Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 41
MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 41 VÍKINGUR H. Ólafsson píanóleik- ari er styrkþegi ársins 2004 úr Minningarsjóði Jean Pierre Jacquil- lat en afhending fór fram í gær í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Styrkupphæðin nemur 600 þúsund krónum. Örn Jóhannsson, formaður stjórnar sjóðsins, afhenti Víkingi styrkinn með þeim orðum að alls hefðu 18 umsóknir borist. „Margt hið efnilegasta fólk en sá sem skar- aði fram úr að þessu sinni var Vík- ingur H. Ólafsson.“ Í máli Arnar kom fram að hlut- verk sjóðsins er að styrkja tónlist- arfólk til að afla sér aukinnar mennt- unar og reynslu á sviði tónlistar. „Það er jafnframt hlutverk sjóðsins að halda nafni Jean Pierre á lofti en hann var aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands 1980–1986. Jean Pierre lést 10. ágúst sama ár.“ Víkingur stundar framhaldsnám í píanóleik við hinn virta tónlistar- skóla Juilliard í New York og hefur lokið 2 árum af 4 í námi sínu en kveðst stefna ótrauður á meira nám eftir það. „Það er stórkostlegur heið- ur og mikil hvatning að fá þennan styrk og er hreinlega eins og víta- mínsprauta. Mann langar til að leggja sig enn meira fram og standa sig enn betur, og peningarnir koma sér vel því námið er dýrt,“ sagði Vík- ingur í samtali við Morgunblaðið eft- ir athöfnina. Víkingur lék sl. vetur með Sinfón- íuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíó og geta tónlistarunn- endur hlakkað til þess að hann mun leika á einleikstónleikum í Salnum í Kópavogi 7. janúar næstkomandi. Tónlist | Veitt úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat Morgunblaðið/ÞÖK Víkingur H. Ólafsson tekur við styrknum úr Minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat úr hendi Arnar Jóhannssonar formanns stjórnar sjóðsins. Hvatning til að standa sig betur ALLT útlit er fyrir að samningur Landsbankans við Kling og Bang gallerí um starfsemi og rekstur listasmiðjunnar Klink og Bank í gamla Hampiðjuhúsinu við Braut- arholt verði framlengdur um allt að ár. Sagt var frá því hér á síðum blaðsins fyrr í sumar að samning- urinn rynni út 1. september nk., samhliða því sem húsnæði lista- smiðjunnar að Brautarholti skipti um eigendur. Um þessar mundir standa yfir viðræður milli bankans, væntanlegra eigenda húseign- arinnar við Brautarholt og fleiri að- ila. Allt útlit er fyrir að sam- komulag náist á næstu dögum sem mun fela í sér að Klink og Bank geti starfað með óbreyttum eða svipuðum hætti í allt að ár í viðbót. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum verður húsnæðið að Brautarholti í eigu verktaka frá og með 1. september nk. sem hafa uppi áform um að rífa húsið í ókominni framtíð. Verktakarnir eru hins vegar reiðubúnir að fresta áformum sínum um ár til þess að Klink og Bank geti starfað þar áfram. Samkvæmt heimildum blaðsins er mikil ánægja hjá forsvars- mönnum Landsbankans með sam- starfið við Kling og Bang gallerí um rekstur og starfsemi Klink og Bank. Að mati bankans hefur starf- semi Klink og Bank gengið afar vel og nýtur hún velvilja víða, m.a. hjá borgaryfirvöldum, yfirvöldum menningarmála, listamönnum og listvinum. Í Landsbankanum er því mikill áhugi fyrir því að Klink og Bank fái að lifa lengur í gamla Hampiðjuhúsinu. Fram kemur hjá heimildarmönnum Morgunblaðsins að vilji allra aðila er til þess að starfsemi Klink og Bank verði ekki einvörðungu bundin húsnæðinu í Brautarholtinu. Samstarfið mun geta tekið á sig aðra mynd á öðrum stað ef tækifæri opnast. Á þeim tíma sem Klink og Bank hefur starfað hefur starfsemin vak- ið mikla athygli, bæði hér- og er- lendis. Þannig hefur verið skrifað um fyrirbærið í erlendum list- tímaritum auk þess sem margir þeirra erlendu listamanna sem komið hafa til landsins hafa lagt leið sína í Brautarholtið til að skoða Klink og Bank. Aðspurður hvernig bankinn meti ávinning sinn af þessu svarar talsmaður bankans að það sé ómetanlegt. „Þetta er náttúrlega ómetanlegt, bæði í hefð- bundnum skilningi þess orðs en líka er það ómælanlegt. Annars hefur bankinn í sjálfu sér ekki reynt að setja einhverjar mælistik- ur á þetta. Hann er bara ánægður og stoltur yfir því að taka þátt í svona vel heppnuðu verkefni með fólki sem augljóslega hefur dug til að halda úti svona metnaðarfullri starfsemi og skynjar ábyrgð sína. En við höfum alltaf lagt mikla áherslu á ábyrgðina, því bankinn er á margan hátt að setja ásýnd sína og orðspor í þeirra hendur.“ Samningsaðilar afar jákvæðir „Mér finnst auðvitað fremur erf- itt að tjá mig um málið á meðan samningar eru ekki endanlega komnir í höfn,“ sagði Nína Magn- úsdóttir, hússtýra Klink og Bank, þegar blaðið leitaði viðbragða hjá henni. „Ég get þó sagt að allir samningsaðilar eru afar jákvæðir og því allt útlit fyrir að Klink og Bank muni starfa með svipuðum eða óbreyttum hætti í núverandi húsnæði við Brautarholt næsta ár- ið. Okkur er auðvitað mjög umhug- að um að halda hér áfram þeirri starfsemi sem verið hefur og það hefur vitaskuld mikla þýðingu fyrir listamenn sem eru með sína vinnu- aðstöðu hér í húsinu ef við getum haldið áfram í ár í viðbót,“ segir Nína. Spurð hvort starfið sem í húsinu hafi verið síðustu mánuði sé í sam- ræmi við það sem skipuleggjendur lögðu upp með og hvort þau hafi fengið það út úr starfseminni sem stefnt var að svarar Nína því ját- andi. „Við lögðum náttúrlega upp með að vera opin og sjá hvað þetta fyrirkomulag hefði upp á að bjóða. Það komu hérna saman meira en hundrað listamenn og það í sjálfu sér bjó til starfið í húsinu. Þannig varð til sannkallað orkuver af sköp- unargleði. Ég held að við getum tvímælalaust verið mjög ánægð með útkomuna eftir þetta samn- ingstímabil og það má segja að við förum með þá reynslu inn í næsta tímabil.“ Listir | Útlit fyrir að samningur Landsbankans og Kling og Bang um Klink og Bank verði framlengdur um ár Vel heppnað verkefni Morgunblaðið/Jim Smart Samstarfssamningur Landsbankans og Kling og Bang var undirritaður í byrjun árs. Fremst eru Nína Magnúsdóttir og Björgólfur Guðmundsson, þá Sigurjón Þ. Árnason, Halldór J. Kristinsson, Erling Klingenberg, Kristinn Már Pálmason, Hekla Dögg Jónsdóttir og Viðar Hákon Gíslason. silja@mbl.is Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.