Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						//
MAGISTER KUPFISK"
Grímur fylgdi á gráum frakka,
gamla Jðni hreysiköttur konungsljóni.
Grímur Thomsen hefur löngum haft nokk-
uð skrýtna stöðu í vitund íslendinga. Eflaust
markast hún af því að hann starfaði sem hátt-
settur embættismaður Danakonungs á meðan
landar hans börðust af vaxandi hörku gegn
þeim hinum sama konungi. Allir sem ekki
tóku refjalaust undir söng sjálfstæðisbarátt-
unnar þóttu tortryggilegir. Að minnsta kosti
eftir á og alla vega eftir að þjóðernishyggju-
menn voru búnir að túlka og segja nokkrum
sinnum söguna um baráttu hins góða og illa,
framfara og afturhalds, frelsis og kúgunar.
Nýlega er út komin bók eftir Svein Yngva
Egilsson: Arfur og umbylting, þar sem opnuð
er umræða um fjölmargt sem þessu tengist. í
bókinni, sem fjallar um íslenska rómantík, er
Grími Thomsen sýndur mikill sómi og það er
nýstárlegt. Andrés Björnsson sýndi að vísu
skilning á afrekum þessa merka skálds og
fræðimanns alla tíð og Sigurður Nordal skrif-
aði fallega um hann líka en það er lítið sem
eftir þá liggur um Grím miðað við þau býsn
sem skrifuð hafa verið um Jónas Hallgríms-
son og önnur skáld rómantísku stefnunnar á
íslandi. Umfjöllun um Grím Thomsen hefur
nánast engin verið ef miðað er við skáld og
fagurfræðinga 19. aldar hjá nágrannaþjóðum
okkar.
Magister klipfisk
í doktorsritgerð sinni um Byron lávarð, ár-
ið 1845, lét Grímur að því liggja að ríkisvaldið
styddi ekki skáldskap vegna þvergirðings-
háttar og ótta við hið frjálsa orð og með því
ætti ríkið sína sök á sársauka samtímans og
vitund hans um ógæfu sína og lánleysi sem
skáldskapurinn einn gæti sefað. Grímur
Thomsen var talsmaður bókmenntanna frá
upphafi en hin íslenska söguþjóð hafði mun
meiri skemmtun af því að búa til bókmenntir
um hann en hlusta á það sem hann hafði að
segja um bókmenntir. Hins vegar hefur fátt
verið gert til að skýra fordóma og blendnar
tilfinningar í hans garð eða svara því hvers
vegna voru sagðar svo margar sögur, þjóð-
sögur og goðsögur, af þessum stjórnmála-
manni, heimspekingi, fagurfræðingi og
skáldi.
Grímur vakti tortryggni og ef til vill stund-
um ótta hjá samtímamönnum sínum. Hann
var hámenntaður, orðheppinn og hvassyrtur
og hann virðist ekki hafa talið sér skyltað lúta
viðteknum klíkuskoðunum Hafnar-íslend-
inga. Hann var heldur ekkert að vefja hlutina
á þingi eftir að heim til íslands var komið.
Ótta við Grím má sjá í umsögnum samtíma-
manna hans eins og Steingríms Thorsteins-
sonar og Matthíasar Jochumssonar.
Grímur hefur vafalaust verið ónotalegur og
erfiður ef honum hefur verið boðið upp á málf-
lutníng sem byggðist á frekar einfeldníngs-
legri grasbala- og þjóðernisdýrkun, sótti
styrk sinn í minnimáttarkennd gagnvart Dön-
um og braust út í þvargi og þráhyggju eins og
Jón Sigurðsson átti til að festast og hjakka í.
Jón Sigurðsson var líka alltaf tortrygginn
gagnvart Grími enda var hann ekki eins tal-
hlýðinn og þeir sem þaulsætnastir voru í stof-
um Jóns.
Hinir og þessir íslendingar héldu því á lofti
að Grímur væri handgengnari Dönum en Is-
lendingum og þó að það væri ekki jafngilt föð-
urlandssvikum þótti það ekki gott að vera of
elskur að Dönum. Ekki þótti heldur öllum
Dönum jafngott að íslendingur teldi sig mann
með mönnum. Þegar Grímur gekk af hörku og
stolti inn í danskar ritdeilur eftir að meistara-
prófið var í höfn, var reynt að gera lítið úr orð-
um hans með því að bendla hann við saltfisk-
inn ofan af íslandi og kalla hann „Magister
klipfisk". Grímur var hins vegar ekkert síður
óvæginn við Dani en landa sína. Hann virðist
einfaldlega hafa litið svo á að sér væri skylt að
vera trúr sinni sannfæringu.
Mikiðtalað-
litio vitað...
Um ævi Gríms hefur lítið verið skrifað.
Jafnan er byggt á einni tímaritsgrein: „eftir
Jón Þorkelsson (yngri), með mynd framan
við", eins og segir í efnisyfirliti Andvara, árið
1898, skömmu eftir dauða Gríms. Jón leggur í
grein sinni mikið upp úr gáfum og menntun
Gríms, tign hans í dönsku stjórnkerfi og lær-
dómi hans. Jón heldur því meðal annars fram
að Grímur hafi opnað augu Dana fyrir hæfi-
leikum H. C. Andersen og hann segir: „Grím-
ur var á sinni tíð einn hinn nafnkunnasti mað-
ur á Norðurlöndum." Loks segir Jón nokkrar
„þjóðsögur" af Grími en engan veginn þær
mergjuðustu. Megineinkenni á sögunum um
EFTIR KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON
Grímur vakti tortryggni og ef til vill stundum ótta hjá
samtímamönnum sínum. Hann var hámenntaður, orð-
heppinn og hvassyrtur og hann virðist ekki hafg taÍið
sér skyltað lúta viðteknum klíkuskoðunum Hafnar-
íslendingg. Fátt hefur verið gert til að skýra fordóma"
og blendnar tilfinningar í hans garð eða svara því
hvers vegna voru sagðar svo margar sögur af honum.
Grimur Thomsen á fullorðinsárum. Mörgum hefur þótt hann kaldur á svlplnn eftlr myndum aö
dæma. Hann hefur kunnað að halda mönnum frá sér og ekkl var fráleltt að sumir hefðu af honum
nokkurn ótta.
Grím eru þau þjóðsagnaeinkenni að andstæð-
urnar fá að vera til hlið við hlið án þess að
nokkrum bregði við það.
Annars vegar er Grímur Thomsen „hreysi-
kötturinn" við hliðina á „konungsljóninu"
(Jóni Sigurðssyni) eins ogsegir í vísunni:
Hins vegar er hann íslendingurinn sem
slær í gegn við hirðir konunga eins og gömlu
dróttkvæðaskáldin.
Annars vegar ber mönnum saman um að
hann hafi verið góður maður og þannig lýsir
Einar Benediktsson honum, hins vegar er
honum lýst sem hrokafullum stórbokka. „ís-
lands óhamingju verður allt að vopni", á Jón
Ólafsson að hafa sagt þegar hann frétti að
Grímur Thomsen hefðí farið niður um ís á
hesti sínum og sloppið lifandi og Matthías
Jochumsson segir frá því, í einlægni að því er
virðist, að Grímur hafi sjálfur trúað sér fyrir
því að hann væri vondur maður.
Jón Þorkelsson segir m.a. af Grími þá sögu
að hann hafi átt úrvals gæðing sem konungur
falaði af honum en Grímur neitaði að selja
konungi hestinn á þeim forsendum að hann
gæti ekki selt vin sinn vini sínum. „Gefðu mér
hann þá," á kóngur að hafa sagt en það vildi
Grímur ekki. Kvaðst ekki líta svo stórt á sig
að hann gæti verið að gefa konungum gjafir
og kóngur fékk ekki hestinn.
Önnur saga af Grími er á þá leið að belgísk-
um sendiherra hafði orðið það á að skopast að
Grími vegna þeirrar hlálegu litlu eyjar ís-
lands. Hann þráspurði hvernig lífinu væri lif-
að á þeim furðustað og þegar hann spurði
hvaða mál íslendingar töluðu svaraði Grímur
að þeir töluðu belgísku.
Enn ein þjóðsagan af Grími segir að hann
hafi verið boðinn í tedrykkju til breskrar
hefðarfrúar. Þau sátu þar við opinn gluggann
í höllinni og verður Grími það á í gáleysi að
taka sykurmola með fingrunum. Hefðarfrúin
tók þá sykurtöng úr silfri og henti henni út
um gluggann til þess að undirstrika að slíkra
verkfæra væri ekki þörf þar sem menn kynnu
ekki mannasiði. Grímur deplaði ekki auga,
segir sagan, heldur tók sykurkarið, sem einn-
ig var úr silfri, og henti því út um gluggann á
eftir tönginni; enda mátti hann til með að sýna
að hann kynni breska mannasiði.
Svona mætti halda áfram nokkra hríð. Og
eitt eiga allar sögurnar sameiginlegt; þær
lýsa   sterkum   tilfinningum  í  garð   Gríms
Thomsen en litlum skilningi á því hver hann
var.
Keimur af Hegel
Grímur Thomsen skrifaði mikið um heim-
speki og bókmenntir á sínum yngri árum.
Hann er löngum sagður hafa verið eindreginn
fylgismaður Hegels og á tímabili var hann það
en þetta hefur bólgnað nokkuð hastarlega í
meðförum manna. Fylgispekt Gríms við Heg-
el er reyndar gott dæmi um það hve hættuleg-
ir stimplar af ýmsu tagi geta orðið. Þegar búið
er að skella stimplinum niður teya menn að
flokkunarvandinn sé úr sögunni en í raun hafa
kannski mörg og stór vandamál verið sköpuð
en ekki leyst. Hegel á hér auðvitað nokkra
sök. Hann hefur löngum haft orð á sér fyrir að
vera svo erfiður aflestrar að það jafngildi því
að ganga í björg að tileinka sér hugsanagang
hans.
Jón Þorkelsson skrifar árið 1898 um Byr-
onsritgerð Gríms: ,Að framsetning mun hún
nú þykja nokkuð þungskilin og flókin, og ber
mikinn keim af Hegel heimspekingi hinum
þýska, eins og margt af því tagi, sem þá var
ritað. Heimspeki hans var þá mjög í tízkunni,
og í henni er mönnum hætt við að tolla, þótt
menn, ef til vill, kæri sig ekki um það í sjálfu
sér."
Hér er strax kominn ákveðinn afsökunar-
tónn, eins og bera þurfi blak af Grími fyrir að
hafa orðið fyrir áhrifum af Hegel. Ahugi
Gríms Thomsen á erlendri menningu og hugs-
unum samtímans var ef til vill svolítið vand-
ræðalegur í augum sumra aldamótamanna
vegna þess að hann spurði ekki að því hvað
sómdi sér best í túninu heima. Það skipti hann
hins vegar miklu máli að vera fullgildur sem
einstaklingur og hann barðist fyrir þegnrétti
íslenskrar menningar í samfélagi þjóðanna.
Auðvitað vildi Grímur tolla í tískunni! Hann
kynnti sér vandlega alla helstu heimspekinga
sinnar samtíðar og skrifaði margt viturlegt
um manngildishugsjón 19. aldar. I doktorsrit-
gerð sinni tók hann mikið mið af Hegel vegna
þess að á fyrri helmingi 19. aldar hlutu allir
sem tóku sjálfa sig alvarlega að hafa ein-
hverja afstöðu til þessa heimspekings. Ein-
mitt þess vegna metta hugmyndir Hegels alla
heimspekiumræðu tímabilsins.
Jón Þorkelsson segir á nokkuð diplómatísk-
an hátt að doktorsritgerð Gríms beri keim af
Hegel og sé þar af leiðandi torskilin. í nýju
bókinni sinni, Arfur og umbylting, talar
Sveinn Yngvi Egilsson líka um fylgispekt
Gríms við Hegel en furðar sig jafnframt á því
að Grímur skuli gagnrýna Hegel. Þetta
tvennt, fylgispekt og gagnrýni, fer illa saman
að mati Sveins. Sannleikurinn er sá, að mínu
mati, að með Byronsritgerðinni skrifaði
Grímur sig frá Hegel og við Byronsritgerðina
verða hvörf í hugsun og þroska Gríms Thom-
sen.
Hegel hefði aldrei fallist á það gildi ein-
staklingsins sem fólgið er í niðurstöðu Byr-
onsritgerðarinnar. Að skrifa þá ritgerð er
miklu nær hugsanagangi danska heimspek-
ingsins Sören Kierkegaards, samtímamanns
Gríms og eins helsta andskota Hegels. Þeir
tveir vega salt á kerfishugsun og einstakl-
ingshyggju en andstæðan þar á milli er ein sú
voldugasta í hugsun 19. aldar. Ævi og listferill
Gríms Thomsen er uppgjör við togstreituna
milli kerfis og einstaklings og það er hans eig-
ið uppgjör. Það er ekki mótað af fylgispekt við
eitt eða neitt, nema ef vera skyldi tískuna sem
Jón Þorkelsson reynir að sverja af honum.
Grímur sökkvir sér niður í öflugasta heim-
speking tímabilsins, Hegel, skrifar verðlaun-
aritgerð um franskan skáldskap sem var í
tísku eins og öll franska þjóðin vegna sigra
Napóleons og skrifar síðan bók um eitt al-
frægasta og umtalaðasta skáld aldarinnar,
Byron lávarð. í fræðistörfum sínum var
Grímur alltaf í eldlínunni.
Grímur lifði lífi sínu eins og sannur, mennt-
aður nítjándu aldar maður að því leyti að hann
reyndi fyrir sér á þremur helstu sviðum
mannlífsins:^ í heimspeki, stjórnmálum og
skáldskap. Á öllum þessum sviðum var fram-
lag hans stórmerkilegt.
Við upphaf 19. aldar var það runnið upp fyr-
ir nokkuð mörgum að guð væri líklega ekki til
sem eldri borgari á skýi eða einhvers konar
útfrymi innan og utan við hinn mannlega
heim. Menn komu honum, við upphaf aldar-
innar, einna helst fyrir í samræmi og fegurð
tilverunnar og markmiðunum með gangi sög-
unnar.
Maðurinn er óneitanlega hluti af tilverunni
og grunur leikur á að guð hafi skapað hann í
sinni mynd. Við vitum það eitt um guð, segir
Hegel, að hann er fullkominn og getur ekki
viljað neitt annað en það sem er fullkomið.
4     LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20