Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Vilborg Harðar-dóttir fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1935. Hún lést við Snæfell 15. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ragnheiður Sveins- dóttir skrifstofumað- ur, f. 1900, d. 1987, og Hörður Gestsson bifreiðastjóri, f. 1910, d. 1975. Systir Vilborgar er Helga, f. 1936. Vilborg var gift Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi 1954–1978. Börn þeirra eru: 1) Mörður, f. 1953, kvæntur Lindu Vilhjálmsdóttur. Dóttir hans er Ölrún, f. 1971, gift Helga Skúla Helgasyni og eiga þau börnin Hlín, f. 1996, og Hafþór, f. 2001; 2) Ilmur, f. 1958. Dóttir hennar er Þuríður Blær Jóhannsdóttir, f. 1991; 3) Dögg, f. 1964. Eiginmað- ur hennar er Rúnar Bergsson og eiga þau synina Berg, f. 1990, og Björn, f. 1995. Vilborg lauk landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1951, stúdentsprófi frá MR 1955, BA-prófi í ensku og norsku frá HÍ 1962 og stundaði nám í enskum leikbókmenntum við FU í V-Berl- ín 1964–65. Hún var blaðamaður við World Student News í Prag 1957, við Þjóðviljann með hléum 1960–81, ritstjóri jafnréttissíðu 1973–76 og Sunnudagsblaðs Þjóð- viljans 1974–75, ritstjóri Norður- lands 1976–78, fréttastjóri Þjóðvilj- ans 1979–81. Stjórn- aði umræðuþáttum í Sjónvarpinu 1973– 74. Kennari í norsku við háskólann í Greifswald 1962, í ensku við Vogaskóla 1962–63 og Gagn- fræðaskóla Austur- bæjar 1971–72. Kynningar- og út- gáfustjóri Iðntækni- stofnunar 1981-88, skólastjóri Tóm- stundaskólans 1988– 92, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bókaútgefenda frá 1992 og ritstjóri Íslenskra bókatíðinda frá 1993. Vilborg sat í Stúdenta- ráði 1958–59 fyrir Félag róttækra stúdenta og var félagi í Æskulýðs- fylkingunni, Samtökum hernáms- andstæðinga, Sósíalistaflokknum og síðar Alþýðubandalaginu. Varaþingmaður 1974–78, sat á þingi okt.-maí 1975–76 og á vor- þinginu 1978. Hún var varafor- maður Alþýðubandalagsins 1983– 85. Vilborg var einn af frumkvöðl- um að stofnun Rauðsokkahreyf- ingarinnar 1970. Hún lét kvenna- baráttu og jafnréttismál mjög til sín taka og var meðal annars í skipulagsnefnd kvennadagsins 24. október 1975. Útför Vilborgar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún var rauðsokka, blaðamaður, fréttastjóri, þingmaður og greinilega hörkukona af öllu því að dæma sem ég hafði séð og heyrt. Þannig var myndin sem ég hafði af Vilborgu Harðardóttur og ég kveið satt að segja fyrir því að virka ekki nógu gáfuleg þegar Mörður mundi draga mig heim til hennar, þangað til ég lenti á næturvöktum með Stínu vin- konu, yngri systur Marðar, sem var tæplega tvítug um þetta leyti. Stína talaði nefnilega um Villu eins og vin- konu sína. Ég heyrði ekki betur en að þær stelpurnar, Villa, Dögg og vin- konur Daggar sætu saman á kvöldin og sötruðu te eða rauðvín og ræddu um konur, pólitík, heimspeki, bók- menntir, tónlist og heppilega og óheppilega kærasta. Og það var ein- mitt þessi vinátta, í bland við móð- urlega umhyggju sem ég skynjaði sterkast í fari hennar þegar við fór- um að kynnast. Viðmótið var einstak- lega hlýtt, hugurinn ávallt opinn og leitandi og fordómaleysið sjaldgæft. Viljinn til að lifa lífinu lifandi geislaði af henni og á leiðinni kynntist hún ótrúlegum fjölda fólks og fræddist um flest milli himins og jarðar. Um leið og hún varð vinur minn urðu mínir vinir hennar vinir. Mér var guðvelkomið að ganga í allt henn- ar dót hvenær sem á þurfti að halda og þá var sama hvort það var húsið, bíllinn, tjaldið, skíðin, ferðataskan, tölvan eða stóri kjötsúpupotturinn. Þetta var svo sjálfsagt þegar Villa átti í hlut að það var bara formsatriði að nefna það. Einhverju sinni var ég að vandræðast með hóp af þýskum ljóðskáldum sem ég þurfti að koma í hús og henni fannst það minnsta mál- ið að hafa ókunnugt skáld á loftinu hjá sér. Og áður en við var litið var Gregor hinn þýski farinn að elda lambalæri með blóðbergi í ofninum hennar og búinn að bjóða tuttugu skáldum í veislu í stofunni hennar og þar var hún auðvitað hrókur alls fagnaðar. Ég kynntist þessari heimsdömu betur þegar fyrir fórum saman á nor- ræna hátíð sem haldin var í tengslum við bókamessuna í Leipzig. Þetta var nokkrum árum eftir fall múrsins og á leiðinni úr miðbænum uppá hótel var leigubílstjórinn búinn að segja henni allt um uppbygginguna og öll mistök- in sem gerð höfðu verið í því pen- ingabrjálæði, um efnahagsástandið, kjör almúgans og fyrirhugaða varð- veislu gamla bæjarins og hún endaði uppi með númerið hans í höndunum því hann vildi verða sjóförinn hennar í Leipzig. Seinna um kvöldið horfði ég forviða á hana svissa úr dönsku yf- ir í norsku, sænsku og þýsku þar sem við sátum og slöppuðum af eftir dag- inn í hópi norrænna höfunda og skipuleggjenda hátíðarinnar. Mér fannst það með ólíkindum að hún skyldi alltaf hafa tíma fyrir fólkið sitt því hún var oftar en ekki á þvæl- ingi, eins og ég orðaði það stundum, hlaupandi út um fjöll, firnindi og af- skekkta dali með gönguhópnum sín- um eða á flakki í útlöndum, í vinnuer- indum, í heimsókn hjá vinum og kunningjum, í skemmti- og menning- arferðum með vinum, börnum og barnabörnum eða á íslendingaslóð- um með jómsvíkingum. Þess á milli fór hún Svíþjóðar á sænskunámskeið eða til Ítalíu að tala ítölsku. En hún gat einhvern veginn gert þetta allt í einu og fleira til eins og ég uppgötv- aði þegar hún gaf okkur forláta kryddhillu, sem hún hafði smíðað sjálf, í jólagjöf og undurfínan silfur- ofinn dúk sem hún hafði saumað handa okkur á borðstofuborðið. Það var alltaf líf og fjör í kringum hana en best var samt að sitja með henni í stofunni innan um fjölskyld- una, vinkonurnar og þeirra börn á jóladagskvöld og drekka kaffi úr fínu postulínsbollunum sem hún safnaði að sér á ferðum sínum og leika barna- lega samkvæmisleiki krökkunum til skemmtunar og ekki síður til að halda lífinu í hefðinni. Ég á eftir að sakna þeirra stunda mest og stund- anna í garðinum í sólinni innan um öll blómin sem hún lagði svo mikla rækt við. Það var fátt eins gefandi og það að geta fært Villu góð tíðindi. Þá sá ég hvernig hennar eðlisbjarta yfirbragð uppljómaðist og hlýjan sem streymdi frá henni var beinlínis áþreifanleg. Hún samgladdist fólkinu sínu svo innilega þegar vel gekk að ég hafði það yfirleitt á tilfinningunni að ham- ingja mín og þeirra sem voru henni nákomnir létti henni lífið svo um munaði. Einlæg hluttekning í gleði og sorgum annarra er ekki sjálfgefin og alls ekki á hvers manns færi að tjá slíkar tilfinningar en hún Villa hafði svo vandað hjartalag. Og eins og fjöl- skyldan og vinafjöldinn allur veit þá er gott að þekkja þannig konu og eiga hana að og óumræðanleg eftirsjá að stundirnar með henni skuli ekki verða fleiri, í bili. Við hittumst síðar, Villa mín. Linda. Villa var okkur frænkunum mjög kær og trygg vinkona. Hún var kona frænda okkar til tuttugu og fimm ára og voru samskipti fjölskyldnanna mikil, sem hófust þegar Villa hóf sambúð með honum Árna; litla drengnum hennar Hólmfríðar ömmu á Laugavegi 137. Á milli ömmu og Villu ríkti einlæg væntumþykja og virðing og mátu þær hvor aðra mik- ils, enda bjó amma oft í skjóli þeirra um lengri eða skemmri tíma eins og á Bergstaðastræti 48 A þar sem við frænkurnar vorum mikið, önnur yfir vetrartímann vegna skólagöngu sinnar, en hin á sumrum við að gæta Ilmar og dást að Merði í fótbolta. Þá þegar höfðu þau verið langdvölum erlendis, og var ekki ónýtt á þeim tíma að eiga frændfólk í útlöndum og eigum við enn muni sem Villa af hug- ulsemi færði okkur við heimkomur. Við fengum svo að fylgja þeim til Berlínar vorið 1963 með m/s Dronn- ing Alexandrine til Kaupmannahafn- ar og þaðan með lest til Berlínar – þvílík upplifun – þar varð sú eldri okkar eftir og var sett í snyrtinám en hin fór heim veraldarvön eftir að hafa leikið sér með þessu skemmtilega fólki. Það var afskaplega skemmtilegt og þroskandi að hafa Villu bæði sem uppalanda og vinkonu, hún var frum- kvöðull sem kom með nýtt blóð inní stórfjölskyldu okkar... KONA sem lærði, sinnti félagsmálum, gegndi ábyrgðarstöðum og gat jafnframt sinnt fjölskyldu sinni og veitt þeim ást og umhyggju, var einstaklega handlagin, saumaði, eldaði og bakaði af list. Hún var svo lifandi kona. Eftir að leiðir Árna og Villu skildu hélst vinátta okkar óskert og reynd- um við að hittast að lágmarki einu sinni á ári með GLEÐI... Ragna mág- kona hennar, Lóa svilkona, Helga systir Villu og við frænkur og var ald- ursmunur á elstu og yngstu þrjátíu og þrjú ár, en í dansi og leik vissi eng- in okkar hvar í aldursröðinni hver var. Seinni ár urðu þetta skíðagöngu- og sundferðir með aðeins breyttum áherzlum en alltaf jafn ánægjulegum og einlægum. Síðast þegar við hittumst 9. júlí sl. í fimmtu jarðarförinni á sjö mánuðum fannst okkur nóg komið og ákváðum að hittast á afmælinu hennar 13. september og hlæja saman og leyfa jafnvel litlu stelpunum okkar á þrí- tugs-, fertugs og fimmtugsaldri að vera með okkur. Það verður ekkert af því núna og kennir okkur kannski að kærleikann og mannræktina megum við ekki geyma of lengi til betri tíma. Með hlýhug til Marðar, Ilmar, Daggar, Ölrúnar, Bergs, Blævar, Björns, Helgu og annarra ástvina viljum við þakka Villu samfylgdina og tryggðina sem var okkur svo mik- ils virði. Birna Dís Benediktsdóttir, Hólmfríður Birna Hildisdóttir. Í þann tíð er 101 Reykjavík var örugg borg þar sem litlar hnátur gátu rölt einar Skálholtsstíg og Bók- hlöðustíg niður í Mæðragarð við tjörnina og bjástrað með spaða og fötu langa bernskudaga kynntumst við í sandkassa þriggja ára gamlar og byggðum saman hús og hallir. Og þá einhvern daginn fórum við saman heim til mín og lékum okkur þar áfram og svo heim til hennar. Löngu seinna hófst svo skólagangan. Skýr- asta minningin frá fyrsta skóladeg- inum var undrun og gleði – Villa var í sama bekk og ég. Og hún varð „Vin- konan“. Við gengum saman Laufás- veginn hvern skóladag í 7 ár. Fyrst í Ísaksskóla og svo í æfingadeild Kennaraskólans. Svo sátum við hlið við hlið í Kvennaskólanum í þrjú ár og þá lá leið beggja í Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist Villa mikil afreks- kona. Hún varð fyrst vinkvennanna til að eignast barn og gifta sig. Lauk samt háskólanámi ásamt vinnu og fé- lagsstörfum og hafði frumkvæði og forustu á ótal sviðum, í stjórnmálum og jafnréttismálum – knúin áfram af réttlætistilfinningu og samkennd með því veika og viðkvæma í tilver- unni – og hún hafði það hugrekki til að bera sem þarf til að fylgja sann- færingu og skoðunum sem voru ekki alltaf viðteknar. Og aldrei sparaði hún krafta sína við þau störf sem hún tók að sér gegnum tíðina. Metnaður hennar sem var mikill beindist í þá átt að standa sig og gera sitt besta en var lítið hégómlegs eðlis. Hún sóttist hvorki eftir vegtyllum né ríkidæmi. Var ekkert í því að koma sér áfram heldur að vinna sitt verk. Svo var hún líka amman sem hafði alltaf tíma fyr- ir barnabörnin og sagði þeim sögur af hálsfesti tröllkonunnar sem slitnaði svo að hvítar risaperlurnar dreifðust út um öll tún bænda í heyskapartíð. Einnig var hún afreksmanneskja í því að skemmta sér og öðrum. Fátt var meira gaman en að hlæja með Villu. Hún var einstaklega fundvís á tækifæri til samskipta. Ferðalög, gönguferðir um fjöll og firnindi, leik- húsferðir, samlestur bókmennta, sundfélagsskapur – . Alstaðar var Villa aðaldrifkrafturinn. Hún var meistari vináttunnar sem hafði ein- staka hæfileika til þess að ná sam- bandi við manneskjur með hrein- skilni, einlægni og hispursleysi og jafnvel með því að hvessa sig stund- um og reka í mann hornin. Fyrir þremur árum dró hún mig með sér niður að Lækjargötu í gamla Mæðragarðinn þar sem sandkassinn sem við hittumst fyrst í stendur enn, nú umkringdur blómgróðri og trjám. Þar var opnuð kampavínsflaska og skálað fyrir sextíu ára vináttu. Síðasta áratuginn átti hún við al- varlega vanheilsu að stríða sem þó duldist flestum vegna þess skaplynd- is sem ekki getur látið deigan síga. Þegar vinir hverfa er mikil eftirsjá að þeim stundum sem maður eyddi ekki með þeim meðan tækifæri gafst og hafa ekki reynst þeim enn betri vinur. En ég tel það til gæfu að hafa gengið með henni síðustu gönguna og verið viðstödd hennar síðustu stund- ir. Hún lifði af krafti og dó með reisn. Stór hópur fólks á eftir að sakna Villu sárlega og vera ráðvilltur um stund eftir fráfall hennar en hugur minn leitar einkum til barna hennar og barnabarna. Minningu hennar sýnum við öll mestan sóma með því að standa okkur og nýta sem best þá hæfileika sem hver og einn býr yfir Reynum að fylgja hennar fordæmi. Áfram stelpur – og strákar! Steinunn Marteinsdóttir. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur sem einu sinni var. (Halldór Laxness.) Að deyja við hjartarætur landsins er hlutskipti sem margur myndi kjósa sér. Vilborg Harðardóttir and- aðist við Snæfell síðla nætur hinn 15. ágúst á ferð um öræfin norðan Vatnajökuls. Hún hafði lengi verið fjallakona. Daginn áður var farið úr Kverk- fjöllum og um hádegisbil náði hún að fagna einstakri sýn, blómskrýddum urtagarði Völundar, skammt austan við Kreppu, þar sem meira en hundr- að tegundir trjáa og annarra plantna teyga ljós og líf í 640 metra hæð og fegurð himinsins speglast í kyrrum fleti vatnsins. Við gljúfravegginn hjá Hafra- hvömmum fór þrekið dvínandi og hún sem löngum hafði verið flestum öðrum brattgengari fór nú fetið. Undir kvöld var staldrað við á Laugarvöllum. Þar fékk hún að heyra harmsöguna um voveifleg ævi- lok örsnauða heiðabóndans og hetju- sögu Guðrúnar Hálfdánardóttur sem að manni sínum önduðum braust til byggða úr koti þessu langt inni á reg- infjöllum til bjargar börnum sínum er ung og smá biðu í von hjá nær ní- ræðri ömmunni. Við þá frásögn hitn- aði geðið og í svip hennar sem nú var í sinni hinstu för brá fyrir gamal- kunnu stolti. Vilborg fæddist í Reykjavík 13. september 1935, dóttir hjónanna Ragnheiðar Sveinsdóttur skrifstofu- manns og Harðar Gestssonar bifreið- arstjóra. Fyrstu árin óx hún úr grasi hjá foreldrum sínum á Vesturgötu 54 A og Framnesvegi 18 B en er hún var um þriggja ára aldur varð móðir hennar að fara á berklahælið á Vífils- stöðum og nokkru síðar slitnaði upp úr hjónabandi þeirra Harðar og Ragnheiðar. Í þeim sviptingum átti telpan unga öruggt skjól hjá afa sín- um og ömmu, þeim Sveini Árnasyni fiskmatsstjóra og Vilborgu Þorgils- dóttur, konu hans. Ragnheiður náði að sigrast á berklunum og bjó frá 1943 og lengi síðan á Víðimel 60 hér í borg. Hjá henni ólst Vilborg upp en einnig hjá fyrrnefndum móðurfor- eldrum sínum sem árið 1939 fluttust frá Vesturgötu 54 A að Laufásvegi 26 og þaðan ellefu árum síðar í Barma- hlíð 54. Þar átti hún heima á ung- lingsárunum, upp úr 1950. Sveinn afi hennar var Arnfirðingur að ætt og uppruna, náfrændi alþýðu- skáldsins Magnúsar Hjaltasonar, sem Halldór Laxness lyfti í æðra veldi með skáldverki sínu um Ólaf Kárason Ljósvíking, og áttu þeir Sveinn og Magnús sama afann, Kristján sterka Guðmundsson á Borg í Arnarfirði. Á yngri árum hafði Sveinn verið búsettur á Bíldudal og líka á Seyðisfirði. Hann var góðkunn- ingi Þorsteins skálds Erlingssonar og höfðu þeir unnið saman að upp- færslu einnar eða fleiri leiksýninga á Bíldudal. Í bernsku sinni var hún sem við kveðjum í dag oft í sumardvöl á Eyr- arhúsum í Tálknafirði, hjá Albert Guðmundssyni, kaupfélagsstjóra þar, og konu hans, Steinunni Finn- bogadóttur. Við þau og fólkið í Tálknafirði batt hún ævilangar tryggðir. Á æskuskeiði var hún líka kaupakona í Gufudal í Barðastrand- arsýslu, hjá Bergsveini bónda Finns- syni og Kristínu Sveinsdóttur hús- freyju sem náði að verða 106 ára gömul og andaðist hér í Reykjavík fyrir tæplega tveimur árum. Um þau átti hún líka góðar minningar og allt þeirra fólk var henni einkar kært. Stúdentsprófi lauk Vilborg frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1955 og BA prófi í tungumálum frá Háskóla Íslands árið 1962 en á ár- unum 1956–1957, 1961–1962 og 19631965 var hún við nám og störf í Prag, Greifswald og Berlín. Átján ára að aldri eignaðist hún drenginn Mörð og hóf um það leyti sambúð með barnsföður sínum, Árna Björnssyni frá Þorbergsstöðum í Dölum, síðar þjóðháttafræðingi í Reykjavík. Haustið 1954 gengu þau í hjónaband og bjuggu saman í aldar- fjórðung. Börnin urðu þrjú, Mörður, Ilmur og Dögg. Á okkar ungu dögum var oft safn- ast saman á heimili þeirra til ráða- gerða um leiðir til að bjarga verka- lýðnum ellegar þjóðinni og jafnvel öllum heiminum en ekki síður til glaðra samverustunda. Þar flugu títt orð af vör og á síðkvöldum gaf stund- um að heyra fagran söng því að aldrei brást Árna lagvísin þó að á ýmsu gengi hjá okkur hinum. Í þessari hringiðu róttæks æsku- fólks var Vilborg sjálfur miðpunkt- urinn, lífsþyrst og ör, með sínar fljúg- andi gáfur og heita, brennandi réttlætiskennd – dáð og elskuð af mörgum. Árið 1960 varð hún blaðamaður við Þjóðviljann og starfaði við blaðið með nokkrum hléum allt til ársins 1975. Hún var í fremstu röð íslenskra blaðamanna, vandvirk og fljótvirk, prýðilega ritfær, með skarpan mann- skilning og yfirgripsmikla þekkingu á mörgum sviðum. Sem blaðamaður reyndist hún jafnan best þegar mest á reyndi. Til marks um það má nefna ferð hennar til Tékkóslóvakíu ör- skömmu eftir innrás Rússa í landið sumarið 1968 og vettvangslýsingar frá Vestmannaeyjum daginn sem gosið hófst í Heimaey, 23. janúar 1973, og dagana þar á eftir. Að Sunnudagsblaði Þjóðviljans sem hún ritstýrði á árunum 1974 og 1975 var líka sérstakur sómi og illt að missa hana frá því starfi. Á árum sínum við Þjóðviljann hafði hún líka oft frumkvæði og for- ystu um félagslíf starfsfólksins, blaðamanna, prentara og allra hinna en Starfsmannafélag blaðsins átti á þeim árum sumarbústað austur í Laugardal og stundum var farið í ferðir eða efnt til samkvæma. Strax á ungum aldri varð Vilborg mjög áhugasöm um stjórnmál. Hún rakst þó aldrei vel í flokki. Að eðl- isfari var hún veikari fyrir anarkisma en kommúnisma en bast þó Einari Olgeirssyni og Magnúsi Kjartans- syni pólitískum trúnaðarböndum sem lengi héldu og síðasta daginn sem hún lifði til kvölds minntist hún þess að einmitt þann dag hefði Einar VILBORG HARÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.