Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						
1 i I i. I 1 I f I

.
YFIRLITSSYNING A VERKUM ÞORARINS B. ÞORLAKSSONARI USTASAFNIISLANDS
Sólarlag vio Tjörnina, 1905.
HIN UPPHAFNA KYRRÐ
I Listasafni Islands stendur nú yfir umfangsmikil
yfirlitssýning g verkum Þórarins B. Þorlákssonar
listmálara. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓniR gekk
um sali safnsins með Ólafi Kvaran safnstjóra, sem
hafói yfirumsjón með uppsetningu sýningarinnar
ásamt Júlíönu Gottskálksdóttur.
ASÝNINGUNNI sem er í
þremur sölum Listasafns-
ins gefur að líta alls 160
verk sem spanna allan list-
feril Þórarins B. Þorláks-
sonar, allt frá því hann
byrjar að mála um 1890
fram til andláts lista-
mannsins árið 1924. Sýningin er haldin í tilefni
af því að öld er liðin frá því að hann sýndi verk
sín í fyrsta sinn. Sú sýning var í Glasgow við
Vesturgötu í Reykjavík og var jafnframt
fyrsta einkasýning íslensks listmálara hér á
landi.
„Markmiðið með yfirlitssýningu af þessu
tagi er að gefa yfirsýn yfir lífsstarf Þórarins.
Á sýningunni eru bæði hans bestu verk og
verk sem eru fyrst og fremst höfð með þar
sem þau eru áhugaverð vegna þeirrar innri
þróunar sem verður hjá honum. Það getur t.d.
varðað myndir sem hafa mjög sérstakan
myndskurð, myndir þar sem eitthvað nýtt
kemur fram og eru mikilvægar sem slíkar. Við
vhjum gefa breitt og gott yfirlit en einnig
skerpa á ákveðnum tímabilum og þemum sem
má finna í listinni hjá honum. Fyrst og fremst
er þó ætlun okkar að leggja áherslu á það mik-
ilyæga brautryðjandahlutverk sem Þórarinn
B. Þorláksson hefur í íslenskri myndlist," seg-
ir Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns
íslands og annar tveggja sýningarstjóra að yf-
irUtssýningunni.
„Þórarinn kynnist fyrst myndlist þegar
hann kemur, ungur prestsonur úr Vatnsdaln-
um, til náms í Reykjavík. Þá kynnist hann
verkum í eigu Listasafns Islands eftir þýska
og danska málara sem þá eru sýnd í Alþingis-
húsinu. Þetta er árið 1886 og síðan fer hann til
Danmerkur í nokkra mánuði 1889 og hefur
frekari kynni af söfnum þar," segir Ólafur. Ár-
ið 1890 fer hann að sækja tíma í teiknun og
málun hjá Þóru Pétursdóttur Thoroddsen.
Fyrsti opinberi styrkurinn til
handa íslenskum iistmálara
„Svo tekur hann þá ákvörðun 1895 að segja
upp sínu góða starfi sem bókbindari hjá Isa-
foldarprentsmiðju og fer til Kaupmannahafn-
ar til náms, þá orðinn 28 ára gamall. Þá spinn-
ast umræður í þinginu sem spegla
samfélagsástandið því fyrir þinginu hggja
tvær umsóknir um styrk til listnáms, frá þeim
Þórarni og Einari Jónssyni myndhöggvara.
Þar eru annars vegar þeir sem tala mjög há-
stemmt fyrir því að það þurfi að styrkja og
vekja fagurfræðilega tilfinningu þjóðarinnar
og hins vegar eru þingmenn sem benda á hina
ýmsu annmarka, bæði fyrir myndhöggvara að
starfa á íslandi og eins að Þórarinn sé orðinn
of gamall til að fara út í svona nám. En hvað
um það - styrlarnir voru báðir samþykktir og
styrkurinn til Þórarins er fyrsti opinberi
styrkurinn sem veittur er íslenskum listmál-
ara," segir Ólafur.
Morgunblaoið/Ásdís
Ólafur Kvaran stendur hér vid eitt verka Þórarins B. Þorlákssonar á yfirlitssýningunni í Lista-
safni íslands; Úr Hvalfirði, frá árinu 1908.
Þórarinn heldur til náms í Kaupmannahöfn
haustið 1895 með 500 króna styrk frá Alþingi
upp á vasann. Næstu árin stundar hann nám
við Det tekniske selskabs skole, Konunglegu
listakademíuna og einkaskóla landslagsmála-
rans Harald Foss. Olafur segir að ákvörðun
Þórarins um að ganga í smiðju Harald Foss
gefi vísbendingu um að hann hafi hrifist mjög
af þeim síðrómantíska natúralisma sem sá
kennari stóð fyrir.
Rómantískt viðhorf
til náttúrunnar
„Þetta verður ákveðið höfundareinkenni á
list Þórarins í byrjun aldarinnar. Það sem ber
hæst í norrænni myndlist á áratugnum 1890-
1900 er symbólisminn, þar sem áherslan er á
tjáningu hugmynda og tillinninga, m.a. með
táknum og allegóríum. Einar Jónsson er sá ís-
lenskur listamaður sem svarar því kaUi tímans
en Þórarinn tengist eldri viðhorfum hvað
varðar stílfræðilegt samhengi. En svo má
maður ekki binda sig um of við þessar list-
sögulegu forsendur, því þegar Þórarinn fer að
mála á Islandi á fyrsta áratug aldarinnar þá
sprengir hann á vissan hátt stílfræðilegar for-
sendur hins rómantíska natúralisma þegar
hann túlkar hughrif sín andspænis landinu. í
túlkun hans er áherslan á dulmagn náttúrunn-
ar og upphafningu eða idealiseringu. Segja má
að þessi túlkun sem við getum kennt við upp-
hafna kyrrð, sem er svo einkennandi fyrir
þennan fyrsta áratug og við getum almennt
kallað rómantískt viðhorf til náttúrunnar, sé í
rauninni sterkasta höfundareinkenni Þórarins
fyrsta áratuginn. Svo gerist það að Ásgrímur
Jónsson kemur heim 1909 með aðra útgáfu af
þessum natúralisma og er miklu meira að
sælqast eftir Ijósbrigðum í náttúrunni, þessu
hverfula augnabliki sem hann leitast við að
1 6     LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. NÓVEMBER 2000
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20