Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 232. tölublaš 
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hefur þú nokkuð verið að nota hann, Dísin mín, ég finn bara hvergi drullusokkinn minn.
Á
samráðsfundi heil-
brigðis- og félags-
málaráðherra
Norðurlandanna á Egils-
stöðum á dögunum og
fundi forsætisráðherra
skömmu áður kom fram
eindreginn vilji til að sam-
ræma stefnu í áfengismál-
um landanna og var ákveð-
ið að taka upp þráðinn á
aukafundi í Kaupmanna-
höfn í október nk. 
Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra sagði af
þessu tilefni: ?Það eykst
stöðugt þrýstingur á Norð-
urlöndin frá umhverfinu að
slaka á þessu, lækka tolla
og lönd sem liggja að
Norðurlöndunum hafa lækkað sína
tolla.? Vandamálið væri m.a. fólgið
í landamæraverslun með áfengi á
Norðurlöndunum og til nærliggj-
andi ríkja. Að sama skapi hefur
verið á það bent að offramleiðsla er
á léttu víni víða í Suður-Evrópu.
Með sameiginlegri áfengisstefnu
séu Norðurlandaþjóðirnar að
reyna að skapa mótvægi við stefnu
Evrópusambandsins um frekari
lækkun tolla.
Álögur á áfengi hér á landi eru
með því hæsta sem þekkist og
hærri en víðast hvar á Norðurlönd-
unum ef marka má tölur frá Sam-
tökum ferðaþjónustunnar. Sam-
tökin bentu nýverið á að
áfengisgjald af einum lítra af létt-
víni (12% styrkleiki) er hæst á Ís-
landi, rúmar 500 krónur, en að
sama skapi rétt um eða yfir 200
krónur í Svíþjóð og Finnlandi og
innan við 100 krónur í Danmörku.
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri SAF, segir að sam-
tökin vilji stórlækkun á áfengis-
gjaldi og að Íslendingar búi við
sama rekstrarumhverfi og ná-
grannaþjóðirnar.
Á fundi viðskipta- og hagfræði-
deildar HÍ og Félags íslenskra
stórkaupmanna í vor undir yfir-
skriftinni: ?Eru skattar á áfengi of
háir á Íslandi?? sagði Guðmundur
Ólafsson hagfræðingur að lækki
verð á áfengi um 10% megi gera
ráð fyrir að neyslan aukist um 15?
20%. Óbeinn kostnaður vegna
áfengisneyslu næmi að líkindum
um 8,5 milljörðum á ári en tekjur
ríkissjóðs af áfengisgjaldi væru
11,2 milljarðar.
Ráða engu um áfengisverð
Örn Stefánsson, innkaupastjóri
áfengis hjá ÁTVR, segir að í um-
fjöllun um áfengi sé yfirleitt ekki
tekið tillit til þess að stofnunin hafi
ekkert með verðlagningu að gera.
Álögur ÁTVR séu ákveðnar af
fjármálaráðuneytinu.
Áfengisgjaldi er skipt upp í þrjá
flokka: Í sterku víni er styrkleiki
vínsins og flöskustærð margfölduð
með 66,15 kr. (Dæmi: 66,15*40(%)
*0,75(cl)=1995 kr.) og fæst þá
áfengisgjald á tiltekna vöru.
Í bjór eru 2,25% dregin frá
styrkleika bjórsins (styrkleiki
pilsners) og margfaldað með 58,7
kr. og flöskustærð (t.d. 0,5 l) og í
léttvíni eru 2,25% dregin af styrk-
leika vínsins og margfaldað með
52,8 kr. og flöskustærð. Þá bætist
við álagning ÁTVR í smásölu sem
er 13% á léttvín og bjór og 6,85% á
sterk vín, miðað við 22% styrk-
leika, en í áfengisgjaldinu er miðað
við 15%. Við bætist 24,5% virðis-
aukaskattur. Örn segir að vaxandi
samkeppni sé meðal heildsala í
sölu á bjór og nú síðast á svo-
nefndu kassavíni (rauðvíni og hvít-
vín í kössum). Svigrúm til lækk-
unar á áfengi er því eins og sakir
standa í höndum birgjanna og þar
gætir samkeppni í ákveðnum teg-
undum bjórs og léttra vína sem
sum hver hafa lækkað í verði. 
Í fjármálaráðuneytinu fengust
þau svör að engin áform væru uppi
um lækkun áfengisgjalds og að
áfengisgjald á léttvín og bjór hefði
í raun lækkað um 30% að raungildi
frá 1998. 
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn-
ir á SÁÁ, líkti áfengisgjaldi, á fyrr-
nefndum fundi viðskipta- og hag-
fræðideildar og FÍS í vor, við
spilliefnagjald, og minnti á að
hugsunin að baki gjaldinu væri sú
að þeir sem neyttu áfengis tækju
þátt í kostnaðinum sem af neyslu
áfengis hlytist. 
Hvort heldur sem álögur á
áfengi lækka á komandi árum eða
ekki, eru flestir sammála um að æ
erfiðara verður fyrir Norðurlöndin
að réttlæta áfengisstefnu sína og
háa tolla.
Fréttaskýring | Verðlagning á áfengi 
Neysluvara
eða spilliefni?
Ráðherrar Norðurlandanna vilja stilla
saman strengi í áfengismálum
Áfengisgjald á léttu víni hefur lækkað.
Álögur með því hæsta
sem þekkist
L50776 Álögur á áfengi á Íslandi eru
með því hæsta sem þekkist. Verð
á flösku af argentísku rauðvíni
(13% að styrkleika) sem kostar út
úr verslun ÁTVR kr. 1.290 skipt-
ist sem hér segir: Innkaupsverð
og heildsöluálagning birgja kr.
484,60, áfengisgjald kr. 425,70
og skilagjald kr. 9,73. Ofan á
þetta reiknast 13% álagning
ÁTVR í smásölu og að lokum
bætist við 24,5% virðisauka-
skattur.
kristjan@mbl.is
                              Verð: 39.900kr.
2 fyrir 1
*
ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS URV 25649 08/2004
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, akstur til og frá 
flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn.
Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu 
bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. 
Haustsólin
Örfá sæti - bókaðu strax!
Kynntu þér málið á www.urvalutsyn.is 
eða í síma 585-4000. 
Tilboðið gildir í brottfarir 31. ágúst - 16. sept. 
Einungis valdir gististaðir á tilboði.
Fleiri en tveir? Verð á mann er óháð fjölda í gistingu. 
til Portúgal, Mallorca eða Costa del Sol 
á mann í stúdíói í 7 nætur.
Aukavika: 19.900 kr. 
Verð: 46.900kr.
*
á mann í íbúð í 7 nætur.
Aukavika: 24.900 kr. 
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52