Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 19
Lokahönd lögð á frágang sýningarinnar í Hafnarhúsinu. MorgunbloðiS/Krish'nn ÍSLAND ÖÐRUM AUGUM LITIÐ í salarkynnum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhús- inu er að hefjast samsýn- ing á verkum fimm lista- manna, þeirra Roni Horn, Douwe Jan Bakker, Rom- ans Signers, Birgis And- réssonar og Harðar - Agústssonar. Sýningin ber heitið ísland öðrum augum litið. RAGNA GARÐARS- DQTTIR ræddi við Birgi. LÍKT og heitið gefur til kynna er meiningin að leitast við að líta ís- land öðrum augum en venjan er. Líkt og Birgir Andrésson benti á er athyglisvert að skoða allt í senn, hvaða augum íslenskir lista- menn líta land sitt og menningu, I hvaða sýn útlendingar hafa haft á ísland og hafa, og að lokum hvað verður úr þegai' verkum íslenskra og erlendra lista- manna er stefnt saman undir slíkri yfirskrift. Birgir taldi skírskotunina til verka 18. og 19. aldar íslandskönnuða ennfremur vera óhjá- kvæmilega. Þeir hefðu margir hverjir sett fram um margt sérkennilega sýn á land og þjóð, sem oftar en ekki átti rætur að rekja til lesturs á íslendingasögum. Slík sýn er engan veginn síðri eða skárri en aðrar að dómi Birg- is, heldur hreinlega og einfaldlega ein af mörgum. Það megi jafnvel vera að sú sýn hafi auðveldað íslendingum sjálfum að koma auga á listrænt gildi í sínu nánasta umhverfi. Van- inn getur varið mönnum sýn á stórfengleika umhverfisins, og þá einkum og sérílagi þegar stórfengleikinn felur í sér örbirgð og vonleysi. Birgi leikur forvitni á að vita hvaða sjónar- horn muni skapast af þessari samsýningu og vonast til að spurningar vakni um sjálfsmynd íslendinga, margslungni hennar jafnt sem einfaldleika. Morgunblaðið/Kristinn Starfsmaður Listasafns Reykjavíkur hengir upp teikningar Harðar Ágústssonar. rannsókna", komst Pétur að orði. Birgir lét í það skína að myndir Harðar væru einna helst tildrög sýningarinnar og átti vart önnur orð til að lýsa yfir hrifningu sinni á þeim listamanni en, „Hörður er náttúrulega alveg hreint makalaus". Geysilega mikil dýpt Að upprunasögu hugmyndarinnar lokinni teymdi Birgir mig um sýningari-ýmið og sagði mér af listamönnunum og verkum þeirra. Við stöldruðum alllengi við verk Hollendingsins Douwe Jan Bakker, enda verk hans öll komin upp á vegg og því gerlegt að spá eitthvað í þau. „Það er geysilega mikil dýpt í þessum verkum Bakkers“, sagði Bii'gir. Við okkur blasti sjötíu og tveggja mynda sería af smá- um myndum, mjög í hóf stilltum. í hverjum ramma er að finna dauflita Ijósmynd af ís- lenskri náttúru, og þá af svo öldungis óæsi- legum fyiirbærum eins og þúfu eða gi'as- bakka. Sérhver ljósmynd er aftur sniðin í sitt sérstaka form, sem iíklega endurspeglar til- fmningu listamannsins fyrir tákm-ænu formi landlagsins. Birgir kvaðst líta á framsetningu Bakkers sem tillögu að persónugerð lands- lagsins. Hver landslagshluti á sitt eigið nafn í tungumálinu og jafnframt formgerð í huga listamannsins. Með þessu móti vii'ðist Bakker leitast við að tengja landslag, þjóð og menn- ingu órjúfanlegum táknböndum, og gefur eitt öðru merkingu með gagnvirkum hætti. Af framsetningunni að dæma virðist engin leið að að skera á þessi tengsl eða afmarka einn þátt. Hér er ekki vettvangur til að gera öðr- um listamönnum skil, en ætti lýsingin á verk- um Bakkers að fullvissa menn um þau djásn sem þeir eiga í vændum að sjá. Birgir hafði ekki mörg orð um eigið inn- legg. Hann kvaðst hafa leitað uppi íslenska bæi sem bera þekkt stórborgarnöfn og unnið út frá því þema með ljósmyndatækni. Mér þótti liggja beinast við að hafa orð á eldfornri og bráðskemmtilegri tilhneigingu íslendinga til að færa heiminn inn fyrir sinn túngarð, og tók Birgir undir það. Allskyns tengingar í þeim kantinum munu væntanlega koma upp í huga sýningargesta áleit Birgir. Hann benti á að verkin væru öll hin að- gengilegustu án þess að vera einfeldningsleg, áleitin án þess að vera yfirþyrmandi. Myndu þau vafalaust hvetja menn til virkra hugleið- inga um ýmiskonar fyrirbæri og tengsl í sjálfsmynd íslendinga sem vanabundin eru orðin. Hann taldi verkin vera með innhverf- ara móti að því marki sem þau hvetji til inn- hverfrar íhugunar. Bjó með Donald Judd Birgir Andrésson Hugmyndin að sýningunni spratt úr höfði Birgis, en þó ekki alsköpuð. Hann kvað hana hafa búið með ný- látna bandaríska listamanninum Donald Judd allar götur frá því hann leit húsateikningar Harðar Agústs- sonar augum. Judd þótti einkum áhugavert samspil lands og þjóðai' annars vegai' og list- sköpunar hins vegar. Pétur Armannsson, sem Birgir titlaði sérfræðing í verkum Harðar Ágústssonar, sagði mér dálítið af Herði og verkum hans. Hann brá m.a. birtu á nostur- samleg vinnubrögðin í húsateikningum Harð- ar. „Herði var mikið í mun að endurreisa hrundar eða hálfhrundar kirkjur og bæi í listaverkum sínum, og gerði af vísindalegri nákvæmni." Pétur benti á að þótt hann hefði leitað markvisst í skjóður fornleifafræðinnar og sagnfræðinnar, fullnægði það engan veg- inn þörf hans fyrir endursköpun á vængjum ímyndunaraflsins jafnt sem heimilda. „Það er ekki hægt að draga mörkin milli sköpunar og •9 I 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000 1 9 ¥

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.