Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 27 Belgískar vöf Nýlega bættist við enn einn ljúffengur réttur í kaffiteríu Perlunnar. Bragðið á gómsætum nýbökuðum belgískum vöff lum í kaffiteríunni á 4. hæð. Næg ókeypis bílastæði! BELGÍSKAR VÖFFLUR Veitingahúsið Perlan - S: 562 0200 - perlan@perlan.is - www.perlan.is Hr in gb ro t S taddur í New York á sunnudegi fyrir ári, gerði ég mér fljótlega ferð út á Queens, hvar MoMA hafði hreiðrað um sig til bráða- birgða. Erindið að bera augum aðalsýningu safns- ins þá stundina; Roth Time, A Dieter Roth Retrospective. Útleggst; yfir- litssýning á verkum Dieter Roth, mikilsháttar framkvæmd sem kom að sjálfsögðu mér og íslenzkum sam- tíðarmönnun listamannsins við, hafði þá staðið yfir frá 12. mars og vika til loka 7. júní. Gekk engan veginn þrautalaust fyrir leigubílstjórann að finna staðinn og ei heldur fyrir mig síðdegis að komast þaðan, hvort- tveggja flókið mál fyrir ókunnuga, bílstjórinn hafði komið af fjöllum þeg- ar hann vissi áfangastaðinn og leigu- bíla sem vildu aka yfir til Manhattan var illkleift að hafa upp á síðdegis. Þegar að lokum tókst var stefnan tek- in á sýningu á verkum Errós í há- skólahverfinu neðst á Manhattan en komið að luktum dyrum sem vont var að sætta sig við, þótt trúlega hafi ég séð flest innandyra áður. Skemmtileg en um leið óræð tilviljun, að samtímis var verið að heiðra þessa tvo menn með sýningum á úrvali verka þeirra í heimsborginni, brölluðu nefnilega sitthvað saman í upphafi ferils síns þá báðir þóttust sjá hilla fyrir frægð og frama í útlandinu. Framkvæmdin á MoMA reyndist frábær í fjölþættri uppsetningu, auk annars sem á döfinni var á staðnum, fagmennskan ekki að þeim skafin vestra, öllu frekar að hún drjúpi af þeim. Safnið komið sér snilldarlega vel fyrir í húsinu, aðkoman notaleg og allan tíman leið mér einkar vel þarna inni. Sýningin kom frá Schaulager/ Basel, um að ræða samvinnuverkefni MoMA og Ludwigs safnsins í Köln. Vísast eitthvað minni útgáfa, hef þó ekki séð skilvirkari og hrifmeiri sýn- ingu á verkum listamannsins, trúi naumast að hún hafi verið fullkomn- ari í Sviss. Sýningarskráin upp á 303 síður mjög vönduð og upplýsandi, í senn sjónlist og bókverk í anda lista- mannsins. Persónulega kynntist ég Dieter Roth aldrei náið þótt við værum af sömu kynslóð og ættum sameiginlega vini, urðum þó fljótlega eftir komu hans til landsins áskynja um athafnir hvor annars, þótt úr nokkurri fjar- lægð væri. Hann varð einn af tengda- sonum Íslands þegar hann fylgdi Sig- ríði Björnsdóttur, skólasystur okkar Guðmundar Errós til Íslands 1957, róðan hænd að Guðmundi en bæði ári á eftir mér í Handíða- og myndlistar- skólanum. Kynntist Guðmundi sjálf- um ekki náið fyrr en við urðum sam- tíða og herbergisfélagar í Osló veturinn 1952–53. Þau Sigga Björns þá í góðu bréfasambandi og kostuleg skrifin mér enn í ljósu minni. Léku sér með ritmálið, skrifuðu þvers og kruss á síðurnar, spírallaga, í hring o.s.frv., auk þess að Guðmundur myndlýsti umslögin í bak og fyrir – fékk þó aldrei bágt fyrir hjá póstþjón- ustunni, var frekar á hinn veginn að pósturinn heima gerði athugasemdir við viðtakandann ef hann gleymdi því. Fleira markvert gerði strákur sem mér varð starsýnt á, eins og að skrifa mörg bréf í einu í með aðstoð kalki- pappírs til að spara tíma! Guðmundur kynntist fljótlega sambýlismanni góðvinu sinnar og það var í gegnum þau tvö og Ragnar Kjartansson, leir- listarmann og myndhöggvara, sem ég nálgaðist hann. Svo var einnig að Adelheid, fyrri eiginkona mín sem var þýsk, vingaðist við Siggu en þær stöllur áttu frumburði á svipuðu reki og fylgdi ég spúsunni einhverju sinni í hús þeirra Dieters. Heimsóknin minnisstæð, einkum þá litlu strák- arnir voru að leika sér innan um kostulega smíði húsráðandans, höfðu mikið gaman af sem og hvor öðrum. Á rið sem þau fluttust til Ís- lands hafði Guðmundur Erró haldið eftirminnilega sýningu í Listamannaskál- anum, hvar Foodscape klippimyndin blasti við gestum til hægri handar þá inn kom, hún átti seinna eftir að marka umtalsverð tímamót um frama hans erlendis. Að því kom nefnilega að Núlistasafnið í Stokkhólmi festi sér hana, mynd- verkið svo um árabil uppi á einum að- alvegg safnsins við mikla athygli og vinsældir. En á heimaslóðum lista- mannsins tóku menn vart eftir því, módernistarnir fussuðu, flatarmáls- málverkið, geometrían, mál málanna þá stundina. Til baka litið má lista- maðurinn þakka máttarvöldunum fyrir að það seldist ekki, hvorki til einstaklings, fyrirtækis né í lokaðar hirslur Listasafns Íslands. Ókunnugt er mér um hvort Dieter Roth hafi séð sýninguna, en ef ekki hefur hann mjög sennilega nálgast ljósmyndir frá henni meður því að Guðmundur hefur alla tíð verið jafn iðinn honum sjálfum að skjalfesta hvert spor sitt í mynd og máli, á tímaskeiðinu munu þeir hafa náð saman og varð vel til vina. Áður en Guðmundur hélt utan til náms hafði hann frá fimmtán ára aldri verið í nánu sambandi við mjög snotra hnátu Rögnu að nafni og virt- ist parið samvaxið, en þeim kafla lauk um leið, annað tveggja gliðnaði sam- bandið eða hann fórnaði henni fyrir listina. Stórum sviptingasamara þeg- ar Dieter Roth rauk á dyr úr húsi sínu og Sigga greip barmafulla skólp- fötu og hvolfdi innihaldinu yfir höfuð hans út um eldhúsgluggann! Til frá- sagnar að þrátt fyrir þessi svipmiklu sundurslit í einkalífinu varð sviss- nesk-þýðverski listamaðurinn með tíð og tíma jafnvel meiri Íslendingur en Íslendingurinn. Tók ástfóstri við landið, heimsótti oft og sótti jafnt til þess viðföng sem eldsneyti til úrsker- andi athafna í útlandinu, var loks að eigin ósk heygður að Hellnum á Snæ- fellsnesi – því nesi dularfullra nátt- úrumagna hvar Guðmundur Erró kom óforvarandis undir. Umgengst ýmsa framúrstefnulistamenn tím- anna, studdi að auk við bak nokkurra ungra listspíra, seinna þekktir sem listhópurinn SÚM, og hélt út reglu- legri sýningarstarfsemi frá lokum sjöunda áratugarins og langt eftir þeim áttunda. Báðir héldu konum í hæfilegri fjarlægð eftir þetta þótt hormónarnir í þá áttina væru engan veginn fyrir bý. Kannski freistandi fyrir einhverja að geta sér til hvað hefði beðið listamannanna ef þeir hefðu ílenst á Íslandi, hvar menn enn í dag hálfri öld seinna, hafa næsta frumstæðan skilning á grunnmálum myndlistarinnar og sjónarheimsins, einnegin tilgangi og þörfum fyrirbær- anna til heilbrigðrar döngunar. D ieter Roth var hönnuður að mennt, fæddur í Hann- over, móðirin þýsk en fað- irinn svissneskur. Stund- aði nám í myndlist, grafík og grafískri hönnun í Bern í Sviss. Byrjaði í sígildum miðlum; teikningu, dúkskurði, vatnslitum og seinna steinþrykki. Þótti einkum sérlega fær í vatnslitum þar sem hann fór fljót- lega að gera ýmsar tilraunir, því hald- ið fram að vatnslitanámskeiðin í upp- hafi hafi haft gagnger og stefnumótandi áhrif á seinna þróun- arferli listamannsins. Hönnunar- verkin þóttu einnig bera hug- myndaauðgi vitni og Dieter þannig í fyllingu tímans mjög vel í stakk búinn til að takast á við ný og byltingar- kennd grunnmál óheftrar listsköp- unar. Hann var og með svipaðan námsgrunn og amerísku pop- listamennirnir er þeir sögðu skilið við auglýsingastarfið þrátt fyrir alla vel- gengni á þeim nótum og tóku að róta í listhugtakinu. M ikill skilsmunur á aka- demísku námi og graf- ískri hönnun, í hvorugu fallinu par gæfulegt að slá slöku við grunn- þætti myndlistarinnar, undirstaðan skal vel að merkja réttleg fundin hvar sem borið er niður á vettvangi sjón- arheimsins. Má vera skiljanlegt að myndlistarmaðurinn nálgist núlistir á annan hátt en grafíski hönnuðurinn, sem býr yfir þekkingu á svo mörgum hjálparmeðulum til að vinna með á grunnfletinum sem hinn kann aftur á móti takmörkuð ef þá nokkur skil á. Hins vegar eru þessi hjálparmeðöl sem og öll önnur til hliðar var- hugaverð í höndum þeirra sem slegið hafa slöku við grunnþættina eins og neyðarlega hefur komið fram á ný- miðlum seinni tíma er listaskólarnir hafa að stórum hluta snúið baki við sí- gilda handverkinu og jarðtengdri þjálfun skynfæranna. Viðbrögðin sem fylgdu í kjölfar hinna miklu hvarfa á sjöunda ára- tugnum eðlilega víða hörð í röðum þeirra sem dýrkuðu hina klassísku miðla. Dieter Roth sjálfur á kafi í rót- tækum módernisma þá áhrif frá hreyfilist, kinetik, tóku hug hans all- an ásamt hvers konar tilraunum í anda dada, forgengileikans og að vissu marki hjástefnunnar, súrreal- isma. Vinnubrögðin fljótlega skil- greind sem ný-dada í listheiminum, og hliðargeirarnir sem upp spruttu hlutu mörg sérnöfn til aðgreiningar, fljótlega komu og áhrif frá popp- listinni og þá var mörgum módernist- anum nóg boðið. Þó ekki alls kostar rétt að Dieter Roth hafi verið litinn hornauga af íslenzkum módernistum, eða átt erfiðara uppdráttar en aðrir, bæði og, menn verða að líta til þess hve markaðurinn var lítill og þröng- ur, samkeppnin óvæg og frumstæð. Listamaðurinn varð að vinna fyrir sér og sínum á öðrum vígstöðvum til hlið- ar, bæði sem auglýsinga- og skart- gripahönnuður og ekki allir með hýrri há út af samkeppni frá þessum flinka útlenzka manni, einkum í seinna tilvikinu. Samanlagt mun það að hluta og þó til úrslita hafa verið or- sök þess að Dieter Roth náði ekki kosningu inn í Félag íslenzkra mynd- listarmanna á fjölmennum aðalfundi 1968, ei heldur sem gestameðlimur sem lagðist illa í hann. Tók þá með auknum þrótti að styrkja unga skjól- stæðinga sína, sem komu svo fram sem virkur listhópur strax á útmán- uðum 1969. En ekki skal yfirsjást að mikill hiti var í yngri kynslóð innan FÍM, og Septembermenn ekki lengur einráðir í sýningarnefnd eftir þennan örlagaríka og tímamótandi fund. Nefndin gekkst fyrir nýstárlegri samsýningu ungra myndlistarmann, UM 1968, í Laugardagshöll, fljótlega haft samband við Erró í París, seinna Louise Matthíasdóttur og á næstu ár- um blómstruðu haustsýningar FÍM sem aldrei fyrr, ásamt því að nýtt fólk var þrátt fyrir harða andstöðu tekið með á mikilsháttar boðsýningar er- lendis. Þannig margt fleira og mark- vert að ske í íslenzkri myndlist, sauð og kraumaði, einnig mikill uppgangur í Myndlista- og handíðaskólanum sem óx og dafnaði og ungir nutu góðs af. En um þá hlið þróunarinnar hefur bersýnilega verið reistur þagnarmúr og alla þá miklu óeigingjörnu vinnu og fórnfýsi sem lá að baki. Dregið saman í hnotskurn er óum- deilt að Dieter Roth var mikilvægur hlekkur í þróun íslenzkrar samtíma- listar, einn þeirra sem komu fram með nýjar hugmyndir og hristu eftir- minnilega upp í hlutunum. Kringum Dieter Roth SJÓNSPEGILL eftir Braga Ásgeirsson Dieter Roth og Ingrid Wiener; Stórt veggteppi, 1984–1986, 220x181 sm. Var á sýningunni „A Dieter Roth Retrospective“, MoMA, Queens 2004. Dieter Roth og Sigga Björns í villtri sveiflu í lok sjötta áratugarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.