Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Blaðsíða 2
Una Hjartardóttir Kristján átti lengi við vanheilsu að striða. Ef til vill hefur það kennt hon- um betur en öðrum mönnum að meta mikilvægi félagslegrar samstöðu og samvinnu. í byggðalagi sinu, Bolunga- vik, var hann forustumaður á sviði fé- lagsmála. Starfaði hann ekki sizt ötul- lega að góðgerðarmálum ýmsum, m.a. var hann lengi formaður Sjálfs- bjargar. Kristján var ákveðinn samvinnu- og félagshyggjumaður og óþreytandi i störfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var lengi formaður Framsókn- arfélags Bolgungavikur og sat iðulega á kjördæmisþingum, i miðstjórn flokksins og á flokksþingum. Kristján sá ég siðast á sjúkrahúsinu á tsafirði 12. mai s.l. Hann var þjáður, en brennandi áhugi hans á þjóðmálun- um var hinn sami. Hann harmaði það mest aö geta ekki mætt á fundi okkar i Bolungavik kvöldið eftir. ólafur Elias Einarsonfrá Þórustöð- um i Bitru lézt 16. júli s.l., 71 árs að aldri. Um ólaf má með sanni segja, að hann hafi verið forustumaður i sinni sveit. Ólafur sat lengstum I hrepps- nefnd, hann var oddviti um skeið, hreppstjóri var hann i mörg ár og i sýslunefnd sat hann i 30 ár. Ólafur gekkst ásamt fleiri fyrir stofnun kaupfélags á Óspakseyri árið 1942. Hann var formaður félagsstjórn- ar i yfir 20 ár og siðan kaupfélags- stjóri. Fáir ætluðu þessu litla kaupfé- lagi langlifi. Það fór þó á annan veg. Afkoman hefur veriö ótrúlega góð. Þarna rikti og rikir sannur samvinnu- andi. Einnig á sviði búnaðarmála þótti Ólafur sjálfsagður til forustu. Hann var lengstum formaður Búnaðarfélags Óspakseyrarhrepps og var fulltrúi sinnar sveitar I flestum samtökum bænda. Ungur gekkst ólafur fyrir stofnun ungmennafélags og var formaður þess I 20 ár. Samvinnu- og félagshyggjan var Ölafi þannig I blóð borin. Framsóknar- flokkurinn, stefna hans og störf, var honum hjartans mál. Fyrir flokkinn gegndi ólafur mörgum trúnaðarstörf- um, sat m.a. á mörgum kjördæmis- þingum og lengi I miðstjórn flokksins. Ólafur varð aö hætta búskap 1968 og flytja til Reykjavikur vegna veikinda sinnar ágætu eiginkonu, sem lézt skömmu siðar. Hugur ólafs var hins vegar ávallt fyrir norðan. 1 byrjun mai fór ég i nokkurra daga ferö á Strandir. ólafur haföi þá sam- band við mig og hafði áhuga á þvi að koma meö: „Bara til að komast norð- ur”, eins og hann sagði. Þegar til kom F. 15.12 1892 D. 21. 8. 1973 Lokið er látlausri ævi. Ljós eitt er horfið af vegi. Sól sigin að viði. Samvistartimi liðinn. Fækkað I frændabálki. Fellur enn grein af trjánum. Una, dóttir hans afa, er kvödd I þetta sinni- Að Uppsölum átti heima, ung, að morgni lifsins. Vinnu þar snemma vandist. Var þörf á iðnúm höndum. Lék sér aö ljúfum draumum. Lamba gætti i haga. Sólskin I Svarfaöardalnum sifellt þvi henni fylgdi. öðrum vel ætið reyndist. Um eigin hag litt sinnti. Rétti hjálpandi hendi hinum, er minna gátu. Vann meöan orka entist. Ekki sér hlifði i neinu. Af hugrekki byröirnar bar hún. Bætti úr annarra raunum. Hófsöm var Una I háttum. Hlýddi skyldunnar kalli. Ættjörð sinni unni. Allan veg hennar þráöi. treysti hann sér þó ekki I þessa ferð, enda orðinn sjúkur. Þannig leitaði Ólafur ávallt noröur hvenær, sem hann mátti. Þessum ágætu mönnum kynntist ég fyrst og fremst eftir að ég hóf aö starfa að stjórnmálum i Vestfjaröakjör- dæmi, m.a. fyrir áeggjan þeirra. Til þeirra leitaði ég oft. Hjá þeim og þeirra ágætu eiginkonum og fjölskyld- um naut ég ekki aðeins frábærrar gestrisni heldur einnig leiðsögn og hollr.a ráða, sem ómetanleg hafa reynzt mér. Slikt fæ ég aldrei fullþakk- aö. Eftirlifandi eiginkonum og fjöl- skyldum sendi ég samúðarkveðjur. Steingrimur Hermannsson. Ein af þegnum þagnar Þeim, er hljóðlátt fara. A akrinum stöðugt erja og efla lifsins gróður. Sjálf vildi þó sinu ráða. Seiglan I eðli borin. Vissi hvaö verða mundi. Var ekki hrædd né kviðin. Hlakkaöi til að hitta Hinum megin viö tjaldið ástvini áöur farna eins fljótt og kostur væri. Liðin er lifsins stundin. Lokast brá að kveldi. Þreytt hefur þegið friðinn, þann sem aö dauðinn gefur. En brátt mun birta aö nýju. Bjarma af fögrum degi. Þvi að andinn að eilffu varir á æöra tilverustigi. Eirikur Pálsson frá ölduhrygg 2 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.