úr — eða þeim
þjóðfélagsaðstæðum, sem hafa knúið
þau fram, ýmist til aðlöðunar eða and-
stöðu. En mikill þorri annarra yngri
skálda virðist alls ekki kunna skil á
íslenzkum bókmenntum eða bókmennta-
þróun sem samfelldri heild, koma
ókunnlega fyrir sá hugsunarháttur og
sú  menningarlega  líftaug,  sem  þar  er
Fyrsta  grein
raunsannur veruleiki, og svo verða þeir
uppnæmir, þegar þeir rekast á merki-
leg skáldverk eða spekirit grísk, ensk
eða amerísk, vex í augum, hve stór-
brotin þau séu, en skortir þó jafnt þekk-
ingu til að vega þau og meta í menn-
ingarlegu samhengi eins og íslenzk
skáldrit, þar eð þeir kunna ekki skil á
þeirri menningar- og þjóðfélagsfram-
vindu, sem þau eru sprottin af, frekar
en þeir hafa kynnt sér slík efni með
þeirra eigin þjóð til neinnar hlítar.
En bókarhöfundi er ekki vant þeirr-
ar þekkingar, sem marga af hinum
skortir, en sá skortur veldur þvi, að
þeir dirfast jafnvel að æskja þess fyrst
og fremst til handa íslenzkum bók-
menntum og menningu, að hvort tveggja
slitni úr tengslum við íslenzk þjóðar-
einkenni og íslenzkar menningarerfðir.
Matthías á sér þá heldur ekki hina
raunar vafasömu og ærið takmörkuðu
afsökun fáfræðinnar, sem hinum er ein
til líknar, og þess vegna er hægt að
ræða við hann sem ábyrgan íslenzkan
menntamann. Þannig er aftur á móti
erfitt að tala við þá, sem eins og Ágúst
Hamsuns „draga á eftir sér rótartrefj-
arnar" og berast sitt á hvað fyrir sjó
eða vindi og eiga það svo á hættu eins
og hann, þessir „farmenn" á lífsins
ólgusjó, að drukkna að lokum í sauða-
hóp á þurru landi átthaga sinna.
R
asandi ráð Matthíasar í menn-
ingarlegum efnum kemur eingöngu
fram í tengslum við þær deilur, sem
orðið hafa hér á landi út af rímlausum
ljóðum, en þar gerist hann óvarkárari
og um leið óábyrgari en honum sæmir
sem manni, er hefur haft jafnnáin
kynni af íslenzkum bókmenntum og ís-
lenzkri menningarþróun og sjá má af
bók hans Njála í íslenzkum skáldskap
og af mörgum þáttum greinasafnsins,
og hefur notið leiðsagnar annarra eins
manna við nám í íslenzkum fræðum og
prófessoranna Sigurðar Nordals, Alex-
anders Jóhannessonar, Einars Ólafs
Sveinssonar og Steingríms Þorsteins-
sonar. Það er og augljóst af málflutn-
ingi hans, að í honum er allmikill tví-
veðrungur.
Matthías ónotast út af því, að hið ó-
rímaða ljóðform skuli mæta andspyrnu
og höfðar jafnvel til Hitlers, leggur við-
horf þeirra, sem ekki gína við rímleys-
unni, að jöfnu við afstöðu hans gagn-
vart bókmenntum og listum, en hÚD
var auðvitað hliðstæð viðhorfum
kommúnista í þeim löndum, sem þeir
ráða, og af sama toga spunnin. Hins
vegar segjr svo bókarhöfundur, að það
sé „ofur skiljanlegt, að fólk, sem alizt
hefur upp við rímuð ljóð og bundin,
eigi erfitt með að sætta sig við nýja
stefnu. Hún er ekki orðin partur af
reynslu þess". Hann segir um sjálfan
sig: „Fram á háskólaárin varði ég mína
landhelgi gaumgæfilega fyrir óbundnum
ljóðum". Og ég vil spyrja: Hefði honum
með þeim ræktartaugum, sem hann hef-
ur til íslenzkra menningarerfða, þótt
æskilegt, að hið nýja form hefði ekki
mætt neinni andspyrnu, og flotið inn
sem tízkuhefð jafnauðveldlega og ab-
strakttízkan á vettvangi myndlistarinn-
ar, þar sem ekki var fyrir nein alda-
gömul arfleifð, er ætti sér sterk og rót-
gróin ítök í mannaðri og hugsandi al-
þýðu? Hann segir í einum kafla bókar,
sinnar: „Það væri blekking að halda
því fram, að okkur væri ekki annt um
sporin, sem við höfum stigið". Sannar-
lega hefur hann þarna rétt að mæla.
Og þetta á ekki aðeins við um einstak-
linga, heldur enn sem komið er um
mik-inn hluta þjóðarinnar, þótt Matthías
dragi það annað veifið í efa, svo sem
til að styrkja málstað hinna órímuðu
ljóða, taki dæmi úr Skaftafellssýslu,
sem er ekki sérlega loflegt, en hins veg-
ar í fullu samræmi við vitnisburð og
bernskureynslu Þórbergs Þórðarsonar,
svo sem hann hefur lýst henni. Matthías
styðst og við frásögn Sigurðar skálds
Einarssonar um málfar Fljótshlíðar-
manna á bernskuárum hans, en þar veg-
ur svo á móti vitnisburður Sigurðar um
málið, sem talað var í næstu sveit, Land-
eyjunum! Og heldur Matthías Johannes-
sen það í raun og veru, að kommúnist-
um hefði vegnað miður aS koma fram
„þeim vafasama ásetningi að fremja
innbrot í helgustu vé lýðræðisins" hér á
landi, ef þannig vaeri komið, að þjóðin
ætti sér ekki lengur ræktarsemi til jafn-
rótgróinnar og mikilvægrar menningar-
hefðar og stuðlun ljóða hefur reynzt
þeim?
Skýtur skökku við
Til að gera góðan hlut órímaðra ljóða
vitnar bókarhöfundur meðal annars til
tveggja manna, sem hann veit njóta
mikils trausts hjá þjóðinni. Hann víkur
að bókinni Svo kvað Tómas og segir:
„Ég geriekki ráð fyrir, að neinn væni
Tómas Guðmundsson um að halda fram
hlut óbundins ljóðs á kostnað hins
bundna. Þess vegna leyfi ég mér aS
vitna til þessara orða í bókinni:
„Á þessu geturðu séð, að ég þykist
hafa persónulega reynslu fyrir því, að
sum ljóS verða ekki ort nema í óbundnu
máli eða laust rímuðu"."
„Því má bæta við þessi orð skálds-
ins",  segir bókarhöfundur  ennfremur,
f [  18. tölublað 1963
Sigurður Nordal.
„að flest Ijóðskáld á fslandi í dag era
þeirrar skoðunar, aS endurnýjun Is-
lenzkrar ljóðlistar verSi, eins og mál-
um nú er háttað, bezt borgið með því
að taka áskorun Sigurðar Nordals, þeg-
ar hann í eftirmála „Fornra ásta" segir
meðal annars þetta um óbundin ljóS:
„Óstuðluðu ljóðin ættu að eiga 6-
bundnar hendur og víðan leikvöll sund-
urlausa málsins, og vera gagnorð, hálf-
kveðin og draumgjöful eins og ljóðin.
Þau eiga sér krappa leið milli skers og
báru. En takist þeim að þræða hana,
Seinna  talar  hann  um,  að  þróunin
hljóti „að verða sú, að óbundin og bund-
verður það glæsileg sigling"."
in ljóð renni héðan I frá í tveimur sam-
hliða farvegum".
Þrátt fyrir þessi orð hans er auðsætt,
að hann er mjög á bandi órímuðu Ijóð-
anna, og er ekkert viS því að segja út af
fyrir sig. Hins vegar er hann ekki sér-
lega grandvar í málflutningi. Orð Tóm-
asar skálds eru notuS, án þess aS séð
verði, I hvaða samhengi þau eru sögð,
en þó er það enn hæpnari rökfærsla að
skírskota til Sigurðar Nordals, sem hef-
ur fyrst og fremst skrifað sina gagn-
merku ritgerð um samhengi íslenzkra
bókmennta til að sýna, að stuðluðum
ljóðum og dýrt kveðnum sé öðru frem-
ur aS þakka líf íslenzkra bókmennta og
tungu, líf Ijóðsins — eins og Matthías
orðar það. Nordal segir meSal annars:
„Það má búast við, að gerðar verði
tilraunir til þess að kasta burt stuðla-
setningu íslenzkra braga. En einmitt
þetta tvennt: Hreinleikur tungrunnar ogr
stuðlar Ijóðanna — hafa verið merki,
sem jafnan sýndu, hvort menning og
menntir þjóðarinnar voru hnígandi effa
hækkandi". (Leturbr. mín. G.G.H.)
Þá skirskotar bókarhöfundur til lið-
inna alda til stuðnings málstað hinnar
róttæku formbreytingar. Eins og Sig-
urður A. Magnússon hefur gert, nefnir
hann það sem sönnun þess, að fyrr en
nú hafi slíkar breytingar átt sér stað,
að Egill Skallagrimsson orti runhendu
um Eirík blóðöx,  og  telja þeir þetta
LESBOK MORGUNBLAÐSINS R
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16